Þjóðviljinn - 24.11.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.11.1963, Blaðsíða 10
10 SÍÐA MðÐVILIINN --------*---- Sunnudagur 24. nóvember 1963 S K OTTA Þetta er það ódýrasta sem við getum sett á tankinn, nema þú getir notað VATN. ,Óviðbúnir allri hlýju' um að bréfmiða. Hann fann ekkert nema flugpóstsbréf, en bakhliðin á því var sæmilega hrein og óskrifuð og hann hafði blýant. Hann gekk hikandi til 6túlkunnar. — Ef þú ert ekki vant við látin, sagði hann. — viltu þá kenna mér fáein orð í burm- versku? Hún sagði: — Auðvitað, hvað viltu vita? Hann sagði: — Aðeins fáein orð, það allra nauðsynlegasta. Það er svo óþægilegt að kunna ekki eitt einasta orð. — Hann hikaði með blýantinn í hend- inni. — Fyrst langar mig að biðja þig að segja mér hvað þú heitir. Hún sagði: — Ég heiti Nay Htohn. Þú ættir að kalla mig Ma Nay Htohn — eða ungfrú Nay Htohn. Hann skrifaði þetta efst á blaðið; hún hjálpaði honum með réttritunina. Hann sagði: — Jæja. hvað heitir vatn? — Ye, sagði hún. Hann skrif- aði. — Matur? — Við höfum ekkert sérstakt orð fyrir það, sagði hún. — Við tölum um hluti. Orð sem allir skilja er htamin, sem þýðir hrís- grjón. Ef þú biður um htamin, þá færðu eitthvað að borða, nema þú sért innanum sveltandi fólk. Hann skrifaði þetta hjá sér, hélt áfram að spyrja um mann og konu og salemi og undrað- ist mjög að hún skyldi hlæja að því, rétt eins og ensk stúlka. Þegar hann var búinn að skrifa upp svo sem tuttugu orð. þá hætti hann. — Ég ætla að læra þetta í kvöld, sagði hann. — Ef þú ætlar með okkur til Bassein, þá viltu kannski kenna mér meira á morgun? Hárgretðslai? Hárgreiðslu og snyrtistofa STEINI7 og DðOfl Eaugavegi 18 111. h. flyfta) SÍMI 24616. P E R M A Garðsenða 21 SÍMI S3968. Hárgreiðslu- oe snyrtistofa. Dðmurl Hárgreiðsla vlð allra hæfi TJARNARSTOFAN. Tjamargðtu 10. Vonarstrætls- megtn. — SlMI 14662. HARGREIÐSLDSTOFA AUSTTJRBÆJAR (Marfa Guðmundsdóttlr) Laugaveg) 13 — SlMI 14656 — Nuddstofa 6 sama stað. — — Ég skal reyna að finna eitt- hvað sem kemur þér að gagni, ef þú verður hér lengi. Og svo sagði hún: Er þetta í fyrsta sinn sem þú kemur til Burma? — Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem út fyrir England. svar- aði hann, — nema ég var í Norður-Afríku í fyrra. — Hvernig fellur þér landið? Hann hló. — Hvemig myndi þér falla það, ef þú værir fangi og vissir ekki með vissu hvem- ig farið yrði með þig. Hann sett- ist í tröppumar, alveg út á brún. — En ég verð að segja að þetta er fallegt land. Mér þætti gam- an að koma hingað aftur á frið- artímum og skoða mig um. 27 Hún sagði: — Ég vildi óska, að þú gerðir það. Einu Eng- lendingamir sem hingað koma, eru þeir sem vilja græða á okk- ur — starfsmenn stjómarinnar sem vinna hér eða kaupmenn sem vilja kaupa vörur af okk- ur lágu verði til að selja þær rándýrt annars staðar. Það eru þeir einu Englendingar sem við sjáum. Við hittum aldrei venju- legt enskt fólk, fólk eins og okkur sjálf. — En er ekki mikið af trú- boðum hér? sagði hann. — Jú, jú, mikið af þeim. Sum- ir þeirra eru ágætir. einkum þeir sem stofna spítala og skóla og reyna ekki að troða trú sinni upp á okkur. Hann sagði hikandi: — Þið ei- uð þá ekki kristin? Hún brosti með umburðar- lyndi, Nei. Við emm Búddatrú- ar hér í Burma. Vissirðu það ekki? — Ég vissi að flestir eru Búddatrúar, svaraði hann. En ég hélt kannski að menntað fólk eins og bróð*r þinn væri krist- ið. Hún kinkaði kolli. — Sumir vinií mínir eru kristnir, en ekki mjög margir. Ég kynnti mér trúarbrögð ykkar nákvæm- lega þegar ég var í skóla, en mér féli þau