Þjóðviljinn - 23.11.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.11.1963, Blaðsíða 4
4 SlÐA ÞlðÐVILIINN Laugardagur 23. nóvember 1963 Ctgefandl: Sameiningarflokkur albýðu — Sóslalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: tvar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.í. Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Priðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 linur). Áskriftarverð kr. 80 á mánuði. Þögn um stórmál jpyrir nokkrum dögum vakti Þjóðviljinn athygli á því að nú um alllangt skeið hefði í kyrrþey verið fjallað um mál sem skipt gæti sköpum fyr- ir íslenzku þjóðina. Svissneskur alúminíumhring- ur hefur lagt fyrir ríkisstjórnina formlegt tilboð um að hann komi hér upp, eigi og starfræki alúm- iníumverksmiðju, og ákvörðun um þetta tilboð verður að taka mjög fljótlega. Mál þetta á sér langan aðdraganda, og hafa samningar við sviss- neska hringinn staðið yfir árum saman; m.a. hafa áætlanir um næstu rafvirkjanir verið sniðn- ar eftir þörfum hans og hagsmunum. Var áætl- unargerðin falin bandarísku verkfræðifyrirtæki, sem hefur gert það að sérgrein sinni að starfa fyr- ir alúminíumhringana víða um heim. Er tillaga hinna bandarísku sérfræðinga sú að Þjórsá verði yirkjuð við Búrfell en alúminíumhringurinn 'fái um það bil helming þeirrar raforku sem fæst úr fyrsfu virkjun á þeim stað. Áætlun þessi hefur iVerið lögð fyrir alþjóðabankann í Washington og hann spurður hvort hann vilji Ijá fé til virkjun- arframkvæmdanna, en hann hefur svarað því til að fé láni hann aðeins með því skilyrði að samið yerði við svissneska hringinn. Þannig liggur rík- isstjómin nú undir þrýstingi alþjóðlegra máttar- yalda, og er það gömul reynsla að þegar svo er á- staít' hefur hún lítið mótstöðuafl. Alúminíum- hringurinn er þegar búinn að velja sér stað und- ir verksmiðju sína, á Hvaleyrarholti fyrir sunnan Háfnaffjörð; hann ætlar að framleiða 30.000 tonna árlega og sefur þau skilyrði að hann fái 25 ára samning um raforku á lágu verði, að hann ’fái margskonar undanþágur frá íslenzkum lögum og að hann hafi full yfirráð yfir framleiðslu sinni, utflutningi og sölu. TTagfróðir menn benda á að viðskipti áf þessu tagi myndu ekki verða ábatasöm fyrir íslend- inga, við gætum gert okkur orkuna miklu verð- mætari á annan hátt; og þótt okkur virðist mikil örka enn óbeizluð kemur að því fyrr en varir að þjóðin þurfi á henni að halda ef eðlileg hagþróun yerður í landinu. Enn alvarlegra er þó hitt að alúminíumverksmiðja yrði ofurvald í okkar fá- menna og fjármagnssnauða þjóðfélagi, hinir er- lendu eigendur hennar gætu skipað hér málum að eigin geðþótta ef þeir hirtu um. Hvergi í víðri yeröld myndi slík erlend fjárfesting vera talin samræmanleg yfirráðum sjálfsfæðrar þjóðar yfir landi sínu. Tjögn hemámsblaðanna allra um þetta mál er * ískyggileg. Það er lágmarksskylda stjómar- yaldanna að birta þjóðinni ýtarlega og heiðarlega skýrslu um málavexti alla áður en til nokkurrar ákvörðunar kemur. Málið er svo afdrifaríkt fyr- ir alla framtíð íslendinga að þjóðin verður að fá | 'að ræða það á eðlilegan hátt í frjálsum skoðana- ; skiptum án þess að áróðursvélar stjómmáláflokk- anna komi eins og jarðýtur og reyni að ryðja al- menningsálitinu á undan sér. — m. Rætt um eflingu atvinnuvega borgarbúa í borgarstjórn: Nauðsyn aukningar atvinnutækja og uppbygging nýrra atvinnugreina □ Borgarstjórnin ályktar að láta gera áætl- un um nauðsynlega eflingu atvinnuvega borg- arbúa á næstu árum og sé fyrst og fremst við það miðað að sjá fyrir nauðsynlegri aukningu atvinnutækja og uppbyggingu nýrra atvinnu- greina og að sjá atvinnuvegunum fyrir aðstöðu og eðlilegri þróun við skipulagningu borgar- landsins. Til þess að annast þetta verkefni kýs borgarstjómin 5 manna nefnd, er njóta skal þeirrar aðstoðar, er hagfræðiskrifstofa borgar- innar og aðrar borgarstofnanir geta látið í té. Framangreinda tillögu flutti Guðmundur Vigfússon borgar- fulltrúi Alþýöubanda'lagsins á fundi borgarstjómar Reykja- víkur í fyrrakvöld. 