Þjóðviljinn - 28.11.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.11.1963, Blaðsíða 1
Fímmtudagur 28. nóvember 1963 — 28. árgangur — 253. tölublað. HÞ 26 DAGAR EFTIR - GERID SKIL Öðaverðbólgan magnast í sífellu: Fresturinn hefur verið notaour til ao auka dýrtíoina um 11,4 prósent ? Óðaverðbólga ríkisstjórnarinnar heldur áfram að magnazt meðan - ríkisstjórn og atvinnurekendur halda áfram þófi sínu við verklýðs'félög- in og hafa ekki svo kunnugt sé boðið eyrisvirði í kauphækkunum eða öðrum kjarabdtum. í síðasta mánuði hækkaði vísitala framfærslukostn- aðar um tvö stig og er nú komin upp í 146 stig. Þegar verklýðsfélögin gáfu ríkisstjórn og atvinnurekendum frest til samninga um kjaramál í júní í sumar var vísitala framfærslukostnaðar 131 stig. Hún hefur þann- ig hækkað um 15 stig; dýrtíðin hefur magnazt um 11,4% samfcvæmt mælikvarða ríkisstjórnarinnar sjálfrar á sama tíma og ekki hefur fengizt eins eyris árangur £ samningaviðræðunum. 1 októbermánuði hækkuðu all- ir liðir vöru og þjónustu í vísi- tölunni. ir Vísitalan fyrir „matvörur" hækkaðí um 3 stig og cr nú komin upp í 178 stig. ic Vísitalan fyrir „hita, raf- magn o. fl." hækkaði um 2 stig or er nú komin upp í 139 stig. I V-þýzkur landa- krofuaroour i barnaskélunum! ic Þau furðulegu tíðindi gerðust um síðustu mán- aðamót, að fræðslumála- stjóri sendi ölhun landa- fræðikennurum í barna- skólum áróðursplagg frá vesur-þýzka sendiráðinu; kort yfir Þýzkaland sem „leiðréttingu" á landa- bréfabók þeirri sem Ríkis- útgáfa námsbóka gaf út á sl. ári. •ÍC Á korti þessu eru landamæri Þýzkalands- teiknuð eins og þau voru í valdatíð Hitlers 1937. Þar er hluti af Sovétríkj- unum talinn þýzkt land — norðurhluti þess héraðs sem áður hét Ausutr- prússland. Mjög veruleg- ur hluti PóIIands er falinn þýzkt land — Suðurhluti Austurprússlands og öll vesturhéruð Póllands. Austur-þýzka ríkið er að- elns kallað sovézkt her- námssvæði — en ekki er minnzt á að Vestur- Þýzkaland sé neitt her- námssvæði. Þýzk heiti eru að sjálfsögðu látin standa langt inn í PóIIandi og Sovétríkln. Sjá nánar á 8. síðu iti Vísitalan fyrir „fatnað og álnavöru" hækkaði um eitt stig og er nú komin upp í 147 stig. ic Vísitalan fyrir „ýmsa vöru og þjónustu" hækkaði einn- ig um eitt stig upp í 164 stig. •jjki Meðalvísitalan fyrir „vörur og þjónustu" — lífsnauðsynj- ar vísitöluf jölskyldunnar — hækkaði i októbermánuði um 2 stig upp í 165 stig. Fresturinn mis- notaður Það er ómaksins vert að at- huga í einstökum atriðum hvernig vísitalan hefur breytzt síðan í júní í vor, en hver heið- arleg rikisstjórn hefði að sjálf- sögðu talið það skyldu sína að halda verðlagi í skef jum meðan verið var að semja við verk- lýðssamtökin, þannig að frest- urinn yrði ekki mísnotaður til þess að skerða raunverulegt kaup jafnt og þétt. Þær tölur líta þannig út: ic Vísitalan fyrir „matvörur" hefur hækkað um hvorki meira né minna en 25 stig. Hafa matvæli hækkað lang- samlega mest á þessu tíma- bili, en slíkar verðhækkanir eru að sjálfsögðu þungbær- astar fyrir þá sem