ekki eins vel og okkar. Ég er ekki sérlega hrif- in af þeim. Hann sagði forvitnislega: — Hvað er athugavert við þau? Hún brosti. — Ég ætla ekki að fara í trúarstælur við þig, herra Morgan. Þegar ég var í skóla, var okkur sagt að ein- hver Englendingur hefði ein- hvemtíma sagt. að það skipti ekki svo miklu máli á hvað trúað væri, svo framarlega sem trúað væri á eitthvað. Ég held að þetta sé rétt. Fyrir venju- legt fólk sem bítur sig ekki 1 fnœðisetningar er ekki mikill munur á Búddatrú og kristni að því er varðar daglegt líf okk- ar, en þó eru okkar reglur strangari en ykkar. Hann var dálítið hvumsa. — Á hvern hátt? spurði hann. Hún sagði: — Nú, til dæmis er ykkur leyft að drekka vín og bana dýrum. Ég er ekki hrifin af því. Við höfum fjórar undir- stöðu reglur; ef þær eru brotn- ar þá endurfæðist maður á lægra stigi. Það má ekki drepa neina lifandi veru. það má ekki ljúga, það má ekki stela, það má ekki drýgja hór, það má ekki drekka áfenga drykki. Þetta eru ein- földustu boðorðin, þau sem all- ir verða að virða ef þeir vilja komast hjá því að fæðast aftur sem dýr. Vilji maður komast lengra. verður að gera meira en þetta. — Heldurðu í alvöru að bú getir orðið dýr í næsta lífi? spurði flugmaðurinn. — Til dæmás svin? — Maður ræður sjálfur örlög- um sínum, sagði hún. — Allir gera það. Sá sem kýs að lifa eins og tígrisdýr eða svín, þá fær hann ósk sína uppfyllta í næsta lífi ef hann vill. Sá sem leitar af einlægni meiri mennt- unar ogbetra lífs, hann mun í næsta lífi endurfæðast á hærra þrepi lífsstigans. Þessu trúum við. — Ég skil. Hann hugsaði sig um og spurði svo: — Hvað ger- ist þegar komið er í efsta þrep stigans? Hvað gerist þegar æðstu fullkomnun er náð? Hún sagði: — Því stigi verður aðeins náð eftir mörg þúsund lif. En loks. þegar þú ert al- góður og alvitur. svo að allt sem þú segir eða gerir er hinn æðsti sannleikur og vísdómur, þá ertu Búdda. Hann spurði: Eru allir í Burma Búddatrúar? Hún sagði: — Ekki allir. Níu af hverjum tíu eru Búddatrúar, held ég, en Karanamir eru stundum kristnir og óupplýst sveitafólk trúir enn á Nats, anda í stokka og steinum og byggir þeim lítil hús. Ég skal sýna þér þau á ferð okkar á morgun. En þegar menn öðlast monntun og fara að hugsa dýpra þó koma þeir í hofin. Utt Nee gekk framhjá þeim og upp í húsið. Stúlkan sagði: — Ég hef verið að segja Englend- ingnum frá hinum villtu trúar- brögðum okkar. Ungi maðurinn hló. — Systir mín er mjög trúuð, sagðl hann við Morgan. — Konur hugsa meira um þetta en flestir karl- menn. Láttu hana ekki móðga þig. Flugmaðurinn sagði: — Það var mjög vingjamlegt af henni að segja mér allt þetta. Ég vissi ekkert um þetta áður. Stúlkan sagði dálítið angur- vær: — Kenna þeir ekkert um landið okkar í skólanum ykk- ar? Morgan sagði: — Við lærum dálítið, en aðeins helztu stað- reyndir. Nöfnin á ánum og um hrísgrjónin frá Rangoon og þess háttar. Utt Nee: — Það koma higað hrísgrjón eftir nokkrar mínútur. Þú borðar með okkur. Morgan reis upp úr legustól sínum á veröndinni. Þrír menn klæddir longyum höfðu birzt og sátu á hækjum sér fyrir neðan þrepin. Hann skildi við Tumer og fór til þeirra og ræddi við þá á máli þeirra. Það hófust nokkr- ar samræður og eftir svo sem tíu mínútur stóðu mennimir þrír upp og fóru. Morgan kom aftur til Tumers. — Fyrirgefðu þetta, sagði hann. — Má bjóða þér drykk? Herra Tumer hikaði. — Áttu nokkum bjór? Hinn maðurinn hristi höfuðið. — Hann geymist ekki hér. — Viskí? — Nei þökk fyrir — ég verð að gæta mín. Áttu sítrónusafa eða eitthvað í þá átt? — Safa úr nýjum lime á- vexti með