Þjóðviljinn - 23.11.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.11.1963, Blaðsíða 5
Laugardagur 23. nóvembar 1963 HÖDVILIINN SfÐA g 16:1 í knatt- spyrnuleik 1 fyrri viku fór fram í Lissa- bon knattspymukappleikur milli ,,Apoel“ frá Kýpur og portúgalsika liðsins „Sporting". Leiikurinn var þáttur í fyrstu umferð Evrópubi'karkeppni bik- arsigurvegara. Þetta mun vera einhver ó- jafnasti leikur, sem um getur í alþjóðlegri keppni. Sporting sig'raði með 16 mörkum gegn einu. Portúgalar höfðu algjöra yfirburði í leiknum og léku sér að eyjarskeggjum eins og kettir að músum. Áhorfendur voru aðeins um 3000. 1 hléi var staðan 6:1. Keppt um titilinn Lélegasta knatt- spyrnulið Englands •jfi A GANEFO-leikjunum í Djakarta synti Kínverjinn Mo Kuohsiung 100 m. bringusund á 1.12,4 mín. Kínverska stúlkan Kao Shentsjing synti sömu vegalengd á 1.25,3 mín. í kvennakeppninni. * Sven Lgftman frá Svíþjóð, varaforseti Alþjóða-skaptasam- bandsins (ISU). skýrir frá þvi að bandaríski dómsmálaráðherr- ann, Robert Kennedy, hafi staðfest skrifflega að allir þátt- takendur í heimsmeistara- keppninni í listhlaupi á skaut- um 1956 muni fá óhindnað að koma til Bandaríkjanna. Keppn- in á að fara fram í Colorado Springs. Fyrir heimsmeistara- keppnina í ísknattleik í fyrra gaf Róbert svipað yfirlýsingu, en þegar til kastanna kom var ekki staðið við hana. Handknattleikur Erlend blöð skýra frá því, að Iið eitt í bænum Breeston á Englandi, „Breeston Wandr- ers“, hafi tapað 58 Ieikjum í röð. Þykir félaginu þetta held- ur Iakleg útkoma og ætlar sér nú að hressa svolítið upp á sakirnar með því að endur-^. bæta þjálfun leikmanna. Ætl- ar liðið nú að reyna að reka af sér sliðruorðið og sanna að það sé ekki lélegasta knatt- spyrnulið Englands. Breeston hefur sýnt það karl- mennskubragð að skora á ann- að félag til keppni. Heitir það „Whitford", og hefur tapað 57 leikjum af 58, sem það hefur leikið. Er nú ætlunin að fá úr því skorið hvaða lið sé í raun og veru það lakasta á Eng- landi. Ritari Breeston hefur skýrt frá því að keppnin eigi að fara fram á annan í jólum, og hann bætir því við að piltamir fái ekki munnbita af jólabúðingn- um fyrr en þeir hafi unnið leikinn og rekið af sér slyðru- orð. FRÍ-þinqið hefst í dag Ársþing Frjálsiþróttasam- bands Islands hefst í dag, og verður það haldið í Samkomu- sal SlS í Sambandshúsinu í Reykjavík. Þingið hefst kl. 16, og mun því ljúka annað kvöld. Fjöldi fulltrúa frá ýmsum háruðum landsins mun sitja þingið. Austurþýzkum sundgestum meinað að koma hingað í vinsamleg samskipti íþrótta- manna, og það er verkefni fyr- ir íþróttasamtökin að mótmæla þessu harðlega. Þetta er þó ekki einsdæmi, og má nefna í því sambandi þátttöku Austurþjóðverja í Holmenkollenmótinu, svæða- móti í skák í Hollandi og núna í heimsmóti skíðamanna á Frakklandi. Davið Valgarðsson er í góðri æfingu og verður spennandi að fylgjast með keppni hans við norsku sundmennina og Guð- mund Gíslason. Sunddeild Ármanns heldur sitt árlega sundmót næst- komandi mánudag og þriðjudag í Sundhöll Reykjavíkur, og hefst keppnin kl. 8,30 s.d. Mótið er þáttur í 75 ára afmælishátíð Glímufélagsins Ármanns. Fyrirhugað var, eins og fram hefur komið í blaðafréttum, að hópur sundfólks frá Austur- Þýzkalandi tæki þátt í mótinu. Austurþýzkt sundfólk hefur tvisvar áður komið hingað til keppni, en Sunddeild Ármanns hefur fjórum sinnum sent flokka utan til keppni í Aust- ur-Þýzkalandi. Hafa þessi i- þróttasamskipti verið mjög á- nægjuleg fyrir báða aðila. íþróttasamtökin mótmæli Búið var að undirbúa að miklu leyti komu austurþýzka sundfólksins hingað. en þegar til kom fékk þáð ekki áritun á vegabréf, hvorki hér heima né erlendis vegna pólitískra or- saka. Það er bæði til tjóns og álitshnekkis að blanda pólitík VDKOUÐ F I! U B Sfyurþórjónsson &co Jhfnanítoztt 4 Náttúrulækningafélag fslands hefur merkjasölu á sunnudaginn 24. nóv. Merkin verða afhent í öllum bamaskólum borgarinnar frá kl. 10 f.h. Merkið kostar kr. 10,00, sölulaun eru kr. 2,00 af hverju merki. Börn, sem ætla að selja merkin, eru vinsamlega beðin að mœta í sínum skóla í tæka ±íð. STJÓRN N.L.F.