Þjóðviljinn - 21.11.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.11.1963, Blaðsíða 10
10 SfÐA Bkammbyssuna en leyfðu honum að halda vistatöskunni. Tveir þeirra fóru aftur fyrir hann og otuðu að honum rifflunum og bentu honum að ganga af stað; tveir gengu á undan honum í einfaldri röð. Þeir leiddu hann eftir sama skógarstígnum lengra inn í landið og í vesturátt. Þeir létu hann ganga í tvær 6tundir. Hann var óvanur að ganga í hitabeltinu og hitinn var geysilegur. Hann ráfaði eins og f hlindni og svitinn bogaði af honum og hann var örmagna f lokin. Hann tapaði öllu átta- ekyni, hann vissi ekki hvert ferðinni var heitið og honum stóð á sama. Undir rökkur komu þeir inn í þorp. smáþorp með aðeins fimmtán eða tuttugu húsum. Hann var samstundis leiddur inn í það sem virtist vera þorps- fangelsið, lítinn kofa úr sterk- legum bambus með engum gluggum og með jámslagbrandi og lás fyrir dyrunum. Hann lét fallast niður á gólfið yfirkominn af þreytu. Eftir stundarfjórðung var hann farinn að jafna sig dáh'tíð og hann gat farið að veita umhverfi sínu athygli. Kofinn sem hann var í stóð í húsagarði eða porti, milli kofans og aðalhússins voru menn að matbúa yfir eldi. Innan skamms opnuðust dymar og inn um gáttína var ýtt skál af soðnum hrísgrjónum með litlum fiski ofaná, og leirkrús með vatni í. Eftir klukkustund voru dymar opnaðar að nýju og vopnaður vörður færði hann til hússins. Þá var orðið skuggsýnt og aðal- herbergið í húsinu var lýst upp Hárgreiðslan Bárgrefðsln og snyrtfstofa STEINU og DÖDÖ Eaugavegl 18 III. h. flyfta) 1 6ÍMI 24616. P B R M A Garðsenða 21 f SlMI 33968. Hárgrelðsln- og snyrtistofa. Dðmnr! Hárgrelðsla vlð allra hæfl TJARNARSTOFAN. Tjamargötn 10. Vonarstrætls- tnegin. — SlMI 14662. HARGREIÐSEUSTOFA AUSTURBÆJAR (María Gnðmnndsdöttir) Langaveg) 13 — SlMI 14656 — Nnddstofa á sama stað. - með tveimur olíuluktum. Húsið var með timburpóstum og pálmaþaki og gólfið svo sem fjögur fet frá jörðu. en inni var borð og tveir stólar. Stofan var fuU af ungum mönnum, öllum vopnuðum rifflum og skamm- byssum eða marghleypum af einhverju tagi; margir þeirra báru einnig daha, löng. bein stálblöð með klunnalegum tré- sköftum. Við borðið sat maður. ungur maður með snöggklippt hár og magurt, brúnt andlit, klæddur longyi og khakijakka. Um ann- an handlegginn bar hann hvítt armband með stórri, fimm arma rauðri stjömu. Bakvið hann sat ung kona á gólfinu með krosslagða fætur. 24 Hann sagði á sæmilegri ensku: — Seztu þama. Morgan settist í stólinn fyrir framan borðið og bakvið hann stóðu verðimir. Hann leit á rauðu stjömuna og hugsaðh kommúnisiti. Það rugl- aði hann í ríminu; upplýsinga- pésamir hans höfðu ekkert minnzt á kommúnista. Hann vissi ekki hvað það táknaði fyr- ir hann. Maðurinn spurði hann um nafn og gráðu í hemum oghvers konar flugvél hann hefði flogið. Morgan sagði honum það. Fyrir- mæli til hermanna um upplýs- ingar til óvinanna voru orðin mun frjálslegri en áður. Fregnir höfðu borizt um fanga sem orðið höfðu fyrir pyndingum Japana til að gefa upplýsingar sem tæp- lega hefðu skaðað bandamennað ráði ef þær hefðu verið veittar, og fangar þessir höfðu dáið hetjudauða að óþörfu. Nú hafði því verið komið í kring að dul- málum á bylgjulengdum var