Þjóðviljinn - 23.11.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.11.1963, Blaðsíða 12
ENN SITUR ALLT FAST □ Á samningafundum málmiðnaðarmanna og skipasmiða með atvinnurekendum og sátta- semjara sem haldnir voru á fimmtudag, mun ekkert hafa þokazt í átt til samkomulags. □ Sama sagan er af samningafundi bókagerð- armanna og atvinnurekenda sem einnig var haldinn á fimmtudaginn. Þar situr enn allt fast □ Tvö félög til viðbótar hafa nú komið í fé- lagahóp bókagerðarmanna. Það eru Prent- myndasmiðir og Offsetprentarafélag íslands. Voru fulltrúar þeirra með á fimmtudagsfund- mum. □ Landsnefnd verkamanna- og verkakvenna- félaganna hefur verið boðuð til samningafund- ar kl. 4 í dag, laugardag, af sáttasemjara. Hita veita í Heimana Borgarráð samþykkti á fcjmdi BÍnum 19. þ.m. samkvæmt til- kynningu stjórnar Innkaupa- stoínunarinnar að heimila samn- inga við Aimenna byggingafélag- ið h.f. um lagningu h'itaveitu í Heimahverfi, en það ej- svæði. Bem takmarkast af Alfheimum, Langholtsvegi og Suðurlands- braut. Bárust þrjú tilboð í verk þetta, 6em er hið stærsta frá Hita- veitunrni til þessa. Lægsta tilboðið var frá Al- menna byggingarfólaginu h.f.. kr. 15.152.520. önnur tilboð bár- ust frá Sandver s.f., 18.023 670.00 kr. Qg Verk h.f. kr. 19.350.000 00. Verkfræðifirmað Forverk h.f. undirbjó kostnaðaráætlun og hafði umsjón með að bjóða verk- ið út og var áætlunarverð verks- ins kr. 13.527.900,00. Er því tilboð Almenna bygg- ingarfélagsins um 13% hærra en áætlað kostnaðarverð og var greinilega á mörkum þess að forsvaranlegt væri að semja um það án þess að bjóða það út að nýju. Snjóhús vií Amtsmmnsstíg Laugardagur 23. nóvember 1963 — 28. árgangur — 249. tölublað. Vegna forfalla Þjóðviljann vantar börn til að bera blaðið úí til lesenda víðsvegar um bæinn vegna veikinda. AFGREIÐSLAN, sími 17-500. Breytinga á hverum vart / Hveragerii -<s> Frá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur: Ný samlagsskírteini veria borin um bæinn næstu daga Að undanfömu hefur Verið Unnið að þVÍ að Út-1 samlagsnúmerið er ritað neðst . , , , til hægri a skirtemi þeirra bua ny samlagsskirteim handa meðlimum bjukra- samiagsmanna er siík númer samlags Reykjavíkur. Eru skírteinin nú tilbúin hofðu ^®ir er urðu samiags- ° ^ J I menn eftir mai 1963 hafa að- til afhendingar, og munu berast öllum þorra sam- lagsmanna næstu daga. Munu skátar annast dreifinguna, og hafa skátafélögin hér í bæ boðið út 160 manna liði. Skátarnir munu reyna að hafa samband við einhvern heimilismann í hverri í- búð, og afhenda honum skírteini þeirra samlagsmanna, sem staðfest er, að þar eigi heima. Verður þannig reynt að tryggja það eftir föngum, að sérhvert skírteini kom- ist á réttan stað. Hin nýju skírteini eru mjög frábrugðin þeim eldrt enda notkun þeirra breytt eftir að Gjaldheimtan tók við innheimtu gjalda, en hér eftir verða ekki færðar á skírteinið kvittanir fyrir greiðslum. Efst á skírtein- inu er nafn og heimilisfang sam- lagsmanns, „nafnnúmer", fæð- ingardagur og ár, síðan nafn og nafnnúmer maka, þá upphafs- stafir lækna þeirra. er samlags- maður hefur kosið sér. og þar fyrir neðan nöfn bama. Nafnnúmerið, sem er sjö stafa tala, verður nýtt samlagsnúmer skírteinshgfa. Það númer verð- ur notað í ýmiskonar opinberri skráningu t.d. á skattskrám Qg hjá Gjaldheimtunni. Þar sem kvittanir frá Gjald'heimtunni greina ekki nafn greiðanda, heldur aðeins þetta númer, er hentugt að bera kvittananúmer saman við númerið á samlags- skírteininu til að sannreyna hvort kvittunin sé rétt. Gamla eins nýja númerið. Fram að áramótum má nota hvort heldur er eldra skírtein- Framhald á 2. síðu. LJÓSMYNDARI Þjóðviljans átti { gær lelð um Amtmannsstíg og rakst þar á þetta myndar- lega