Þjóðviljinn - 26.11.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.11.1963, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 26. nóvemíber 1363 ÞJðÐVILTINN SlÐA 7 Fyrsta Kollráðið, sem erlendum bifreiðar- stjóra er gefið við komuna til Lúxemborg- ar, er þetta: — Gættu þess að stíga ekki of fast á benzíngjöfina, annars áttu á hættu að lenda utan landamæra hertogadæmisins áður en þú veizt af! — Þessa skrýtlu segja Lúxemborgarar gjarnan þegar talið berst að smæð landsins, því að stórt er stórhertogadæmið ekki. Flatarmál landsins er 2587 ferkílómetrar eða aðeins um fertugasti hluti ís- lands. Um 1 20 íbúar koma þar á hvern ferkílómetra lands, á móti tæpum 2 hér á landi. LÍTIÐ LAND EN SÉRKENNI- LEGA FAGURT Lúxemborg er lítið land og vart til skiptanna að sjá á Evrópukortinu, en þó má segja að landslag, landshaettir og landgæði skipti stórhertoga- dæminu í rauninni í tvo álíka stóra parta, norðurhluta og suðurhluta. Norðantil er Ard- ennahálendið, en í syðri lands- hlutanum er jörðin frjósamari og betur til ræktunar fallin; — allra syðst eru náma'héruð, en í Moselle-dalnum, sem myndar austurmörk landamær- anna, er vínræktin og vín- framleiðslan allsráðandi. Eitt óbrigðult ráð er hægt að gefa manni sem ekki áttar sig í Luxemborg en vill gjarn- an vita í hvorum landshlutan- um hann er staddur þá og þá stundina, og það er að gefa nautgripum þarlendra gætur. Markalína hefur sem sé verið dregin þvert um mitt landið og sunnan hennar eru ein- göngu rauðskjöldóttir gripir en norðan svartskjöldóttir! Höfuðborgin Höfuðborgin er í syðri hluta Iandsins miðjum, og þangað koma allir þeir fyrst, sem leggja leið sína til Lúxemborgar með flugvélum Loftleiða. Flugvöll- urinn er í fárra kílómetra fjarlægð frá miðborginni og leiðin þar ‘á milli sérkennilega fögur, því að þessi 1000 ára gamla borg og næsta um- hverfi hennar á vafalaust ekki sinn líka. Borgarstæðið er af- ar sérstætt, miðborgin og jafn- framt elzti borgarhlutinn um- lukinn djúpum gljúfrum á alla vegu. Þama þótti því mönn- um á miðöldum tilvalið að reisa öflug virki og illvinnandi kastala, enda er nóg af þeim mannvirkjum að sjá í Lúxem- borg — ekki bara í höfuðborg- inni heldur víðsvegar í her- togadæminu. Nýlega voru grafnar úr jörðu þarna í mið- borginni undirstöður steinkast- ala eins, sem fomleifafræðing- ar telja Jafn gamlan borginni eða þúsund ára. Á þeim stað getur því áhugamaður um sagnfræði byrjað og lesið síð- an áfrant söguna úr virkis- borgum og köstulum og kirkj- um allt til vorra daga. Borgin er ekki stærri en svo, að um hana má auðveld- lega fara skoðunarferð fót- gangandi og með strætisvögn- um á einum degi. Þó að borgin sé ekki stærri, er þar óneitan- lega meiri stórborgarbragur á flestu en í Reykjavík, sem telur álíka marga íbúa — um 80 þúsund. Á breiðgötunum er umferðin stanzlaus um miðjan daginn, nýjar stór- byggingar á stangli innan um gamlar, verzlanir sem bjóða upp á mikið vöruúrval, jám- brautarstöð þar sem er ys og þys o.s.frv. Gömlu kastalavirkin eru kannski ekki hvað sízt það sem athyglin beinist að, svo og Mikkjáls-kirkjan forna, en nýju byggingamar eru líka til augnayndis. Til dæmis þótti undirrituðum athyglisvert, hversu kaþólikarnir virtust ó- feimnari við að setja nýtízkan svip á nýjasta guðshús sitt — tileinkað Piusi páfa tíunda — en þjóðkirkjusöfnuðirnir í Rvík virðast vera. Utan sjálfrar miðborgarinn- ar er líka ýmislegt að sjá og sá staður í nágrenninu, sem ferðamenn munu einna oftast heimsækja, er bandarískur hermannagrafreitur í Hamm, um 5 km utan við borgina. Þar rísa hvítir steinkrossar upp úr grænum grassverðin- um eins og skógur. Einn krossinn, jafnstór hinum, stendur