Þjóðviljinn - 26.11.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 26.11.1963, Blaðsíða 12
Valdimar Stefánsson, saksóknari rík'sins, flytur málið af hálfu á kæruvaldsins. Hann sést hér snúa baki í myndavélina, Aðrir á myndinni eru, talið frá vinstri; Hákon Guðmundsson hæstar éttarritari, Arni Tryggvason, Gizur Bergsteinsson, Þórður Eyjólfs- son, Einar Arnalds og Magnús Torfason. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). » Þriðjudagur 26. nóvember 1963 — 28. árgangur — 251. tölublað. I DAG! Vegna veikindaforfalla vantar okkur börn til að bera blaðið til áskrifenda. Einnig vantar okkur börn eða roskið fólk til að bera blaðið út í nokkur hverfi að stað- aldri. — (Sjá auglýsingu á 2. síðu). AFGREIÐSLA ÞJÓÐVILJANS Kviknaði í kvikmyndahúsinu Verjendur hinna ákærðu glugga í dómskjöl og bækur meðan saksóknari flytur sóknarræðu sína. Þeir eru frá vinstri: Bened'kt Sigurjónsson, Snæbjörn Jónsson (snýr baki í myndasm'ðinn) og Guðmundur Ásmundsson. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). 'tV; Málflutningurinn í olíumálinu hófst fyrir Hæstarétti í gær Neskaupstað 25/11 — t dag kotn upp eldur í gamla bíóhúsinu hér í kaupstaðnum. Eldurinn kom upp í miðstöðvarklefa hússins og varð brátt magnaður. Slökkviliðinu tókst þó að slökkva eldinn fljótlega. Húsið stór- skemmdist af reyk og vatni og innrétting brann að mestu. Eld- urinn komst þó ekki í sýningar- klefann, en hann fylltist af reyk og munu sýningarvélar hafa skemmzt af þeim sökum. Húsið hefur ekkert verið not- að í langan tima og eldur mun ekki hafa verið kynntur í mið- stöðinni og er ókunnugt um eldsupptök. — R. S. A ðrirmunu tuku upp merki huns / hurátt- unni fyrir jufnrétti í gær féllu allir fundir niður á Alþingi en sameinað þing kom saman til að minnast John F. Kennedy, hins ný- látna Bandaríkjaforseta. Forseti sameinaðs þings, Birgir Finnsson, flutti minningarræðu og þingheimur reis úr sætum til að votta hinum látna forseta virðingu sína. □ Munnlegur flutningur olíumálsins svo- nefnda hófst fyrir Hæstarétti kl. 2 síðdegis í gær. Hóf þá saksóknari ríkisins, Valdimar Stefánsson, sóknarræðu sína sem verður löng. Búizt er við að málflutningur standi yfir þessa viku. f upphafi sóknarræðunnar gerði saksóknari grein fyrir dómkröfum ákæruvaldsins, en Metaregn Allmörg íslandsmet voru sleg- in á afmælismóti Ármanns í Sundhöllinni í gærkvöld. Hrafnhildur Guðmundsdóttir '(ÍR) setti íslandsmet í 200 metra bringusundi kv. (2.54,5) og hún setti líka íslandsmet í 200 metra skriðsundi kvenna (2.28,2). Þá setti Guðmundur Gíslason '(ÍR) íslandsmet í 200 metra fjórsundi karla (2.23,3). f þessu sama sundi vann Norðmaðurinn Korsvold 400 metra skriðsund ungl. (4.39,0), en Davíð Valgeirsson setti drengjamet (2.34.4). Kvennasveit Ármanns setti nýtt íslandsmet á 4x50 metrum (2.51,2). Þá setti Guðmundur Gríms- son, Ármanni, unglingamet í 100 metra bringusundi (1.21,6) og Matthildur Guðmundsdóttir setti telpnamet í 200 metra bringusundi (3.04,4). Sundmótið heldur áfram í kvöld. aðalinntak þeirra var að áf kærðu yrðu dæmdir í hæfilegat refsingar og þær þyngdar frá því sem í héraðsdómi greindi. Einnig yrðu ákærðu dæmdir til greiðslu sakarkostnaðar og skaðabóta, og stjómir Olíufé- lagsins hf og Hins íslenzka steinolíuhlutafélags