Þjóðviljinn - 28.11.1963, Side 6

Þjóðviljinn - 28.11.1963, Side 6
MúsviLjnm Fimmtudagur 28. nóvember 1963 6 SIÐA .Þögult vor' eftir Racheí Carson: SKORD ÝRA EITUR GETUR ÚTRÝMT MÖNNUM Táragas í hand- tösku frúarinnar Dagblöðin í Suður-Afríku birta næstum daglega aug- lýsingar af þessu tagi: „Fá- ið ykkur handhægu tára- gasflöskurnar, sem tryggja öryggi ykkar“. Táragasframleiðendur segja. að táragas sé miklu betra en skammbyssur. Eftirköstin séu ekki eins alvarleg . . . Hægt er að sprauta 2 metra frá sér með táragasflöskuum — einmitt nógu langt til að stanza hvem sem er. segir framleiðandinn. Hvítir menn í Suður-Afríku eru dauðhraeddir við svertingja og flestir ganga vopnaðir. I landinu eru mörg hundruð skammbyssuklúbbar, bæði fyr- ít karla og konur. Frakkar lána Spánverjnm PARlS 25/11. — Frakkland mun veita Spánverjum 150 milljón franka lán (uni 6000 milljónir íslenzlcra króna) samkvæmt samningi, sem und- irrítaður var í Paris í dag. Samninginn undirrituðu fjár- málaráðherrar beggja land- anna, Valery Giscard Dcsta- Ing og Mariano Navarro Rub- io. Samningur þessi var gerður, af því að Frakkar vilja hjálpa Spánverjum með ýmis stórfyrirtæki, sem Spánverjar hafa hug á að koma á fót. Sérstaklega á fénu að vera varið til bygginga raforku- vera. tU styrktar stáliðnaðin- um og jámbrautakerfinu. USA frestar tunglskoti Fyrir skönrmu fannst tækni- galli í geimfarínu Ranger VI. Bandaríkjamenn hafa ákveðlð að fresta geknskotí um eitt ár. Ranger VI. áttí. að lenda á tunglinu og senda ljósmyndir af yflrborði þess affcur ta jarð- flrinnar. Ranger geimfarið vegur 331 kg. „Öll lifum við í stöðugum ótta við að eitthvað kynni að spilla svo umhverfi mannsins, að hann verði að lok- um úrelt lífsmynd, eins og risaeðlurnar. Og ekki er það beinlínis uppörfandi tilhugsun, að örlög okkar kunni að vera ráðin, mörgum áratugum áður en einkennin koma í ljós“. Þannig kemst Raohel Carson að orði í bókinni ..Þögult vor”. og þetta er einmitt boðskap- urinn, sem hún er að flytja í bókinni. ..SUent Spring” fjallar um nútíma útrýmángarlyf (pestlcid). bæði skordýraeitur (insekfcicid) og illgresiseitur (herbicid). Bókin vakti strax mikla at- hygli, enda bendir höfundur- inn á margt nýtt í sambandi við hættuna, sem stafar af of- notkun þessara lyfja. Náskylt taugagasi Útrýmingarlyfin koma beint úr rannsóknastofum vopna- iðnaðaríns. eins og rejmdar margar aðrar uppfinningar okkar tíma. Þau eru ekki beint framleidd þar, en hins vegar náskyld hættulegasta taugagasi, sem til er. Og á hinn bógin voru ekordýr notuð sem tilraunadýr í rannsóknarstof- um, sem gerðu tilraunir með eiturgas. DDT hefur náð mestri út- breiðslu þessara lyfja. Menn geröu sér í hugarlund frá upp- hafi, að þetta lyf væri ein- vörðungu skaðlegt skordýrum. enda hafði það engin áhríf á mannslákaman að því að séð var, þótt skórdýr hryndu nið- ur af þvf. En við nánari at- hugun kom í Ijós, að DDT er ekki eins saklaust og menn vilja vera láta, þótt ekki sé það banvænt (a.m.k. ekki hrað- drepand'i). DDT fer nefnilega aðeins að litlu leyti inn í lík- amann gegnum húðina, þegar það er í duftliki. Hægdrepandi eitur hættulegri DDT getur verið lífshættulegt ef því er smurt á húðina, upp- leystu í olíu, eða ef það er tekið inn með mat. DDT er þó ekki eins bráðdrepandi og mörg önnur eiturefni, sem Raohél Carson segir frá i bók- inni. Hún segir m.a. frá hjónum. sem eitruðu með endríni fyr- ir kakalökum snemma morg- uns, þvoðu síðan gólfin