Þjóðviljinn - 24.11.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.11.1963, Blaðsíða 12
Oswafd ákærður Fimmtán tonn af kæstum hákarli VOPNAFIKÐI, 23/11 — Fimm- tán tonn af hákarli hanga nú uppi á hjöllum hér, og er það afrakstur ársins. Byrjað er að veiða hákarl hér í marz og eru menn að dóla yfir þessu á trill- um sem aukasporzlu fram í september. Þessi veiði er gamall arfur hér í þorpinu og þurfti áður aðeins að fara út á Bökuna hér firðinum, en nú þurfa menn að leggja línur sínar hjá Bjarn- arey og Héraðsflóa. Hafa menn gjarnan tvær lín- ur í sjó með tíu til fimmtán krókum á hvorri, beitt með selkjöti eða hrossakjöti. Aflasælustu hákarlaformenn hér á þessu ári eru bræðurnir Ágúst og Sigurjón Jónssynir á aflaskipinu Dóra og veiddu þeir seytján fullorðna liákarla. Verkaður hákarl er seldur á 65 krónur kflóið á markaðs- verði og er þetta hin arðvæn- legasta veiði. Hinsvegar fer lifrin fyrir lítið í bræðslu. Fjóra mánuði tekur að kæsa og verka hákarl og liggur hann í kös fyrstu þrjár vikumar. Yfir maðkatímann er hann Iátinn liggja í svona kösum í frysti- húsinu. — D.V. Tveir bátar róa frá Þingeyri ÞINGEYRI, 23/11. Tveir stórir bátar hafa hafið róðra í haust. Er afli þeirra eins og hér segir. Framnes 113,2 tonn í 16 róðr- um og Þorgrímur 56.4 tonn í 10 róðrum. Þriðji báturinn mun hefja róðra á næstunni. Læknisbustaður með sjúkrarumum ESKIFIRÐI, 23—11 — Byrjað er að grafa fyrir grunni nýs læknisbústaðar og standa þrír hreppar undir byggingarkostn- aði hans. Það eru Eskifjarðarhreppur, Reyðarfjarðarhreppui; og Helgustaðahreppur. Verða nokkur sjúkrarúm þar til stað- ar. Gamli læknisbústaðurinn er orðinn hrörlegur enda hefur hann staðið síðan um aldamót. Sex íbúðarhús eru í smíðum. Hlutlausir harma Kennedy forseta BELGRAD 23/11 — Tító, forseti Júgóslavíu. hefur fyrirskipað „opinbera sorg“ í landinu vegna fráfalls Kennedys. Hann bar mikið lof á hinn látna forseta fyrir þær hugsjónir sem ráðið hefðu gerðum hans á alþjóða- vettvangi. Einnig aðrir leiðtogar hlutlausu ríkjanna, eins og þeir Nehru, forsætisráðherra Ind- lands. pg Nasser Egyptalandsfor- seti, hafa lýst harmi sínum vegna þess að Kennedy er fall- inn frá. Utanríkisráðherra Alsír minnt- ist í samúðarkveðju sinni sér- stakilega á þann mikla skilning sem Kennedy hefði jafnan sýnt Serkjum í frelsinhnnitÉi þeirra. Hver fœr íbúðina í HÞ 1963? ★I Myndin hér að ofan er af húsinu Holtsgötu 41 sem er parhús, en á 1. hæð þess er hin glæsilega fjögurra herbergja íbúð sem er aðalvinningur í Happdrætti Þjóðviijans 1963. Hefur grunnteikning af íbúð- inni verið birt hér í blaðinu áð- ur. Ibúðin er 107 fermetrar að fiatarmáli, fjögur herbcrgi, eld- hús og bað, en auk þess er livottaherbergi og geymsla í I kjallara. ★í Húsið er í smíðum eins og myndin sýnir en íbúðin verður afhent fokheld með harðviðar* * útihurðum og tvöföldu gleri í gluggum. Er hún metín á hálfa milljón króna sem niun Iágt reiknað, Auk íbúðarinnar eru svo 10 mjög verðmætir auka- vinningar. Dregið verður 23. desember n.k. eða eftir aðeins tæpan mánuð. ★ 1 dag verður skrifstofa happdrættisins að Týsgötu 3 (gengið inn frá horni Týsgötu og Lokastígs) opin kl. 13—16. Skil eru þegar farin að berast en sökum þess hve stuttur tími er þar til dregið verður er á- ríðandi að menn dragi eliki að gera skil fyrir seldum miðmn. Skii utan af landi má póst- ieggja til skrifstofunnar. Sími I hr.ppdrættisins er 17514. Sjúkraflug með slökkviliðssíjóra Jón Sigurðsson slökkviliðs- stjóri var i fyrrinótt fluttur ut- an með sérstakri flugvél af Keflavíkurvelli. Jón mun hafa veikzt það alvarlega, að læknar hans ráðlögðu að hann yrði þegar í stað fluttur til rann- sóknar i heilaskurðardeild Ríkis- spítalans í Kaupmannahöfn. Framhald af 1. síðu. Hann