Þjóðviljinn - 28.11.1963, Síða 10

Þjóðviljinn - 28.11.1963, Síða 10
10 siða -...-.....- -----------^—------------- HöÐVIinNH - Fimmtudagur 23. nóvember 1933 NEVIL SHUTE SKAK- BORÐIÐ lð að skilja klefadymar eftir opnar á nætumar, svo að fang- amir gætu farið á salemið, og höfðu aðeins vörð við útidymar. Um miðja nótt kom flugmaður á 6alemið, skjálfandi og magur. Á hurðina var festur miði sem var óvanalegt. Hann gat ekki lesið hann strax. en þegar hann kom fram aftur lyfti hann lukt- inni og las það sem á honum stóð: Ensku og bandarísku fangar, þið eruð nú frjálsir. Samkvæmt skipun keisarans hefur japansici herinn hörfað frá Rangoon og skilið ykkur eftir. Við vonumst til að hitta ykkur síðar í heiðar- legri orustu. Lyklamir eru á borðinu í varðstofunni. Hann starði undrandi á þetta, flýtti sér til baka og vakti hina. Tveir liðsforingjar voguðu sér iSt úr byggingunni og út á stíg- inn sem lá að varðskýlinu, bjuggust hálfpartinn við að heyra skothríð úr vélbyssum. Etn enga Japani var að sjá; þeir gengu alla leið að skýlinu og þar lágu lyklamir á borðinu, þrjár stórar kippur. Þetta var alveg rétt 1 hálfa klukkustund hafði heyrzt vaxandi hávaði utanár borginni. Þeir opnuðu fangelsis- hliðin og gengu út á götuna. Inpanúr miðbænum heyrðist skothríð öðru hverju, og yfir húsin sása bjarma fyrir eldi. Þetta var allt fremur uggvæn- hegt í augum máttfarinna, ó- vopnaðra mannanna sem stóðu þama í framandi borg. Þeir sneru við og héldu aftur til fangelsisins og læstu hliðunum. Það gat ekki liðið á löngu áður en fjórtándi herinn kæmi og frelsaði þá. Hárgreiðslan Hárgreiðsfn og snyrtistofa STEINU og DOOO Langavegi 18 III. h. flyfta) SfMI 24616. P E R M A Garðsenda 21. SfMl 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dðmurt Hárgreiðsla við aiira hæfi TJARNARSTOFAN. TJarnargötu 10. Vonarstrætis- megln. — SfMI 14662. HARGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SlMl 14656 Nuddstofa á sama stað. — 1 dögun reyndu þeir að ná sambandi við flugvélamar frá RAF, sem voru á sveimi yfir borginni. Morgan og fleiri náðu í langan stiga og komust upp á þakið í sinni álmu og með kalk- málningu skrifuðu þeir með stórum stöfuð JAPANIR FARN- IR. Sem svar við því kom Mosquitóvél niður í þúsund feta hæð og tók myndir af handa- verkum þeirra. Síðar um morg- uninn datt þeim í hug að flug- stjómin kynni að halda að þetta væri japönsk gildra. Þeir brutu heilann til að finna upp sann- færandi orðalag og hikuðu ekki við að nota gróf orð. önnur flugvél flaug yfir þá og vaggaði sér í kveðjuskyni. 30 Minna bar á skothríð siðdeg- is og minni hávaði heyrðist frá miðbænum. Fangana skorti til- finnanlega kjambetri mat; sennilega væri hægt að fá nýtt kjöt og grænmeti og ávexti inni í borginni. Undir forustu ungs majórs úr indverska hemum, fóru Morgan og þrír aðrir úr fangelsinu saman í hóp og héldu inn í borgina; þeir yoru alyeg óvopnaðir og fóru að öllu með gát. Þeir gengu líka hægt, því að allir voru þeir með bólgna fæt- ur af efnaskortinum. Þeir komu fyrst að kínverska hverfinu og þar var tekið vel á móti þeim. Það kom í ljós, að Kínverjamir höfðu gert hindranir á götunum til að vemda