Þjóðviljinn - 27.11.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.11.1963, Blaðsíða 6
g SÍÐA-------------------------------- -----------------------------------------------þJÖÐVILIINN---------------------------------------- ---------------—*------ Mið'VÍkudagur 27. nóvember Gamla rauöa múrsteinshúsið viö Elm Street, sem skotið var úr. Henry Brandon, höfundur þessarar greinar, var í bílalestinni, sem fylgdi MESTA HARMSAGA Kennedy forseta inn á vígvöllinn í Elm Street. Hann lýsir mjög vel at- BANDARIKJANNA burðum þessa örlagaríka dags. Hann ásakar lögregluna í Dallas harðlega. Þetta er ein síðasta myndin, sem tekin var af Kennedy forseta. LitH „John-John“, eins og hann er kaliaður af nánustu ætt- ingjum, er að klifra upp í bílsætið, en verður að fá aðstoð pabba síns, enda varð hann bara hriggja ára í fyrradag. WASHINGTON, laugardag. Við fórum frá Forth Worth í góðu skapi. Forsetinn var á- nægöur með, það sem af var ferðarinnar, og kvað vonir sín- ar í sambandi við Texasheim- eólknina hafa rætzt. „Ég er forsetinn, sem er fylgdarsveinn frú Kennedy“ Hópurinn sem hafði safnazt saman á móti hótelinu okkar. tók okkur hlýlega. þrátt fyrir dynjand> rigningu. Fólkið klappaði og ruddist að, tll þess að fá að taka í hönd hans. Forsetinn baðst afsökun- ar á, að konan sín væri ekki komin niður: ,,Hún er að snyrta sig. Það tekur lengri tima fyrir hana en okkur, en auðvitað lítur hún líka betur út á eftir en við gefram nokk- um tíma gert.” , Þegar „Jackie’’ kom niður var klappað jafnvel meira fyr- ir henni en forsetanum. Hann sagðist ailtaf hafa vitað, að það værl rétt. sem hann sagði einu sinni í Paris: ,,Ég er for- setinn, sem ei fylgdarsvelnn frú Kennedy.” Kennedy lagði megináherzlu á það í ræðu sinnd í Forth Worth að hrósa borginni fyrir þann þátt, sem hún ætti í að gera Bandaríkin að hemaðar- stórveldi. Fagnaðarlætin, sem fylgdu í kjölfar þessara orða minntu helzt á hátíðarhöldin að kosningasigri loknum árið 1960. „övinalandið Texas“ Þannig var ástatt, erégstakk skeytaeyðublað í ritvéiina mína til að byrja á sögunmi, sem ég hélt að mundii birtast í sunnudagsblaðinu. Flugvélin var að hefjast á loft og tók stefnu á DaUas. Sagan hófst þannig: „Ég fór yfir bandarisku landamærin í gær og hélt inn- reið mína í óvinalandið Texas í fylgd með skæruliðasveit úr Hvítahúsinu, með Kennedy for- seta í fararbrodd'i. Kennedy hafði leynivopn í fórum sinum. sem kanske átti að verja hann gegn ofbeldi. Frú Kennedy var í fylgd með manni sínum. V*ð komum inn í óvinalandið og lentum í tiltöJulega öruggri borg — San Antomio — sem hafði stutt Kemnedy í kosning- unum, enda voru 60n/n a£ i- búunum Mexfkanar og blókku- menn. Seinna um daginn lent- um við í mikilveegari óvinamið- stöð — Houston. Þar fór allt tiltölulega kurteislega fram, þótt nokkurs skæruhemaðar gætti, ekki aðeins aí hálfu repúblikana, heldur einnig frjálslyndra óvina og íhalds- samra demókrata”. Let’s Barry King John Lengra var ég ekki korninn í sögu minni, þegar við lenfrjm í Dallas. Nú vorum við kornin alla leið inn í óvinalandið. hér angar allt af andúð gegn Kenn- edy. Hér var giaða sólskin, en hópurinn, sem tók á móti okk- ur á flugvellinum var í gisnara lagi. Eitt spjald var sjáanlegt, og var ritað á það slagorð, sem nýtur æ vaxandi vinsæida í suðurrikjunum: ,,Let‘s Barry King John”, og á það að vera orðaleikur um Goldwater og Kennedyættina. Átti að mæla stjórn- málahitann í Texas Fyrir nokkrum dögum snéri blaðamaður nokkur úr ferða- lagi tll Texas, og sagði hann Kennedy að sér hefði verið skýrt frá því, að líf forsetans væri í hættu ef hann kæmi til Texas. Kennedy kímdi við og sagði: ,.