Þjóðviljinn - 24.11.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.11.1963, Blaðsíða 1
Sunnudagur 24. nóvember 1963 — 28. árgangur — 250. tölublað. Concorde-þoturnar munu fljúga með 2400 km hraða á klukkustund. Pantaðar hafa verið 29 flugvélar af þessari geysihraðfleygu tegund. — Sjá grein á 6. síðu blaðsins í dag. Lee Harvey Oswald ákærður fyrir að hafa myrt Kennedy Neitar sekt sinni, en var á staðnum sem skotið var frá og púðurmerki sýna að hann hafði skotið með riffli WASHINGTON 23/11 — Skömmu eftir miðnætti að staðartíma, eftir látlausar yfirheyrslur í tíu klukkustundir, ákvað saksóknarinn í Dallas, höf- uðborg Texas, þar sem Kennedy forseti var skot- inn til bana í gær, að ákæra 24 ára gamlan Texas- búa, Lee Harvey Oswald, fyrir morðið. Hann hef- ur ekki fengizt til að játa sekt sína, en lögreglan telur sig hafa nægilegar sannanir fyrir henni. Oswald er einnig ákærður fyrir morð á lögreglu- manni. Oswald var handtekinn í kvik- myndahúsi í Dallas hálfri klukkustund eftir moröið. Þegar lögreglan umkringdi vöru- geymsluhús það sem skotið var úr og morðvopnið og kúluhylkin fundust síðar í var öllum hleypt úr húsinu sem gátu gert grein fyrir dvöl sinni þar. Þeirra á meðal var Oswald, en hann vaíin í húsinu. Nöfn þeirra allra voru að sjálfsögðu skrifuð niður og við nánari eftirgrennslan mun Oswald hafa þótt tortryggi- legur, bæði sökum þess að hann hafði dvalizt í Sovétríkjunum og lýst sig fylgjandi byltingunni á Kúbu. en einnig vegna þess að einn vinnufélagi hans skýrði frá því að hann hefði orðið eft- ir í byggingunni þegar aðrir hættu vinnu. Skaut lögreglumann Það var þvi lýst eftir honum. Lögreglumaður einn, Tippett að nafni, sem heyröi lýsinguna í útvarpi bíls síns þóttist bera kennsl á hinn eftirlýsta þegar hann sá Oswald á götu fjórum kflómetrum frá morðstaðnum. Hann stöðvaði hann og ætlaði að taka hann með sér, en að sögn sjónarvotta tók Oswald þá upp skammbyssu og skaut Tipp- ett sem beið þegar bana. Sjónarvottar sáu hvar Oswald hvarf inn í kvikmyndahús um 100 metra frá. kölluðu á lög- regluna, sem leitaði hans í hús- inu og fann hann. Hann bar á sér skammbyssu og auðvelt mun að ganga úr skugga um hvort kúlan sem drap Tippet lög- reglumann kom úr þeirri byssu. „Ég skauf ekki!" Farið var með Oswald á lög- reglustöðina og þar hófust yfir- heyrslur sem stóðu láflaust í rúma tíu tíma. þar til Henry Wade saksóknari ákvað að leggja fram formlega ákæru á Oswald fyrir morðið á forsetan- um. Oswald hélt statt og stöðugt fram sakleysi sínu, og hrópaöi hvað eftirannað: Ég skaut ekki forsetann. Hvers vegna er ég ihér? ¦— En böndin bárust þ6 að honum að sögn lögreglunnar. Átti riffil Riffillinn sem forsetlnn var myrtur með er af ítalskri gerð með 6,5 mm hlaupvídd. Wade saksóknari vildi ekki svara spurningum fréttamanna um hvort fundizt hefðu fingraför á rifflinum. Hann hefur verið sendur til aðalstöðva FBI í Washington til rannsóknar, en haft er fyrir satt að fingra- för á rifflinum. ef nokkur eru, muni svo óljós að þau dugi ekki sem sönnunargögn. Þaö var þannig ekkert sem tengdi Oswald við morðvopnið. Hins vegar mun kona hans hafa borið að hann eigi riffil, enhann ekki getað gert grein fyrir hvar sá riffill væri niður