Þjóðviljinn - 22.11.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.11.1963, Blaðsíða 6
0 SÍÐA WÓÐVILJINN Föstudagur 22. nóvember 1963 i Kvikmyndaeftirlitið í Svíþjóð átalið fyrir að hafa sleppt síðustu myndinni, ,Þögnin' í gegn ERUMYNDIRINGMARS BERGMAN FRIÐHELGAR? □ Engin fyrri kvikmynda Bergmans hefur haft eins mikið aðdráttarafl fyrir almenning í Svíþjóð og nýjasta mynd hans, „Þögnin", né gefið eins mikið í aðra hönd, að sögn framleiðenda myndarinnar. Svensk Filmindustri. En þetta fer ekki fram hljóða- laust. Deilumar verða æ háværari, og deilt er út frá fagurfræðilegu, siðferðilegu, þjóðfélags- og hreinlætis- sjónarmiði. ÍCvikmyndagagnrýTiandi norska Morgunblaðsins skrif- aði um „Þögnina“, að með „siðlausum brögðum sínum, einhliða h'fsskoðun og metn- aðargimi leikstjórans hefði þessi mynd framar öllum öðrum vakið menn til um- hugsunar um frelsi andans og listarinnar og ábyrgð þjóð- féiagsins." Gagnrýnandinn heldur því einnig fram. að ný hemaðar- kænska hafi rutt sér braut í saenska kvikmyndaheimin- um, sem sé: Þolir þú þessa þá þolir þú líka þessa. Þann- ig smáfika menn sig áfram, og myndimar verða djarfari og djarfari. Bergmandýrkun Hin umdeilda mynd er um lesbiska og sjúklega af- brýðisama konu, sem er að- framkomin af berklum. og systur hennar fráskilda, sem á stálpaðan son. Systirin er harðlynd, en afar ástheit. Þær eru á heimleið úr ferða- lagi, en neyðast til þess að gista á hóteli vegna veikinda annarrar systurinnar. Sú lesbíska verður í veikinda- kastlnu gripin einmanaleika og kastar sér á rúmið og veitir sér sjálfsfróun á meðan kvikmyndavélin fylgist með fullnægingunni í smáatriðum. Og annað atriði í myndinni: Systirin hefur samfarir við þjón. sem verður á leið henn- ar, en á meðan reynir sú lesbíska að troða sér inn til þeirra. Gagnrýnandinn kemst að þeirri niðurstöðu í grein sinni, að aðeins ein skýring geti verið til á því. hvers vegna kvikmyndaeftirlitið hleypti myndinni í gegn: mjög athyglisvert fyrirbrigði, frá sálfræðilegu sjónarmiði. Bergmandýrkunin. Upp á sið- kastið hafa margir verið að hvísla um það sín á milli, að náðargáfan sé að leka út úr listamanninum Bergman. Og nú eftir síðustu myndina „Þögnina" eru þessar raddir æ háværari, sem segja að hann sé kominn út.á villigöt- ur i list sinni, sem miði nú meir en nokkru sinni fyrr að því að rífa niður. Noli - me - tangere Kvikmyndin komst sem sagt gegn um eftirlitið vegna þess noli-me-tangere and- rúmslofts. sem ætíð umlykur myndir Bergmans: „Hreyfið ekki við hinu heilaga rymur í róttækum menningarfröm- uðum“. Og síðan heldur gagnrýnandinn áfram: .,Ef ,.Þögnin“ hefur ekki óumdeil- anlegt listagilldi, getur ekkert varið þetta brot á öllum regl- um sem kvikmyndaeftirlitið framdi. Og þá liggur við. að sé glæpur að sýna myndina í Svíþjóð og annars staðar" 1 Svenska Dagbladet voru þessi ummæli um myndina: „Þessi mynd er fullkomið dæmi um sérstæða ást Berg- mans á hinu djöfullega. löng- Ingmar Bergman. un til þess að kvelja og auð- mýkja meðbræður sína. á- horfendur og kannske lika sjálfan sig...“ Drekking eða henging Það er miklu fremur kvik- myndaeftirlitið, sem verður fyrir aðkasti en Bergman sjálfur. Menn spyrja: Er hægt að kalla það rétta af- stöðu að hleypa kvikmynda- gestum állt niður í 15 ára aldur inn á kvikmyndir. sem hafa á boðstólum bæði sjálfs- fróun og samfarir? 1 tímaritinu öregö var á- standinu lýst svona: „Eftirlit- ið hefur um tvennt að velja, að hengja sig eða drekkja sér. Hengja sig í þeim snörum, sem menningarfrömuðimir leggja fyrir þá. ef þeir banna Bergman-mynd. eða drekkja sér í flóðöldu almennings- álitsins, ef þeir hleypa henni í gegn“. 