Þjóðviljinn - 27.11.1963, Síða 1

Þjóðviljinn - 27.11.1963, Síða 1
Miðvikudagur 27. nóvember 1963 — 28. árgangur — 252. tölublað. Gerig skil sem fyrst - Nú eru aðeins 27 dagar eftir Rætt við ríkisstjórnina ■ Viðræðunefnd samstarfsnefnd- ar verkalýðsfélaganna átti fyrsta fund sinn við ríkisstjórnina í gær um samningamálin og hugs- anlegar aðgerðir rikisstjórnar- innar í tengslum við Iausn þeirra. ■ f viðræðunefndinni vj0 rík- isstjórnina eiga . sæti fimm menn: Hannibal Valdimarsson, Eðvarð Sigurðsson, Björn Jóns- son, Sverrir Hermannsson og Óskar Hallgrímsson. ■ Sáttafundir halda áfram og ræddu fulltrúar landsnefndar verkamanna- og verkakvennafé- laganna við atvinnurekendur enn i gærkvöld. Húsnæðisleysið kemur einna harðast niður á unaa fólkinu □ Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur s.l. fimmtudagskvöld flutti Guðmundur Vigfússon, borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins, tillögu um ráðstafanir borgaryfirvalda til úrbóta á húsnæð- isvandræðum borgarbúa. Lagði hann til að haf- inn verði undirbúningur — 1) að byggingu a.m.k. hundrað 2ja herbergja íbúða fyrir ungt fólk sem er að stofna heimili, og 2) að byggingu 100 íbúða af mismunandi stærðum, er ætlaðar verði til út- rýmingar heilsuspillandi húsnæðis. Vitnisburður kunningjakonu Viss um ai Ruby hafi verið keyptur til að myrða Oswald DALLAS 26/11 —• Enn magnast sá grunur að Lee Harvey Oswald hafi verið ráðinn af dögum til að koma í veg fyrir að sannleikurinn vitnaðist um tildrögin að morði Kennedys forseta. Kunnugir segjast sannfærðir um að Ruby hafi verið keyptur til að myrða hann, víst þykir að hann muni fá mildan dóm og nú hefur verið stað- fest að lögreglan var vöruð við því að til stæði að myrða Oswald. Stúlka sem unnið hefur í næt- urklúbb þeim sem Ruby á f Dallas og er honum vel kunnug hefur skýrt fréttariturum frá því að hún sé alveg sannfærð um að Ruby hefði verið keyptur til að myrða Oswald. Hún hló að þeirri fullyrðingu verjanda Rubys að hann hefði ekki verið heill á geðsmunum þegar hann framdi morðið og sagði að víst gæti hann verið uppstökkur, en hann vissi alltaf hvað hann gerði. — Þeir sem keyptu hann munu líka vemda hann. sagði hún. Hann verður ekki lengi f fangelsi. Margar mynd- irseidarhjá Sverri Fyrir helgina opnaði Sverrir Haraldsson listmálari málverka- sýningu í Listamannaskálanum. Hefur aðsókn að sýningunni ver- ið góð og margar myndir þegar selzt. Sýningin er opin daglega klukkan 2-11 e.h. og stendur yf- fr fram á sunnudag. Myndin er af nokkrum verkum á sýning- unni. — (Ljósmynd Þjóðv. A.K I. Ruby var leiddur fyrir svo- nefndan stórkviðdóm í dag sem skyldi úrskurða hvort höfða ætti mál á hendur honum og þá hver ákæran skyldi vera. Kviðdómurinn ákvað málshöfð- un fyrir vísvitandi manndráp og er ætlunin að málið verði tekið fyrir 9. desember, en hætt viö að það muni dragast. Mál hans verður rekið fyrir kviðdómi og ber mönnum sam- an um að búast megi við þvi að Ruby sleppi með væga refs- ingu, enda þótt lög geri ráð fyrir dauðadómi fyrir það af- brot sem hann er ákærður um. „Ætti að fá heiðursmerki“ Verjandi Rubys, Tom Howard, sagðist mundu halda því fram fyrir réttinum að Ruby hefði ekki verið heill á geðsmunum þá stund sem hann framdi morðið. í gær hafði hann sagt að það væri sín skoðun að bandaríska þingið ætti að sæma Ruby sérstöku heiðursmerki fyr- ir unna dáð og hann væri sann- færður um að milljónir Banda- ríkjamanna væru sömu skoðun- ar. Talsmaður bandarisku sam- Framhald á 3. síðu □ Miklar umræður urðu um þessa tillögu, en að þeim loknum var samþykkt með 9 atkvæð- um íhaldsfulltrúanna gegn 6 atkvæðum fulltrúa minnihlutans í borgarstjórn, að vísa 1. lið tillög- unnar til borgarráðs en 2. lið frá. Tillaga Guðmundar Vigfús- sonar var svohljóðandi: „Borgarstjórnin ályktar að beita sér á næsta ári fyrir eft- irfarandi ráðstöfunum til úr- bóta á húsnæðisvandræðum borgarbúa: 1. Að hefja undirbúning að byggingu a.m.k. 100 2ja her- bergja íbúða, er ætlaðar séu ungu fólki, sem er að stofna heimili, en hefur ekki ráð á að eignast