Þjóðviljinn - 28.11.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.11.1963, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 28. nóvember 1963 ÞIÖÐVILIINN SÍÐA 5 msm Knattspyrnuliðið ,,Györ” eru nú efst á blaði í 1. dcihl í Ungverjalandi. Talið er að liðið hafi sett heimsmet á bessu keppnistímabili, og muni öðrum reynast erfitt að bnekkja því. í síðustu Ieikj- im hefur liðið fengið sex stig \n þess að gera eitt einasta ■nark! Úrslitin í lcikjunum öllum hafa orðið 0:0. Um langt skeið hefur ver- ið ósamkomulag milli hinna tveggja áhugasambanda um í- þróttir í Bandaríkjunum, og hafa tíðum orðið nokkrir á- rekstrar. Virðist ekki auðvelt að leysa þessa deilu, og hefur þó ver- ið ýmislegt gert til að sam- komulag náist. Nú nýlega kom fram tillaga um það að biðja Kennedy forseta að skipa þrjá menn úr ríkis- stjórninni til þess að miðla málum í þrætunni. Banda- ríska Olympíunefndin hefur lýst yfir fullri andstöðu v'ð þá hugmynd. Sambönd þessi hcita: The National Colegiate Athletic Association (NCAA) og The Amateur Athletic Un- ion (AAU). AAU á fulltrúa í níu al- þjóðasamböndum, en NCAA óskar að fá fulltrúa í nokkr- um af þcssum samböndum. AAU hefur ver'ð á móti tillögunni um að stjórnmála- menn úr stjóm landsins blandi sér i málið af þeirri ástæðu að íþróttaleiðtogar er- lendis mundu líta á það sem afskipti stjórnmálamanna «f málum íþróttaáhugamanna. NCAA heldur hins vegar að hlutlaus málamiðlun sé al- veg nauðsyn. ef það eigi nokkurntíma að fást friðsam- leg lausn á deilu þessari. Það gerir ekkert úr skoðun AAU, að þessi tillaga muni leiða til þess að stjómmálamennirnir blandi sér inn í mál áhuga- mannanna. utan úr heimi Sundmót Ármanns MCTUM HÉL TAFRAM AB RKNA SÉINHA KVÖLDIÐ Olympíuleikar Aukið samkomulag um þýzka þátttöku Sundmót Ármanns, sem lauk í íyrrakvöld, er með beztu og ánægjulegustu sundmótum sem hér hafa verið haldin. Ágæt afrek voru unnin og fjöldi meta settur. Síðari dagur sundmóts Ár- manns var næstum eins skemmtilegur og hinn fyrri, því að það voru ekki aðeins hinar tvær stóru sundstjömur okkar, Guðmundur og Hrafn- hildur, sem bættu metin, held- ur voru það einnig hinir yngri sem settu unglingametin, og ekki má gleyma fslandsmeti kvenna Ármanns á 4x50 m fiórsundi, en það voru raun- ar kornungar stúlkur. sem það afrek unnu. Og síðast en ekki sízt kom það á óvarti að hinn veglegi bikar sem gefinn er til minn- ingar um Kristján Þorgríms- son, fór að þessu sinni suður í Hafnarfjörð. Var það ungur sundmaður sem vann það af- rek að sigra og hljóta hinn fágra bikar. Þegar í fyrstu sundgreininni, 100 m flugsundi, voru sett tvö met. Var þar að verki Guð- mundur Gíslason sem bætti met sitt, og komst cinu meti fram fyrir kennara sinn, Jón- as Halldórsson! Á hann þar með 58 íslandsmet. En Kefl- víkingurinn efnilegi, Davíð Valgarðsson, lét heldur ekki sitt eftir liggja, hann setti Gestur Jónsson drengjamet á tímanum 1.08,6. Tími Guðmundar var 1.04,7 mín. Óvæntasti sigurinn! Á þessu móti og raunar mörgum öðrum hafa 200 m. bringusund verið sú keppnigr. sem mest héfur verið spenn- andi, og oft tvísýn úrslit. Að þessu sinni voru engir af þessum „gömlu góðu'* Allt voru þetta ungir menn, sem reyndu með