breytt samstundis og eirúiver hafði verið tekinn tíl fanga. Fangar sem áttu yfir höfði sér pyndingar, máttu tala. Maðurinn spurði: — Hvaðan varstu að koma? Morgan sagði: — Frá Gox Bazaar. Hann var spurður um tilgang flugsins og hann sagði sem var: Að tortíma herskipum Japana á ánni, svo: — Hve margar flugvélar hafa Bretar á Cox Bazaar? Ennþá hafði Morgan engan Japana séð. Hann sagði: — Áð- ur en ég svara þessu, bið ég yð- ur að segja mér hverjir þið er- uð. ÞJðÐVILIINN Fimmtudagur 21. nóvember 1963 Maðurinn sagði: — Svarið spumingunni. Hve margar fLug- ! vélar hafa Bretar á Cox Baz- j aar? j Morgan sagði: — Það er ' breytilegt frá degi til dags. Og svo bætti hann við: — Ég fer j fram á að verða leiddur fyrir liðsforingja. Maðurinn sagði: — Þér eruð fyrir liðsforingja. Ég er kapt- einn í Sjálfboðaher Burma. kapt- einn Utt Nee. Hann þagnaði og hélt síðan áfroi: — Ég má eng- an tíma missa. Ef þér svarið ekki spumingunum, verður það verst fyrir yður sjálfan. Flugmaðurinn sagði: — Ég skal gera mitt bezta, en það er ekki auðvelt að svara þessu. Flugvélamar eru alltaf á hreyf- ingu. Einn daginn eru ef til vill aðeins fimmtíu vélar á öllum flugbrautunum í Cox. Næsta dag eru þær kannski þrjú hundruð eða fleiri. Það er svo breytilegt. Það heyrðist kliður frá mönn- unum í stofunni. Utt Nee sagði: — Þú lýgur, Englendingur. Það hafa aldrei verið þrjú hundruð flugvélar á öllum Burma-víg- stöðvunum. Morgan sagði: — Ég er alls ekki að ljúga. Ég tel með flutn- ingaflugvélar ásamt herflugvél- um. Ef þið teljið með alla flug- velli í Bengal. eru flugvélar á þessum vígstöðvum nær þremur þúsundum. Bandaríski flugflot- inn er jafnstór ol^kar. Hann hélt áfram að útskýra þessar tölur og vonaði að þessar upplýsingar hefðu hagstæð áhrií á þessa Burmabúa. Þeir spurðu um tölu skriðdreka og stórra byssna, en þótt hann hefði einhverja hug- mynd um hana, lét hann sem hann væri ókunnugur málinu. — Ég er í Konunglega flughemum, sagði hann. — Við sjáum skrið- dreka og byssur á vegum og portum. en ég hef enga hug- mynd um tölu þeirra. Það væri aðeins ágizkun ef ég sagði eitthvað um það. Maðurinn sagði eitthvað á Burmversku og Morgan var leiddur tíl kofans aftur. Þar var ekkert rúm eða húsgögn af neinu tagi; hann yrði sýnilega að sofa á beru gólfinu og það var ekki alltof hreint. 1 hálf- rökkrinu, í daufri skímunni sem barst inn gegnum bambusvegg- ina frá upplýsta húsinu, settist hann út í homið og hallaði sér upp að veggnum, sat flötum beinum á gólfinu og beið þess að svefninn kæmi. Hálfri stundu síðar opnuðust dymar aftur og hann reis á fæt- ur. Verðimir voru þar og með þeim unga burmástúlkan sem hann hafði séð sitja á gólfinu fyrir aftan Utt Nee. Hún hélt á tveim teppum í fanginu. Hún sagði á ensku: — Ég kem með teppi handa þér. Þetta er þægindalaus staður og þú verð- ur að sofa á gólfinu. Ef þú þarft að verða hér aðra nótt. mun bróðir minn láta smíða handa þér flet. Hann sagði: — Þetta er mjög vingjamlegt. Hann tók við teppunum. Ég er vel settur með þessi. — Hafa þeir gefið þér nóg að borða og drekka? spurði hún. Hann sagði: — Ég fékk hrís- grjón — mig langar ekki ímeiri mat. En mér þætti vænt um að fá aðra krús af vatni. Hún ávarpaði verðina og ann- ar þeirra fór að