Þjóðviljinn - 29.11.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.11.1963, Blaðsíða 1
Föstudagur 29. nóvember 1963 — 28. árgangur — 254. tölublað. Flokksstjórnarfundur haldinn í næstu viku Fundur flokksstjórnar Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalista- flokksins verður settur í Tjarnargötu 20 föstudaginn 6. desember n.k. kl. 5 síðdegis. STJÓRNIN. FORSETINN BÝÐUR HOME 0G BUTLER TIL ÍSLANDS Skiladagyr í dag -25 dagar eftir ¦*¦ Nú eru aðeins 25 dag- ar eftir þar til dregið verður í Happdrætti Þjóð- viljans 1963 um glæsilega fjögurra herbergja íbúð og 10 aðra ágæta vinninga. Hefur sjaldan eða aldrei verið boðið upp á glæsi- legri vinninga í Happ- drætti Þjóðviljans en nú, eða hver vill ekki eignast hálfrar milljónar íbúð fyr- ir aðeins 100 krðnur? Betri jólagjöf er vart hægt að kjósa sér. Dregið er á Þor- Iáksdag. •k í dag og næstu daga verða miðar í happdrætt- inu seldir úr bifreið á horni Austurstrætis og Að- alstrætis og ættu þeir sem leggja leið sína þar um ekki að láta hjá líða að fá sér miða. •k Enn fer þeim númer- um f jölgandi sem skrifstofa happdrættisins hefur sér- staklega verið beðin að út- vega og biður hún alla þá sem fengið hafa miða til sölu og kynnu að hafa eft- irtalin númer undir hönd- um óseld að gefa sig fram. Númerin eru: 1075, 4232, 8034, 9995 og 34345. * í dag verður alls- herjar skiladagur og í til- efni þess verður skrifstof- an að Týsgötu 3 opin kl. 9—12 og 1—10. Eru allir sem fengið hafa senda miða til sölu og búnir eru að selja eitthvað af þeim beðnir að hafa samband bið skrifstofuna og gera sldl fyrir seldum miðum. Þeir sem búsettir eru úti á landi póstsendi skilin til skrifstofunnar. Sími happ- drættisins er 17514. SAMKVÆMT fréttaskeyti frá. séra Emil Björnssyni frétta- manni sem fylgzt hefur með forsetahjónunum á ferð þeirra í Bretlandi hefur for- seti Islands boðið þeim sir Alec Douglas Home, forsæt- isráðherra Bretlands, og frú, svo og Butler utanríkisrað- herra i opinbera heimsókn tH íslands. Óvíst er hins vegar hvenær þau hafa astæður ta a3 þiggja boðið. FORSETINN er nú farinn frá London ásamt fylgdarliði sínu. Hélt hann fyrst til Leeds en síðan til Tork og Edinborgar. ÁRANGUR LANGRAR BARÁTTU í BORGARSTJÓRN: OLÍU-OG BENZÍNKAUP B0RGARINNARB0ÐINÚ1 D Þau ánægjulegu tíðindi gerðust á stjórn arfundi Innkaupastofnunar Reykjavíkurborg þriðjudag að samþykkt var með þrem ar samhljóða atkvæðum mættra stjórnarmanna að leggja til við borgarráð að útboð verði lát- ið fara fram á benzín- og olíukaupum borg- arinnar. Munum á bazar- ínn veitt mót- taka í dag Kvenfélag sósíalista minnir á að bazar félagsins verður hald- inn að Tjarnargötu 20 laugar- daginn 30. nóvember. Munum er veitt móttaka í TjarnargiHn 20 í dag kl. 15—22. Stjórnin Samstarfsnefndin ræðir við atvinnu- rekendur íkvöld G Sáttasemjari hefur orðið við þeim tilmæl- um verkalýðshreyfingarinnar að kveðja alla sam- starfsnefnd verkalýðsfélaganna á sáttafund með fulltrúum atvinnurekenda, vegna þeirra alvarlegu viðhorfa sem upp eru komin eftir framkomu at- vinnurekendafulltrúanna á síðasta fundi með landsnefndarfulltrúum verkamanna- og verka- kvennafélaganna. Þar neituðu fulltrúar aívinnu- rekenda sem kunnugt er að ræða um nokkra kauphækkun. D Fundur samstarfsnefndarinnar og fulltrúa allra þeirra atvinnurekenda sem hlut eiga að máli verður í kvöld, föstudag, og hefst kl. 8.30. Samþykkt hafði verið fyrir alllöngu að segja upp samning- um við Skeljung h.f. um olíu- og benzínkaupin og er hann út- runninn um áramót. Það tók hins vegar langan tíma að fá á- kvörðun tekna um útboðið og mun það hafa verið alvarlegt og erfitt heimilisvandamál hjá ráða- mönimm íhaldsmeirihlutans. Hér er um að ræða gífurleg vörukaup, sem íhaldið hefur af- hent Skeljungi h.f. án nokkurr- ar samkeppni annars staðar frá. Verður nú fróðlegt að sjá við- brögð olíufélaganna og þann árangur sem fæst með útboði