Þjóðviljinn - 28.11.1963, Page 4

Þjóðviljinn - 28.11.1963, Page 4
4 SlÐA MðÐVILIINN Fimmtudagur 28. nóvember 1963 Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýöu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.j, Siguröur Guömundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Siguröur V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. orentsmiðja: Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 linuri. Áskriftarverö kr. 80 á mánuði. Réttlæti i'\ft hefur verið um það rætt, einkanlega í sam- ” bandi við ágreining um kjaramál, að íslend- ingar séu of skjótir til átaka og gefi ekki nægan frest til þess að kanna samningaleiðina; oft kynni að hafa verið unnt að ná samkomulagi um þá lausn sem kostaði í staðinn langvinn og erfið stéttaátök. Þessu verður þó ekki haldið fram um þá kjarasamninga sem nú standa yfir, aldrei ha'fa ríkisstjórn og atvinnurekendur fengið annan eins frest til þess að á'tta sig á málavöxtum, meðan sannanirnar fyrir kröfum verklýðssamtakanna hafa hrannazt upp hvarvetna í þjóðfélaginu. Frest- ur hefur verið gefinn og endumýjaður frá því um miðjan júní í vor, hann hefur þannig staðið í hálft ár samfleytt þegar málalok eiga að vera ljós 10. desember næstkomandi. Langlundargeð verklýðssamtakanna hefur verið svo mikið að það hlýtur að vekja ámæli margra þeirra sem sífellt hafa orðið afskiptari í þróun efnahagsmála á ís- landi, f^egar verklýðssamtökin 'féllust á frestinn í júní í vor var efnahagsástandið hið blómlegasta að sögn leiðtoga stjórnarflokkanna og hagfræð- inga þeirra. Ræður þær sem fluttar voru fyrir al- þingiskosningar um hina einstæðu velmegun þjóð- arbúsins og atvinnuveganna eru mönnum varla úr minni liðnar. Nú eiga þessir sömu menn naum- ast nógu sterk orð til að lýsa því hvernig allt hafi sigið á ógæfuhlið, alstaðar blasi við glóru- laust svartnætti. Hér skal sízt amazt við því þótf stjórnarherrarnir lýsi afleiðingum sinnar eigin stefnu með áhrifaríkum tilburðum, en á hitt ber að leggja áherzlu að þessi þróun er að engu leyti verklýðssamtökunum að kenna. Sú gamalkunna aðferð að kenna kröfugerð verkafólks um allt sem aflaga fer í stjórn þjóðarbúsins dugar að þessu sinni ekki hætishóf; valdhafamir sjálfir fá ekki umflúið óskoraða ábyrgð sína. Hafi verk- lýðssamtökin átt rétt á kauphækkun í vor, eins og stjórnarvöldin viðurkenndu þegar þau fóru fram á 'frestun, er réttur þeirra mun augljósari nú, auk þess sem óhjákvæmilegt er að leiðrétta þá háskalegu þróun sem framkvæmd hefur verið síð- ustu mánuðina. Ef stjórnarvöldin viðurkenna ekki þessa staðreynd verður ekki komizt hjá því að álykta sem svo, að bak við beiðnina um frest hafi einvörðungu búið svik og fláræði. jnins og ævinlega þegar fjallað er um kjaramál ^ dynur nú mikil skæðadrífa af tölum yfir þjóð- ina. Eflausf eru margar þessar tölur fróðlegar og ávöxtur mikillar þekkingar, þótt mörgum kunni að ganga erfiðlega að finna áttir 1 öllu því mold- viðri. En forsendur allra talna sem duga eru ein- faldar meginreglur um réttsýni og réttlæti. Þess- ar forsendur hafa aldrei verið jafn ljósar og nú, rökin aldrei jafn tær, rétturinn aldrei skýlausari. Ef ríkisstjórn og atvinnurekendur sanna ekki með tillögum sínum fyrir 10. desember að rétt hafi verið að sýna þessum aðilum það trausf sem fólst í hálfs árs fresti, hljóta viðbrögð þjóðarinn- ar að verða mjög alvarleg, jafnt í orði sem verki. — m. SEKT LANDHELGISBRJÓTA VERÐI HÆKKUÐ TIL MUNA Lúðvík Jósepsson flyfur í neðri deild frum- varp til laga um breytingu á lögunum um bann gegn botnvörpuveiðum. í frumvarpi þessu er gert ráð fyrir að sektir fyrir landhelgisbrot verði hækkaðar verulega, bannað verði að láta af hendi eða selja upptæk veiðarfæri þeirra, sem sekir' hafa gerzt um botnvörpuveiðar í landhelgi fyrr en í fyrsta lagi mánuði eftir að dómur hefur ver- ið kveðinn upp og loks að sett verði ákvæði í lögin um það, að náist ekki í sekan skipstjóra á veiðiskipi, sem tekið hefur verið að ólögleg- um veiðum, sé heimilt að dæma útgerðarfyrir- tæki skipsins og gera það