sér, og þegar í byrjun keppninnar í síðasta riðlinum þótti sem aðalkeppn- in mundi standa milli Olafs B. Ólafssonar úr Ármanni og Guðmundar Harðarsonar úr Ægi og börðust þeir á fyrstu og annarri braut. Var komið langt fram á sundið og Ólaf- ur þá búinn að taka að því er virtist örugga forustu. Á þriðju braut synti ungur þrek- legur sundmaður frá Vestra, sem hélt allvel í við hina sem virtust berjast um sigurinn. en á fjórðu braut synti ungur Hafnfirðingur, Gestur Jóns- son að nafni. Hann rekur lengi vel lestina en sleppir hinum aldrei langt frá sér. Við snúninginn á 150 m var hann heldur farinn að draga á keppinauta sína, kemst fram fyrir ísfirðinginn, óg þegar þeir snúa við á 175 m. munar orðið litlu. Á síð- ustu leiðinni herðir hann held- ur á ferðinni, og með góðu sundi tekst honum að skjóta sér fram fyrir Ólaf sem hafði farið heldur hratt af stað, og nú var farið að draga af, og koma fyrstur að marki. Var þessum óvænta sigri ákaft fagnað af áhorfendum sem kunnu að meta þetta afrek, og má segja að þetta hafi verið makleg verðlaun fyrir elju Hafnfirðinga við sund- íþróttina og ágæta þátttöku í sundmótum. Þessi ungi maður er aðeins 15 ára gamall, og byrjaði að synda hjá hinum bandaríska sundkennara, Bob Praillel. sem hér var á síðasta vetri nokkra mánuði, en síðan hef- ur hann notið kennslu Garð- ars Sigurðssoar. Er þarna sannarlega á ferðinni gott bringusundsefni. Hrafnhildur lét ekkl sitt cftir Iiggja Hrafnhildur náði ágætum tíma á 100 m skriðsundinu, miðað við það að hún hafði nær enga keppni. Hún hafði raunar heldur ekki keppni i 200 m fjórsundinu en þó set- ur hún glæsilegt met; timinn var 2.49,0. Eldra metið átti hún sjálf og var það 2.53,4. Þá var skemmtileg keppni þeirra Guðmundar Gíslasonar og Korsvolds hins norska í 100 m baksundi karla; munaði aðeins 1/10 á þeim, en tími Guðmundar var 1.07,8 eða sama og norska metið var og Korvold á. En Korsvold bætti . þetta upp síðar. en hann synti 100 m baksundið í 3x100 m þrísundinu. Taldi hann sig ekki hafa náð góðum snúning í eitt skiptið í keppninni við Guðmund. Var þvi sett upp sérstök sveit þar sem hann synti bak- sundið, og setti hann nýtt norskt met á tímanum 1.07,5. NORSKT MET I AÐSIGI. Jan Korsvold á 3. braut býr sig undir að hefja 100 m. baksundssprettinn, en honum lauk með nýju norsku meti — 107,5 mín. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Efnilegur unglingar Það má segja að mót þetta hafi 1 heild borið meiri keim af unglingamóti en móti full- orðinna. Það er greinilegt að hinum eldri er mjög að fækka. ef við sleppum tveim til þrem , stjömum, og er ekki nema eðlilegt að hinir yngri komi. Fyrst svo er komið þá hlýtur það að vera gleðiefni sund- mönnum að sjá hinn fjöl- menna og kröftuga unga efni- við, sem ryður fjölda unglinga- meta. Fólk sem getur boðið uppá skemmtilega keppni með öx vartandi getu, og þar koma til ungir menn og konur frá: Keflavík, Hafnarfirði, Akra- nesi, Isafirði og Reykjavík, og þó er saknað hins efnilega sundfólks frá Selfossi. Þetta sundmót lofar góðu um það að nóg er til að taka við af hinum eldri, ef áhugi þess heldur áfram að fleyta því lengra og lengra. og kennarar og forustan má vera að því að sinna