1 viðtali við einn eftirlits- mannanna kom fram þessi skoðun: Allt bendir til að „Þögnin“ hafi vakið mikla andúð með- al almennings. Ef við höfum gengið einu skrefi of langt í þetta sinn, því skyldum við þá ekki geta tekið þetta skref aftur til baka? Æskan á áhorf- endapöllunum Margar sögur hafa verið sagðar af því hvemig æskan bregst við þessari mynd. Sumir .,nota hana fyrir skrið- dreka til þess að komast yfir vamarlínur'1. Fréttir hafa borizt af kvikmyndahúsum, sem urðu að loka svölunum af því að unga fólkið. sem sat uppl á svölunum ..Tifði sig of mikið inn í viss atriði myndarinnar". i ! Öhugnanlegar fréttir af því, sem gerðist vikuna, sem heimurinn nötraði MANNKYNIÐ VAR Á LEIÐ- INNI FRAM AF BRÚNINNI Aldrei nokkum tíma hefur mannkynið verið eins nærri algjöru gereyðingarstríði og fyrir 13 mánuðum! Heim- urinn var ekki á barmi styrjaldar, hann var á leið- fram af brúninni. . . Enginn vafi er lengur á þessu, eftir að ýmislegt nýtt kom í ljós í blöðunum Newsweek og Ob- server. Þessar upplýsingar eru byggðar á samtölum við æðstu menn. hlaðnar kjamsprengjum og er komið fyrir í herstöðvum í Norður-Ameríku. Þar að auki stóð 120.000 manna innrásarherdeild til reiðu í Flórída, þar af tvær fallhlífarsveitir, til þess að ráðast á Kúbu. 183 herskip lágu hringinn í kringum eyna. hún er byggð á samræðum við 12 af 18 meðlknpjm ExCom, en þeir eiu einkaráðgjafar Kennedys á hættustund. ExCom var á stöðugum fundum alla 6 dagana. Sattnkvæmt upplýsingum Observer hafði ExCom gert þannig áætlun, að báðar leið- ir væru skildar eftir opnar; f Bandaríkjaher er á tákn- máli talað um 5 stig striðs- væðingar. meinlausasta stigið kallað DEFCON 5: DEFCON 1 táknar strlð. Vikuna 22. til 28. október var allri stríðsvél Bandaríkjanna stillt inn á DEFCON 2 — allra síðasta skrefið f áttina til heims- styrjaldar, Stríðsvélin trekkt til hins ýtrasta I kjallara Pentagonbygging- arinnar er svokallað „War- room“ (stríðsherbergið) með rafeindatöflum og tækjum. t þessu herbergi dvöldu yfir- menn flughersins dag og nótt, 7 útvaldir liðsforingjar héldu vörð um töfluna. sem merkið kemur á. Tveir þeirra höfðu lykil, sem þeir áttu að draga upp úr vasa sínum samkvæmt skipun frá forsetanum. opna skáp og brjóta upp innsiglaða fyrirskipun. Fyrirskipuntn hljóðar svo: I strlð. Go to war. Allt var stillt inn á DEFCON 2 . . . War Room: Hér er þrýst á hnappinn. Skipunin átti strax að fara áfram: Til 90 B-52 flugvéla, sem búnar eru 25 og 50 mega- Tvö námas/ys TÓHANNESBORG 20/11 — 6 'skir námumenn biðu bana tag þegar göng í gullnámu 80 n frá Jóhannesborg hrundu man. Göngin voru 1760 metra ■'dir yfirborði jarðar. t Ghana létu 17 námumenn begar lyftufestar shtnuðu og lyftan hrapaði með þá niður i 1460 metra dýpi. tonna kjarnsprengjum. Þessar vélar voru á lofti yfir Atlanz- hafinu. Til 550 B-52 flugvéla. 800 B-47 flugvéla og 70 Huster- fly véla, sem allar voru til- búnar að hefja sig á loft, og einnig eru búnar kjamsprengj- um. Til 8 Poiarískafbáta á Norður-Atlanzhafinu. sem bún- ir eru 128 kjamsprengjuhlöðn- um eldflaugum. sem miðað er á Sovétríkin. Tií 168 eidflauga, sem skjóta má heimsálfa á milli (Titan, Atlas og Minute- man). Þessar eldfiaugar eru Blekking eða veruleiki? Hversu nærri var hið hræði- lega augnablik, er stríðsvélin átti að fara af stað? Var þetta stj órnmálabra gð, eða var það alvara? Newsweek telur það full- víst að Bandarfkin hefðu aldrei gert árás, ef Sovétríkin byrjuðu ekki, en við því var fastlega búizt. Observer læt- ur í ljós noklkuð aðra skoðun; bæðl væri unnið að árásar- áætlun og skilin eftir opin leið fyrir andstæðinginn. Eigi að síður var ExCom nauð- beygt til þess að taka afstöðu: Annað hvort drögum við okk- ur í hlé, EÐA RADUMST STRAX á KÚBU. Annað hvort — eða Laugardaginn 27. október bauð Krústjoff skipti á tyrk- nesku og kúbönsku herstöðvun- um. ExCom gat ekki tekið því boði. Um sama leyti bárust