verzlanir sínar fyrir ræningjum og óaldarseggj- um sem óðu uppi í Rangoon. Þeir fengu allt sem þeir vildu í kínverska hverfinu. þar á með- al nokkrar byssur sem stolið hafði verið frá Japönum. Þeir gerðu ráðstafanir til þess að tvö bílhlöss af ávöxtum og græn- meti yrðu flutt í fangelsið; þótt undarlegt væri var nóg af benz- íni eftir í borginni og hún var óskemmd nema eftir loftárásir Breta. Þegar kom að því að borga vaminginn, buðu þeir ávísanir á gjaldkera fjórtánda hersins og Kínverjinn sem þeir sömdu við, tók fúslega við þeim. Hann brosti glaðlega framaní horaða og rytjulega mennina. sem stóðu fyrir framan hann. — Mér er ánægja að hjálpa enskum föng- um, sagði hann. — En þetta eru líka betri peningar en japönsku bréfpeningamir sem við höfum núna. Ég hjálpa sjálfum mér um leið og ykkur. herrar mínir. Verið ekki að þakka mér. Majórinn spurði: — Eru pen- 'lngamálin í slæmu ástandi? Kínverjinn hló. — Það er ekki hægt að lýsa þeim. Meðan her- námið stóð yfir tvítugfaldaðist allt í verði að minnsta kosti. En í gærkvöldi, þegar Japanimir héldu á burtu, brauzt múgurinn inn í bankann í enska hverfinu og stal öllum peningaseðlunum. Vinur minn sem fór þangað í morgun, segir mér að fimmtíu og hundrað rúpíuseðlar liggi í göturæsunum eins og visin lauf. Ef þetta er satt. þá eru þessir japönsku peningar gersamlega verðlausir. Heldur vil ég ávís- animar ykkar. Hann gaf þeim te úr fínum postulínsbollum og fylgdi þeim til dyra með mikilli kurteisi Þegar þeir komu í mannsöfnuð- inn úti á götunni, sagði majór- ins: — Eigum við að ganga upp í borgina og athuga hvort það er rétt sem hann sagði um bankana? Þeir gengu eftir miðri götunni og höfðu byssumar til taks. Göt- umar voru ólýsanlega sóðalegar; ruslahaugar lágu á öllum gang- stéttum og megnan óþef lagði af. Þeir gengu hægt og tóku kveðj- um ótal margra innborinna manna sem töluðu ágæta ensku. Smám saman myndaðist löng halarófa af forvitnum borgarbú- um á eftir þeim. Þeir komu inn í bankahverfið; lýsing Kínverjans reyndist rétt. Það hafði verið brotizt inn í alla bankana og fólkið var enn að birgja sig upp. Það hætti rétt á meðan þeir gengu hjá en hélt á- fram strax og þeir voru komn- ir framhjá. Fimm og tiu rúpíu- seðlar lágu í göturæsunum og á gangstéttunum; það tók því ekki að beygja sig eftir þeim. Þeir gengu inn í ýmsa af bönkunum. Stórir hlaðar af pappírsseðlum lágu eins og hráviði framanvið brotna peningageymslu. Þeir stóðu agndofa og horfðu á þessa undarlegu sjón. — Við ættum að hirða eitt- hvað af þessu til að nota sem vasapeninga, sagði majórinn. Þeir fylltu vasa sína og tróðu inn á sig; síðan kölluðu þeir á burðarhjól og létu aka sér til fangelsisins. því að þá verkjaði í bólgna fætuma. Þegar Morg- an kom aftur í fangelsið, komst hann að því að hann hafði með- ferðis tólfþúsund átta hundruð og sextíu rúpíur og svo sem níu hundruð og fimmtíu pund. Hann gaf töluvert af þessu strax um kvöldið. Morgan lá vakandi nokkra stund þegar hann kom í rúmið þetta kvöldið. Kjamgóður mat- urinn sem hann hafði borðað þennan dag og hrísvínið sem hann hafði drukkið, hafði hresst hann mjög og örvað huga hans. Innan fárra daga