þessum ungu og' kraft- mikla efniviði. Úrslít: 100 m flugsund karla Guðmundur Gíslason IR 1.04.7 met. Korsvold Noregi 1.08,0 Davíð Guðbergsson ÍBK 1.08,6 Dr-met. 100 m baksund karla Guðmundur Gíslason ÍR 1.07,8 Korsvold, Noregi 1.07,8 Jan Wengen, Noregi 1.17,3 200 m bringusund karla Gestur Jónsson SH. 2.54,7 Ólafur B. Ólafsson Á 2.55,8 Fylkir Ágústsson Vestra 2.58,6 100 m skriðsund kvenna Hrafnh. Guðmundsd. IR 1.06,3 Hrafnh. Kristjánsd. A 1.19,2 Ásta Ágústsdóttir SH 1.19,8 200 m fjórsund kvcnna Hrafnh. Guðmundsd. ÍR 2.49,0 met. Matth. Guðmundsd. Á 3.06,8 Auður Guðjónsd. iBK 3.10,9 100 m skriðsund drengja Davíð Valgarðsson IBK 1.00,8 Trausti Júlíusson Á. 1.08,2 Þorsteinn Ingólfsson Á. 1.09,6 50 m skriðsund drengja Davíð Valgarðsson IBK 27.2 Trausti Júlíusson Á 30.1 Kári Geirmundsson IA 30.2 50 m bringusund sveina Guðmundur Grímsson Á 37.4 Framhald á 2. síðu. Fulltrúar olympíunefnda Austurþýzkalands og Vestur- þýzkalands héldu fund s. I. Iaugardag í Múnchen til að reyna að ná samkomulagi um þýzka þátttöku í olympíuleik- unum, sérstaklega vetrarol-®1 ympíuleikunum í Innsbruck. Helztu atriði sem samkomu- lag náðist um eru þessi: 1) Landslið beggja landanna mætast til keppni í íshokkí 6. og 8. des. n.k. (heima og heim- an). Verður þá gert út um það hvort liðið muni keppa fyrir hönd Þýzkalands á OL. Þetta er sami háttur og hafður var á um knattspymuna. 2) Vesutrþjóðverjar sjá um þátttökuna í Bob-sleðakeppni. 3) Fimm vesturþýzkar skíða- konur taka þátt í fjallagrein- um en sjötti þátttakandinn verður valinn síðar. I fjalla- greinum karla keppa fimm Vesfcurþjóðyerjar og þrír Aust- rrþjóðverjar. 4) Austuþ j óðverj inn Helmut Recknacel keppir í skiðastökki. Fjórír aðrir keppendur verða valdir á Þýzk7austurrísku- skíðastökkvikunni. 5) Vesturþjóðverjinn Georg Thoma keppir í samanlögðu stökki og göngu. Aðrir þátt- takendur verða valdir í úr- tökukeppni. Skíðagöngumenn verða valdir á úrtökumóti 5. og 6. janúar. 6) Keppendur í skautahlaupi og listhlaupi á skautum verða valdir á úrtökumótum, sem enn hafa ekki verið tímasett. Dinamo í Evrópu- bikarkeppni 1 MOSKVU 26/11 — Það er nú ákveðið að knattspyrnuliðið Dynamo í Moskvu taki þátt f næstu Evrópubikarkeppni í knattspyrnu. Dynamo verður fyrsta sovézka liðið sem þátt tekur í Evrópubikarkeppninni. Formaður sovézka knatt- spymusambandsins skýrði frá því fyrir skömmu, að Sovét- menn myndu taka þátt i næstu Evrópubikarkeppni. I dag varð það ljóst hvaða lið yrði full- trúi Sovétríkjanna í keppninni. Dynamo tryggði sér meistara- titilinn í 1. deild Sovétríkjanna með því að ná jafntefli (0:0) við Kairat frá Alma Ata. Dynamo fékk 54 stig, en í 2. sæti varð Spartak frá Moskvu, en það lið sigraði f fyrra. Hinn heimsfrægi markvörður Lev Jasín er í liði Dynamo. Saumið kjólinn fyrir jólin Hinar vinsælu ginur fyrir heimasaum eru nú fyrirliggjandi í öllum stærðum GÍSLI MARTEINSSON Sími 206-72 — Pósthólf 738 — Reykjavík Plastdúkur ■ til notkunar í glugga í stað bráðabirgðaglers. ■ til yfirbreiðslu. ■ til einangrunar í húsgrunna undir plötu. ■ breiddir: 6 fet — 10 fet — 40 fet. EGILL ÁRNASON Slippfélagshúsinu. Símar: 14310 og 20275.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.