Þjóðviljinn - 29.11.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.11.1963, Blaðsíða 3
Fðstudagur 29. nóvember 1963 ÞJÖÐVILJINN SÍÐA 3 Jack Ruby og Lee Oswald voru nágrannar um skeið DALLAS 28/11 — Lögreglan í Dallas telur sig nú hafa fyrir því fullar sannanir, að þeir Lee H. Oswald og Jack Ruby hafi um tíma verið nágrannar. TJm eitt skeið leigði maður nokkur herbergi í nánd við bústað Rubys, og kemur lýs- ing þessa anns að sögn lögreglunnar vel heim við Oswald. Blað eitt í Dallas hefur það eftir lögreglumanni, að hér kunni að vera komið í Ijós mjög mikilvægt atriði í málinu. Eins og kunn- ngt er af fréttum, hefur Jack Ruby neitað því þverlega, að hafa nokkuð þekkt Lee Oswald áður. Þá hefur vopnasmiður nokkur í Dallas skýrt svo frá. að fyrir rúmum mánuði hafi hann gert við riffil fyrir mann, er nefnt hafi sig Oswald. Kveðst vopna- esniðurinn einmitt hafa stillt sjónaukann á rifflinum, sem De Gaulle ekki sýnf banatilrœði WASHINGTON 28711 — Tais- maður sambandslögreglunnar, FBI, lýsti í dag ósannar með ðllu fregnir þess efnis, að lög- reglan hefði komið upp um sam- særi um að ráða de Gaulle. Frakklandsforseta. af dögum, þegar hann var við jarðarför Kennedys. Sagði talsmaðurinn ennfremur, að fréttin orsakað- ist af þeirri taugaspennu, sem nú gripi um sig með fólM í Bandaríkjunum. Rowan ekki blaðafulltrúi forsetans WASHINGTON 28711 — A- byrgir aðilar í Washtegton lýstu f dag hreinan uppspuna frétt þess efnis, að sendiherra Banda- rfkjanna f Finnlandi. blökku- maðurinn Garl Rowan, hefði verið útnefndur þlaðafulltrúi Johnsons forseta. Var fregnin sögð úr lausu lofti gripin, svo og frétt þess efnis, að Rowan hefði verið skipaður í aðra mik- ilvæga stöðu. Stemma stigu við ritstuldi A aðalfundi Rithöfundafélags fslands er nýlega var haldinn var eftirfarandi tillaga sain- þykkt: ..Aðalfundur Rithöfundafélags íslands, haldinn 17. nóvemher 1963. samþykkir af sinni hálfu heimild til fulltrúa sinna i stjórn Rithöfundasambands íslands. að stjóm sambandsins verji allt að 70% af skuldlausum sjóðum þess til að reka réttar erl. höfunda hér á landi og hamla við þeim gífurlega ritstuldi sem enn á sér stað“. hann minnir að hafi verið af erlendri gerð. Frá New York berast þaer fréttir, að sambandslöreglan, FBI. rannsaki nú þar í borg meint samband Oswalds við of- stækisfullan andstöðuhóp Kenne- dys forseta, og sé það einkum stefna hins látna forseta í kyn- þáttamálum, er verið hafi mönn- um þessum þymir í auga. Bandaríska stórblaðið New York Times skýrir einnig frá því í dag, að þegar Oswald var staddur í New Orleans síð- astliðið sumar hafi hann fengið léðar á bókasafni bækur, er fjölluðu um pólitísk morð. Hafi meðal annars ein bókin fjallað um morðið á Huey Long, en hann var á sínum tíma ríkis- stjóri f Lousiana. Long þessi þótti verstur fazisti einn hver í sögu Bandaríkjanna. og var skotinn til bana skömmu fyrir stríð. Víxlar með afföllum á Selfossi í kvöld frumsýnir Leikfélag Selfoss gamanleik Agnars Þórð- arsonar. Víxlar með afföllum. Er Agnar sjálfur loikstjóri. Víxlar með afföllum var sem kunnugt er f-lutt í útvarp fyrir ekki alllöngu, og vakti þá ó- skipta kæti hlustenda. Með að- alhlutverkin á Selfossi fara Ax- el Magnússon, sem leikur heild- salann Begga, Erla Jakobsdóttir, sem leikur frúna, og Þorbjörn Sigurðsson. sem leikur Danna. Þá leikur Karl Guðmundsson gestaleik með félaginu, hann fer með hlutverk Júlíusar kaupfé- lagsstjóra á Skötufirði. Þorgerði kennslukonu og væntanlegan stúdent leikur Sigríður Lofts- dóttir. önnur sýning verður á sunnu- dag, lcL 5. Veriur fundur æistu manna haldinn í byrjun næsta árs? STOKKHÓLMI 28/11 — Dagblöð í Stokkhólmi, svo og önnur blöð víða um heim, ræða það nú mjög, hvort haldinn verði á næstunni fundur æðstu manna Bretlands, Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna. Hefur