Þjóðviljinn - 22.11.1963, Side 1

Þjóðviljinn - 22.11.1963, Side 1
Föstudagur 22. nóvember 1963 — 28. árgangur — 248. tölublað. Slíta Sovétríkin og Kongó senn stjórnmálasambandi? Sjá síðu 0 Skiladogur í HÞ '63 í dag ★ 1 dag er almennur skiladagur í Happdrætti Þjóðviljans 1963 og mjög æskilegt að allir sem fengið hafa senda miða og búnir eru að selja eitthvað af þeim geri upp fyrir söluna í dag. I tilefni af skiladeginum verður skrifstofa happdrættisins að Týsgötu 3 opin lengur í dag en venjulega eða kl. 9—12 og 13—20. Sími skrifstof- unnar er 17514. ★ Eins og áður hefur verið sagt eru auk hins glæsilega aðalvinn- ings, fjögurra herbergja fokheldrar íbúðar, 10 verðmætir auka- vinningar Þar af eru fjögur ferðalög og eitt þeirra er flugferð með Loftleiðum til London og heim aftur en verðmæti þessa vinn- ings er kr. 7.000.00. ★ Myndin sem hér fylgir er einmitt frá London en þar er sem kunnugt er margt frægra og fagurra bygginga sem gaman er að skoða auk alls annars sem stórborgin hefur upp á að bjóða fyrir ferðamenn. Pólifisk valdbeifing af hálfu Islands gegn iþróffafólki AUSTURÞÝZKU SUNDFÓLKI MEINAÐ AÐ KOMA HINGAÐ □ íslenzk yfirvöld ráða því ekki lengur hvaða útlendingar fá að heim- sækja ísland. Boð og bann Atlanzhafsbandalagsins og ótti við vesturþýzku stjórnina hefur valdið því að íslenzka utanríkisráðuneytið neitar nú að leyfa hingaðkomu austurþýzks sundfólks, sem boðið var hingað til þátt- töku í sundmóti Ármanns. Sunddeild Glímufélagsins Ár-^ manns hefur um langt árabil haft íþrótta-samskipti við sund- félagið .,Empor” í Rostoik, sem hefur margt af ágaetu sund- fólki innan sinna vébanda. Sund- fólk úr Ármanni og úr ýms- um öðrum ísilenzkum íþróttafé- lögum hefur verið boðið til keppni á sundmótum í Austur- Þýzkalandi, og íþróttaunnendur hér heima muna eftir mörgum ánægjulegum sundmótum hér með þátttöku austurþýzks sund- fóliks. Að þessu sinni var von á 4 Austurþjóðyerjum. og var þegar búið að velja hópinn. Framhald á 2. síðu. .Ur dagbók lífsins" Ný íslenzk kvikmynd gerð um glapstigu unglinganna Gosii virðist nú færast í aukana Þjóðviljinn átti í gær stutt viðtal við Þorleif Einarsson jarðfræðing sem var staddur um borð í varðskipinu Óðni í námunda við gosstöðvamar við Vestmannaeyjar. Innti blaðið hann frétta af gosinu og sagði Þorleifur að um hádegi í gær hefði orðið vart talsverðrar breytingar á því og virtist sér það hafa vaxið til muna. A morgun. laugardag, verður frumsýnd í Tjarnarbæ íslenzk kvikmynd, er nefnist tJr dag- bók lífsins. Er það Magnús Sig- urðsson, skólastjóri, sem mynd- ina lætur gera, en til þess hef- ur hann notið aðstoðar fjöl- margra aðila. Myndinni er í stuttu mált sagt ætlað að benda á nokkrar orsakir til þess, að böm lenda á glapstigum. Myndinni er skipt í tvo höf- uðkafla. Fyrri hlutinn, svart- hvítur er tekinn hér í Reykjavík Er þar lýst nokkrum orsökum þess, að böm lenda á hálum is. og liggja raunverulegir atburð- ir til grundvaillar hverju atriði. Ekki er sú lýsing fögur, enda mun það mála sannast, að allur þorri fólks — svo ekkii sé nú minnst á stjómarvöld — geri sér enga grein fyrir því, hve mikið vandamál er hér á ferð- inni. Síðari helmingi myndarinnar er ætlað að sýna hvernig nágranna- þjóðir okkar, Svíar og Danir, búa að vandræðaunglingum. svo- nefndum, og að síðustiu er mynd frá vistheimilinu að Breiðuvík. Óskar Halldórsson hefur talað inn á fyrrihluta myndarinnar, en Sigurbjörn Einarsson biskup og Pétur Pétursson inn á þann síð- ari. Hér er um að ræða merka mynd, sem fflestir ættu að sjá. Einkum ætti fyrrihlutinn að geta vakið fólk ti'l einhverrar umhugs- unar. Þar