Þjóðviljinn - 27.11.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.11.1963, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 27. nóvember 1963 ÞJOÐVILIINN SlÐA 3 ,Pravda' í tilefni forsetaskiptanna: Bandaríkjamenn vílja hafa vitra og raunsæja foringja MOSKVU 26/11 — Aðalmálgagn Kommúnistaflokks Sov- étríkjanna, „Pravda“, segir 1 dag að Ijóst sé af þeirri miklu sorg sem gagntekið hafi bandarísku þjóðina við frá- fall Kennedys forseta, að hún kjósi sér að hlíta leiðsögn foringja sem skoði málin í ljósi skynsemi og raunsæis. Blaðið birtir á áberandi stað á forsiðu svar Johnsons forseta við samúðarskeyti Krústjoffs vegna fráfalls Kennedys, en í svarinu heitir Johnson því að halda áfram þeirri stefnu Kenn- edys að vinna að friði og bættri sambúð allra þjóða og þá líka Sovétríkjanna og Bandarikj- anna. Inni í blaðinu birtir „Pravda“ einnig þá yfirlýsingu Johnsons að haldið verði áfram barátt- unni gegn þjóðfrelsishreyfing- unni í Suður-Vietnam. Fyrir- sögnín á þeirri frétt hljóðar: „Baráttan gegn föðurlandsvin- unum heldur áfram“. f forystugrein segir „Pravda“ að hin mikla hluttekning sem Bandaríkjamenn hafi sýnt við útför Kennedys forseta, en i Sovétrikjunum gátu menn fylgzt með henni á sjónvarps- tækjum sínum, sé óyggjandi sönnun þess að bandaríska þjóð- in vilji fylgja þeim leiðtogum sem skoði málin í ljósi skyn- semi 0:g raunsæis. Hér er ekki aðeins um að ræða mat manna á hinum látna forseta, heldur er þetta einnig vísbending frá fólkinu til þeirra sem við taka. Þetta er líka ákveðið svar til manns eins og Barry Gold- waters sem heldur því fram að bandaríska þjóðin vilji ekkert frekar en hætta á stríð til að vinna bug á kommúnismanum og að hún sé orðin þreytt á öllum þeim blevðuskap í garð rauðliða sem Kennedy forseti hafi gert sig sekan um, segir „Pravda". Staðfest að FBI var vöruð við að Oswald yrði myrtur Hinn nýi forseti í slæmum félagsskup Myndin hér að ofan birtist ySSr heilsíðu í einu síðasta tölublaði hins útbreidda bandaríska viku- Framhald af 1. síðu. bandslögreglunnar FBI staðfesti í dag að bandaríska öryggis- þjónustan hefði á sunnudags- morgun fengið aðvörun um að til stæði að myrða Oswald þann dag. Aðvörunin kom í síma- hringingu frá ónafngreindum manni og kom öryggisþjónustan henni áleiðis til lögreglunnar í Dallas. Engu að síður lét hún undir höfuð leggjast að gera nokkrar sérstakar varúðarráð- stafanir til að hindra morðið. Johnson fyrirskipar rannsókn Johnson forseti hefur fyrir- skipað sambandslögreglunni að hefja gagngera rannsókn á öll- um tildrögum og atvikum morð- anna á Kennedy forseta og Lee Harvey Oswald og fylgir það með fyrirmælunum að öll sú vitneskja sem hún grefur upp skuli birt. Einn af þingmönnum Demó- krata. Hale Boggs, sagði í gær að samþykkja ætti lög á þinginu sem heimiluðu sambandslögregl- unni að skerast þegar í leikinn og árás sé gerð á forseta Banda- rlkjanna, varaforseta eða ein- hvem ráðherra í sambands- stjóminni. Ef slík lög hefðu ver- ið í gildi nú, hefði betur farið. sagði hann. Minnir á valdaskeið nazista Kunnur sovézkur sakamála- fræðingur. dr. I. Karpets rit- ar grein í „Isvestía" og segir þar m.a. að meðferð lögreglunn- ar í Dallas á morði Kennedys bendi eindregið til þess að henni hafi ekki verið umhugað að finna hina raunverulegu morðingja for- setans. Hann segir að öll máls- meðferðin minni á svartasta skeið mannkynssögunnar. þegar nazistar tóku völd i Þýzkalandi. Hann . _.ber fram eftirtaldar. 'ákærur á lögregluna í Dallas: 1. Greinilegt er að hún hefur ekki gert allar nauðsynlegar ráðstafanir til að koma f veg fyrir morðið. 2. Hún gerði morðingjanum kleift að komast út úr bygging- unni þar sem hann sat fyrir forsetanum og föruneyti hans. 3. Hún hefur ekki athugað aðra möguleika eftir að Lee Harvey Oswald hafði verið handtekinn. 