Þjóðviljinn - 26.11.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.11.1963, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 26. nóvember 1963 — Grunsemdir Framhald af 1. síðu. dóm. sem á að ákveða ákp’runa á hendur honum. Aðvörun? Blað eitt í Dallas telur sig hafa heimildir fyrir því að bandarísku sambandslögreglunni FBI hafi borizt vitneskja um að til stæði að ráða Oswald af dög- um þegar hann yrði fluttur á milli fangelsa. Það bendir til þess að einhver fótur sé fyrir þessari frétt að talsmaður FBI Vildi i dag ekkert segja um sannleiksgildi hennar. Vantreyst Franska fréttastofan AFP seg- ir að svo virðist sem dóms- málaráðuneytið i Washington, en það lýtur stjórn Roberts, bróð- ur hins látna forseta, hafi nú tekið í sínar hendur alla rann- sókn málsins og nái hún langt út fyrir borgarmörkin í Dall- as. Gefur þetta enn til kynna að varlega megi treysta full- yrðingum lögreglunnar í Dallas um að Oswald hafi verið einn að verki. Greinilegt er á öllu að stjórn- arvöldin í Washington van- treysta lögreglunni í Dallas til að fjalla um málið og er það næsta skiljanlegt eftir það sem nú hefur gerzt. Curry, lögreglustjóri í Dall- as, sagði í dag að hann hefði alls ekki í hyggju að segja af sér. Hann hefði gert sitt bezta Og ekki væri hægt að áfellast sig fyrir það sem gerzt hefði. Einn af borgarstjórunum í Dall- as, Crull, tók i sama streng og sagði að ef gera ætti einhverja rannsókn á framkomu lögresl- unnar í Dallas í þessu máli, myndi hún sjálf framkvæma hana, en engir utanaðkomandi aðilar. S.iónvarpið Fréttaritari AFP segir að lðg- reglan í Dallas sé sem lömuð eftir atburði siðustu daffa, en nefnir henni til málsbðta að hún hafi í rauninni ekki haft neinn starfsfrið fyrir sjónvaros- og öðrum fréttamönnum. Það hafi gengið svo langt að hún hafi látið sjónvarpsmennina segja sér fyrir verkum hvenær Oswald skyldi fluttur frá lög- reglustöðinni, og hefði það kannski auðveldað morðingja hans að komast að honum. Fréttamaður AFP var sjálfur viðstaddur þegar fulltrúi eins sjónvarpsfélagsins mótmælti harðlega þeim tíma sem í fyrstu hafði verið ákveðið að Oswald yrði fluttur burt á. Það væri ómögulegt að taka almennilegar sjónvarpsmyndir á þeim tíma, sagði fulltrúinn. ráði srert? Blöð víða um heim spyrja hvernig á því hafi getað stað- ið að Oswald var drepinn í höndum lögreglunnar. Júgóslav- neska blaðið „Borba" segir þannig í forystugrein í dag að svo virðist sem morðið hafi ver- ið framið með vitund og vilja lösreglunnar Það skipti höfuð- máli að komið væri i veg fyr- , ir það, af þvi að það er ekki 1 einkamál bandarísku þjóðarinn- ar að sannleikurinn um morð Kennedys fnrseta komi Ijós, heldur varðar það allan heim- inn. „Borba" lætur í liós von um að Bandaríkiamönnum megi takast að srafast fvrir um sam- sænið og forðast allt óðasot. Pólska blaðið „Trybuna Dudu" segir að afturhaldsöfl revni að nota hina hörmulesu athurði í Bandaríkjunum t.il að spilla fyr- ir friðnum. — Allur heimurinn er sannfærður um að þá sem st.