kæmu brezku og indversku hersveitimar til Rangoon; flugmiðum þess efnis hafði verið dreift yfir borgina. Þá yrði samstundis flogið með fangana til Indlands og þaðan yrðu þeir sendir til Englands. Sízt af öllu vildi Morgan fara aftur til Englands, í þennan 6- skapnað sem hét hjónaband. Hann langaði mest til að fara upp með Irrawaddy og fá fregn- ir af Nay Htohn og hitta hana aftur. Fari það kolað að hann ætlaði til Englands strax. Hann vildi vera kyrr í Burma. Eins og ástatt var. var lítill agi i Rangoon fangelsinu; hóp- ar fanga gengu út og inn ó- hindrað allan næsta morgun. Morgan athugaði eigur sínar. Hann átti óhrein og slitin fötdn, sem hann stóð í, töskuna með smádóti í, stígvélin, trefilinn, teppi svo sem fimm þúsund og sex hundruð japanskar rúpíur, góða skammbyssu og skotfæri. Honum fannst hann frjáls og fær í allan sjó. Hann hélt á fund kínverska mannsins sem sem hafði aðstoðað þá daginn áður og spurði hvemig hann gæti komizt til Henzada. Hann sagðist þurfa að komast í sam- band við mann sem héti Utt Nee. Kínverjinn vissi allt um Utt Nee. — Hann er höfuðsmaður í Þjóðfrelsishreyfingunni. sagði hann. — Þú hittir áreiðanlega einhvem í Hanzada, sem getur komið þér í samband við hann. Faðir hans er vel þekktur f Rangoon, Maung Shway Than Hann er í Hanzada eða þar var hann í fyrra mánuði. Ef þú hitt- ir Maung Shway Than, þá skil- arðu kveðju frá mér. Flugmaðurinn spurði: — Þekk- irðu hann vel? — Já, já. Maung Shway Than átti marga kunningja i Rangoon. Hann á mörg böm; Utt Nee er elzti sonurinn. Hann var í há- skólanum 1 Rangoon. Þeir fóru að ræða ferðalagið. — Þú verður að fara upp ána, sagði Kínverjinn. — Ég veit ekki hvemig háttað er ferðum Japananna þar, en ég býst við að þeir séu ennþá í Hanzada. Þú getur komizt til Yandoon með pramma; ég get séð um það fyrir þig. 1 Yandoon geturðu spurt eftir herra Liu Sen, sem er fjármálamaður sem við eig- um viðskipti við. Ég skal láta þig hafa bréf til hans og hann mun hjálpa þér ef hann getur. Ég veit ekki hvort auðvelt er að komast frá Yandoon til Henzada. Morgan fór ekki f fangelsið aftur. Kínverjinn stóð við orð sín, hann útbjó bréf á kínversku til herra Liu Sen í Yandoon. Hann lokaði skrifstofu sinni og þeir gengu niður að höfninni; af hundruðum smábáta valdi hann einn og þeir þurftu að stikla yfir marga báta til að komast út í hann. 1 honum var kínversk- karen fjölskylda, karlmaður, kona hans og tvö böm. Þau Nei sko þeíía Kíía dýr sem kemur upp úr jörðinni. Ég verð að reyna að finna .......... hcilan skrúðgarð á þrjótinn, svona neðanjarðar- nokkrum minútum. dýr £54a eyðilagt .... SKOTTA „Við skulum leika að þetta ilmvatn sé eitrað gas sem seytlar upp út eldgígnum á tunglinu** Tveir tónleikar bandarísks píanósnillings Hingað er væntanlegur í kvöld, amcríski píanóleikarinn Doniel Pollack. Hann kemur hingað á vegum Tónlistarfé- lagsins og ætlar að halda hér tvenna píanóhljómleika, á morg- un, fimmtudagskvöld ld. 7 og á Iaugardag kl. 3 e.h. í Austur- bæjarbíói, fyrir styrktarfélaga Tóhlistarfélagsins. Daníel Pollack er í þeim hópi yngstu tónlistarsnillinga Banda- ríkjanna, sem einna mest lof hafa fengið, hvar