snjóhús sem krakkar voru búnir að gera sér. Það er byggingarmeistarinn sjálfur sem sést fremst í dyrunum en á bak við hann sér í einn aðstoðarmanna hans. SÝNILEGT ER að bömin kunna vei að meta snjóinn en óvist er að fullorðna fólkið sé eins hrifið af honum, en það er önnur saga. — (Ljósm. Þjóð- viljans A. K.). Togarinn Víkingur frá Akra- nesii seldi sl. fimmtudag í Qux- haven 287 tonn fyrir 181.656 mörk, eða nálægt tveimur millj- ónum króna. Sömu nóttina og eldgosið hófst við Geirfuglasker varð vart við breytingar á hverasvæðinu í Hveragerði og hveravatn jókst aðallega á suðausturhluta þess og þá aðallega í einum hver, sem nefnist Blá- hver. Rögnvaldur Guðjónsson, verk- stjóri hjá Hveragerðishreppi stað- festi þessar athuganir við Þjóð- viljann í gær. Undanfama daga hefur kraum- að líflegar á suðaustursvæðinu og þó tiltakanlegar breytingar aðeins í þremur hverum. Þannig hækkaði vatnsborð Blá- hvers um þrjá metra. Hann er nú orðinn barmafulilur. Þver- mál Bláhvers er fjórir metrar. Þá þurrkaðist upp ein bor- hola á þessu svæði um skeið og hefur verið ósköp slöpp síðan og sá hún sex húsum fyrir upp- hitun, þar á meðal bamaskól- anum og hótelinu og einnig not- aði Steypuverksmiðjan Stein- gerði gufu tU herzlu við steypu- smíði. Hefur þetta valdið nokkrum erfiðleikum í þorpinu. A Eldsvoði á Seltjarnarnesi í gær Húsfreyja stökk út um kvistgluggann í gær um fjögur leytið varð laus mikill eldur á efri hæð hússins Steinnes á Seltjamamesi og varð húsfreyj- an að stökkva út um kvistglugga hússins. Var það fjögurra metra fall. Heitir hún Sólveig Andersen. Slasaðist kon- an mikið. I gær um fjögur Ieytið varð mikill eldsvoði í húsinu Stein- nesi á Seltjarnarnesi eða nánar tiltekið á Melabraut 59. Þegar Siökkviliðið kom á vett- vang stóðu eldtungumar út um giugga á suðurgafli og var öll efri hæðin alelda. Svo og ris og kvistar og eyðilagðist að mestu innbú íbúa á efri hæð og öU innrétting þar. Svo æstist eldurinn skjótt, að húsfreyja varð að stökkva út um kvistglugga á suðurgafli og var það um fjögra metra fall nlður á tún og slasaðist konan mikið. Hún heitir Sólveig Andersen og var hún þegar flutt á Slysavarð. stofuna og síðar á LandspítaJann. Þama búa þau hjónin Magnús Jónsson og Sólveig Andersen á- samt þremur sonum sínum og einni dóttur á efri hæð hússins. Fjórar íbúðir em í húsinu og urðu skemmdir minni á neðri hæð hússins. Eldsupptök em ennþá ókunn. HÚSNÆÐSSMÁLARÁÐ- STEFNAN ER í DAG ★ Húsnæðismálaráfistefna Æskulýösfylkingarinnar hefst kl. 4 síð- degis í dag í Tjarnargötu 20. ★ Framsöguerindi á ráðstcfnunni flytur Halldór Halldórsson arki- tekt cn aulc þess hefur mörgum öðrum sem starfað hafa að bygg- ingamálum verið boðið á ráðstcfnuna. ★ Allir em velkomnir á ráðstefnuna. _ _ _ AÐEINS MANUÐUR EFTIR ÞAR TIL DRECIÐ VERDUR í dag verður skrifstofa Happdrættis Þjóðviljans 1963 opin kl. 9—12 og 13 til 18 og á morgun verður skrifstof- an opin kl. 13—16. Áríðandi er að menn geri sem fyrst skil fyrir þeim miðum sem þeir eru búnir að selja en heildaruppgjör síðar þegar þeir hafa lokið við að selja alla miðana. Skrifstofa happdrættisins er að Týs- götu 3, gengið inn frá homi Lokastígs og Týsgötu. Nú er réttur mánuður eftir þar til dregið verður í happ- drættinu en dráttardagur er ákveðinn 23. desember. Er drætti í Happdrætti Þjóðviljans aldrei frestað. Liggur því mikið við að enginn liggi á liði sínu vð sölu mið- anna þennan stutta tíma sem eftir er. Aukavinningurinn sem við kynnum í dag er málvcrk eftir Þorvald Skúlason listmálara, cinn af kunnustu listamönnum þjóðarinnar, cn verðmæti þcss er kr. 8.000.00 Er meðfyigjandi mynd af málverkinu. Hver skyldi hreppa það í jólagjöf?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.