Stokkhólmur verið tilnefndur sem fundarstaður, og þess getið til, að fundurinn myndi haldinn snemma á þessu ári. Tage Erland- er, forsætisráðherra Svía, kveðst þó ekkert um málið vita. Erlander kom í dag til Stokk- hólms vestan um haf, en þar var hann við jarðarför Kenne- dys forseta. Aðspurður neitaði hann því, að slíkan fund hefði borið á góma í viðræðum Iians við bandaríska ráðamenn. Sænsk ir fréttamenn i Moskvu munu einkum hafa komið þessum orð- rómi á flot. Bera þeir fyrir sig m.a. að óvenju mikið hafi verið rætt í sovézkum blöðum undan- farið um hugsanlegan fund æðstu manna. Er þetta tekið sem merki þess. að Krústjoff forsætisráðherra hafi mjög mik- inn hug á því að hitta Johnson forseta. Þá er þvi haldið fram, að vestrænir diplómatar í Moskvu hafi rætt um Stokkhólm sem heppilegan fundarstað. Opinberir aðilar { Svíþjóð halda það miður sennilegt, að slíkur fundur yrði haldinn í júní en einmitt þá er ætlunin að Krú- stjoff komi í opinbera heimsókn til Skandinavíu. Þá verður kosningabaráttan í algleymingi í Bandaríkjunum, og hvorugur að- ilinn myndi kæra sig um að halda fundinn þá. Sænsk blöð telja því sennilegast að fundur- inn verði haldinn i janúar eða Hótað morði LONDON 28/11 — Lundúnablað- ið Evening Star skýrir frá því á forsíðu í dag, að sendiherra Sovétríkjanna í borginni hafi verið hótað morði. Ökunnur maður hringdi til Scotland Yard og skýrði frá þvi. að í ráði væri að sýna sendiherranum banatilræði. Mikojan er nú kominn heim frá Moskvu vestan um haf, en þar febrúar. ef hann á annað borð var hann fulItrúi Sovétstjórnarinnar við jarðarför Kennedys for- verður haldinn. seta og raeddi jafnframt við bandaríska ráðamenn. Hér sést hann Genfk veriðkkÍeSarha2mV hug°s- ræða VÍð Johnson forseta- maðurinn milli þeirra er Dohrynin, anlegir fundarstaðir., sendiherra Sovétríkjanna í Bandaríkjunum. Kínverjar neita að minnast Kenne- dys í Heimsfriðarráði VARSJA 28711 — Harðar deil- ur urðu á fundi Heimsfriðar- ráðsins í Varsjá í dag. er ráð- ið vildi heiðra minningu Kenne- dy forseta með einnar minútu þögn. Kínversku fulltrúamir mótmæltu þeirri ákvörðun. Það var formaður pólsku sendinefndarinnar, sem bar fram þessa tillögu. Tang Ming Chao. formaður kínversku nefndarinn- ar, steig hvað eftir annað í ræðustól til að mótmæla til- lögunni. Tang lét svo um mælt. að nær væri að heiðra alla þá menn og konur víða um heim, er berðust hetjulegrí baréttu geng kynþáttamisrétti og á- gengni Bandaríkjamanna. Kín- verska sendinefndin, en í henni eru um þrjátiu manns. studdi ræðu formanns sins með takt- föstu lófaklappi. Kínverjamir sátu síðan sem negldir við sæti sín er aðrir fundarmenn risu úr sætum til virðingar við hinn látna for- seta. NYJASTA landkynningarbökin 1 'O'SKJU •Mf dr. SIGUBD tÖBflBINSSOH Eldgos eru þau nútímafyrirbæri hér á landi sem mesta furðu vekja meðal fjarlægra þjóða — og fsland hefur orðið frægt fyrir um víða veröld. ALMENNA BÖKAFELAGIÐ Húsnæðismálastjórn hefur samþykkt varðandi lánshæfni umsókna um íbúðalán: 1. Frá 1. janúar 1964 verða allar umsóknir um íbúðalán að hafa hlotið sam- þykki húsnæðismálastofnunarinnar, áður en framkvæmdir við byggingu hússins eru hafnar og afrit af teikningu (í tvíriti) þess, samþykkt af viðkomandi bygg- ingaryfirvöldum, að hafa áður verið viðurkennt með stimpli og uppáskrift stofnunarinnar. 2. Þeir umsækjendur um lán, er hafa í hyggju að kaupa íbúðir í húsum, sem eru í smíðum, verða á sama hátt að tryggja sér samþykki húsnæðismála- stofnunarinnar áður en gengið er frá kaupunum. TAKSÐ FTIR Brunaútsalan í Breiðfirðingabúð heldur áfram. — Opið föstudag kl. 13—17 og laug- ardag kl. 9—1 3. TÆKIFÆRISVERÐ: Drengja og unglinga- föt á kr. 200,— til kr. 300,—. Fatnaður og efni á mjög lágu verði. Látið ekki happ úr hendi sleppa TAKIÐ EFTIR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.