sem þeir hafa komið fram. Á það jafnt við um Moskvu og Varsjá og ýmsar borgir Vesturheims. Árið 1958 tók Pollack þátt í fyrstu alþjóða Tsjaikovsky- keppninni í Moskvu, ásamt Van Clibum, sem varð hlutskarpast- ur í keppninni. Þótt Pollack yrði þar ekki i fyrsta sæti í það sinn, var hann kallaður „lárvið- arleikari" eftir þetta, því að svo vel þótti hann standa sig. Þrem árum síðar fór hann aft- ur til Sovétríkjanna og hélt fjölda tónleika í ýmsum borg- um, m.a. hélt hann 6 tónleika í Moskvu, og var komizt svo að orði um heimsókn hans þangað í það sinn, að hann hefði gengið „út úr skugganum" af Van Clibum, og menn getað gert sér raunverulega grein fyrir getu hans. Bæði fyrir og eftir að hann vann þennan sigur sinn í Moskvu, hefur hann farið víða um lönd og hvarvetna verið tekið með kostum og kynjum. Associated Press sagði um siðari heimsókn hans til Moskvu, að „engum Bandaríkjamanni hefur nokkru sinni verið tekið af annarri eins hrifningu af Rússum.“ En lof um Pollack hefur birzt víðar, því að banda- ríska tímaritið Time, sem er mjög kröfuhart á sviði hvers- konar lista, hefur sagt um hann, að hann sé „eitt bezta lista- mannsefni, sem nú er uppi“. Jafnframt segir Time, að Poll- ack sé að komast í fremstu röð hinna yngri tónlistarsnillinga heimsins. Einna mesta sigurför fór Pollack annars á síðasta ári, þegar hann var á hljómleika- för um Pólland, ættland sjálfs Chopins og einhverra kröfuhörð- ustu gagnrýnenda, sem um get- ur, en þeir tóku honum með miklum ágætum og sögðu um þennan unga, ameríska tón- snilling, að hann væri „lista- maður í fyllstu og fegurstu .merkingu þess orðs“. „Það er sjaldgæft að hlusta á Chopin leikinn af slikri snilld" sagði einn gagnrýnendanna, og annar komst þannig að orði: „Við höf- um ekki heyrt sjöundu sónötu Prokofievs leikna þannig sið- an Riohter var nér á ferð í Varsjá". Þess má geta, að Pollack er fyrsti og eini útlendi píanóleik- arinn, sem menningarmálaráðu- neytið pólska hefur gefið kost á að efna til tónleika í fæðing- arborg meistarans Chonins, Zel- azowa Wola, sem er skammt frá Varsjá. Hingað kemur Pollack eftir að hafa leikið í ýmsum löndum í Evrópu og víðar. I október lék hann til dæmis í ísrael sem gestur ríkisstjórnarinnar þar, og var helzta verkefni hans bar, m'anókonsert eftir Samuel Bar- ber. en honum lætur sérstaklega- vel að leika eftir þann höfund. Hér leikur hann sónötu eftir Barber. Frá Israel hélt Pollack til Búlgaríu, Noregs og Niðurlanda. og er hann nú á heimleið úr bessari ferð. Ekki getur hann þó hvílzt lengi þegar heim kem- ur. því að 12. desember leikur hann í Carnegie Hall í New York. og er sérstaklega verð- launaður af Mart.ha Baird Rocke- fellertónlistarsióðnum vegna bess ara tónleika. í því sambandi má gjaman geta þess, að þessi verð- laun eru aðeins hin síðustu af 22 styrkjum, verðlaunum og við- urkenningum, sem hann hefur fengið. síðan hann tók upp tón- listamám við Juilliard-tónlistar- skólann f New York. A tónleikunum á fimmtudags- kvöld og á laugardag leikur Pollack verk pfS’” Pchiihert, !\Tpno^l* T’’ o OfCízy- manoup! pg n-. , ‘iel Bp-ber.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.