1 fram- söguræðu komst Guðmundur m.a. svo að orði: Ég flutti hliðstæða ti'llögu og þá, er hér liggur fyrir 20. des. 1962. þegar fjárhagsáastl- un yfirstandandi árs var til umræðu og afgreiðs'lu í borg- arstjóminni. Gerði ég þá all- ítarlega grein fyrir tillögunni og get í meginatriðum vísað til þess. Háttvirtur meirihluti borgarstjómar, fulltrúar Sjálf- stæðisflokiksins. samþykktu þá að vísa tillögunni frá og var frávisunartiillaga þeirra svo- ast í tíma yfirsýn og grund- vallaða þekkingu á atvinnuþörf íbúa borgarinnar í nánustu framtið. Því aðeins að þessi vitnekja sé fyrir hendi getur borgarstjómin fylgt hagkvæmi-i og skynsamlegri stefnu. þegar ákveðið er skipulag borgarinn- ar og unnið að framkvaemd þess í einstökum atriðum. Það er hvorki rétt eða for- svaranlegt að varpa frá sér allri ábyrgð í þessum efnum þótt atvimna sé næg og at- vinnuleysis hafi ekki gætt i allmörg ár. Slíkt bæri ekki vott um framsýni eða fyrir- hyggju. Reykjavík er vaxandi Guðmundur Vigfússon. borg og hér koma út í at- vinnulifið íjölmenniir árgangar á hverju ári. Engin trygging er fyrir þvi að aukning at- vinnutækja og nýjar og nauð- synlegar atvinnugreinar komi af sjálfu sér og ekki þurfi að því að vinna. Og engin fyrir- hyggja væri í að treysta á slíkt. Það er einnig mun auð- veldara að vinna að undirbún- ingi slikra rannsókna og áætl- ana og undirbyggja þær sem bezt, þegar atvinnuástand er hagstætt eins og nú er. Þá kalla ekki eins að túnabund- in úrlausnarefni sem ekki er hægt að skjóta á frest. Ég sé ekki ástæðu til að hafa þessi orð fleiri en treysti því að tillagan hljóti nú já- kvæðari undirtektir en þegar hún var flutt hér í borgar- stjórn í fyrra. Geir Hallgrímsson' borgar- stjóri varð fyrir svömm af hálfu íhaldsmeirihlutans og lagði til að tillögu Guðmund- ar Vigfússonar yrði vlsað til borgarráðs jafnframt þvl sem samþykfct yrði að fela borgar- hagfræðingi að semja greinar- gerð um atvinnuástandið í borginni og æskiiega þróun þeirra rnála í fraimtíðinni. Guðmundur Vigfússon tófc aftur til máls og kvaðst vilja lýsa ánægju sinni yfir því að afstaða borgarstjómarmeiri- hiutans væri nú ekki jafn for- takslaust andstæð tiilögu sinni og fyrir ári. Var tillaga borg- arstjóra slöan samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum fhalds- fulltrúanna í borgarstjóm. hljóðandi: „Þar sem atvihnuþróunin hefur verið mjög hagstæð og mikil eftirspum eftir vinnu- afli og engin ástæða til að * ætlá anriáð' en svo háldist, með- an fylgt er núverandi stjóm- arstefnu, télur borgarstjóm til- löguna ástæðulausa og vísar henni frá, svo og 1. till. bftr. Framsóknarflokksins“. Ég er þeirrar skoðunar að borgarfuiltrúar Sjálfstæðis- flokksins þurfi að endurskoða þessa afstöðj sína og eigi að gera það og þess vegna er til- lagan, lítið breytt, flutt á ný. S j álfstæði sflokku r inn í borg- arstjóm hefur fyrr nauðugur viljugur stigið sMk skref og það er honum sízt til minnk- unnar, heldur hitt að hafa of lengi tafið fyrir nauðsynlegum