Í. Norskir þátt- takendur Þegar stjómarvöldin útilok- uðu þátttöku austurþýzka sundfólksins í Sundmóti Ár- manns, var orðið mjög skammt til þess tíma er mótið átti að fara fram. Var því erfitt um vik að útvega erlenda kepp- endur. Samt sem áður hefur nú tekizt að fá tvo sundmenn frá Noregi til keppni á mótinu. Eru það þeir Jon Vengel og Jan Erik Korsvald. Vengel varð á s.l. sumri Norðurlanda- meistari í 1500 m. skriðsundi og hann var fjórði í 400 m. skriðsundi á sama móti. Kors- vald varð næstur á undan Guðmundi Gíslasyni í 200 m. baksundi á Norðurlandameist- aramótinu í sumar, en auk þess er hann góður skriðsunds- og fjórsundsmaður: Veglegt sundmót Á sundmóti Ármanns verð- ur keppt í 18 einstaklingsgrein- um og 4 boðsundum. Til keppni eru skráðir um 60 keppendur. Meðal þeirra eru allt bezta sundfólk landsins og má búast við spennandi og skemmtilegri keppni. Keppt er um fjóra farand- bikara í eftirtöldum greinum: 200 m. bringusundi karla, 100 m. skriðsundi karla, 50 m. skriðsundi drengja og einn bikar er veittur fyrir bezta af- rek mótsins. Auk þess fá sigur- vegarar í hverri grein bikar til eignar. AIls er því keppt um 37 bikara. Svíar ætla sér að sigra á heimsmeistaramótinu Um síðustu hielgi léku Svíar og Norðmenn !Evo landsleiki í handknatt- leik í Osló og sigruðu Svíar í báðum. Fyrri leiknum lauk með 14 mörkum gegn 10 og þeim seinni með 18:13. Repo hættir ★l Hinn þeikkti frjálsfþrótta- maður, Pentti Repo frá Finn- landi, hefur tilkynnt að hann hafi ákveðið að hætta allri keppni. Repo á Norðurlanda- mét í krínglukasti. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun er sá orðrómur, að hann hafi notað of létta kringlu f keppni í Sví- þjóð í sumar. Enda þótt Repo hafi rækilega verið hreinsaður af þessum orðrómi, hefur þessl leiði rógur haft slík áhrif á hann ,að hann hefur misst alla löngun til 'þess að vera i keppni framar, að því er hann sjálfur segir. Félagssförf og mœlska Framhald af 7. siðu. án kennslubókar. Jafnframt vona ég, að bókin verði vel þegin kennslubók á málfunda- námskeiðum állra stjómmála- flokka og skólafélaga og komi með tímanum með að hafa á- hrif í þá átt, að íslenzkt fé- lagsstari verði skipulegra, á- byrgara, uppbyggilegra og skemmtilegra en verið hefur“ Bókin er 208 blaðsíður prentuð í Eddu og smekklega útgefin. 1 henni eru um 20 myndlr, sem mestmegnis eru teikningar af heppilegri sæta- skipan og fyrirkomulagi á mismunandi stórum fundum. Þetta er þriðja bókin í Bóka- safni Félagsmálastofnunarinnar, sem hefur einkunnarorðin BÆKUR, SEM MÁLI SKIPTA. Fyrsta bókin heitir VEiRKA- LVÐURINN OG ÞJÖÐFÉLAG- IÐ og kom út 1962. önnur bókín nefnist FJÖLSKYLDAN OG HJÓNABANDIÐ og hefur hún verið í hópi metsölubóka það sem af er bóksöluvertíð þessa árs. Eru allar þessar bækur hinar eigulegustu. Norðmenn byrjuðu fyrri leik- inn nokkuð vel, og áttrj þeir í fullu tré við Svía. Höfðu Norðmenn einu marki betur en Svíar í fyrri hálfleik (8:7). 1 seinni hálffleik hertu Svíar róð- urinn og sigruðu örugglega, en Norðmönnum tókst ekki að setja nema tvö mörk. 1 síðari landsleiknum byrj- uðu Svíar með slíkum ofea- hraða, að Norðmenn fengu ekki rönd við reist, og áður en Norðmenn áttuðu sig stóðu leikar 4:0 fyrir Svía. Fyrrí hálffleik lauk með 9:5. Síðari hálfleiikur var mun jafnari eins og mörkin sýna. Norðmenn taka þátt i for- keppni heimsmeistaramótsins I handknattleik, og gera sér von- ir um að komast í aðalkeppn- ina í Prag í marzmánuði. I forkeppninni ieika þeir gegn Hóllendingum 15. desember. Ætla scr að s'gra Eftir þessa leiki sagði fyr- irliði sænska landsliðsins, Curt Wadmark, að Svíar hefðu ein- sett sér að sigra í heimsmeist- arkeppninni. Svfar verða í riðli með íslenzka landsliðinu í aðalkeppnii heimsmeistara- mótsins. Dagvist fyrír börn Ákveðið hefir verið sð dagvistir fyrir 7 — 12 ára böm verði starfræktar í Laugamessköla og húsi K.F.U.M. og K. við Holtaveg. Skrifflegum umsófcnum skal skila til fræðsluskrifetofu Reykjavíkur, Tjamargötu 12. sem gefur nánari upplýs- ingar- FRÆÐSLUSKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR VERTU EKKI HRÆDDUR — TRUÐU AÐEINS nefnist erindi, sem flutt verður í AÐ- VENTKIRKJUNNI sunnud. 24. kl. 5 s.d. nóv. EINSÖNGUR OG KÖRSÖNGUR. A myndínni sjást bikararnir 37, sem keppt er um á sundmóti Árxnanns á mánudag og þriðjudag. SUNDMÓT ÁRMANNS Á MÁNUD. 0G ÞRIÐJUD.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.