óðu að baki glæpniim hljóti að vera að finna í röðum aft- urhalds og kvnbáttahatara. Os- wald vildi ekki iáta á sis .slæo sem hann hafði ekki framið. Þess vegna féll hann fvrir kúlu glænamanns, segir blaðið. Fréttamaður ,,Pravda“ í Washlngton seg'r að svo virðist af beim bókufn sem fundizt hafi á hn-'mili Oswalds að hann hafi verið trotsk'isti HÖÐVILIINN--------------------------------'----------------SÍÐA 3 N.Y. Times um morð Oswalds Smánarblettur á réttarfari USA Myndin er tekin í austurstofu Hvíta hússins en þar stóð lík Kennedys fyrst uppi. og virðuleg útfðr Kennedys I gær WASHINGTON 25/11 — Útför Kennedys forseta sem gerð var í Washington 1 dag var virðuleg og hátíðleg sem þjóð- höfðingja sæmdi. Hún hófst með því að jarðneskar leifar hans voru fluttar sömu leiðina sem hann hafði svo oft farið í lifanda lífi, frá þinghöllinni til Hvíta hússins, en lík hans hafði legið á viðhafnarbörum undir hvolfþaki þinghallarinnar síðan í gær og höfðu tugþúsundir manna gengið fram hjá því. Kista hans var borin út á fallbyssu- vagn sem dreginn var af sex gráum hestum. NEW YORK 25/11 — Bandarísk blöð sem mark er á takandi eiga vart orð til að lýsa van- þóknun sinni á morði Lee Har- vey Oswalds. „New York Tim- es“ kallar það viðbjóðslegan glæp og New York Herald Tribune“ scgir að þeir sem fagni því verði að bera sinn hluta af vansæmd- Inni. ,,New York Times“ sem gagn- rýnir einnig skrif vissra banda- rískra blaða um málið segir í forystugrein: — Sú smán sem fallið hefur á Bandaríkin fyr'r þann anda vitfirringar og haturs sem varð Oswald grafinn DALLAS 25/11 — 1 dag var lfk Lee Harvey Oswalds jarðsett í kirkjugarði í Dallas, nærri því samtímis og Kennedy var færð- ur til hinztu hvflu í Washington. Líkið var grafið í óvandaðri trékistu og fáir voru viðstaddir utan lögreglumenn, sem gættu hans betur liðins en lffs. Kveðst ætla að fylgja stefnu Kennedys MOSKVU 25/11 —Lyndon B. Johnson, forseti Banda- ríkjanna, kveðst munu halda áfram starfi fyrir- rennara síns í þágu frið- arins, að því að leita frið- samlegrar lausnar á hverju vandamóli og bæta sambúð allra ríkja, einnig sambúð Bandaríkjaiiha og Sovét- ríkjanna. Hinn nýi forset' heitir þessu í svari sínu við samúðarskeyti Krúst- joffs forsætisráðherra. Svar forsetans var lesið upp í sovézku sjónvarpi og út- varpi 1 dag þegar sagt var frá útför Kennedys. Connally úr hættu DALLAS 25/11 — John Conn- ally, fylkisstjóri í Texas, sem særðist þegar skotárásin var gerð á Kennedy forseta er nú talinn úr allri hættu. Kennnedy forseta að aldurtila hefur enn aukizt við hið við- bjóðslega morð á manni þeim sem sakaður var um að hafa myrt forsetann. Lögreglan í Dallas og allt löggæzlukerfið ber sök á þeim smánarbletti sem fall- ið hefur á réttarfar okkar, en allir eigum við sök á þeirri aukningu óskynsemi og ofbeldi.s sem leiddi th morðsins á forseta okkar og þeim manni sem á- kærður var fyrir að vera bana- maður hans. Stjómarvöldin í Dallas. sem nutu stuðnings og uppörvunar í blöðum, útvarpi og sjónivarpi, tróðu undir fótum hverja einustu meginreglu laga og réttar í meðferð sinni á Lee H. Oswald. Nú getur ekkert orð- ið úp réttarhöldum sem hefðu getað úr því skorið hvort Os- wald var sekur eða saklaus á þann óhlutdræga hátt sem er sómi lýðræðis okkar, segir „New York Times“. ,,New York Herald Tribune" tekur í sama streng: — Hve viðurstyggilegur sem glæpurinn er verða menn að minnast þess að sakbomingur er saklaus þar til annað