ís í? — Það er alveg ljómandi. Morgan kallaði einhver fyrir- mæli á burmversku inn í húsið, kom síðan og settist. — Hvaða erindi áttu þessir náungar? spurði herra Turner. — Þessir? Já, þetta var yfir- maður úr einu þorpinu og tveir félagar hans. Mig vantar nokkra verkamenn til að lagfæra veg- inn út að hrísmyllunni. Hann kom til að ganga frá launa- samningum. Glösin komu og berfætti þjónninn gekk um beina. Morg- an sat með glasið í hendinni og horfði út yfir ána. — Ég var að segja þér frá bvöldinu áður en við lögðum af stað til Bassein, sagði hann. Hann sat þegjandi andartak. — Það er spaugilegt, sagði hann að lokum. — En venjulega finnur maður á sér þegar eitthvað er að. Ég kunni ekki orð í burmversku þá. en ég var næstum sannfærður um að sumir af náungunum þarna voru andsnúnir mér. Utt Nee var mér hliðhollur og sömúleið- is Ma Nay Htohn. Ég held, að Thet Shay hafi verið í vafa um hvort það væri góð hugmynd að afhenda mig Williams majór; sumir hinna voru áreiðanlega algerlega andvígir því. Hann þagnaði. — Ég fékk þá hugmynd, að Utt Nee hefði sent systur sína með flokknum ekki aðeins til þess að túlka, heldur einnig til að tryggja það að ég kæmist heilu og höldnu á leiðar- enda, yrði ekki drepinn á leið- inni. Ég er næstum viss um að þetta bjó undir hjá honum. Ég spurði hann einu sinni um það seinna en hann vildii ekkert segja mér, sá skröggur . . . — En hvað sem því leið, sagði hann, — þá lögðum við af stað fyrir dögun næsta dag í átt til Bassein. Þeir gengu í einfaldri röð eft-r ir ökrunum. Morgan og Nay Htohn og átta karlmenn. Vopn þeirra voru ekki sérlega merki- leg. Thet Shay og annar mað- ur til báru japanska riffla og Thet Shay var einnig með skammbyssu Morgans. Einn hinna mannanna var með fom- legan og langan riffil, annar var með nýtízkulega veiðibyssu: hin- ir fjórir voru aðeins vopnaðir dah-hnífum sinum. Engir þeirra voru klæddir neins konar ein- kennisbúningi. Morgan vonaði að þeir vissu nægilegt um ferðir Japana þama um slóðir til að forðast þá. Þau gengu allan morguninn og framundir hádegi. Þá voru þau í teakskógi og þræddu óljósan stíg; þau stönzuðu og lögðust út- af og suðu hrísgrjón á eldi sem þau gerðu úr laufum og kvist- um og slökktu eldinn strax og því var lokið. Morgan var mjög þreyttur, þótt hann hefði ekki annað en ábreiðuna sína að bera; hann var óvanur göngu í hitabeltinu og rennvotur af svita. Utt Nee hafði látið hann fá keilulaga stráhatt, og hann hafði verið góð hlíf. en hann var fjarska, fjarska þreyttur. Htohn og Burmabúamir virtust öldungis óþreyttir. Þau átu hrísgrjón og lögðust síðan til svefns og höfðu einn mann á verði. Um þrjúleytið lögðu þau aftur af stað eftir Framhald af 7. síðu. fyrir fjölskyldur, en Iausafólk fæst aldrei lengi til starfa hér, það kemur og fer. Það fæst ekki gott starfsfólk til fram- búðar nema hægt sé að bjóða því góðan aðbúnað og laun. — Nú veit ég, Hallgrímur, að þér er falin hin andlega hliðin á uppeldi þessara drengja, en heyrt hef ég að forstöðumann- inum sé ætlað sitthvað fleira. — Já, forstöðumaðurinn verður að stýra öllum fram- kvæmdum hér. Björn Loftsson, fyrirrennari minn er sá mað- ur sem mest hefur komið við sögu hér. Forstöðumaðurinn hér þarf að vera bóndi, kennari, bók- haldari, bílstjóri, vera vel inni í öllum vélum, jafnvel við- gerðarmaður á hús, bera skyn á byggingar og sjá um allar framkvæmdir — og vitanlega fyrst og fremst að vera mað- ur sem getur komizt af við drengina og ber skynbragð á að ala þá upp. Forstöðumaður- inn hefur líka orðið að standa í því að útvega fé til