stakur ofan við graf- reitinn; þar undir hvílir hinn frægi hershöfðingi Patton og horfir yfir her sinn, þriðja bandaríska herinn, óvígan. Þarna eru grafnir 7 þúsund Bandaríkjamenn, sem flestir féilu á bezta aldri í hinni vit- firrtu Ardenna-sókn Þjóðverja seint á árinu 1944. I eins kíló- metra fjarlægð frá þessum bandaríska kirkjugarði eru 10 þúsund þýzkir hermenn Göngu-dansinn í Echtcrnach á hvítasunnu. Tónleikar Sinfóníuhlióms veitarinnar Sinfóníuhljómsveitin hélt fjórðu hljómleika sína á vetrin- um í Samkomuhúsi Háskólans síðastl'iðið fimmtudagskvöld. Stjórnandi var O'Duinn eins og að undanfömu. Hljómsveitin fór vel með upp- hafsatriðið, konsert eftir Jón Nordal, er höfundur samdi að mestu á námsárum sinum, að þvf er segir i efnisskránni, og hefur ýmsar athyglisverðar hug- rr’'ndir að geyma. Fiðlukonsertinn eftir Tsjæ- kovskí var næsta atriðið. Þar fói e’nleikshlutverkið fi rússneskum ætt- tónllst um, Ricardo Odnoposoff að nafni. Konsert þessi er mjög glæsi- legt verk og tilvalið viðfangs- efni snjöllum fiðlumeisturum að sýna leikni sína og tækni. Odn- oposoff virtist þó ekki hafa þar neina örðugleika að sigrast á. Allt kom frá hendi hans eðli- lega og áreynslulaust, og þó þannig, að sérkennum verksins var vandlega til haga haldið. Þetta cr stórlega snjall fiðlu- leikari, og allir vegir sýnast honum færir. piölukonsertinn er að vfsu merkilegt verk, en hámark tón- leikanna, að þvi er varðar sjálít tónlistargildið, var þó að dómi undirritaðs Sinfónia í d-moil eftir franska tónskáldið César Franck. Það má segja, að Sin- fóníusveitin og stjómandi henn- ar hafi náð mjög góðum tökum á þessu fagra og svipmikla tón- verki, sem telja má með allra mestu gersemum franskrar tón- listar. B.F. Sérkennilcgt en fagurt bæjarstæði í stórhertogadæminu. borpið er Esch-Sur-Sure í Ardciunahcraði. grafnir. Þeir munu einnig flestir hafa fallið í þeim miklu hernaðarátökum sem áður var getið. Suðurhlutinn Ekki þarf lengi að aka í suður eða suðvestur átt frá höfuðborginni til að sjá og finna á lyktinni að komið er í námunda við stáliðjuver og í námuhéruð. Á litlu svæði þama í suðvestur horni stór- hertogadæmisins, þar sem það á landamæri að Frakklandi, eru þrjú eða fjögur stór stál- iðjuver starfrækt. Á þessum slóðum er málmgrýtið unnið úr jörðu og þvi breytt í þá útflutningsvöru sem öll utan- ríkisverzlun Lúxemborgar hvíl- ir fyrst og fretnst á. Þegar haldið er frá námu- héruðunum í austur er brátt komið í víðáttumikil vínrækt- arhéruð í Moselle-dalnum. Þaðan eru send á markað viðsvegar um heim þekktar tegundir léttra vína sem kenndar eru við þennan dal, svq sem Riesling-Sylvaner, Auxerrois, Pinot blanc, Pinot gris og Traminer, svp nokkur nöfn séu nefnd. Ekki mun þó enn þýða að biðja um þessar vintegundir frá Lúxemborg í áfengisútsölum hér á landi, en kannski kemur sá tími að íslendingar selji fisk og fisk- afurðir til stórhertogadæmis- ins en kaupi þaðan i staðinn hverskonar iðnaðarvörur. Mitt á milli iðnaðarhéraðs- ins og vínræktarsveitanna er að fiima þorpið Mondorf-Les- Bains, frægan heilsulindabæ, sem árlega dregur til sin víðs- vegar að þúsundir manna, sem þar leita sér heilsubótar. Norðurhlutinn Ef litið er rétt sem snöggv- ast norður eftir landinu, verð- ur fyrst fyrir okkur borgin Eehternach við landamæri her- togadæmisins og Þýzkalands. Þetta er sá staður í Lúxem- borg, sem einna mest er sóttur heim af ferðamönnum, erlend- um og innlendum. Mörg göm- ul hús og byggingar er þar að sjá og mest ber þó á klaustur- byggingum miklum sem reist- ar voru af Benediktína-munk- um snemma á miðöldum og standa enn. Um hvítasunnuna ár hvert leggja þúsundir manna leið sína