og hleyptu barn' sínu ársgömlu og hundi inn í húsið. Hund- urinn drapst og bam'ð má segja að hafi komizt á plöntu- stig. Það hvorki heyrði né sá og var algjörlega úr sambandi við umheiminn, en lífinu var haldið í bví á sjúkrahúsi. án bess að nokkur von væri um bata. Ekki virðist paraþíon vera meinlausara, eftir því sem ör- lög efnafræðings eins benda til. Hann ætlaði að rannsaka áhrif þessa eifcurs á mannslík- amann og tók inn 0,12 grömm af því. Hann lamaðist svo , skyndilega að hann hafði ekki einu sinni ráðrúm ttí að rétta út höndina eftír móteitrinu. sem stóð á borðinu fyrír fram- an hann. Efnafræðlngurinn dó, og upp frá því hafa allir vit- að, að paraþíon er ekki manna- mafcur. Á slíkum eiturefnum er auð- velt að vara sig, en það eru þau hægdrepandi, sem enginn veit kannski. að eru skaðleg — það eru þau, sem eru hættu- leg. 5JÁLFVIRKNI Sjálfvirkni, væni minn, er mikið þarfaþing. Nú þurfum við ekki að lengja vinnuvikuna, þurfum ekki að vinna við slæm skilyrði, þurfum ekki að ofreyna okkur, . . . þurfum ekki á þér að halda. Hlaðast upp í líkamanum Maður skyldi ætla, að til værí ósköp einfalt ráð við þessari hættu. — borða hvorki skordýraeitur né illgresiseitur. En það er ekki svo hlaupið að því. Meindýra- og illgresis- eyðing í sívaxandi mæli hefur það í för með sér, að eitrið hefur breiðst út um allt, og er nú í næstum öllu, sem við leggjum okkur til munns. Það er i drykkjarvatni. kjöti og grænmeti. Hér á Islandi gætir slíkrar eitrunar ekki að ráð* enn, og þar sem miklar líkur eru til að hún færíst í aukana ber okkur að vera sérstaklega á varðbergi gegn þessari hættu. Rannsóknir hafa leitt i ljós, að það eifcur. sem einu sinni kemst inn í Hkamann, safnast þar saman — a.m.k. að vissu markl. Forðabúr af eitri hleðst upp 1 fituvefjum og ýmsum líffærum. Aþreifanlegt dæmi Þegar menn leggja skyndi- lega af, vegna veikinda eða annarra hluta. kemyr stundum fyrir, að þeir veikjast — fá eitrun. Þetta er áþreifanleg- asta sönnun þess, að eltrið saÆnast fyrir og getur orðið skaðlegt. Það sem gerist íliþess- um tilfellum er, að þegar sax- ast á fitubirgðir líkamans, tek- ur eifcurs'ins að gæta. Það eru mörg dæmi þess að menn hafa fárveiikzt af þessum sökum, sérstaklega ef þar við bætíst. að þeir hafa lagt af vegna veikinda. ttv. -••••• - tii'ti'-t ■■ ■. gaUtWWHWIl Áhrif á kyiifærin Tilraunir með fugla hafa sýnt, að margir þeirra, t.d. haförninn og fasaninn, verða ófrjóir af völdum DDT. Þeir hætta ýmist alveg að verpa, verpa fúleggjum, eða ungam- ir deyja skömmu eftir að þeir skríða úr egginu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að eitríð safn- ast sérstaklega fyrir í kyn- færum manna. T.d. fór fram læknisskoðun á flugmönnum, sem dreifa DDT. Hún leiddi í liós, að þeir framleiddu mun færri sæðisfrumur en eðlilegt er. Mörg útrýmingarlyf virð- ast geta valdið krabbameini. Ýmislegt bendir líka til. að þau geti valdið blóðsjúkdómum, vanskapnaði fóstra og lifrar- sjúkdómum. „Survival of the fittest” Útrýmingarlyfin eru ekfci eingöngu skaðleg fyrir mann- inn, heldur útrýma þau hvorki meindýrum né illgresi. Við höfum margsinnis rekið okkur á, að flugurnar, sem „útrýmt” er af yfirborði jarðar með DDT snúa aftur lífsglaðari en nokkru sinni fyrr. Það stoðar ekki lengur að ausa yfir þær DDT í tonna- tali, þær verða bara hraustari af því. Þær eru orðnar ó- næmar fyrir eitrinu. Rachel Carson segir. að menn geri stofninn bara lífseigarí með því að sprauta á hann eitrí. Þannig veljist hæfustu ein- staklingarnir úr, og viðhaldi stofninum einir. Aðferðin hefur löngum ver- ið sú að sprauta einu eitri þangað til það hættír að virka sterkara þegar h'itt er hætt að hafa áhrif — og þannig snýst hjólið. Hvað skal til bragðs taka? Rétt er að hafa enn eitt í huga — eitrið grandar ekki aðeins flugunum. heldur oft á tíðum líka verstu óvinum neikvætt. 