Þjóðviljinn - 29.11.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.11.1963, Blaðsíða 4
4 SÍÐA ÞIOÐVELIINN Föstudagur 29. nóvember 1963 Otgefandi: Samemingarflokkur alþýðu — SósialistaíLokk- urinn — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.J, Sigurður Ouðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. orentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 Línur). Áskriftarverð kr. 80 á mánuði. Rl Enginn undirbúningur hafinn " að byggingu Listasafns Ríkisins Miklir menn Cjkyldi mönnum ekki þykja það tilkomumikil ^ sjón að sjá fulltrúa „atvinnurekenda", blómann úr mannvali einkaauðvaldsins á Tslandi, standa uppi eins og afglapa og þursa í saningaviðræðun- um við verkalýðshreyfinguna, þegar hálfur mán- uður er eftir til 10. desember, hafandi ekkert til málanna að leggja annað en þetta framúrskarandi ógáfulega svar: Við, fulltrúar íslenzkra „atvinnu- rekenda“, neitum að tala um nokkra kauphækk- un! Skyldu ekki einnig vera til menn í þeirra röðum sem skilja að þetta svar jafngildir því að leggja skynsemina til hliðar, afneita allri skyn- semi og gefast upp við að leysa mál sem verður að leysa og verða leyst, hvað sem hver segir. Tleyndar hefur löngum verið lágt risið á einka- ** auðvaldinu íslenzka þó þar séu heiðarlegar undantekningar. Það hefur þau einkenni umfram flesta stéttarbræður í öðrum löndum að „eiga“ lítið a’f því auðmagni sem það ráðskast með, held- ur hafa það að láni úr ríkisbönkunum, oftast feng- ið þar 'fyrir pólitíska mismunun. Allir íslending- ar vita þó hvernig rennt er stoðum undir auðsöfn- un heilla fjölskyldna með fagurlega skipulögðum gjaldþrotum, með árafugaeinokunaraðstöðu um ís- lenzkar útfiutningsyörur, með grófy, syijid,ilbraski við erlenda auðhringi. Með frjálsa verzlun á vör unum hafa nokkrir braskarar misnotað ríkisvaldið árum saman t.ii að gefa sér einokunarkvóta á ó- missandi hlutum innflutningsins. Og þeir hafa alls ófeimnir hlaupið í ríkisbankana, íslenzku kapít- alistarnir, og sóft sér peninga til að „eignas't“ togara, til að „eignast“ báta, til að „eignast" fisk- iðjuver og verksmiðjur, fil að „eignast“ dýrmætar lóðir og land, til að „eignast“ heilar blokkir íbúð- arhúsa til að okra á. Og það er ekki nóg, heldur koma þeir betlandi um ríkisstyrk til rekstrar „eignum“ sínum í tíma og ótíma, eru reyndar allt- af að tapa samtímis því að mjólkaðar eru óhemju fjárfúlgur á íslenzkan mælikvarða úr atvinnu- rekstrinum í gengdarlaust lúxuslíf heilla ættbálka af sníkjulýð. Sagnfræðirit eiga eftir að lýsa þess- um broslega og aumkunnarverða mannsöfnuði með tillifi til áhrifa hans á atvinnulíf, stjómmál og þjóðarsöguna, en helzt mætti þessi fyrsta og eina öld íslenzks auðvaldsþjóðfélags ekki líða svo að ekki komi fram mikilhæfur íslenzkur rithöf- undur sem í skáldskap gæti haldið þessum mann- gerðum og athöfnum þeirra til sýnis í algleym- ingi mikilmennsku þeirra og með snobbtilburðum nýríkra lítilla karla til skila haldið ¥^að eru fulltrúar slíkra athafnamanna sem nú * koma fram fyrir verkamenn og verkakonur, verzlunarmenn og iðnverkamenn, og segjast ekki vera til viðtals um neina kauphækkun. í vanmætti sínum og vesaldómi ætlast þeir til að ríkisstjórn- in se.m þeir telja sig eiga með húð og hári og Al- þýðuflokk, verði afturhaldinu það vopn sem dugi til að berja niður réttmætar kröfur alþýðunnar og afstýri fyrir þá kauphækkuninni sem allir landsmenn vita að hlýtur að verða. En sjálfir hafa þeir ,,atvinnurekendurnir“ bætt einni mynd af sjálíum sér í myndasafnið sem fvrir var af ís- lenzku einkaauðmagni og fulltrúum þess. — s. ÞINCSJA ÞIÓÐVILJANS Fundur var í sameinuðu Alþingi í fyrrad. og fjöldi mála á dagskrá þó ekki kæmu nema fjögur til umræðu. Mennta- málaráðherra svaraði fyrirspurn Gils Guðmundssonar um byggingarmál Listasafns íslands, sjávarútvegsmálaráð- herra fyrirspurn Jóns Skaftasonar um fiskirannsóknar- skip, ákveðin var ein umræða um frumvarp um strand- ferðaskip fyrir Norðurlandi og loks haldið áfram umræðum um þjóðhagsáætlunarfrumvarp Helga Bergs og fleiri Fram- sóknarmanna fyrir árin 1964—’68. Gils Guðmundsson bar fram fyrirspum í þremur liðum svo hljóðandi: 1. Hve mikið fé er nú í bygg- ir.garsjóði Listasafns ríkisins? 