til Echternach, Lúxemborgarar, Frakkar, Þjóð- verjar, Belgir. Það er guðs- dýrkunin sem flesta dregur þangað til sín, því að helgihá- tíð mikil er þá haldin og nær hámarki þegar ungir og gamlir taka þátt í göngu-dansi mikl- um um götur borgarinnar og inn í dómkirkjuna til dýrð- ar þeim dýrlingi sem þessum bæ er öðrum fremur bundinn. Echtemaeh er nálægt línu þeirri sem við höfum hugsað okkur dregna þvert yfir Lúx- emborg og áður var drepið á. 1 norðurhluta landsins er að auki margt að sjá. Nefna má borgina Vianden, nærri þýzku landamærunum, afar sérkenni- legan stað og fagran, þar sem rís ævafom kastali sem túr- istar leggja gjarnan leið sína í. Þegar spurt er hvort draug- ur fylgi ekki kastala þessum er því til svarað, að kastala- draugurinn geri aðeins vart við sig mánuðina apríl til september, þ.e. á aðalferða- mannatímanum! Lúxemborg- arbúar kunna tökin á túrista- málunum! Að lokum skal aðeins getið þorpsins Clervaux, nyrzt í landinu. Þar er munkaklaust- ur eitt, kunnast hér á landi vegna þess að nóbelsskáldið okkar, Halldór Laxness, dvald- ist þar innan veggja sem gest- ur nokkurn tíma á sinum yngri árum. Náttúrufegurð er þama mikil; og okkur íslenzku blaðamönnunum sem dvöld- umst í stórhertogadæminu fyr- ir fáum vikum kom saman um að á veitingastofu í Clervaux- þorpi hafi fyrir okkur verið borin bezta máltíðin þar í landi — og er þá mikið sagt, þvi að lúxemborgskir mat- reiðslumenn kunna svo sann- arlega sitt fag. Fylgdarmönn- um okkar þótti þetta matar- val athyglisvert, því að þeir sögðu að á borðusum í Cler- vaux hefði aðeins vorið algeng- ir réttir þar norður frá, og þeir gátu þess um leið, að þetta hefði verið ódýrasta mál- tíðin í ferðinni. f. H. J. Nýjasta saga Guðm. Dan. og 2. útgáfa þeirrar fyrstu Guðmundur Daníolsson hcf- ur sent frá sér nýja skáldsögu. ,.Húsið” ncfnist hún og kom út um helgina, samtímis því sem fyrsta skáldsaga þessa kunna rithöfundar, ..Bræðurn- ir í Grashaga”, er gcfin út í 2. útgáfu. Hin nýja skáldsaga Guð- mundar Daníelssanar er 240 blaðsíðna bók. Á kápusíðu er vtkíð að sögunni með þessum orðum: ..Viðfangsefni þessarar stór- brotnu skóldsögu er fyrst og fremst að leiða í ljós, hvað það kostar að vera sannur mað- ur og samvizku sinni trúr í þjóðfélagi skrumauglýsinga og gróðahyggju. Ungi maðurinn Tryggvi Sól- stað. er persónugervingur hinn- ar ábyrgðarlausu eftirstríðskyn- sióðar. sem er vel á sig kom- inn um margt, en skemmdur af miklu sjálfræði og eftirlætl og af upplausnaranda þeim, sem af styrjöldum leiðir. Hið rótgróna menningar- heimili ,.Húsið” verður hér vettvangur hinna stríðandi þjóðfélagsafla. Þar eigast við andstæðumar, varðveizla og Guðmundur Daníelsson sóun, ábyrgðartiifixming og létt- úð. virðuleiki og stráksskapur”. „Bræðumir í Grashaga” kem- ur nú út í 2. útgáfa sem fyrr var sagt. Skáldsaga þessi kom fyrst út árið 1935 cg hllaut þá góða dórna. Það er Isafold sem gefur út báðar fyrrgreidar bækur Guð- mundar Daníeissonar. Er hin nýja útgáfa á ,,Bræðrunuin ' fyrsta bókin sem Isafoild gefur út af væntanlegu heildarsafni verka skáldsins. Rýr kornupp- skera eftir kalt sumar TEIGI, 23/11 — Átta bændur í Vopnafirði hófu kornrækt á þessu ári og var sáð í tólf hektara lands að Hrappsstöð- um. Beynd voru þrjú afbrigði af byggi og varð heldur rýr upp- skera í haust eftir kalt sumar. I*ó reyndist ein tegundin bera af öðrum og er það danska af- brigðið Foja og varð uppsker- an af því allt að sjö tunnum af hektara. Byggið var þurrkað í þurrk- urum sfldar\rerksmiðjunnar og malað í kvörnum hennar. Er ’'='ð Ijúffengt í brauð og fersk- .i. ilmut' af b'atiðunum. — G.V.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.