Þjóðviljinn - 28.11.1963, Page 3

Þjóðviljinn - 28.11.1963, Page 3
Fimmtudagur 28. nóvember 1963 HðÐVIUIHN SIBA 3 Yfírlýsing Johnsons íorseta: Fylgir kynþátta- og utan- ríkismálastefnu Kennedys ríska þjóðin yrði að vera reiðu- búin til að vernda hagsmuni þjóðarinnar og vinna saman að sameiginlegum hagsmunum. Sýnum þeim sem reyna á kjark okkar að hann sé mikill og þeim, sem leita vináttu okkar, að hún sé traust. „Eg get ekki borið byrðina einn“ Morðingjakúla hefur lagt þunga forsetaembættisins á herðar mér. Eg er hér til að segja ykkur, að ég þarfnast hjálpar ykkar. Eg get ekki Framhald á 2. síðu. WASHINGTON 27/11 Lyndon B. Johnson, hinn nýi for- seti Bandaríkjanna, hélt fyrstu ræðu sína fyrir þinginu í dag og gerði grein fyrir stefnu sinni. Kvaðst hann munu feta 1 fótspor Kennedys bæði í utan- og innanríkismálum. Hvatti hann Bandaríkjaþing til að samþykkja frumvarp- ið, sem Kennedy forseti barðist fyrir, frumvarpið um kyn- þáttajafnrétti. Ræðu nýja forsetans, Lyndon B. Johnson, var tekið með dynjandi lófataki, og varð hann oft að gera hlé á ræðu sinni. Fulltrúar Suðurríkjanna létu í Ijós andúð sína á frumvarpinu um kynþáttajafnrétti, með því að taka ekki þátt í lófataki hinna, er forsetinn hafði hvatt þingið til að samþykkja frum- varpið. Hins vegar þögðu allir fultrúar Suðurríkjanna í þetta sinn, er forsetinn kom inn í salinn, en sumir þeirra eru van- ir að gera hróp að forsetanum og lýsa andstöðu sinni, er hann gengur inn í þingsalinn. Verðnm að rækja þá skyldn, sem sagan hefur lagt okkur á herðar Bandaríska þjóðin hefur orð- ið fyrir miklu áfalli, sagði Johnson, og á þessu augnabliki er það skylda okkar að sýna öllum, að hinn skyndilegi missir þjóðhöfðingja okkar veikir okk- ur ekki, heldur styrkir. Við eigum að feykja burt öryggis- leysinu og hefjast handa, — við megum ekki hika og ekki binda okkur föst við þetta ó- hugnanlega augnablik, heldur verðum við að halda áfram á þeirri braut, sem sagan krefst af okkur. Við verðum að rækja þá skyldu, sem sagan hefur lagt okkur á herðar. Frumvarp um kynþáttajafnrétti Forsetinn hvatti þingmenn á- kaft til að samþykkja frum- varpið sem hinn látni forseti Bandaríkjanna, Kennedy, barð- ist fyrir alla sína forsetatíð. Þetta er frumvarp um jafnrétti allra kynþátta í Bandaríkjun- um. Sagði hann, að ef þetta frumvarp yrði samþykkt, mundi það losa Bandaríkin við ljótan blett, sem veikti þau bæði inn á við og út á við. Lækkun skatta Johnson hvatti þingið enn- fremur til að samþykkja frum- varp um lækkun skatta. Stjóm Kennedys lagði einnig fram þetta frumvarp fyrir þingið og er þar gert ráð fyrir. að skattalækkunin nemi 11 millj- örðum dollara. Þetta mundi, að áliti flytjenda frumvarpsins, hafa í för með sér aukið öryggi fyrir hinar vinnandi stéttir í landinu og aukna atvinnu. Rækjum skyldu okkar gagnvart bandamönnum okkar Johnson lýsti því yfir í ræðu sinni, að Bandaríkin muni gegna öllum skyldum sínum við bandamenn sína, allt frá Suður- Víetnam til Vestur-Berlínar. Einnig kvað hann utanríkis- Cat Oswald skotii þrisvar nteðan forsetinn ók framhjá? NEW YORK 27/11. Sérfræðingar í meðferð skotvopna hafa mótmælt því, að Oswald hefði getað hleypt af þrem- ur skotum á þeim 5 sekúndum, sem bifreiðin var í skot- færi. Austurríkismaðurinn Hubert Hammer, ólympíumeist- ari