málum, meðan minnihlutinn og almenningsálitið var að knýja hann tii réttari skitoings á málunum. Ég nefni sem dæmi bæjarbyggingar íbúða og stofn- un og rekstur bæjarútgerðar. Gegn báðum þessum málum og ótal öðrum barðist borg- arstjómarmeirihlutinn árum saman og taldi samþykkt þeirra lengi algjört brot á grundvall- arstefnu sinni í húsnæðismál- um og atvinnumálum. Samt fór það svo að stefna og mál- flutningur andstæðinganna sigraði. Sjálfstæðisflokfcurinn gafst upp á andstöðunni við bæði þessi nauðsynjamál. Bkki verður séð að það þurfi að verða erfiðara fyrir háttv. meirihluta að falla frá and- stöðunni við að gerð sé áastl- uii um nauðsyniega eflingu at- vinnuvega borgarbúa, þar sem miðað sé við að sjá fyrir nauð- synlegri aukningu atvinnutækja og uppbyggingu nýrra atvinnu- greina og að sjá atvinnuveg- unum fyrir aðstöðu og eðlilegri þróun við skipulagningu borg- arlandsins. Hér er ekki til þess ætílazt, að framfcvsemd þessarax áætlunar byggist fyrst og fremst á bæjarrekstri at- vinnutækja, heidur jafnframt og ekki síður á framtaki ein- staklinga og félaga, sem hafa vilja og getu til að leggja sig fram við eflingu atvtonu- veganma í borginni og upp- byggingu nýrra atvinnugreina. En það er að mínu áliti og okfcar fulltrúa Alþýðubanda- 1 lagsins, eto af skyldum borg- arstjómarinnar og vissulega i ekki sú veigaminnsta, að öðl- I Byggingamál Hjúkr- unarskóla íslands rædd í borgarstjórn Á síðasta borgar- stjórnarfundi flutti Al- freð Gíslason, borgar- fulltrúi Alþýðubanda- lagsins, eftirfarandi til- lögu um Hjúkrunar- skóla íslands: „Borgar- stjóm Reykjavíkur á- lyktar að skora á heil- brigðisstjóm landsíns að gera nú þegar nauð- synlegar ráðstafanir til þess að lokið verði hið fyrsta byggingu Hjúkr- unarskóla íslands“. í framsöguræðu benti Alfreð á að einn tilfinnanlegasti agn- úinn á spítalarekstri hér á landi sé og hafi verið mörg undanfarin ár skortur sér- menntaðs hjúkrunarliðs. Á þetta hafi verið bent hvað eft- ir annað, en heilbrigðisyfir- völdin látið sem vind um eyr- un þjóta. Kvaðst Alfreð hafa flutt framangreinda tillögu til að vekja enn athygli á þessu vandamáli sem brýn nauðsyn væri að leysa. Takmarkar aðsókn að skólanum Ræðumaður minnti á að ekkert fiefði gerzt í bygg- ingarmálum Hjúkrunarskóla íslands sl. 8—9 ár, eða síðan lokið var fyrsta áfanga skóla- byggin garinnar. Byrjað hefði verið á að reisa heimavistar- hús fyrir hjúkrunamema, en látið biða að reisa kennslu- stofur. Vöntun búsnæðis til kennslu háir mjög öllu starfi skólans, þar sem hún tak- markar aðsókn að skólanum og þar með þann fjölda hjúkr- unarkvenna sem útskrifast ár- lega. Með smíði síðara áfanga Alfreð Gíslason skólans myndi grundvöllur fyrir fjölgun nemenda í skól- anum og þar með fyrir fjölg- un hjúkrunarfólks í landinu. Alfreð Gíslason benti á að skortur á þjálfuðu hjúkrunar- liði væri mikið vandamál víða erlendis og þar hefði jafnvel orðið að grípa til þess ráðs að loka sjúkrahúsum af þeim sökum. Til þess hefur enn ekki komið hér á landi, sagði ræðu- maður, en hugsanlegt væri að ástandið yrði svo slæmt einnig hér á landi, t.d. þegar nýju, stóru sjúkrahúsin sem nú eru í smíðum í Rtykjavík verða tekin í notkun. Úlfar Þórðarson (íh.) lagði til að breytingar yrðu nokkr- ar gerðar á tillögu Alfreðs og var hún síðan samþykkt með samhijóða atkvæðum. SAMBAND HÚSGAGNAFRAMLEIÐENÐA laugavegi 2tí simi 209 70 ekkert heimili án húsbúnaðar litið &_____ húsbúnaðinn hjá husbúnaði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.