sækja vatn. Hann sagði: — Segðu mér, berjizt þið gegn Japönum? — Þú verður að spyrja bróður minn um það, svaraði hún. Hann sagði undrandi: — Þú talar mjög vel ensku. Hún hló. — Það er ekki að undra. Ég vann hjá Stevens bræðrunum í Rangoon í þrjú ár. Ég var einkaritari hjá herra James Stevens. Þar áður var ég í menntaskólanum í Rangoon. Hann sagði: — Hvað ætla þeir að gera við mig? — Þeir eru að ræða það núna, svaraði hún. Sennilega afhenda þeir þig Japönum. — Brezki herinn greiðir þeim álitlega fjárhæð. ef mér er skil- að aftur ómeiddum, sagði hann. — Það stendur allt skrifað á burmversku á eins konar vasa- klút í töskunni minni. Hún sagði vitund háðslega: — Við vitum það. herra Morgan. Þeir hafa engan áhuga á pen- ingum ykkar — Það eru mikil- vægari atriði sem ákveða hvað gert verður við þig. — Ég ætlaði ekki að vera ó- svífinn, sagði hann vandræða- lega. Vörðurinn kom aftur með krukkuna. — Hér er vatnið þitt, sagði hún. — Er nokkuð fleira sem þig vantar? — Það held ég ekki. — Jæja. góða nótt, sagði hún og fór út. Verðirnir læstu dyr- unum á eftir henni. Morgan stóð eftir í kofanum með teppin í fanginu og braut heilann. Stúlkan hafði talað við hann rétt eins og ensk kona, þótt hún væri ómótmælanlega burmversk. Hún talaði með ör- litlum hreim; hún var breiðleit og andlitið ljóst og augun ská- sett, hárið slétt og tekið saman í hnút í hnakkánum. Hún var klædd búningi innborinna ber- fætt á ilskóm. Hann sneri sér við og bjó um sig á gólfinu. lagðist útaf og vafði teppunum utanum sig til vemdar moskítóflugunum og fljótlega sofnaði hann. Næsta morgun var farið með hann út í dögun og honum leyft að þvo sér úr vatnsfötu, fara á salemi og síðan fékk hann meiri hrísgrjón. KJukkustundu siðar var aftur farið með hann inn í húsið. Nú var færra fólk I stofunni. Aftur var hann yflr- heyrður af Utt Nee, burmverj- anum með rauðu stjömuna á handleggnum. og stúlkan sat á gólfinu fyrir aftan hann. Hann sagði: — Hversu marga hermenn hafa Bretamir í Cox og nágrenni? Morgan sagði: — Ég veit það ekki — töluvert marga. Ekki marga Breta, en mikið af Ind- verjum. Sennilega þrjú eða fjög- ur herfylki. — Áttu við fjörutíu eða fimm- tíu þúsund manns? Það fer illa fyrir þér ef þú lýgur að okkur. — Ég býst við að það látí nærri. En ég er ekki mjög kunnugur í landhemum. Mennimir skiptust á nokkrum setningum á eigin máli. Utt Nee sagði: — Ef Bretar hafa svona liðsafla, af hverju gera þeir þá ekki árás? Morgan sagði: — Þeir gera á- rásir I norður og á ehindwin. Nú er strfðinu við Þjóðverja næstum lokið og meiri áherzla verður lögð á sigur hér. Undir vorið verðum við sennilega komnir langt inn í Burma. Burmabúinn horfði fast á hann. — Hvað áttu við með því að stríðinu við Þjóðverja sé næstum lokið? Morgan sagði: — Jú. við erum komnir upp Rin. S K OTTA „Loksins fékk ég nýkomna strákinn til að taka eftir mér“. Iaugavegi 26 shni 20 ð 70 SVEFNSÓFAR - SÓFASETT HNOTAN. húsgagnaverzlun Þórsgötu 1 — Hvaða vandræði! Þarna braut ég önnur gleraugun í dag. — Vertu bara rólegur, þú átt ein gleraugu eftir, tg skal finna þau fyrir þig. — Tvö skref aftur á bak og Iítið eitt til hliðar. Svona já. Stattu nú grafkyrr. Bifreiðaleigan HJÓL

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.