var spurður að þv£ hvort hann teldi að einhver kommún- istískur félagsskapur stæði að baki Oswald eða hvort morðið væri þáttur í kommúnistísku samsæri gegn Bandaríkjunum. Hann svaraði því til að rann- sókn málsins hefði fram að þessu ekki gefið neina ástæðu til að ætla það. Hann sagðist ekki halda að Oswald væri geð- bilaður. Hann kvaðst sannfærð- ur um sekt hans. enda hefði lögreglan nú þegar aflað nægi- legra sannana til að fá hann dæmdan. Búizt er við að Oswald verði leiddur fyrir dómara um miðja næstu viku. Var í Sovétríkjunum Oswald gegndi herþjónustu i landgönguliði flotans. Það kast- aðist oft í kekki milli hans og yfirboðaranna og hlaut hann tvo dóma og var að lokum leyst- ur frá herþjónustu sem „óæski- legur“. Með einhverju móti komst hann til Sovétríkjanna árið 1959. Hann hafði þá við orð að setj- ast þar að og afsala sér banda- rískum þegnrétti en fá sovézkan. Sagt er að sovézk stjómarvöld hafi ekki viljað verða við þeim tilmælum, en Oswald flengdist þó þar eystra og var búsettur í Minsk. Þar gekk hann að eiga konu sína, Marinu, og eiga þau nú tvö börn. 1 fyrra fór hann aftur til Bandaríkjanna og þá með fjölskyldu sína og var flutt- ur heim á kostnað bandaríska sendiráðsins í Mcskvu. „Ekki kommúnisti“ Hann hefur látið á sér bera í samtökum sem kalla sig „Fair Play for Cuba“ og hefur lýst sig fylgjandi byltingunni á Kúbu, Af því tilefni átti út- varpsstöð ein í New Orleans ný- lega viðtal við hann og neitaði hann því þá að hann væri kommúnisti. Hins vegar kvaðst hann vera „marxisti", en mun hafa átt erfitt með að gera grein fyrir. hvað hann meinti með því. Ilreggviður Daníelssoa Jón Tímóteusson Lúkas Kárason Kristinn Björgvinsson — 28. árgangur 250. tölublað. Ualldór Þorleifsson Ámi J. Jóhannsson Stjómarkosning í Sjómannafélagi Reykjavíkur^ hefst á morgun, mánudag. Tveir listar hafa komið fram eins og undanfarandi ár. A-listi er listi stjómarinnar og er að mestu skipaður sömu mönnum og áður. B-listinn er listi starfandi sjó- manna, einnig að mestu skipaður sömu mönnum og í fyrra. Þessir skipa llsta starfandi sjómanna: Formaður: Jón Tímó- teusson, ms. Vigra. Varaformað- ur: Hreggviður Daníelsson, ms. Vatnajökli. Ritari: Arni J. Jóhannsson, bv. Víkingi. Gjald- keri: Halldór Þorleifsson, bv. Sigurði. Varagjaldkeri: Sig- urður Br. Þorsteinsson, ms. Is- lendingi. Meðstjórnendur: Guð- mundur Guðmundsson, ms. Her- móði. Jón Erlendsson, ms. Helgu. Varamenn: Jón Bergvinsson, bv. Askur, Kristinn Björgvins- son, ms. Hannes Hafstein. Lúk- as Kárason, bv. Sigurður. Kosið er á skrifstofu félags- ins í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götiu og hefst kosning M. 1 e.h. á morgun, en annars fer kosningin fer fram á venjuleg- um skrifstofutíma, kl. 3—6 fyrst um sinn. Hefst fíutn- ingur ofíu- má/sins í fyrrumáfíB? A Enn hefur munnlegur flutningur olíumálsins svonefnda ekki getað haf- izt fyrir Hæstaréttí vegna veikinda eins dómarans, Árna Tryggvasonar, en gert er ráð fyrir að öllu forfallalausu að málflutn- ingurinn hefjist í fyrra- málið bl. 10. A Olíumálið er eitt um- fangsmesta mál, sem Hæstiréttur hefur fengið til meðferðar, útskriftir dómsskjala fylia um 1700 fólíósíður. Má búast við að málflutningurinn taki nokkra daga; saksóknari ríkisins, Vaidimar Stefáns- son, mun t.d. ekki ljúka sóknarræðu sinni á einum degi. $0 Verjendur hinna á kærðu eru þrír, Benedikt Sigurjónsson hrl. er verj andi Ilauks Hvannbergs, Sveinbjörn Jónsson hrl. verjandi Vilhjálms Þórs en Guðmundur Ásbjöms- son hrl. verjandi þeirra Karvels Ögmundssonar, Jakobs Frímannssonar, Helga Þorsteinssonar og Jóhanns Gunnars Stefáns- sonar. Sunnudagur 24. nóvember 1963 B-LISTINN ER LISTI HINNA STARFANDI SJÓMANNA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.