'íAí Nútíma útrýmingarlyf meindýra og illgresis eru fundln upp i tilraunastofum vopnaframlciðslunnar. Hér sést inngangurinn í Camp Detrickj hina alræmdu stofnun í Bandarikjunum, sem .... ........ gerir tllraunir með gerlavopn. En hvað er þá hægt að gera til þess að eyða meindýrum og illgresi? Rachel Carson bendir á aðra leið — líffræði- legt stríð gegn þeim. Það er fólgið í því að styrkja óvini meindýranna, þau dýr, sem lifa á þeim. Líffræðingar hafa lengi unnið að rannsóknum í þessa átt og mörg dæmi hafa þegar sannað að þetta er ekki kostnaðarsöm aðferð. En auð-' vitað getur hvaða hálfviti sem er hlaupið út með spraufcu og sprautað á allt sem á vegi hans verður. Peningar í spilinu 98% vísindamanna á þessu sviði starfa að tilraunum með kemísk lyf, en aðeins 2% heyja líffræðilegt stríð. Ástæðan til þessa er sú, að stór kemísk fyrirtæki ausa peningum í há- skólana fcil slíkra rannsókna. Þau veita háa styrki og lokk- andi keWjir^^ár.,.,Hiilir.eru hins vegar ekki studdir — af þeirri einföldu ástæðu, að þeir vekja engar vonir um stóra fjársjóði. Talandi dæmi um þetta er líka dreifing eitursins úr flugvélum. í Bandarfkjunum fá flugmennimir, sem dreifa eitrinu yfir akra borgað fyrir lítrann, en ektoi fyrir feridló- metrann eins og eðlilegt væri að ætla. Þetta verður til þess, að þeir skrúfa ekki fyrir þegar þeir fljúga yfir leikvelli eða eraðra staði þer sem illgresis er sízt að vænta. Gjaldendur útsvara og fasteignagjalda í Hafnarfirði Lögtök fara nú daglega fram fyrir ógreiddum útsvörum og fasteignagjöldum til bæjarsjóðs Hafnarfjarðar ásamt dráttarvöxtum og kostnaði. Gjaldendur eru hvattir til að greiða gjöld sín nú þegar og komast þannig hjá óþægindum og kostnaði af lög- tökum. ------- B ÆJARGJ ALDKERINN 1 HAFNARFIRÐL Skattar í Kópavogi Gjaldendur í Kópavogi eru enn minntir á greiðslu þing- gjalda. Lögtökum er lokið hjá fyrirtækjum og þeim sem skulda eldri gjöld. Lögtök eru hafin hjá öðrum gjald- endum og verður haldið áfram án frekari aðvörunar þar til lokið er greiðslum. Þeir sem geta greitt strax ætfcu að forðast kostnað og leiðindi sem lögtökum fylgja. BÆJARFÓGETINN. Kanarífuglar . • Hertoginn af Edinborg lét svo um mælt í þessu sambandi: Námumenn nota kanarífugla til þess að vara þá við eitr- uðum gastegundum. Það væri kannski ekki úr vegi, að við létum oktour þetta að kenn. ingu verða og taekjum aðvör. unum dauðu fuglanna uppi á yfirborði jarðar” Sovézkur eðlis- fræðingur fær bandarísk verð- laun Tveir merkustu kjamvísinda- menn hcimsins, annar banda- rískur og hinn sovézkur, hlutn fyrir skömmu verðlaunin (,At- óm í þágu friðarins”. Þetta er í fyrsta sinn. sem sovézkur vísúndamaður hlýtur þessi verðlaun. Verðlaunahaf- amir erj dr. Vladimir I. Veksler og Edwin M. McMill- an, yfirmaður Lawrence rann- sóknarstofnunarinnar í Kalí- fomíu. Hann fétok nóbelsverð- laun fyrir efnafræði árið 1951. Vísindamennimir hljóta að verðlaunum rúmar 3 millján- ir íslenzkra króna, sem þeir skipta milli ®ín, og þar að autoi hvor sína gullorðuna.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.