á allan há'ít ábyrgt fyrir landhelgisbrotinu. ÞINCSJÁ ÞJÓÐVILJANS Frumvarpið er svohljóð- andi: »1. gr. 3. gr. laganna orðist svo: Brot gegn 1. gr. varða sekt- um, 1000—2000 kr., ef um er að ræða skip allt að 200 rúm- lestum brúttó að stærð, en 20000—40000 kr., ef slripið er 200 til 600 rúmlestir brúttó að stærð, og 40000—70000 kr., ef skipið er yfir 600 rúm- lestir brúttó að stærð. Skulu þá og öll veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir, svo og all- ur afli innanborðs. upptæk. Óheimilt skal að selja eða láta af hendi upptæk veiðar- færi fyrr en að minnsta kosti mánuður er liðinn frá upp- kvaðningu dóms. Brot gegn 2. gr. varða sekt- ; um, 200—1000 kr., ef um er að ræða skip allt að 200 rúm- lestir brúttó að stærð, en 4000 — 20000, ef skipið er yfir 200 rúmlestir brúttó að stærð. Um upptekt afla og veiðar- færa fer sem um brot gegn 1. gr., ef um ítrekað brot er að ræða. Nú er það Ijóst af öllum atvikum, að skipið hefur hvorki verið að veiðum í land- helgi né undirbúningur gerður í því skyni, og má þá lúka málinu með áminningu. þegar um fyrsta brot er að ræða, en ef um ítrekað brot er að ræða, með sektum, 400—4000 kr. Allar sektir samkvæmt grein þessari eru miðaðar við gullkrónur, sbr. lög nr. 4 11. apríl 1924. Leggja má löghald á skipið og selja það, að undangengnu fjárnámi, til Túkningar sektum samkvæmt þessari grein og kostnaði. Nú reynist ekki kleift að ná í skipstjóra þess skips, sem tekið hefur verið að ólöglegum veiðum í landhelgi, eða hann neitar að mæta fyrir rétti, og er þá heimilt að stefna út- gerðarfélagi skipsins, sém bera skal alla ábyrgð á brot- inu. 2. gr. Með lögum þessum eru úr gildi felld lög nr. 5 29. jan. 1951. 3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.“ í greinargerð segir flutn- ingsmaður: „Með frumvarpi þessu er lagt til, að gerðar verði þrjár breytingar á gildandi lögum um bann við botnvörpuveið- um í landhelgi: 1 fyrsta lagi er lagt til, að sektir fyrir landhelgisbrot verði hækkaðar verulega. I öðru lagi er lagt til, að bannað verði að láta af hendi Lúðvík Jósepsson eða selja upptæk veiðarfæri þeirra, sem sekir hafa gerzt um botnvörpuveiðar í land- helgi, fyrr en j fyrsta lagi ein- um mánuði eftir að sektar- dómur hefur verið kveðinn upp. I þriðja lagi er lagt til, að sett verði ótvíræð ákvæði í lögin um það, að náist ekki í sekan skipstjóra á veiði- skipi, sem tekið hefur verið að ólöglegum veiðum, sé heimilt að dæma útgerðarfyr- irtæki skipsins og gera það á allan hátt ábyrgt fyrir land- helgisbrotinu. Skal nú vikið nokkru nán- ar að hverri þessari breytingu um sig. Ákvæði um sektir fyrjr landhelgisbrot eru í lögum frá árinu 1951. Þau eru tvímæla- laust orðin úrelt og ekki i samræmi við þær breytingar, sem orðið hafa á verðgildi fiskiskipa og verðmæti þess afla, sem skipin nú flytja á markað. Þegar þær sektarupphæðir, sem nú eru í lögum, voru á- kveðnar, voru flestir togarar, sem veiðar stunduðu hér við land, 300—500 rúiplesta skip. Nú er mikill hluti togaraflot- ans, sem hér stundar veiðar, 600—1000 rúmlesta skip og útbúinn margfalt fullkomnari^ og dýrmætari fastatækjum til veiðanna en þá þekktust. Skip þau, sem aðallega leita til ólög- legra fiskveiða í íslenzkri landhelgi nú, em því margfalt verðmeiri tæki en þau skip voru, sem hér stunduðu veiðar fyrir 12—15 árum og land- helgissektimar þá voru mið- aðar við. Svipað er að segja um verðmæti þess fiskafla, sem skipin nú hafa mögu- leika á að veiða. Að visu má segja, að sekt- ir fyrir landhelgisbrot hafi hækkað allmikið á síðustu ár- um, þar sem sektirnar eru miðaðar við gulkrónur og hækka þannig í samræmi við breytt gengi krónunnar. En verðmæti aflans hefur hækk- að meir en sem nemur beinni verðbreytingu íslenzku krón- unnar, og verðmæti skipanna hefur þó breytzt enn meir. Nú eru algengustu land- helgissektir 240—260 þús. kr., auk upptektar á afla og veið- arfærum. Sektarfjárhæð þessi er mjög lág, þegar þess er gætt, að verðmætj margra þeirra skipa, sem tekin eru að ólöglegum veiðum, er orðið 40—50 