er drepið á fjölmörg atriði, sem leitt geta unglinga á glapstigu. og hvergi bregður fyrir þeirri vaamni, sem a,lla jafna einkennir borgaralega góð- gerðastarfsemi og því miður hef- ur slæðst inn í síðari hluta mynd- arinnar. Að lokum má geta þess, að ekki hefði það sakað þóttsvo sem einn braggi, svo ekki sé nu minnst á Selbúðir og Suður- pól, hefði sést á myndinni, en það mun fullvíst að Iangstærst- ur - hluti afbrotaunglinga komi úr slíkum hverfum. Þorleifi sagðist svo frá að í fyrrakvöid hefðu sézt a'limdklar eldingar í gosmekkinum og fylgdu þeim þrumur. Sáust eld- ingamar vel fráj Vestmanna- eyjum. f gærmorgun fór Þor- leifur um borð í Óðinn og fylgd- ist þaðan með gosinu í gær. Sagði hann að í gærmorgun hefði verið fremur rólegt á gos- stöðvunum. Þó hefðu verið mikl- ar sprengingar í suðvestur hluta gossprungunnar og þeyttust sprengjubólstrarnir um 800 metra í loft upp. Smærri en tíðari sprengingar voru þá að norðaustan verðu. Munið húsnæðismálaráðstefnu /Eskulýðsfylkingarinnar á morg- un, laugardag kl. 4 e.h. í Tjarn- argötu 20. ÆFR. tJm hádegi varð greinileg breyting á gosinu. Hættu sprengingar þá með öllu í suð- vestur hluta gossprungunnar en aska, vikur og gjall tóku að streyma viðstöðulaust upp úr gígnum og þeyttust í bylgjum uppeftir gosbólstrunum. Um líkt leyti heyrðust miklar sprengingar í norðausturgígun- um. Taldi Þorleifur að gosmagn- ið hefði aukizt við þessa breyt- ingu. Þorleifur sagði að eyjan hefði bæði hækkað og stækkað tals- vert síðan á laugardag er jarð- fræðingarnir yfirgáfu gosstöðv- arnar. Er eyjan nú orðin 70 metra há þar sem hún rís hæst að sunnanverðu og lengd henn- ar orðin 700 til 800 metrar. Hins vegar hefur ekki reynzt unnt að mæla breiddina með nokk- urri vissu vegna þess hvernig gosmökkurinn liggur. f gær- morgun kl. 10.30 var hæðin á gosmökknum 9 kílómetrar. Að lokum sagði Þorleifur að enn streymdi sjór inn i gígana og ekki heyrðust neinar gos- drunur frekar en áður. Einnig sagði hann að það væri ekkert að ráði sem flyti á sjónum af vikri. ^Norðanátt var við Eyj- ar í gær og vont í sjóinn. Stefán Jónsson Skemmtí- og spi/afundur Sósíalistafélag Reykjavík- ur heldur spila- og skemmti- fund í kvöld kl. 8,30 í Tjamargötu 20. Stefán Jónsson rithöfund- ur les upp úr verkum sán- um. Kvennfél.konur standa fyrir veitingum. Fjölmennið og takið með ykkur gesth — Stórtjón af eldsvoóa í Aðaldal Sl. sunnudag kom upp el(f- ur í verkfærageymslu að bæn- um Miðhvamml í Aðaldal em bóndi þar er Arinbjöm Kjart- ansson. Var Arinbjöm að vinna í geymslunni og var með log- andi prímus. Gekk hann frá stundarkom en er hann kom aftur til baka stóð geymslan í björtu báli. Brann geymslan og allt sem í henni var, þar á meðal Volks- wagenbíll, dráttarvél, snúnings- vél og fleiri tæki. Var allt ó- vátryggt nema dráttarvélin og hafur bóndinn því orðið fyrir stórkostlegu tjóni. Helzt er hald- ið að prímusinn hafi sprungið og síðan kviknað í út frá spreng- ingunni. Þessi hryllilega mynd sínir unga, skemmtanafíkna móður gefa ungbami sínu svofnlyf, áður en hún fer sjálf út að skemmta sér. Móðirin er leikin af Hrafnhild* Guðmundsdóttur, □ Samningafundir eru nú haldnir daglega í kaupdeilunum. Á miðvikudagskvöld var fundur fulltrúa landsnefndar verkamannafélaganna og verkakvennafélaganna með fulltrúum atvinnu- rekenda. Næsfi fundur þeirra aðila hefur verið boðaður kl. 4 síðdegis á morgun, laugardag. O í gær voru fulltrúar málmiðnaðarmanna og skipasmiða og bókagerðarmanna á samningafund- um í þeim greínum, og hófusf fundirnir kl. 5 síðdegis.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.