fregnir um, að bandarísk U-2 flugvél hafi veríð skotin nið- ur yfir Kúbu. og búizt var við fleiri slíkum atburðum. Eld- flaugastöðvamar voru enn á sínum stað, þótt Bandaríkin hefðu krafizt að þær yrðu fjarlægðar. Um 9-leytið þetta kvöld fóru McNamara vam- armálaráðherra og varamaður hans, Gilpatríck, í Pentagon og vöktu þar alla nóttina, en sú nótt var „eins skelfileg og unnt er“. segir í Observer. Þeir voru vissir um. að þeg- ar sunnudagur rynni upp yrðu þeir að taka ákvörðun, ANN- AÐ HVORT — EÐA. Krústjoff hlífði þeim við að taka ákvörðun Enginn veit neitt um það, hvort gefin hefði verið skip- un um innrás, DEFCON 1 yfir- lýsing — stríð — eða breytt hefði verið um stefnu. Orð- rómurinn um að ákvörðunin hafi verið tekin, er á röngum forsendum byggður. Krústjoff hlífði mönnunum 18 við að taka ákvörðun um líf eða dauða mannkynsins. Að morgni sunnudags samþykkti hann að draga eldflaugamar til baka. McNamara og Krústjoff í 18 manna nefndinni voru tvær andstæðar fyllkingar. 1 broddi armarrar var Dean Acheson, og hún vildi allt frá upphafi, að ráðizt yrði á Kúbu. I broddi hinnar var vama- málaráðherrann, McNamara, og var hún þeirrar skoðunar, að hafnbannið væri nægileg ráð- stöfun. Eftir Observer að dæma áttu tveir menn mestan þátt í að erfiðleikamir voru leysfir friðsamlega, þeir MacNamara og Krústjoff. Krústjoff skrifaði Kennedy i>ersónulega orðsend- ingu föstudaginn 26. október, sem aldrei hefur verið b*rt. Orðsendingin var skrifuð á andvökimótt. og þeir sem hafa séð hana lýsa henni svo: „Hann skrifaði eins cg land- könnuður frá 15. öld, sem ferð- azt hefur á heimsenda og horfzt í augu við svo ólýsan- legar skelfingar, að jafnvel sá sem heyrir hann segja sögu sína verður aldrei samur mað- Ur frá þeirri stund“. Eima kjarnorkustöð var vatn í framtíðinni? Kjamorkan getur ekki ein- ungis orðið verðmætt tillag til orkuframleiðslu þróunarland- anna, heldur munu kjarnorku- stöðvar jafnframt geta afsalt- að sjóvatn mcð sérstökum eim- ingaraðferðum, og er ekki að efa að það mun verða mörg- um löndum mjög mikilsvcrt. Þessar upplýsingar komu fram á fundi sérfræðinga sem ný- Iega var haldinn í Vínarborg að tilhlutan Alþjóðakjarnorku- stofnunarinnar, IAEA. Sérfræðingunum kemur á- stamt um, að bezta aðferðin til að afsalta sjóvatn með kjarn- orku sé eiming. Það eina sem nauðsynlegt er til eimingar er gufa með mjög lágum þrýst- ingi, og hana getur kjamorku- ofn auðveldlega framleitt. Hægt er að reisa mannvirki sem gegni annað hvort öðru hlut- verkinu eða báðum. Hagkvæm- ara væri að gera mannvirki sem gegni báðum hlutverkum. sé kjamorkan nýtt Eins og stendur er taaknálega fært að reisa eimingarstöð úr einni eða fleiri einingum sem eimað geta á degi hverjum 45 milljónir vatnslítra á hverja einin«u. Stærri einingar væru fjárhagslega hagkvæmari. A það var lögð áherzla. að enda þótt kjamorkuofnar séu nothæfir til eimingar á sjó- vatni í þágu iðnaðar eða mat- reiðslu. þá gerí þær aðferðir sem nú eru tíðkaðar eða á- ætlaðar í náinni framtíð efcki fært að framleiða vatn til á- veitu á verði sem hægt sé að bjóða upp á, jafnvel þó um mikla framleiðslu væri að ræða. A þurrsvæðum þróunarland- anna munu vatnsknúnar stöðv- ar væntanlega geta framleitt raforku á lægra verði en dies- el-stöðvar geta nú boðið upp á. Stjómarvöldin í þessum löndum gætu varið því fé, sem þannig sparast til að greiða niður vatnið sem hagnýtt er, og eftir því sem verð vatns- ins lækkar verður hægt að framleiða meira vatn fyrir þetta fé. Sérfræðingafundurinn lagði m.a. til við IAEA. að stuðlað yrði að því að koma fremur á fót mannvirkjum fyrir heil svæði, sem væru að öllu eða einhverju leyti eyðimerkur en að reisa einstakar stöðvar fyr- ir Htll afmörfcuð svæði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.