Ég á bágt með að trúa þvi”. ! Dallas var okkur ekið um borgina í stórum bfl. frá frétta- stofu Hvíta hússins. Opinber- lega átti þessi leiðangur að vera „ópólitískur”, en þegar af stað var komið, fór til- gangurinn ekki miJli mála — ekið var lúshægt. með Kenn- edy í fararbroddi í opnum bíl. og Lyndon B. Johnson og aðrir Texasstjómmála- menn á eftir. Kennedy forseti hafði orð á því við einhvem fylgdar- manna sinna að nú ætti auð- sjáanJega að mæla stjórn- málahitann í þessu mikilvæga ríki. Sjálfur sagðist hann ætla að nota ferðina tiJ að boða það, sem mundi verða rauði þróðurinn í kosningabarátt- unni; Bandarikin yrðu að gera sér það ljóst, hverjar þarfir þeirra yrðu árið 1990. Um þetta fjallaði ræðan í Hou- ston. Texas að breytast I Daillas var margt fólk á götunum, mifcJiu fleira en bú- izt hafði verið við á áhrifa- svæði Goldwater. Það voru meira að segja frekar fá ó- vinveitt spjöld á lofti. Texas hefiur verið að breyt- ast mikið undanfarið. í gamia daga höfðu hægfara demó- kratar tögJin og hagldimar í stj ómmálunum, og studdust þeir við pendnga hinna riku og atkvæði þeirra, sem fátæk- ari voru. En nú er Texas far- ið að lfkjast Norðurrfkjun'um meir og meir. OJía og búfénaður eru efcki lengur tákn auðæfanna — það er iðnaðurinn, sem spratt upp af oJíuauðæfum landsins. Þessar róttæku breyt'ngar hafa komið reiki á tUfinn- ingar Texasbúa og skapað sterkar ósættanlegar andstæð- ur. Tók tappann úr hraðsuðupottinum Kennedy foreeti talaði eins og róttækur. en fór hægar i sakimar. En hversu hægt, sem hann vildi fara í sakimar hafði myndazt slíkur þrýst- ingur í stjórnmálum og þjóð- félagsmáJum að erfitt var að halda honum í skefjum. Eisenhower tókst í forseta- tíð sinni að viðhalda nokkurs konar „óbreyttu ástandi”, en Kennedy, sem vildi koma skrið á málin tók tappann af hraðsuðupottinum, — hann ótti líka ekki á öðru völ. Mörg vandamál. sem lengi höfðust krafizt lausnar voru tekin til meðferðar. Þegar ég var á ferð u>m Texas, i forsetatíð Eisenhowers þótti jafnvel hann róttækur. Connally fylkisstjóri í Texas sagði okkur fyrir tveimur dögum, að ef kosningar færu fram núna og GcJdwater væri í framboði á móti Kenn- edy, mundi forsetinn tapa. Friður ber ekki vott um veikleika Kennedy var fyrstur til að brýna fyrir þeim Bandarikja- mönnum, sem ekkert sjá nema svart og hvítt, sigur og ósigur. að á atómöld sé ekki um annað að ræða en frið- samlega sambúð við sósialista- rikin. 1 ræðunni, sem hann ætlaði að flytja í Dallas voru Gold- water-sinnum veittar þungar ákúrur: ..