hefur verið sannað. Þjóðfélag okkar stendur traustum fótum meðan það byggir á réttinum. Árásin á Oswald var árás á lögin. Þelr sem fatgna morði Oswalds á þeirri forsendu að hann hafi unnið tú þess verða sjálf'ir að taka á sig sinn hluta af van- sæmdinni. Þeir hafa ekki heiðr- að okkar látna forseta, né held- ur þjóð okkar og þær stofn- anir hennar sem Kennedy for- seti barðist fyrir, segir „New York Herald Tribune'*. MOSKVU 25/11 — Málgagn sov- étstjórnarinnar ,.Isvestía“ gerir í dag að umtalsefni tilraunir þær sem borið hefur á í Bandarikj- unum til múgæsinga vegna frá- falls Kennedys forseta og nefn- ir Ríkisþinghússbrunann í Berlín 1933 til samanburðar, scm naz- Ekkja hans. Jacqueline Kenne- dy, kom til þinghallarinnar nokkrum mínútum áður en kist- an var flutt þaðan, og voru bræður hans, Robert dómsmála- ráðherra og Edward öldunga- deildarmaður í fylgd með henni. istar hafi staðið að, cn kennt kommúnistum um. Bandaríki okkar daga eru önnur en Þýzkaland árið 1933 og ástandið í heiminum er heldur ekitoi það sama nú og fyrir þrjátíu árum, en sama hugsunin liggur að baki hjá þeim sem báru eld að þing- húsinu og hinum sem halda nú á loft hinni fáránlegu kenningu um að kommúnistar hafi ver'ð við ríðnip morðið í Dállas. Svo virðist sem Lee Oswald, sá sem sakaður var um morðið á Kennedy, hafi vitandi vits ver- ið leiddur fyrir böðul sinn. Blaðið spyr hvort ástæðan hafi kannstoi verið sú að Oswald hafi etoki verið treyst til að leika sama hlutverk og van der Lubbe var falið 1933. „Isvestía“ kann að skýra frá því að Oswald hafi nýlega sézt í næturklúbbi þeirn sem morð- ingi hans. Jack Ruby, á og telur það benda til þess að þeir hafl báðir verið í samsæri um að myrða Kennedy og hafi handlangarar lögreglunnar í Dallas einnig átt þar hlut að máli. Fréttarítari Tass í New York segir að morð Qswalds hafi bundið enda á tilraunir banda- rískra sorpblaða að nota morð Kennedys til æsinga gegn kommúnistum, Sovétríkjunum og Kúbu. — Það er ástæða tdl að minn- ast þess að enginn stjómmála- maður, etokert blað sem mark er á takandi, enginn kunnur bandarískur fréttaskýrandi hef- ur tékið undir staðhæfingar lög- reglunnar um tengsl Oswalds við kommúnista. segir í Tass- fróttinni. Þau krupu við kistuna nokkra stund. en síðan lyftu níu her- menn henni og báru hana á öxl- unum út á falibyssuvagninn. Heiðursvörður stóð fyrir utan og 20.000 manns höfðu safnazt þar saman. Klukkan 14.48 að íslenzk- um tíma lagði líkfylgdin af stað. Stanz við Hvíta húsið Fyrir * framan Hvíta húsið stanzaði líkfylgdin nokkra stund, meðan erlendir fulltrúar, kon- ungar, prinsar. forsetar og ráð- herrar, bættust í hópinn, en síð- an var haldið áfram. Meðal hinna erlendu fulltrúa voru konungamir Haile Selassie frá Eþíópíu og Baudoin frá Belg- íu. prinsar frá Noregi, Dan- mörku, Svíþjóð, Hollandi, Bret- landi. Iran, Lúxemborg, Mar- okkó og Kambodja, forsetamir de Gaulle og Heinrich Lúbke, forsætisráðherramir Erhard og Douglas-Home og Mikojan vara- forsætisráðherra, svo að ein- hverjir séu nefndir. Munu aldrei hafa verið jafn mörg stórmenni við útför nokkurs þjóðhöfðingja, Dauðaþögn Þegar líkfylgdin kom til dóm- kirkjunnar. tók Cushing kardín- áli frá Boston á móti henni, en hann er