kominn. Þakkarávarp frásendi- herra Bandaríkjanna Þær fjölmörgu, einlægu samúðaróskir, sem sendi- ráðinu hafa borizt frá íslendingum í öllum stétt- um, eru mjög ljós sönnun þess hve mikillar virð- ingar Kennedy forseti naut hér á landi. SamúðarósKir þessar eru okkur til mikillar hugg- unar í sárum harmi. Fyrir hönd Johnsons forseta og bandarísku þjóðarinnar færi ég innilegar þakkir öllum þeim sem hafa látið í ljós samúð sína á svo hjartnæman hátt. Það er einlæg ósk okkar að þetta hörmulega óhappaverk fái að minnsta kosti snúið hjarta og hug manna frá hatri því og beiskju, sem hljóta að hafa verið undirrót þess. James K. Perifield. Púðurmerki Eitt mun þó öðru fremur tal- ið gefa sekt Oswalds til kynna: Lögreglan lét taka vaxafþrykk af hálsi hans og andliti til að ganga úr skugga um hvort þar leyndust einhver merki um púð- urreyk sem myndu gefa til kynna að hann hefði hleypt af riffli þá fyrr um daginn. Fuil- yrt er, þótt það hafi ekki verið staðfest, að slík merki hafi fund- izt. Mörg vitni Meðan á yfirheyrslunni yfir Oswald stóð var fjöldi manna kvaddur á lögreglustöðina að bera vitni. en fréttamenn fengu ekki að ræða við neinn þeirra. Kúbustjórn harmar voðavertíð Washington 23/11 — Banda- ríska útvarpsstöðin Voice of America hafði það i dag eftir talsmanni Kúbustjórnar að hún harmaði hin sviplegu afdrif Kennedys forseta. Tals- maðurinn sagði að enda þótt djúpstæður ágreiningur væri á milli Bandaríkjanna og byltingarstjórnar Kúbu hefði hún tekið fréttinni af hinum hörmulega atburði með viður- styggð. Hin russneska kona hans, Mar- ina, kom einnig á lögreglustöð- ina og fékk að ræða stundar- korn við mann sinn. Sjálf var hún líka yfirheyrð. Ekkert samsæri Wade saksóknari sagði frétta- mönnum að ekkert hefði komið fram sem benti til þess að Os- wald hefði haft menn í ráðum með sér eða aðrir hefðu staðið að baki tilræðmu. Ekki lægi grunur á neinum öðrum enn. Franiihald á 12. siðu. Hinn grunaði morðingi við handtökuna. Krústjoff um morðið á Kennedy forseta: Níðingsverk og mikið áfall fyrir málstai friiarins MOSKVU 23/11 — Krústjoff, forsætisráðherra Sovétríkj- anna, sagði í dag að fráfall Kennedys Bandaríkjaforseta væri þungt áfall fyrir alla þá serh' ýnnu málstað friðar- ins og samvinnu Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. 1 skeyti til hins nýja forseta, L. B, Johnsons, segir Krústjoff, að morðið hafi verið voðaiegur glæpur, sem framinn hafi verið einmitt þegar farið var að draga úr viðsjám í heiminum og horfur voru á batnandi sam. búð Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna. Hann fordæmir þá sem sök hafi átt á þessu níð- ingsverki. Víðsýnn og raunsær — Hinn látni forseti var víð- sýnn maður sem kunni að meta aðstæður af raunsæi; segir Krústjoff, og hann leitaðist við að finna leiðir til samnings- Lík forsetans lagt á börur í þinghúsinu, átförin á morgun Lfk hins látna forseta Banda- ríkjanna stendur uppi í dag frá kl. 10—18 í svonefndu austnr- herbergi í Hvíta húsina. Á morgun og á mánudaginn mun lífc hans liggja á viðhafnarbör- um nndir hvolfþaki þinghússins. Kennedy verðnr jarðsettur á mánudaginn í St. Matthews dómkirkjunni í Washington. Richard Cushing kardináli, erki- bisknp í Boston, mun