Þjóðviljinn - 27.11.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 27.11.1963, Blaðsíða 8
g SlÐA MÓDVILJINN Miðvikudagur 27. nóvember 1963 AF HVERJU HEITIR ÞAÐ HAMBORGARI? Á síðustu árum hafa svo- nefndir hamborgarar átt sívax- andi vinsældum að fagna hér- lendis, sérstaklega meðal unga fólksins. Margir vilja meira að segja halda því fram að reyk- visk skólaæska nærist svo til eingöngu á heitum pylsum, hamborgurum og kók. Hamborgarar eru upprunnir í Ameriku fyrir mörgum ára- tugum. Nafnið er þannig til komið að kjötkaupmaður einn frá Hamborg fluttist búferlum til Bandaríkjanna og hóf þar sölu á buffi úr hökkuðu nauta- kjöti og gaf þvi nafnið Ham- borgarsteik. Árið 1884 var nafn þetta þegar mikið notað í Bandaríkjunum og má sjá það í blöðum og bókum frá þeim tíma. Um aldamótin voru ham- borgarar, í þeirri mynd sem við þekkjum þá, orðinn vin- sæll smáréttur í Bandaríkjun- um og nafnið hamborgarsteik jafnframt stytt í hamborgari. Nafnið er nú sjaldan sett í samband við samnefnda borg í Þýzkalandi og fáir vita hvemig það er til komið. Hér kemur svo til gamans uppskrift að ekta hamborgara, eins og þýzki kjötkaupmaður- inn bjó hann til í fyrstu. Nautakjöt (fyrir sex manns). 1 bolli mjólkurduft 1 tesk salt 1 egg 1 matsk saxaður laukur 6 stk. hamborgarabrauð eða franskbrauðssneiðar. Kjöti. mjólkurdufti, salti. eggi og lauk er blandað saman. Búnar til 6 buffsneiðar og þær steiktar lítið eitt. Buffið er síð- an borið fram ásamt brauðinu og steiktum og hráum lauk, tómatsósu og sinnepi. laugavegi 26 simi 20 9 70 HJtJKRUNARFÉLAG ISLANDS heldur framhaldsaðalfund í Þjóðleikhúskjallaranum miðvikudaginn 27. nóvember kl. 20.30. FUNDAREFNI : 1. Lýst stjómarkjöri. 2. Kosið í ritstjóm og endurskoðun. 3. önnur aðalfundarstörf. STJÖRNIN. Húsmæður óþarfar- eiga að vinna úti 1 æskulýðsklúbb einum í Danmörku urðu fyrir skömmu allfjörugar umræður um stöðu konunnar í þjóðfélaginu. Lone Carstensen heitir ung stúlka sem þarna kom fram með rót- tækar skoðanir á málefninu. Að hennar áliti er húsmóður- starfið algerlega óþarft og Ný belti fyrir þær grönnu Belti sem segja til um mitt- ismálið eru alveg ný af nál- inni og upprunnin í Englandi. Eiginlega finnst okkur nú hug- myndin aðeins vera fyrir stúlk- ur sem geta státað af mjóu mitti. . . og þó, kannske þetta sé líka ágætt fyrir þær sem eru í megrun og vilja gjarna fylgjast með árangrinum frá degi til dags. Breiðir hœlar - betri skór Hinir mjóu títuprjónshælar sem undanfarin ár hafa ein- kennt alla skó, eru nu óðum að hverfa af sjónarsviðinu. Götuskór eru nú framleiddir með breiðum sterklegum hæl- um og er það mörgum sann- kallaður léttir að geta nú tízkunnar vegna aftur fengið þægi'lega skó. Flestum mun lítil eftirsjá verða í mjóu hælunum. Þeir eyðileggja bæði gólf og gólfteppi og eru auk þess þreytandi fyrir fætuma til lengdar. Hér á myndinni sjáið þið tvær gerðir af þess- um nýju hælum; það ætti ekki að vera erfitt að halda jafn- væginu á þeim. Þótt undarlegt megi virðast þá .er erfiðara að halda jafnvægi í skóm með lágum mjóum hælum en há- um. ætti að leggja það niður sem allra fyrst. Henni fómst orð á þessa leið: Húsmóðurstarfið er raunverulega ekkert starf, á okkar tímum. Matreiðsla, inni- verk og bamagæzla er aðeins skálkaskjól fyrir þær konur sem ekki geta fundið sér neitt gagnlegra að gera. Meðan kon- an hefur tveim hlutverkum að gegna í lífinu en karlmaðurinn aðeins einu, meðan hjónin eru ekki jafnábyrg fyrir heimilinu og bömunum ekki um neitt jafnrétti að ræða. Konan hef- ur ekki aðeins rétt til að velja sér þá atvinnu sem hún vill stunda, heldur ber henni skylda til þess. Bregði konur ved við þessari skyldu, verður hægt að stytta vinnutíma allra svo að hjón fá nægan tíma til að njóta fjölskyldulífsins og sam- vista við böm sín. Konan