Þjóðviljinn - 27.11.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.11.1963, Blaðsíða 10
2Q BÍÐA HðÐVILJINN Hiðvikudagur 27. nóvember .1963 NEVIL SHUTE: SKÁI C- upp fyrir höfuð sem tákn þess að hann ætlaði að gefast upp og sagði aftur: — Bassein. Svo leit hann á sofandi stúlkuna Dg lagði fingur á varir sér. Hið næsta var erfiðara. Hann reis á fætur með gát; Burma- búinn gerði slíkt hið sama; þeir stóðu saman undir trjánum. Morgan þenti á sjálfan sig og á stíginn sem lá til Bassein; síð- an benti hann á þau hin og á stíginn í gagnstæða átt og bað- aði handleggjunum. Thet Shay kinkaði kolli. Morgan reyndi að sýna með látbragði að hann ætl- aði að sofa tvær nætur og fela sig í runnunum og gefast síðan upp. Hann endurtók þetta, en hann vissi ekki hvort ungi mað- urinn skildi hann. Hann hugsaði sig um andar- tak. náði síðan í blýantinn sinn. Hann hafði ekkert á sér nema blaðið sem hann hafði skrifað á listann yfir burmversku orðin; utaná það skrifaði hann: Ég er farinn til Bassein til að gefa mig fram við Japani; reyn- ið ekki að elta mig. Ég ætla að reyna að fela mig í tvo daga áð- ur en ég gef mig fram svo að þið getið komizt undan. Eng- lendingar munu senda annan mann í stað Williams majórs, segið honum af mér. Ég ætla að reyna að ná sambandi við ykkur að strfðinu loknu, ef ég get. Ver- ið ekki of dómhörð við okkur. Við erum kannski vitlausir, en við gerum það sem við getum. Hann fékk Thet Shay blaðið og gaf til kynna að hann ætti að sýna Nay Htohn það. þegar hann væri farinn. Burmabúinn kinkaði kolli. Morgan tók upD ' Hárgreiðslu og snyrtistofa STEINtJ og DÖDrt Langavegi 18 III. h. flvftal SfMI 24616. P E R M A Garðsenda 21. SfMI 33968. Hárgreiðslu- og snyrtlstofa. Dðmnrl Hárgreiðsla við ailra hæfl TJARNARSTOFAN. Tjarnargötn 10. Vonarstrætis- megin. —- SfMI 14662. hArgreiðslustofa AUSTDRBÆJAR (María Guðmnnclsdóttirt Langavegi 13 — SfMI 14656 •— Nnddstofa á sama stað. — tösku sína, sneri sér að honum og rétti fram höndina. Thet Shay tók brosandi i hönd hon- um og Morgan sneri sér við og gekk hljóðlega af stað eftir stígnum til Bassein. Hann leit ekki til baka á sofandi stúlk- una. Herra Tumer sagði undrandi: — Það hefur þurft bein í nefið til að gera þetta. Morgan hló. — Ég hef aldrei á ævi minni verið eins hræddur. Ég var bókstaflega að leka niður af skelfingu. Ég vonaði það eitt að ég kæmist alla leið til Bass- ein áður en ég þyrfti að gefa mig fram og mætti ekki leitar- flokki. Hann sneri sér að Tura- er. — Það voru ungu liðsfor- ingjamir og nýliðamir sem 29 einkum stunduðu pjmdingar, sagði hann. — Þeir sem þurftu að gefa sig fram við Japani, þurftu að reyna að leita uppi reyndan yfirmann. Maður þurfti að reyna að forðast liðsforingja sem voru úti með leitarflokka .. — Drottinn minn dýri. sagði Tumer. — Ég hefði viljað forð- ast alla heilu súpuna. Þessi tveggja daga bið var erf- ið Morgan. Hann gekk góðan spöl eftir stignum, sneri síðan inn í þykknið og hélt inn í skóginn. Eftir svo sem hundrað metra kom hann í dálítið rjóður og þar settist hann á trjábol. Hann hafði engan mat meðferðis og ekkert vatn. Hann sá ekki eftir þeirri gleymsku. Hann hafði í hyggju að segja Japönunum að hann hefði farið huldu höfði og ferð- azt á nætumar í stjömubirtunni. þaðan sem hann hefði neyðst til að nauðlenda Spitfirevélinni og til Bassein. Hann ætlaði að halda því fram að hann hefði heyrt getið um Williams majór heima á flugveQlinum og þess vegna hefði hann reynt að kom- ast í áttina til hans, falið sig í skóginum á daginn og gengið á nóttinni. Loks hefði hann spurt hóp Burmabúa um majórinn, þeir hefðu sagt honum að