jarð- syngja. Klstan flntt Það var um hálffimmleytið í morgun, sem kistan var flutt til Hvíta hússins, og þótt ekki væri orðið framorðið hafði nokk- ur mannfjöldi safnazt framan við húsið. Sjónvarpsljóskastar- arnir vörpuðu óeðlilegum blæ á mannfjöldann og kistuna, er hún var borin inn um svart- hjúpað hliðið. Frú Jacqueline Kennedy vakti í alla nótt yfir manni sínum á sjúkrahúsinu. Hún kom til Hvíta hússins með kistunni og gekk óstudd út úr bílnum og inn í húsið á eftir kistunni. Engin blóm Kl. 13 á morgun verður lík Kennedys flutt í þinghúsið á Capitol Hill. Þar verður hinum látna forseta vottuð virðing bandarísku þ'jóðarinnar með há- tíðlegri athöfn. Á kistunni eru engin blóm, þar eð Kennedyfjölskyldan hef- ur farið þess á leit, að þeir, sem vilja senda blóm láti pen- ingana renna til mannúðarstofn- ana. Ekki í fyrsta sinn sem sorgin knýr dyra Sorgin hefur oft knúið dyra hjá hinni ríku og voldugu Kerinedyfjölskyldu. Elzti bróðir KenneSys forseta, Joseph Kenn- edy, féll í heimsstyrjöldinni síð- ari árið 1944. Einum mánuði síðar féll mágur forsetans á víg- völlum Frakklands, Lord Hart- ingtone, eiginmaður Kathleen Kennedy. — Kathleen Kennedy fórst í flugslysi í Frakklandi árið 1948. Dauðinn krafðist nýrrar fórn- ar í ágúst í ár, er sonur Kenn- edys forseta, Patrick Bouvier, dó aðeins 2ja daga gamall. Systir forsetans, Rosmary, hefur í mörg ár dvalið á fá- vita'hæli. Faðir forsetans, Jos- eph Kennedy, fékk slag í des- ember 1961 og hefur aldrei feng- ið málið almennilega síðan. Líðan Connallys góð eftir aivikum DALLAS 23/11 — Líðan Johns Connally, fylkisstjðra í Texas, sem var i bíl Kennedys forseta þegar skotárásin var gerð og særðist nf tvQÍmur skotum, er nú sögð ^A(5 °ftir atvikum o% er talið vi^* ^H Vifmti miini gr'^a sára sinna. lauisnar á beím vandamálum sem nú sundra heúninum. — Sovétstjórnin og þjóðir Sovétríkjanna samhryggjast bandarísku þjóðinni vegna þessa mikla missis. Við látum í Ijós von um að haldið verði áfram þvi starfi að finna lausn á deilumálunum, en þar lagði Kennedy forseti fram sinn góða skref í þágu friðaring og mannkýninu til heilla, segir að lokum í skeyti Krústjoff. Hann sendi einnig ekkju Kennedys forseta persónulegt samúðarskeyti og Bresnéff for- seti sendi Johnson forseta skeyti þar sem hann lét í Ijós hryggð sovétþjóðanna vegna fráfalls Kennedys. ¦PSn ,í1 Eins dæmi Fréttaritari Reuters í Moskvu segir að þar minnist menn þess ekki að lát stjórnmálaleiðtoga á vesturlöndum hafi áður verið harmað svo einlæglega af sov- ézkum ráðamönnum, en enginn vafi sé á því að samúðarkveðj- ur og hluttekningarorð hinna sovézku leiðtoga séu töluðv út úr hjörtum allra manna í Sov- étríkjunum. Allir þeir sovét- borgarar sem vestrænir frétía- ritarar hafi talað við um and- lát Kennedys, hafi harmað og borið á hann lof fyrir skerf hans að sköpun betri heims. Gromiko vestur 1 morgun kom Krústjoff i fylgd með Gromi'ko utanríkis- ráðherra í bandaríska sendiráð- ið í Moskvu til að láta í ljós samúð sína og skrifa nöfn sín á minningarbók. Áður hafði verið tilkynnt að Gromiko myndi fljúfra vestur um haf til að ypi'f\ > '^Jladdur útför Kennedys í Washington á mánudag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.