Þessar raddir boða kenningar sem slitnar eru úr öllum tengslum við raunveru- leikann og sjöunda tug 20. aldarinnar. Þeir hafa meira dálæti á skaimtnaryrðum en sigri, halda að orð komi i vopna stað og friður beri vott um veifcleika . . .” Þegar við komum inn í Dallas, þar siem hrækt var á Adlai Stevenson fyrir hálfum mánuði, hnitaði flugvél yfir höfðum okkar og ritaði á him- ininn: „Friðsamleg sambúð er uppgjöf”. Fjármálamenn f Dallas hata Kennedy, vegna Kúbu- máJsins. og af því að nú er erfiðara að sparka sivertingj- um burtu, en Texasbúum finnast þeir vera fyrir. Kenn- edy minnti þá sérstaklega á það í ræðu sinni í Houston, að arður hafi komizt upp í 40% á stjómarárum sínum, og halliinn á rikiskassanum sé hólmingi minni, en gert hafi verið ráð fyrir áður. En Tex- asbúar sjá ekki annað en kyn- þáttavandamálin. Öfyrirgefanleg vanræksla Þegar tekið er tillit til alls þess haturs, sem Texasbúar báru til Kennedys var furð- ulegt að sjá hversu litlar var- úðarráðstafanir voru gerðar í DaMas. Þær voru aJJs efcki sambærilegar við þær ráð- stafanír, sem gerðar voru í París, Vín og London, þegar forsetinn var þar í heimsókn. Þegar bifreiðin sem forset- inn var í, beygði inn í hið ör- lagarfka Elm Street, misstum váð sjónar af honum úr okk- ar bifreið. Við heyrðum skot- hvelli, en datt ekki í hug, að skotinu hefði verið beint að forsetanum. Og þegar við fór- um framihjá húsinu, sem skot- ið var úr, sás.t varJa nokkur hreyfing, sem gæti bent til þess að lögreglan hefði haf- izt handa. Aðeins tveir lög- regluþjónar höfðu skorizt í leikinn og reyndu að eltaein- hvem uppi. Eftir tvær mínútur komum við að byggingunni, þar sem forsetinn átti að halda ræðu yfir miðdegisverðarborði. Um leið og við komum inn í hús- ið fengum við skilaboð frá lögreglunni: „Forsetinn var skotlnn". Við ætluðum ekki að trúa þessu — þetta var hlut- ur, sem engum datt í hug, að gæti skeð. En nokkrum mínútum síðar skýrði Ralph Yorborough þingmaður okkur frá atburð- inum. Hann var í sömu bif- reið og Lyndon B. Johnson, og ók hún á efitir lífverði forsetans. Þingmaðurinn var i mlkiHi geðshræringu og sagði að þetta væri of hræði- legt til þess að hægt væri að tala um það. Hann hafði séð blóðið spýtast út úr höfði for- setans og vissi þegar, að hann hefði hlotið banrsár. Forsetinn féll í arma konu sinnar, sem dró hann niður í sætinu eins og til að verja hann fyrir fleiri skotum. Tvð Skot hittu einnig John Conn- ally. fylkisstjóra Texas. Morðingjar setja ald- urinn ekki fyrir sig Þetta skeði kl. 12.30 og for- setinn komst aldrei til með- vitundar aftur. Eftir hálftíma komu tveir rómversk-kaþóisk- ir prestar út úr sjúkráhúsinu. námu staðar og sögðu alvar- lega: ,.Hann er látinn.” Æska hans kom honum ekki að liði — morðingjar setja aldurinn ekki fyrir sig. Forsetinn hóf stundum máls á þvf við vini sína, að hann gæti farizt sviplega. Þetta kom vanalega illa við okkur og við hrintum þvi frá okkur eins og hverri annarri fjar- stæðu, að hann gæti verið myrtur. Hann var vanur að tala um þetta eins og hverja aðra staðreynd, sem þyrfti að koma í veg fyrir. Merkur forírigi fall- ínn í valinn Heimurinn hefur misst for- ingja, sem margt bendir til. að seinna meir hefði getað orðið einn af hinum fáu „miklu” leiðtogum. Hann var nútímamaður, sem bó bar djúpt skynbragð á hefðina og einnig á þær ógnvekiandi hættur, sem öld okkar hefur til að bera og kom auga á brýnustu nauðsynjar mann- kynsins. (Þýtt úr The Sunday TimeS örlítið stytt.) Þetta er nú liðin tíð: Henry Brandon og Kennedy forseti stíga upp í bifreið forsetans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.