4. Hún leiddi Oswald fyrir fréttamenn sem hinn seka, enda Vinstrimenn sagðir hóta klofningi Sundrung í ítalska Sósíalistaflokknum RÓM 26/11 — Miðstjórn ítalska Sósíalistaflokksins samþykkti í dag með 59 atkvæðum gegn 40, en tveir sátu hjá. að ganga að því samkomulagi sem gert hef- ur verið við Kristilega demó- krata, sósíaldemókrata og Lýð- veldissinna um myndun sam- steypustjórnar. Sósíalistaflo'kkurinn mun þvi ; Verkfall járn- | brautarmanna í Frakklandi PARÍS 26/11 — Nær allar járnbrautarsamgöngur í i Frakklandi lömuðust i dag j að loknum mesta umferð- • artímanum þegar starfs- • menn járnbrautanna i öllu : landinu lögðu niður vinnu, j Verkfallið stendur að þessu • sinni í 34 klukkustundir ■ eða fram á fimmtudags- j morgun. eiga ráðherra í stjðm þeirri sem framkvæmdastjóri Kristilegra demókrata. Aldo Moro. myndar og er búizt við að Nennl, for- maður flokksins. verði varafor- sætisráðherra. Flokkurinn hefur ekki átt aðild að ríkisstjóm I 16 ár. Mi'kill ágreiningur var í mið- stjóminni um hvort ganga skyldi til samvinnu á þeim grundvelli sem samkomulag hafði orðið um milli samn'inga- manna flokkanna, og lagðist hinn öflugi vinstri armur flokks- ins eindregið gegn því og hef- ur varað við afleiðingum stjóm- arsamvinnunnar. Hins vegar er Ijóst af atkvæðatölunum að stuðningsmenn Lombardis hafa fylgt Nenni að málum. Fréttamenn telja líklegt að leiðtogar vinstri manna, þeir Vecchietti og Basso, muni ekki sætta sig við þessi málalok og geti svo farið að þeir og fylg- lsmenn þeirra greiði atkvæði gegn stjóm Moros á þingi. Kynni þá svo að fara að fílokk- urinn klofnaði. «| þótt hún heföi ekki í höndum nægilegar sannanir fyrir sekt hans og hann harðneitaði hlut- deild í morðinu. Enda þótt það ætti eftir að koma í ljós að Oswald hefði verið morðinginn, segir dr. Kar- pets, þá væm þessi atriöi enn óskýrð: 1. Lögreglan fullyrti að Os- wald hefði verið í tengslum við bandaríska kommúnistaflokkinn. enda þótt flokkurinn hafi þver- neitað því. 2. öllum má vera það ljóst sem nokkurt skynbragð bera á 6akamál að óhugsandi er að Os- wald hafi einn getað undirbúið morð sem þetta. 3. Lögreglan brást algerlega skyldu sinni að gæta öryggis Oswalds. rits „Life“ og sýnir hún þáverandi varaforseta og núverandi forseta Lyndon B. Johnson í slæm- um félagsskap. Maðurinn sem «r með honum á myndinni hcitir Robert Baker og liggur hann nú undir grun um stórfellt mútubrask og svindl, en hann misnotaði aðstöðu sína sem skrifstofustjóri öldungadeildar Bandarikjaþings. Þá valdamiklu stö5u átti hann fyrst og fremst að þakka kunnings- skap sínum við Lyndon B. Johnson, enda var hann að sögn ,,Lifc“ jafnan nefndur ,,Lyndon’s bojr“, — ,,drengurinn hans Lyndons". Enda þótt ekkert bendi til þess að hinn nýi forseti hafi átt nokk- um þátt í svindilbraski skjólstæðlngs sins, gefur að skilja að náin tengsl hans við Baker hafa ekki orðið honum t'l álitsauka. Johnson forsetl ræðir við leiðtoga úr austri og vestri WASHINGTON 26/11 — Hinn nýi forseti Bandaríkjanna, Lyndon B. Johnson, ræddi í dag við ýmsa forystumenn úr austri og vestri, sem komu til Washington til að vera við útför Kennedys forseta. Meðal þeirra sem ræddu við forsetann voru Anastas Mikojan, varaforsætisráðherra Sovétríkjanna, sir Alec Douglas-Home, forsætisráðherra Bretlands, og Ludwig Erhard, forsætisráðherra Vestur- Þýzkalands. Hverjum til gagns? Sovézka fréttastofan Tass spyr hverjir hefðu getað hagnazt á morði Kennedys og segir svarið liggja í augum uppi. Það hafi aðeins verið þeir sem óttuðust að framsýn stefna Kennedys forseta á mörgum sviðum, eink- um varðandi sambúðina við Sovétríkin, gæti leitt til varan- legs friðar. Athugun málsins hljóti að leiða til þeirrar niður- stöðu að Ruby hafi verið keypt- ur til að myrða Oswald. 