búa við erfiðustu kjör í þjóðfélag- inu. •íi Vísitalan fyrir „hita, raf- magn o. fl." hefur hækkað um tvö stig. ic Vísitalan fyrir „fatnað og álnavöru" hefur hækkað um 8 stig. ir\ Vísitalan fyrir „ýmsa vöru og þjónustu" hefur hækkað um 10 stíg. ic Meðalvísitalan fyrir „vörur og þjónustu" hefur hækkað tim 16 stig. ic Vísitalan fyrir opinber gjöld vísitölufjölskyldunnar hefur hækkað um 21 stig. Vísitala framfærslukostnaðar hefur hækkað um 15 stig — Framhald á 2. síðu. Eyðilagði 60 þús. króna peninga- kassa til að stela 350 krónum I fyrrinótt gerði vegfarandi lögreglunni aðvart um það að hann hefði séð mann vera að brjóta upp peningakassa í port- inu bak við hús Silia og Valda við Aðalstræti. Lögre^lan fór þegar á vettvang og stóðst það á endum að þjófnum hafði tek- izt að brjóta upp peningakass- ann og var að hirða innihaldið. 350 krónur í skiptimynt. Þjóf- urinn hafði hins vegar gereyði- lagt peningakassann en verð- mseti hans mun vera um 60—70 þúsund krónur. Var þetta borð- kassi með innbygðri samlagn- ingarvél. Þá fundust og á þjófnum 4 tékbhefti og þrír stimplar er hann hafði stolið á skrifstafu Silla og Valda. Maður þessi hef- ur áður komizt undir manna hendur. Er þetta gosmynd eða hvað? Af hverju er þessi mynd eiginlega? kann einhver að spyrja og það að vonum. Það skal því strax tekið fram til þess að koma í veg fyr- | ir misskilning að myndin er tekin f SundhöIIinni í fyrrakvöld á sund- móti Ármanns og það eru f jórar ung ar og fallegar stúlkur sem valda öllum þessum gusugangi. Þetta er sem sagt ekki mynd af neðan- sjávareldsum- brotum eða neinu slíku. Því miður sést of Htið af ungmeyjunum fyr- ir skvettum og löðri til að við get- um greint þær. — Frásögn af úrslit- um í mótinu sið- ara kvöldið og fleiri myndir það- an eru birtar á f- þróttasíðu blaðsins í dag. — (Ljósm. A. K.). ATVINNUREKENDUR NEITA ÖLLUM KAUPHÆKKUNUM! Sérfræðingar í skotfimi koma lög- reglunni í Ðallas í bobba. — 3. úh Sáttafundi landsnefndar verkamanna- og verkakvennafélaganna og atvinnurekenda í fyrra- kvöld lauk þannig, að allt er í óvissu um fram- hald samninganna, og enginn nýr sáttafundur var ákveðinn. Áður en f undurinn var haldinn höf ðu báðir að- ilar ræt við ríkisstjórnina og á sáttafundinum gerðust þau ótrúlegu tíðindi að forsvarsmenn at- vinnurekenda neituðu öllum kauphækkunarkröf- um og töldu sig ekki geta rætt þau mál! Vegna þessara furðulegu viðbragða atvinnurek- enda og annarra álíka, þar sem þeir virðast ekki taka með neinni alvöru á samningamálunum, hef- ur samstarfsnefnd verkalýðsfélaganna ákveðið að fara þess á leit við sáttasemjara, að boðað verði til fundar með samstarfsnefndinni allri og öllum samningsaðilum þeirra verkalýðssamtaka sem að henni standa, til að ræða það alvarlega ástand sem skapazt hefur í samningamálunum við þessa framkomu atvinnurekenda, þegar svo skammur frestur er eftir. Á 12. síðu er birt yfirlýsing frá samstarfsnefnd verkalýðsfélaganna vegna blaðaskrifa um samn-t ingaumræðurnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.