í skotfimi fríhendis, hélt þessu meðal annars fram í Vín í gær. Dagblaðið Corriere Lombardo í Mílano á Ítalíu hélt því einnig fram i gær, að ómögulegt væri að skjóta þremur skotum á 5 sekúndum af ítölskum riffli af gerð- inni 38. Herbert Hammer segir, að sér- staklega sé ólíklegt að hann hefði getað gert þetta með riffii. sem er búinn kíki til miðunar. Það krefjist nokkurs tima að hlaða byssuna og miða aftur milli skota. Fonmaður bandaríska skyttu- félagsins Leonard Davis sagði fréttamönnum í gærkvöld, að hægt væri að skjóta þremur skotum á 5 sekúndum með þeirri gerð af rifflum, sem Oswald var Sagður hafa notað. En hann bætti því við, að sá sem það gerði, yrði að vera þaulvön skytta, óg væiru þeir sennilega ekki margir í heiminum, sem gætu það. Davis sagði, að eftir því að dæma hvernig Oswald hefði staðið sig í sjóhernum, virtist hann ekki vera nein afburða- skytta. Nú eru 4 mánuðir síðan Oswald hætti herþjónustu í sjó- hemum. Davis segir. að hann hafi mátt æfa sig af miklu Kosningar í Suður-Kðreu SEUL, 27/11 — Svo virðist sem, Park, forseti Suður-Kóreu og herforingjaklíkan, sem þar hefur verið við völd, hafi sigrað í bingkosningunum. 1 dag var búið að telja helming atkvæða. Flokkur forsetans. Lýðveldis- flokkurinn, hafði þá hlotið yfir 100 þingsæti af 175, en þátttaka í kosningunum var mjög dræm. kappi þessa fjóra mánuði til þess að ná slíkri skotfimi. Menn yrðu að vera afar snarir í snún- ingum, því að til þess að hleypa einu skoti af þessum riffli þyrfti fjögur handtök. Lögreglan í Dallas mótmælir Seinna í gærkkvöld vísaði lög- reglan í Dallas í Texas þeim ummælum á bug, að Oswald hefði ekki getað skotið þremur skotum, meðan bifreið forset- ans fór framhjá. Leynilögreglu- maður nokkur heldur því fram, að það taki aðeins örfáar sek- úndur að hlaða riffilinn eftir hvert skot, og kvikmyndin. sem tekin var af bílalestinni hafi sýnt, að bifreið forsetans var 20 sekúndur á þeim stað, sem forsetinn var særður til ólífis. Jim Bowie, varasaksóknari, segist vel geta treyst sér til að hlaða, miða og hleypa þris- var sinnum af ítalska rifflinum, á þeim 10 sekúndum, sem morð- ið tók, Bowie sagði. að sann- að væri, að skotið hefði verið rólega og örugglega, og öllum þremur skotunum hleypt af á sjö til tíu sekúndum. Frekari rannsókn Saksóknari rík'sins í Texas, Waggoner Carr, sagði í gær á fundi með blaðamönnum í Dall- as. að dómstóllinn. sem hefur rannsókn málsins með höndum muni sennilega koma saman i Dallas. Dómstóilinn mun koma saman innan skamms, úr því Oswald er látinn og ekki er hægt að höfða mál gegn hon- um. Herbert Miller. yfirmaður sakamáladeildar bandaríska dómsmálaráðuneytisins, var einnig viðstaddur á blaðamanna- fundinum. Hann sagði að Carr saksóknari og dómsmálaráðu- neyúð stefndu að sama marki, og hefði Carr af fyrra bragði efnt til fundar með fulltrúum stjómarinnar í Washington, til þess að tryggja að rannsóknin færi fram í anda samvinnu. Fulltrúar ríkisins og fulltrúar frá Texas hafa komið sér saman um að leyna hvem annan engum upplýsingum, sem þeir fá. Carr sagði, að hann áliti ekki. að farið hefði veríð með rangt mál að yfirlögðu ráði, eftir að morðin á Kennedy og Oswald fóru fram. Hins vegar sagðist hann ekki sannfærður um að allt væri rétt, sem komlð hefur fram hingað til. Er Texaslögreglan samsek? Haft er eftir talsmönnum rík- islögreglunnar FBI, að rannsókn málsins beinist nú að þremur höfuðatríðum: 1) Var Lee Harvey Oswald einn að verki eða var hann þátttakandi 1 víðtæku samsæri? 