eigið húsnæði að óbreyttum aðstæðum, Borgin hafi forgöngu um stofnun félags, er eigi og reki íbúðir þessar, og verði þannig frá reglum þessum gengið, að hindrað sé að íbúðirnar lendi í braski, heldur haldi þær á- fram að þjóna upphaflegu hlutverki, þótt um eigenda- eða umráðendaskipti yærði að ræða. Framhald á 2. síðu. Guðmundur Vigfússon NtJ ERU AÖEINS 27 dagar eft- ir þar til dregið verður í Happ- drætti Þjóðviljans 1963. Árið- andi er að nota tímann vel því með góðum árangri happdrætt- isins tryggjum við útkomu Þjóðviljans í framtíðinni. Má cnginn liggja á liði sfnu þá fáu daga sem eftir eru fram að drætti. ALLIR SEM HAFA fengið senda miða til sölu eru hvattir til þess að gcra skil fyrir seldum miðum sem allra fyrst. Geta þeir sem búsettir eru í Reykja- vík og næsta nágrenni snúið sér beint til skrifstofu happ- drættisins með uppgjör en þeir sem búsettir eru úti Iandi sendi uppgjörið í pósti! SKRIFSTOFA happdrættisins er að Týsgötu 3 og er hún opin daglega klukkan 9-12 og klukk- an 1-6. Sími skrifstofunnar er 17514. Þeir sem kynnu að hafa undir höndum númerin 1077« 4232 og 8034 eru beðnir að snúa sér til skrifstofunnar ef þau eru enn óseld þar eð beð- ið hefur verið sérstaklega um þau. f DAG KYNNUM við svo sfð- ustu tvo aukavinningana en þcir eru fjögurra manna tjaid frá Borgarfelli að verðmæt! kr. 4 þúsund og ljósmyndavél af gerðinni Moskva, verðmæti kr. 2 þúsund. Eru þetta hvort tveggja eigulegustu munir og nauðsynlegir á hverju hehníli. Fylkingin heldur fullveldis- fagnað í félagsheimili Kópavogs á laugardaginn 30. nóv. Skemmti atriði auglýst síðar. — ÆFR. MYRKUR I EYJUM UM MIDJAN DAG í GÆR VESTMANNAEYJUM 26/11 — Mikið öskufall hefur ver- ið síðastliðinn sólarhring í Vestmannaeyjum og er allt kolsvart yfir að líta og myrkur í Eyjum eftir klukkan tvö í gærdag. Upp úr miðnætti í fyrrinótt brá til suðvestanáttar, en þá er bein loftlína til Eyja frá gosstöðvunum, og stóð yf- ir í allan gærdag óslitið vikurfall. Mikil vandræði eru á næsta leiti með neyzluvatn Eyjabúa. — Frá miðnætti síðastliðna nótt hefur verið óslitið regnveð- ur með öskufalli. Allur bærinn ' .. ...................................... -............ ..............................- . . : ..................................................... er orðinn kolsvartur á að Ifta og er það mikil breyting frá þeirri litauðgi á húsum og sér- staklega húsþökum sem hefur ríkt hér i bænum. Rökkur rikti hér í morgun og klukkan tvö eftir hádegi var orðið aldimmt. Fólk fer helzt ekki út fyrir dyr, þar sem það verður fljótt eins og negrar ásýndum, þó að það þurfi aðeins að skreppa á mllli húsa. Viðskiptavinir sjást ekki í verzlunum bæjarins og hefur verzlun legið niðri í dag. Vatn er svo til eingöngu tekið af húsþökum hér í bænum og höfðu margir sett rennur sínar í samband fyrir nóttina fyrir væntanlega rigningu og vöknuðu þeir við vondan draum í morg- un. Mikil vandræði eru fyrirsjáan- leg á næstunni. ef þessu heldur áfram, þar sem vatnsból eru lítil. Þá hefur króm farið illa á bílum. Margt bendir til þess, að gosið sé í rénun. Hafa til dæmis orðið hlé á því í allt að 15 mínútur í senn. Þó rík- ir meiri hætta af gosinu, þar sem mikili vikur kemur nú upp úr gígnum. Er mikil ólga i sjónum kringum nýju eyj- una. Þannig telur Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur vera hættusvæði í einnar mílu fjarlægð frá eynni. Nýja eyjan er nú 900 metrar á lengd og rfs hæst 106 metra yfir sjávarmáli. Hækkar eyjan stöðugt og þeytist gjall og vik- ur út á sjóinn og er hætta á stóru svæði fyrir smábáta. Frá suðvestan átt hefur brugð- ið til sunnanáttar í dag og vart varð við lítilsháttar öskufall 1 Reykjavík í fyrrinótt. — PálL Saksóknarí hélt áfram ræðu sinni í gær hélt áfram mál- flutningur fyrir Hæsta- rétti í Olíumálinu. Hófst hann kl. 2 e.h. og stóð til kl. 5 e.h. Hélt saksóknari ríkisins áfram flutningi ræðu sinnar og var henni ekki lokið. Er talið vafasamt að hann ljúki henni í dag. Málflutn- ingur hefst að nýju kl. 2 e.h. í dag.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.