1 „Isvestía" kemst einn frétta- skýrandinn svo að orði að hafi Kennedy forseti verið tákn lífs- þróttar og heilbrigðrar skynsemi hinnar bandarisku þjóðar, þá séu íhaldsöflin í Dallas tákn villimennskunnar og glæpa- hneigðarinnar í bandarískum stjómmálum, spillingarinnar f blöðunum og mútuþægni lögregl- unnar. ym.mmmmm.mmmmnmm.iHU, Sir Alec skýrði frá því eftir fundinn með Johnson sem stóð í 25 mínútur að þeir hefðu orðið ásáttir um að hittast aft- ur í byrjun næsta árs. en Er- hard sagðist mjmdu koma aftur til Washington að nokkrum vik- um liðnum tU viðræðna við Johnson. Til hafði staðið að þeir báðir, Douglas-Home og Erhard, kæmu til viðræðna við Kennedy á næstunni, enda eru þeir báð- ir nýteknir við embætti. Nýir menn eru þannig við stjóm- ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ völinn í öllum þessum þremur af helztu ríkjum vesturlanda. I Frakklandi einu hafa ekki orðið stjómarskipti. en de Gaulle fór frá Washington án þess að ræða sérstaklega við Johnson forseta. Það mun hins vegar afráðið að þeir hittist næsta vor. Mikojan ræddi einna lengst við Johnson, í rúma klukku- stund. Hann vildi ekki segja blaðamönnum hvað þeim hefðl farið á milli, en sagði þó að ekki hefði neitt verið rætt um það sénstaklega að þeir Johnson og Krústjoff forsætisráðherra hittust. Fundur þeirra Krúst- joffs og Kennedys i Vfnanborg 1961 hefur verið talinn upphaf hinnar bættu sambúðar Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna. Johnson ræddi í dag við ýmsa aðra forystumenn, þ.á.m. Haile Selassie Eþópíukeisara. Leiðtogi Verkamannaflokikslns brezka og væntanlegur forsætis- ráðherra að loknum næstu þing- kosningum. Harold Wilson, sagði við heimkomuna frá Washing- ton f dag að hann byggist við að fara aftur að ræða við John- son forseta áður en langt liði. Wilson var gestur Kennedys í apríl sl. Hann kvaðst sannfærð- ur um að Johnson myndi halda áfram stefnu Kennedys og taldi líklegt að fyrsti minnisvarðinn sem reistur yrði um h'inn látna forseta. yrði að Bandaríkja- þing samþykkti frumvarp hans umaukið jafnrétti kynþáttanna. „Þér eruð líka svertingjavinur' ATLANTA 25/11 — Frú Jack Kirksey, ekkja manns sem féll f stríðinu á tundurskeyta- báti þeim sem John F. Kennedy stjómaði, er nú undir lögregluvemd, eftir að hún fékk hótunarhringingu frá ókunnum manni. Kennedy hafði jafnan haft samband við frú Kirksey og m.a. kostað son hennar tiL náms. Hún segir að á laug- ardagskvöldið hafi maður sem ekki sagði til nafns síns hringt og spurt: — Eruð þér ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■i frú Kirksey sem þekkið j Kennedy? Hún kvaðst hafa j játað þvf og sagði maðurinn ■ þá: — Einmitt það, þér eruð ■ líka svertingjavinur. Það er j þá liklega h'illast fyrir yður : að vera innan djrra. Röðin ■ kemur síðar að yður. Ýmsir aðrir hafa fengið j hótunarhringingar frá svert- ■ ingjahöturum. m.a. ýmsir ■ háttsettir menn í Dallas, t.d. j borgarstjórinn þar, Earle Ga- j bell. sem hafði tekið á móti ■ Kennedy. I ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■£■■■■■■■■■■■■■■ Héldu að morðingi væri á ferð Uppnám í Washington vegna grunsam/egs manns ábaki WASHINGTON 26/11 — Nokk- urt uppnám varð í Washington f dag þegar það spurðist að sézt hefði til vopnaðs manns á þaki húss bandarisku skatt- heimtunnar. en frá þakinu sér j"fir innganginn f dómsmálaráðu- neytið, sem Robert, bróðir hlns látna forseta, gengur að jafnaði um daglega. Lögreglumenn voru þegar í stað sendlr upp á þakið, en fundu þar engan, en öflugur vörður var settur um alla bygg- inguna. Síðar var tilkynnt að maður- inn sem þarna hafði sézt hefði verið verkamaður að störfum. Engu að síður hefur þetta haft í för með sér enn auknar var- úðarráðstafanir í böfuðborginni. NEW YORK 26/11 — Mikil verðhækkun og sala varð í dag á verðbréfum i kauphöllinni í New York, þegar hún "ar opn- uð aftur í fyrsta sinn eftir morð Kennedys forseta, en þeg- ar frettin barst af því hafði hún valdið miklu verðfalli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.