gamall heimilisvinur Kennedyfjölskyldunnar. Böm Kennedys, Caroline sem er sex ára og John sem varð þriggja ára í dag, slógust í för með móður sinni og gengu með henni inn kirkjugólfið. Öryggislögreglan hafði mikinn viðbúnað í kirkjunni. Lögreglu- menn voru um hana alla og höfðu einnig tekið sér stöðu á bökum búsa í grenndinni. Nokkr- ir þeirra voru á syllu fyrir ofan altarið. Enginn fékk að koma inn í kirkjuna sem ekki hafði sérstaka boðsmiða og allra dyra var vandlega gætt. Nokkurt upp- nám varð þegar rúða var brot- in í húsi skammt frá einmitt þegar líkvagninn kom að kirkju- dyrunum. Lögreglumenn þutu upp á sjöundu hæð hússins til að kanna málið. en þá kom í ljós að rúðan hafði brotnað þeg- ar einhver reyndi að opna gluggann. Lesið úr innsetningarræðu Messan var ekki frábrugðin öðrum sem sungnar eru yfir ka- bólskum mönnum. Cushing kardínáli stjómaði messunni, bað fyrir hinum látna og las úr Jó- hannesarguðspjalli. Sungið var „Ave Maria“ og aðrir sálmar. Philip Hannan aðstoðarbiskup í Washington hélt stutta minn- ingarræðu og vitnaði þá m.a. í kafla úr ræðu þeirri sem Kenne- dy hélt þegar hann tók við emb- ætti forseta. Messunni lauk klukkan 17.15 að ísl. tíma og fjórum mínútum síðar var kistan borin úr kirkju. Jacqueline gekk næst henni og leiddi böm sín tvö. Grafinn í Arlington Frá kirkjunni fór líkfylgdin í bílum til Arlington-kirkjugarðs- ins og var komið þangað kL 18.35, nákvæmlega eins og ráð hafði verið fyrir gert. Hermenn báru kistuna að gröfinni, en herþotur flugu yfir. Cushing kardínáli blessaði gröfina og sagði fram „Faðir vor“ og aðrar bænir. Fáninn sem hafði verið sveipaður um kistuna var af henni tekinn og færður frú Kennedy. Klukkan 19.34 var kistan látin í gröfina, þegaaJ skotið hafði verið 21 heiðurs-i skoti. Þegar kistan var komin í gröfina skutu hermenn þríveg- is af rifflum sínum. Sorgarlag var þeytt á lúðra og leikinn var einn af sálmum flotans. EVas setafáninn var vafinn saman og fenginn frú Jacquéline, en húö kveikti á kerti við gröfina. MiIIjón manns Um 240.000 manns vottuðd hinum látna forseta virðingn sína með því að ganga fram hjá kistu hans meðan hún lá á' viðhafnarbörunum í þinghöll* inni, þeim sömu sem lik Abra^ hams Lincoln lá á fyrir tæpum hundrað árum. Lögreglan gizkar á að í dag hafi, um 800.000 manns fylgzt með líkfylgdinni frá Þinghöllinm til Hvíta hússins, en 200.000 manns hafi verið á götunum frá Hvíta húsinu til kirkjugarðsins. Verzlunum, skólum og öðrumi stofnunum var lokað hvarvetna í Bandaríkjunum og öllum skemmtunum hefur verið aflýst I Sjónvarpað um allan heim Útför forsetans var sjónvarp-í að um allan heim og fór sjón- varpið fram um endurvarps-: tunglið Telstar. Sendingunni var einnig sjónvarpað í Sovétríkjun- um. Kennedys var minnzt víða LONDON 25/11 — Hins látna Bandaríkjaforseta var minnzt með ýmsum hætti í flestum löndum í dag, í guðshúsum og skolastofum, a þingum og í fundarsölum. Fulltrúar ríkis- stjóma landanna í Austur-Evr- ópu vo.ru viðstaddir guðsþjón- ustur í höfuðborgum þoirra til minningar um forsetann. Móðir Oswalds, kona hans, Marina, ásamt bömum þeirra tveim. Jsvestía' gerir samanburð Morð Kennedys og Þinghússbruninn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.