dæmdar til að sæta upptöku til ríkissjóðs á ólöglegum hagnaði. Dómendur Hæstaréttar í þessu máli eru þeir Þórður Eyjólfsson forseti, Árni Tryggva- Vegaruðningar náðu saman í gær ÓLAFSVÍK 25/11 — Klukkan fjögur í dag skeði sá merkis- viðburður að vegaruðningar náðu saman fyrir Ólafsvíkur- cnni. Að vísu eiga jarðýtur eftir að ryðja fulla vegarbreidd á all- löngum kafla ennþá og sprengja þarf ennþá utan úr berginu. Vegurinn fyrir sjálft Ennið er um tólf hundruð metrar ut- an í berginu. Fyrsti bíllinn fær leyfi til þess að aka þarna í gegn á morgun. — E.V. son, Gizur Bergsteinsson, Einar Amalds yfirborgardómari og Magnús Torfason prófessor. Verjandi Vilhjálms Þórs er Sveinbjöm Jónsson, verjandi Hauks Hvannvergs Benedikt Sigurjónsson og verjandi þeirra Jóhanns Gunnars Stefánssonar, Helga Þorsteinssonar, Ástþórs Matthíassonar, Jakobs Frímanns- sonar og Karvels Ögmundsson- ar Guðmundur Ásmundsson. Forseti rakti fyrst ýtarlega ævi og framaferil hins látna og gat þeirra mála er hann hafði be'tt sér fyrir og t'l fram- fara máttu teljast í Bandaríkj- unum, og hins merka framlags hans til eflingar heimsfriði und- *r kjörorðinu: ,,að semja ekki af ótta og hræðast ekki samn- inga“. Hefði þetta komið bezt fram við lausn Kúbudeilunnar er hann sýndi einbeitni og hug- rekki á hættunnar stund, en hik- aði þó ekki við að semja við andstæðing sinn þegar svo var komáð að báðir gátu gefið eftir með sæmd. Það er fáum mönnum gefið, sagði forsetinn að lokum. að gera hvorttveggja, að tileinka sér háleitar hugsjónir, og lifa og starfa og deyja fyrir þær, en slíkur maður var Kennedy forseti. Hann óleit það undir- stöðu mannlegs siðgæðis, að hver maður gerði skyldu sína þótt að honum kynnu að steðja persónulegir örðugleikar, hættur og ögranir. Hann lifði samkvæmt þessari lífsskoðun og dó vegna henn- ar, en þó dauða hans hafi bor- ið að svo snemma og svo ó- vænt, og hann hafi ótt margt ógert, þá er það víst. að störf hans hafa markað spor, sem ekki verða afmáð af spjöldum sögunnar. Kyndil vonarinnar, sem hann tendraði, verður ekki slökktur. Aðrir munu taka upp merki hans í baráttunnd fyrir jafn- rétti og frelsi manna og þjóða, en það jafnrétti er bezta trygg- ing þess friðar í heiminum, sem hinn látni forseti viidi að rfkti. Hver þiggur ekki ferðalög utan lands og innan Þessi fallega stúlka heitir Thelma Ingvarsdóttir og er í flugfreyjubúningi Loftleiða. ■ í Happdrætti Þjóðviljans 1963 eru fjórir vinningar ferðalög næsta sumar hérlendis og erlendis. ■ Þannig eru tvær flugferðir með Loftleiðum næsta sumar: Reykjavík — London — Reykjavík og Reykja- vík — Kaupmannahöfn — Reykjavík fyrir tvo á báðum leiðum. ■ Þá er ferðalag með Gullfossi fjmir tvo á leiðinni Reykjavík — Leith —• Kaupmannahöfn — Reykjavík. ■ Inn- anlands er hringferð um fsland fyrir tvo á Esju næsta sumar. í dag verður skrifstofa happdrættisins að Týsgötu 3 (gengið inn frá horni Týsgötu og Lokastígs) opin frá kl. 9 til 12 og 13 til 18 og eru skil þegar farin að berast daglega. ■ Þeir sem vilja gera skil utan af landi ættu að senda skil sín á eftirfarandi heimilisfang: Happdrætti Þjóðviljans, Týsgötu 3, Reykjavík. — Munið að nú eru 28 dagar til stefnu. Tryggið ykkur miða strax! 0

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.