2) Er lögreglan í Dallas með í þessu samsæri og hefur hún þá fómað Oswald eins og peði í flókinni skák, þar sem höf- uðpauramir eru andstæðingar Kennedys í kynþáttamálum? 3 Og hver var hin raunveru- lega ástæða til þess að Buby. sem er í nánu sambandi við undirheima glæpamanna í Tex- as, myrti Oswald? Var það af einskærri meðaumkun með fjöl- skyldu Kennedys? Bandarísk blöð fullyrða, að ríkislögreglan hafi komist yfir filmu, sem sýni, að tveir menn hafi verið í herberginu, sem skotið var úr. Texaslögreglan hefur harðneitað þessum full- yrðlngum. verzlun eiga að aukast á næstu árum. Bandaríkin muni halda áfram að styðja Sameinuðu þjóðirnar og sé unnið að áætlun um aðstoð til þróunarlandanna í Afríku, Asíu og Suður-Ame- ríku. Baráttu gegn þjóðfélags- meinsemdum haldið áfram Forsetinn lagði áherzlu á, að baráttunni gegn ýmsum þjóðfé- lagsmeinum, svo sem fátækt, vesaldómi, menntunarleysi og sjúkdómum, muni halda áfram. Þessi barátta hafi verið háð og verði háð bæði í sjálfum Bandaríkjunum og utan þeirra. „Vildi gefa aleiguna til að standa ekki hér sem forseti“ Hinn nýi forseti minntist fyr. irrennara síns, og sagðist vilja gefa aleigu sína til að standa ekki hér sem forseti. Hann sagði, að John Kennedy lifði í hugum og hjörtum landa sinna, vegna ódauðlegra orða sinna og verka. Sagði hann, að engin orð fengju lýst tilfinningum Banda- ríkjamanna yfir þeim sára missi, sem þeir hefðu orðið fyr- ir. Engin orð fengju heldur lýst þeim ásetningi þjóðarinnar ,að halda áfram þeirri stjórnmála- þróun, sem hinn látni forseti hennar hefði komið af stað. Þær hugsanir og hugsjónir, sem hann var göfugur fulltrúi fyrir, yrðu nú að veruleika. Undir stjórn Kennedys hefði banda- ríska þjóðin sýnt, að hún hefði kjark til að leita friðar og styrk til að hætta á stríð. For- setinn sagði, áð Bandaríkin muni halda áfram að vinna að friði og leita samninga við þá, sem þau séu ósammála. Banda- Lyndon B. Johnson hinn nýi forseti Bandaríkjanna, er frá Texas> — ríkinu, þar sem Kennedy var myrtur. Texasbúar kusu hann í fulltrúadeild þingsins 1937 og síðar í öldungadeildina. Kennedy valdi hann sem varaforsetaefni einmitt af því að hann var Suður- ríkjamaður og töldu ýmsir að val hans hefði gert gæfumunlnn, því að mjög litlu munaði á Kennedy og Nixon í forsetakosnlng- unum. Hér sést Johnson forseti I þjóðbúningi Texasbúa á búgarði NY BOK Heimsfræg bók sem segir frá því hvernig ljónskettlingur er tek- inn í fóstur og alinn upp af mönnum. „Bókin er meistara- verk í fullum skiln- ingi orðsins. Sem frá- sögn er hún ómót- stæðilega fögur, sem rannsókn á hegðun dýra hefur hún mikla þýðingu, og sem dæmi um nærri því fullkomið samkomu- lag milli manns og dýrs er hún einstæð,“ segir náttúrufræð- ingurinn Peter Scott. Höfundurinn, Joy Adamson, hefur dvalizt í 25 ár þar sem maður hennar hefur verið veiðimálastjóri. í bókinni eru 80 myndasíður, þar af 7 í litum. Verð kr. 270 + söluskattur. BORIN FRJÁLS Ljónynja meðal manna og dýra eftir JOY ADAMSON Gísli ölafsson þýddi Kenya, HEIMSKRING L A

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.