Englend- ingurinn væri dáinn og síðan flúið. Og hann átti ekki annars úrkosta en halda áfram og gefa sig fram. Því meira sem hann hugsaði um þessa sögu. því meira sann- færandi fannst honum hún; hann sá ekki að nein hætta væri á að tala af sér, þótt hann væri spurður í þaula. En hann mátti þó ekki vera of vel á sig kominn líkamlega, ef hann hefði átt að fyrirberast í skóginum í fimm eða sex daga matarlaus og allslaus. Ef hann væri að- framkominn af sulti, frávita af þorsta og bitinn eftir alls konar skordýr. þá yrði saga hans trú- legri. Næstu tvo dagana í skóg- inum varð hann að þola allt þetta. Hann þraukaði. 1 dögun, tveim dögum seinna, fann hann stíginn aftur og ráf- aði eftir honum í átt til Bass- ein. Hann fór hirðuleysislega, þorstinn var að yfirbuga hann og hann var kominn með hita- sótt. Hann var berhöfðaður. því hann hafði fleygt stráhattinum sem óhæfum í hlutverkið, og hann var klæddur óhreinu grænu skyrtunni og buxunum. Hann var í engum nærfötum. Hann var með strigaskó á fót- unum, leimga og rifna og bvælda. hvítan klút um hálsinn. Hann hélt á tösku sinni með lyfjakassanum í og á andliti hans var fimm daga skegg. Þannig á sig kominn gekk hann beint inn í Bassein; það var ekki fyrr en hann kom inn á aðalgötu borgarinnar, að jap- anskur liðsforingi handtó>í hann. Hann var færður á aðalstöðv- ar hersins og honum _ gefið að drekka og hann yfirheyrður; síðan var hann aftur yfirheyrð- ur í aðalstöðvunum í Kempeitai og þar voru skjöl hans tekin af honum. Hann lék hlutverk sitt vel. og koma hans vakti ekki sérlega mikla athygli. Það var alvanalegt að rekast á flugmenn sem nauðlent höfðu inni í land- inu. Hið eina óvenjulega við betta tilfelli, var að hann hafði ráfað um landið í sex daga. en sú staðrejmd skýrðist af dvöl enska maiórsins, sem nú bafði verið líflátinn. Eftir nokkra daga var hann sendur á pramma niður eftir ánni til Rangoon og settur í fangelsi bar með öðmm föngum. einkum flugmönnum. 1 fangelsinu i Rangoon vom engar pyndingar viðhafðar, en spörk og löðrungar voru daglegt brauð. Maturinn var ólystilegt mauk úr soðnum hrísgrjónum og grænmetisleifum, algjörlega bætiefnalaust, því að hrísgrjónin höfðu verið geymd í meira en tvö ár. Gömul hrisgrjón orsaka beriberi og fangamir í Rangoon biáðust mjög af þessum sjúk- dómi. Klefamir vom ekki óþægileg- ir í þessu hitabeltisloftslagi. Fangelsið var fremur nýtízku- legt hús. Klefi Morgans var þrettán feta langur og níu feta breiður með rimlahurð og rimlaglugga og svalt loftið blás þar i gegn og það voru þægindi í þessu loftslagi. Veggirnir voru hvítkalkaðir og ekkert inni nema timburflet. Klefinn bar þess merki að margir höfðu dvalizt þar á und- an honum. Þar vom almanök og skilaboð skrifuð á veggina, hálf- máð út af japönsku vörðunum. — J.D. Scott, RAF, 698443 skot- inn niður hjá Prome í Hurricane 7/2 ’43. Ég verð að hýrast í bessu greni þangað til veggja- lýsnar bera mig út, þær erj nógu stórar. Bakvið hurðina, þar sem ekki sást eins vel úr ganginum, voru skrifuð nokkur nauðsjmleg orð og japanska þýðingin á þeim — vatn, matur, læknir. kalt, heitt salemi gott, vont. Undir þeim stóð þetta erindi: Aðeins eitt líf sem endar brátt. Aðeins í kristi mun sæla nást. Undir því stóð J.K. Davidson, Kilbum. Morgan velti fyrir sér hvað orðið hefði um þennan Davidson. Morgan var með blýant og hann byrjaði á því að gera almanak á vegginn til að strika yfir dagana eins og títt er um fanga í einmenningsklefum. Seinna bætti hann ögn við jao- anska orðasafnið og skrifaði auk þess upp öll ríkin i brezka samveldinu sér til dundurs. Einnig skrifaði hann burm- versku orðin sem Nay Htohn