þessa mikla magns af benzíni og olium. Borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins hafa ár eftir ár flutt tillögur um að leitast yrði við að ná hagkvæmari innkaupum á þessum vörum með almennu út- boði. Samningurinn við Skeljung h.f. hefur hins vegar verið íhaldinu eins og heilagur dóm- ur ' og meirihluti þéss jafnan verið látinn fella eða svæfa slík- ar tillögur. Nú loks hefur ílhaldið látið undan og eru það mikil og góð tíðindi að þessi vörukaup skuli nú verða boðin út en ekki af- hent samkeppnislaust einu af auðfélögum íhaldsgæðinganna. MYNDDBNAR eru teknar í heim- sókn forsetans til Bretlands og sést hann ásamt sir Alec Home forsætisráðherra á stærri myndinni en með Butler utanríkisráðherra á minni myndinni. S ni b # a nar t u r A tólftu siðu er m. a. rak- in ræða Hannibals Valdi- marssonar, er hann gerði grein fyrir afstöðu Alþýðu- bandalagsins til „jjlaglaðn- ings" viðreisnarstjórnarinnar til gamla fólksins. Samii um kaup á olíum og benzíni frá Sovétríkjunum 1 gær barst Þjóðviljanum eft- irfarandi fréttatilkynning frá viðskiptamáTaráðuneytinu um samninga um olíukaup frá Sov- étrikjunum á næsta ári: ,,Að tilhlutan viðskiptsmála- ráðuneytisins fóru fram í Moskvu, dagana 28. október til 1. ndvember sL viðræður um olíukaup á næsta ári frá Sov- étríkjunum. Af hálfu Islendinga tóku þátt í samningum þeir HaUgrímur Fr. HaUgrímsson, forstjóri. Hreinn Pálsson, forstjórl, Vil- hjálmur Jónsson, forstjóri, Árni Þorsteinsson, fulltrúi og Harald- ur Kröyer, sendiráðunautur. Ráðstefna um vandamál íslenikrar menningar, sjalfstæðis og sósíalisma ¦ Róttækir stúdentar og ungir sósíalistar gangast fyr- ir ráðstefnu í vetur um vandamál íslenzkrar menningar, sjálfstæðis og sósíalisma. Ráðstefnan hefst 10. desem- ber n.k. og verður fram haldið eftir nýár. Á fyrsta fundi ráðstefnunnar. sem hefst í Aðalstræti 12 kl. 8,30 þriðjudagskvöldið 10. des- ember verður dagskráin þessi: Eyvindur Eiríksson. formaður fé- lags róttækra stúdenta setur ráð- stefnuna, Jónas Árnason rit- höfundur flytur ávarp. Ragnar Arnalds alþingismaður ræðir um verkefni og stjórn RR (ráð- stefnunnar) og nánari flokkun umræðuefnis. Síðan verða al- mennar umræður og kjörnir em- bættismenn RR og ákveðin skipt- ing umræðuefnis og verksvið beirra. Gert er ráð fyrir að fundir RR á nýia árinu verði 3—5 með viku miirbili Þátttaka er heim'l ö'lu ungu fólki á aldr- inum 16—30 ára. en Félags rót- tækra stúdenta mun jafnframt L bjóða til þátttöku fáeinum mönn- um, sem komnir eru yfir aldurs- markið. Þátttökugjald verður 100 krónur. Fylklngin Æskulýðsfylkingin í Eeykja- vík heldur fullveldisfagnað í fé- lagsheimili Kópavogs n.k. Iaug- ardagskvöld kl. 9. Meðal skemmtiatriða verður upplestur, söngur og að iokuni dans. All- ir velkomnir. Sarnningur var undirritaður f Moskvu 1. nóvember sl.. og und- irirtaði af hálfu Islendlnga dr. Kristinn Guðmundsson, sendi- herra. Samkvæmt sarnningnum et gert ráð fyrir að Islendingar kaupi á næsta ári frá Sovét- ríkjunum 100.000 tonn af fuel- olíu, 210.0000 tonn af gasoJía og 48.000 tonn af benzíni". Ræða saksóknara stóð yfir í um níu klukkutíma Stððugt er haldið áfram mál- flutningi fyrir Hæstarétti í Oliu- málinu svonefnda en það mmt vera eitt umfangsmesta mál sem rétturinn hefur i'engið til með- ferðar. 1 gær lauk saksóknairi ríkfe- ins, Valdimar Stefánsson, frum- sóknarræðu sinni. Hafði mál- flutningur hans þá staðiö yfir í fjóra daga eða samtals um 8 klukkustundir. 1 dag M. 2 e.h. hefst mál- flutningarinn að nýju og tek- ur þá til máils Benedikt Sig- urjónsson hæstaréttariögmaður, skipaður verjandi Hauks Hvann- bergs aðalsakborningsins í mál- inu. Er búizt við að flutningur varnarræðu hans muni taka litlu skemmri tíma en flutningur sóknarræðu sækjanda. Að hennl lokinni flytja síðan verjendur annarra ^akboi-ninga varnarræð- ur sinar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.