fram- kvæmda og útvega lán út á væntanlegar fjárveitingar. — Er engin sérstök stjórn fyrir heimilið? — Jú, það er til stjórnskip- uð nefnd, sem forstöðumaður á að snúa sér til. Formaður hennar er Ágúst Pétursson Patreksfirði. Ég vil taka það fram, að fólkið í sveitinni er ekki á móti heimilinu, síður en svo, það hefur verið hjálp- legt í hvívetna. En mannfæðin er orðin svo mikil að ógjöm- ingur er að fá fólk hér úr sveit til fastra starfa við heimilið eins og áður var. — Næst höfum við tal af ráðskonunni Erlu Hafliðadótt- ur, sem var þarna s.l. sumar og hefur verið nokkur undan- farin sumur. — Hvernig er að vinna með þessum drengjum, Erla, gam- an? — Já, mér finnst reglulega gaman að vinna með þessum drengjum Ég hef fundið öll þessi ár hvað þeir vilja gera mikið fyrir mann og hef yfir- leitt ekki nema gott um þá að segja. — En er þetta starf ekki erfitt? — Jú, en það er ánægjulegt begar maður finnur einhvern árangur. — Þykir þér vænt um drengina, *— annars myndirðu varla hafa komið sumar eftir sumar. — Nei, ég hefði ekki komið sumar eftir sumar ef ég hefði ekki haft einhverjar taugar til þeirra. — Hvemig eru þessir dreng- ir þegar þeir koma hingað? — Þeir eru svo óviðbúnir allri hlýju. Þegar þeir koma hingað eru þeir á verði gegn harðneskju. Mér hefur virzt, þótt það kosti tíma og þolin- mæði, að það borgi sig bezt að vinna þá með góðu. Það kemur margt í ljós og maður skilur þá betur þegar maður hefur unnið trúnað þeirra. Að- alskilyrðið er að verá alltaf rólegur og hlýr sjálfur. — En hversvegna hættir þú hér á vetrum? — Ég er gift kona og þarf að sinna mínu eigin heimili. — En myndir þú kannskl starfa hér ef þú fengir íbúð? — Já, ég myndi jafnvel vera hér ef ég fengi húsnæði fyrir mig og fjölskyldu mína. — * — Rabb þetta fór fram í skrif- stofu forstöðumannsins; ekki stóru herbergi. Ljósið féll um opnar dyr inn í næsta her- bergi. Ég spurði um íbúð for- stöðumanns. — Hún er þetta, svaraði hann. Ég sef þama inni, sagði hann og brosti af- sakandi. Ekki veit ég hve svefnklefinn er mörgum sentimetrum breiðari en svefn- bekkur, hann sýndist ámóta fataskáp í nýtízku villu. — Starfsfólkið býr í eins til tveggja manna klefum. Árangursríkt starf á svona beimili er að verulegu leyti komið undir stöðugleika í upp- eldisháttum, umgengni og venjum. Skilyrði þess að svo geti verið er að ekki sé alltaf að skipta um starfsfólk. Þótt þangað fáist hæfur og góður forstöðumaður og starfsfólk verður það annaðhvort að dæma sig til einlífis eða hætta starfinu, meðan ekki eru til íbúðir fyrir það. Þá er með öllu óafsakanlegt, að engin stofnun ræki það hlutverk að aðstoða þessa drengi við skólagöngu, vinnu- útvegun við þeirra hæfi og leiðbini þeim og hjálpi á ýms- an hátt, þegar þeir koma af heimilinu, þótt í sumum til- fellum þarfnist þeir slíks ekki. Þessu verður að breyta. Það kostar fé. Það fé verður að leggja fram Þótt allir séum við ábyrgir er betta fyrst og fremst stjórnarvalda og alþing- ismanna. (Hvernig væri að spara eina ríkisstjórnarveizlu á ári og 1 eða 2 utanlands- ferðir í bessu skyni? Og að sjoppustjórar og innflytjendur kennslukvikmynda í hnupli, ó- knyttum og manndrápum legðu fram upphæð?) Þetta ætti ekki að verða á- greiningsefni milli stjórnmála- flokka, því þess verður að vænta að beir séu allir sam- mála um að drengirnir séu ekki sendir vestur í Breiða- vík nokkrum sjoppueigendum og slíkum til geðverndar. held- ur til þess að hjálpa litlum afvegaleiddum mönnum til að vaxa upp sem nýtir þjóðfélags- þegnar. j.b.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.