hafði kennt honum og ensku þýðingamar á þeim, svo að hann gleymdi þeim ekki. Hann dvaldist í þessum klefa frá 23. nóvember 1944 þar til Japanimir yfirgáfu Rangoon, hinn 29. apríl 1945. Líf hans var tilbreytingarlaust og heilsu hans fór hrakandi vegna efnaskorts, og hann var ekki sérlega hamingjusamur. Hann lá oft tímunum saman í timburfletinu og hugsaði, og mest hugsaði hann um Nay Htohn. Nay Htohn varð honum ímýnd kvenlegra dyggða. Fram- koma eiginkonu hans hafði sært hann djúpt, og Burmastúlkan var svo miklu gáfaðri og mennt- aðrf en þær konur sem hann hafði komizt í kynni við á sinni stuttu ævi. Hann vildi hitta hana aftur. þegar hann kæmlst úr fangelsinu, vildi fá að vita hvað komið hefði fyrir hana, eftir að hann skildi við þau, vildi fá staðfestingu hennar á því að hún hefði komizt undan Japönunum. Hann var í litlum vafa um það. en hann vildi sjá hana aftur til að fá það áréttað. Hann langaði til að tala við hana aftur, vera með henni, sjá hana hreyfa sif', og hlusta á þýða rödd hennar. Hann fann allt í einu að hann hafði verið hamingjusamur þennan undar- lega dag. sem hann hafði mest- megnis dvalizt í bambuskofa í nafnlausu þorpi í frumskóginum. Mánuðimir liðu og flugher- inn varð honum æ fjarlægari. Hann hafði enn mikinn áhuga á aðgerðum flugvélanna og þegar hervélamar gerðu árásir á Rangoon. stóð hann venjulega upp við rimlana í glugga sínum og tók í huganum þátt í þvi sem gerðist, vitandi það af leiðbein- ingapésum sínum, að flugmenn- imir myndu umfram allt varast að hitta fangelsið. En eftir því sem tíminn leið. vandist hann smám saman þeirri tilhugsun að hann myndi aldrei fljúga fram- ar; að nýjar áhafnir yrðu tekn- ar við þegar hann yrði látinn laus og stríðinu sjálfu lokið. Hitabeltisumhverfið og Burma varð honum raunverulegra en lífið í flughemum; England sjálft virtist órafjarri, ömurleg- ur staður sem hann saknaði ekki mikið. Hann langaði til að kom- ast á fund Nay Htohn, hlusta á hana tala og horfa á hana brosa. Hinn 29. apríl 1945 var sunnu- dagur. Vikumar á undan höfðu Japanimir i fangelsinu linað mjög á öllum aga. enda nálgað- ist fjórtándi brezki herinn óðum. Maturinn hafði batnað og slakað var á eftirliti. Mikill bluti fang- anna þjáðist af niðurgangi og vegna þess ama höfðu þeir far- Hvaða vitlysu ertu nú að gera Andrés? Hættu strax við þetta. Já en þú baðst mig sjálfur að setja nýja númer- ið á bílinn þinn. DEPT. OF MOTOR VEHICLES World Rlynfai Rewved . Eg þarf að athuga þetta betur. Þegar ég bið þig um lágt ........ vil ég fá það lægsta númer .... sem til er. S KOTTA 1 hamingju bænum vertu ekki svona öfgafull Skotta. Ég bað þig aðcins að lækka þetta svolítið. NÝ BÓK Félagsstörf og mælska eftir Hannes Jónsson félagsfræðing er úrvals handbók fyrir alla þá, sem taka vilja ábyrgan þátt í félagsstarfi og ná ár- angri í fundarstörfum og mæisku. Bók þessi er algjörlega hlutlaus og fjailar um allar teg- undir félags- og fundarstarfa, auk þess sem í henni er rökfræðiágrip, fróðlegur kafli um áróður og margar teikningar af fyrirkomulagi í fundarsal. Þetta er ákjósanleg handbók fyrir aliar félagastjórnir, nefndir og áhugasama félagsmenn í hvers konar félögum, — Hvort sem áhugi þeirra beinist að starfi í bindindis- félagij hiutafclagi, íþróttafélagi, safnaðaríélagi, samvinnu- félagi, skátafélagi, .skólafélagi, stjórnmáiafélagi o.s.frv. Auk þess er þetta notadrjúg kennslubók tfl afnota fyr- ir máifundastarfsemi allra fiokka og féiaga. Félagsmálastofnunin Pósthólf 31 — Reykjavík — Sími 40624. Símanúmer okkar er 218 32 SÓLÓ-HÚSGÖGN Hringbraut 121

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.