millj. kr., og þegar þess er gætt, að aflaverðmæti eins fiskitúrs er orðið 1.5—2 millj. kr. Tökur brezkra togara að ó- löglegum veiðum eru orðnar ótrúlega tíðar. Lítill vafi er þó á þvi, að eins margir tog- arar, sem verið hafa að ólög- legum veiðum. sleppa undan réttmætri refsingu landhelg- isgæzlunnar eins og þeir, sem teknir eru. Landhelgisbrot er- lendra togara eru því vafalít- ið orðin mjög algeng og valda þegar miklu tjóni á fiskimið- um bátanna. Sektarfjárhæðin er því tvímælalaust orðin of lág og refsingin sem heild orðin svo væg, að hún býður jafnvel upp á aukinn ágang veiðiþjófa. I gildandi lögum eru sektar- ákvæði miðuð við tvo stærðar- flokka fiskiskipa, þ.e.a.s. skip undir 200 rúmlesta brúttó og skip yfir 200 rúmlestir brúttó. I frumvarpi þessu er lagt til, að miðað verði við þrjá stærð- arflokka: skip undir 200 rúm- lestum, skip 200—600 rúm- lestir að stærð brúttó og skip yfir 600 rúmlestir. 1 frum- varpi þessu er lagt til, að sektir skipa 200—600 rúmlest- ir að stærð verði 20000— 40000 gullkrónur, en fyrir skip yfir 600 rúmlestir að stærð verði sektir 40000— 70000 gullkrónur. Hér er um verulega hækkun - að ræða þar sem í gildandi lögum er miðað við, að sektir skipa yfir 200 rúmlestir séu 10000— 20000 gullkrónur. Samkvæmt frumvarpinu yrðu sektir tog- ara, sem eru yfir 600 rúmlest- ir að stærð, miðað við nú- verandi gullgengi íslenzkrar krónu, 780—1365 þús. kr. Sektir togara, sem eru 200— 600 rúmlestir að stærð, yrðu samkv. frumv., 390—780 þús. kr. 1 frumvarpi þessu er lagt til, að sett verði skýrt bann við því, að upptæk veiðarfæri landhelgisbrjóts verði látin af hendi eða seld fyrr en í fyrsta lagi mánuði eftir að dónjur er uppkveðinn. Nú er sá háttur venjulega á hafður, að upp- te'kt veiðarfæra og afla er í framkyæmd aðeins nafnið tómt. Hin upptæku veiðarfæri landhelgisbrjótsins eru metin til verðs, venjulega mjög lágt, og aflinn sömuleiðis, en síðan setur útgerðarfélag veiðiþjófs- ins tryggingu fyrir því, að verðmæti veiðarfæranna og aflans verði greitt, fari ©vo, að hæstiréttur staðfesti und- irréttardóminn. Strax eftir að slík trygging hefur verið sett, heldur landhelgisbrjóturinn út á miðin aftur með hin upp- tæku veiðarfæri og aflann og heldur fiskveiðunum áfram. Með því að banna með öllu að láta af hendi upptæk veið- arfæri að minnsta kosti um mánaðartíma, verður hinn seki í flestum tilfellum að hætta öllum frekari veiðum að sinni og halda til heima- hafnar sinnar á ný. Slík framkvæmd laganna værj hin þyngsta refsing fyrir veiði- þjófinn, og er ekki ósennilegt, að hún mundi hafa sín áhrif á að draga úr veiðiþjófnaðL Þá er í frumvarpinu lagt til, að skýr ákvæði séu sett um ábyrgð útgerðarfélags skips í þeim tilfellum, þegar eekum skipstjóra tekst að komast undan ábyrgð, enda þótt skip hafi verið staðið að ólöglegum veiðum- Enn er í fersku minni dæm- ið um skipstjórann á enska togaranum Milwood, sem brezkt herskip skaut á laun undan íslenzkri réttvísi. Tog- aranum var haldið hér um nokkum tíma vegna sektar- innar, en síðan sleppt úr landi, og enn er allt í óvissu um, hvemig réttarfarsleg lok þess máls verða. Enginn vafi er é, að svo getur farið oftar, að sekur skipstjóri komist á einn eða annan hátt undan, þó að fiskiskipið hafi verið tekið. Nauðsynlegt er þvi að hafa skýr lagaákvæði um það, að í slíkum tilfellum megi lögsækja útgerðarfélag skips- ins og gera það ábyrgt fyrir lögbrotinu. Með frumvarpi þessu er að því stefnt að gera refsingar við því að brjóta lög og reglu- gerðir um bann við togveiðum í landhelgi þyngri en nú er, Þungar refsingar mundu tví- mælalaust draga úr ásókn veiðiþjófa á fiskimið land. helginnar. Fiskimiðin við strepdur landsins eru dýrmætustu auð- lindir þjóðarinnar. Þeirra verður að gæta vel. Fyrsta og sjálfsagðasta Skylda okkar er sú að haga refsingum við brotum á fiskveiðilöggjöfihni á þann hátt, að allir, sem hlut eiga að máli, forðist sem mest að hætta á að brjóta lögin. VDNDUÐ II n IIH Sýurþórjónsson &co Jhfmntœti if

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.