verð- ur að hafa frjálsræði til að velja og hafna, en aðeins i sama mæli og maðurinn, velja m'illi mismunandi atvinnu- greina. Það er konan sem fæð- ir börnin. en eftir það er hún ekki nákomnari þeim en mað- urinn. Það er þessvegna sið- ferðisleg skylda hennar að hefja starf sitt aftur jafnskjótt og hún hættir að hafa barnið á brjósti. Þann tíma sem hún af þessum orsökum verður frá vinnu, á hún að fá styrk frá hinu opinbera, svo að hún þurfi ekki að vera fjárhagslega háð eiginmanninum. Bamaheimil'in þurfa að stækka og fjölga og þar verða að vera deildir fyrir sjúk börn. Veikindatilfelli bama eiga ekki að þvinga konur ti-1 að van- rækja störf sín. Það er langt- um heilbrigðara fyrir bömin að leika sér við jafnaldra sína undir handleiðslu lærðra barnasálfræðinga, en að hanga í piisum móðurinnar i tveggja herþergja íbúð. Heám- ilisstörfin eiga sérstaikir starfs- hópar að sjá um, helzt ókeyp- is eða að minnsta kosti laun- aðir af hinu opinbera að mestu leyti. Ekki voru allir á einu máii um kenningar Lone. I umræð- unum komu fram margar hóg- værari skoðanir á málefninu og aðrar alveg andstæður þess- um. En umræðumar voru hin- ar fjörugustu og hefðu vafa- laust fengið sumar danskar eiginkonur til að signa sig bæði hátt og í hljóði hefðu þær verið viðstaddar. Húsráð ★l Ef illa gengur að ná óhrein- indunum úr flibbanum á næl- onskyrtu húsbóndans, er ágætt að hella þvottalegi á flibbann stundarkomi áður en skyrt- an er þvegin. ------------------------- Fréttamynd af eldgosinu Kvikmyndafélagið Geysir lét taka breiðtjaldsmynd af eldgos- inu við Vestmannaeyjar á dög- unum. Tóku þeir myndina í fé- lagi þeir Þorgeir Þorgeirsson og Reynir Oddsson. Þorgeir Þorgeirsson hefur ver- ið úti í Kaupmannahöfn síðustu daga og annazt klippingu á þess- ari fréttamynd og hljóðsett hana með músík og taili Sigurður Þórarinssonar jarðfræðings. Þessi breiðtjaldsmynd í lit- um verður sýnd í Austurbæjar- bíó núna í vikunni. Hneyksianleg uppfinning Þrir nemendur við háskólann í Miami í Bandaríkjunum hafa valdið miklum heilabrotum og umtali þar vestra. Orsökin til þess er sú að þeir hafa fundið upp og smíðað svonefnda kcssavél. Hennar hlutverk er að mæla hin mismunandi raf- magnsáhrif sem verða við líkamilega snertingu fólks. Vegna rak- ans á vörunum er kossinn álitinn heppilegasta aðferðin við til- raunimar..... Prófessor Gerald Bergmann, sem haft hefur umsjón með verkinu hefur hlotið þyngstu átölur fyrir að leyía slíkar tilraunir í skólanum. Tilraunirnar fara þannig fram að piltur og stúlka setjast við vélina og kyssast. Á töflu fyrir ofan höfuð þeirra kemur fram hvaða styrideika kossinn hefúr og bjöllur klingja. Vilji of mikill ákafi færast í kossalei'kinn eru pörin aðskilin hið snarasta, en samt ekki fyrr en vísindalegum staðreyndum er náð. Kossavélin hefur nú verið bönnuð í skölanum. Húriakk sem inni- heidur b-vítamín 1 auglýsingaskrumi fyrir allskonar fegrunarkrem ber meira og meira á því að framleiðendur telji það helzta kosti slffikra krema að þau innihaldi rfkulegt magn af vítamínum. Læknar og lyfja- fræðingar hafa samt hvað eftir annað fullyrt að þau vítamín komi að engu haldi því húðin geti alls ekki sog- ið í sig það vítamín sem hún þyrfti ef einhver árang- ætti að nást. En þrátt fyrir fullyrðingar læknanna er nú farið að auglýsa hárlakk sem inniheldur b-vítamín. sem auðvitað á að auka fegurð hársins. Það virðist sem aug- lýsingaheimsku séu engin takmörk sett. Hárið hefur ensa möguleika á að láta sér bætiefnin að gagni koma, vegna þess að hár er nú einu sinni aðeins dauðar frumur og það þarf meira ttt að koma f þær lífi en að sprauta á þær b-vitamíni! VDNDUÐ F NDUD II m U Sjgurþórjónsson &co Jhfnanstrœti 4- Bifreiðaleigan HJÓL "’St™

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.