2. Hefur verið £iflað lóðar und- ir fyrirhugaða listasafsnbygg- ingu? 3. Hefur að öðru leyti farið fram undirbúningur að bygg- ingu listasafnshúss? Ræddi Gils allýtarlega um það ófremdarástand sem ríkir í þessu máli. en kvaðst þó vonast eftir betra tækifæri til að gera enn betur grein fyrir skoðunum sín- um á því. Hann benti á þýð- ingu listasafns fyrir islenzka myndlist og kvað það alls óvið- unandi að nær tvö þúsund lista- verk sem ríkissafnið nú á skuli ekki vera aðgengileg fyrir al- menning. Hann rakti hina smán- arlegu sögu Kjarvalshúss er hefst 1945 með ákvörðun AI- þingis um að reisa meistaran- um hús og lýkur 1959 þegar meistarinn gefur rfkinu aftur þá ypphaiþ gr ,það , hafðj nurlað saman á fjórtán árum og bið- ur þá að koma heldur upp al- mennilegu listasafni. Gils kom einnig inn á það hvemig hag- kvæmast mundi vera að byggja yfir Hstasafn og lagði mikla áherzlu á að nógu stórt land- rými yrði fengið undir slíkt safn þar sem halda mætti á- fram að byggja í áföngum eftir því sem tök væru á i framtíð- inni og hægt væri að gera garð eða garða þar sem höggmyndum og öðrum verkum er þola á- gang veðra yrði komið fyrir. Hann lagðist gegn þeirri hug- mynd að byggja eitt stórhýsi í einum áfanga sem síðan yrði ef til vill ófullnsegjandi fyrr en varði. Gylfi Þ. Gíslason varð fyrir svörum. Kom það eitt fram, að þetta mál er í mesta ólestri. ekki nema hálf fjórða milljón til í byggingarsjóði listasafns- ins, engin ákveðin svör fengust frá Borgarráði um lóð en öng- þveitinu í skipulagsmálum borið við og ráðherrann hefði því ekki einu sinni séð ástæðu tU að skipa byggingamefnd. Kvað hann það ekki verða gert fyrr en Alþingi veitir meira fé en hálfa milljón árlega eins og verið hefur eða komið verður auga á aðrar tekjuöflunarleiðir. Stakk þetta mjög í stúf við þá bjartsýni sem komið hefur fram hjá þessum ráðherra þegar hstamenn og áhugamenn um listir en ekki alþingismenn hafa verið áheyrendur hans.. Jón Skaftason bar fram fyr- irspurn um hvað Þði byggingu hafrannsóknarskips. Þetta mál hefur verið á döfinni síðan 1952 er Pétur Ottesen bar fram til- lögu um að athugað yrði um byggingu skips til haf- og fiski- rannsékna. 1958 var gerð frum- teikniing af hafrannsóknarekipi af FAO-sérfræðingi en sú teikn- 'ng er nú löngu úrelt vegna aðgerðarleysis í málinu sfðast- liðin fimm ár. Benti Jón á að hægt væri að fá hentug lán allt að 90% ef ríkið væri við- semjandi og mundi viðkomandi skipasmíðastöð útvega slíkt lán. Virðist því ekkl vera neitt ann- að en áhugaleysi ríkisstjómar- innar sem málið strandar nú á. Emil Jónsson svaraði fyrir- spuminni og lá þá ljóst fyrir að nær ekkert að gagni hefur verið gert í þessu mikilvæga máli í ellefu og og þó einkum síðastliðin fimm ár nema, eins og Jón hafði bent á var miklu fé varið til að láta gera teikn- ingu sem síðan var ekki hægt að nota. Sagði ráðherrann að nú hefði aftur verið samið um að láta gera teikningu af haf- rannsóknarskipi og að þessu sinni við sklpasmíðastöð í Bremerhaven. Sagði ráðherrann að slíkt bæri varla gert nema ætlunin vær* að láta smíð? °ft,- ir þeirri teikningu þó að '• kæmi fram hjá honum. að anleg ákvörðun hefði vei tekin um þá hlið málsins — fremur en endranær. Að lokum var fram haldið umræðum um þjóðhagsáætlun allmargra Framsóknarmanna og hélt Ingólfur Jónsson langa ræðu. Kvað þar nokkuð við annan tón en i ræðu meðráð- herra hans Gylfa Þ. Gíslasonar, sem í umræðum um þetta mál viku áður lýsti því yfir að ís- lenzkur landbúnaður væri drag- bítur á hagvextimim. Átti landbúnaðarráðherra varla nógu fögur orð til að lýsa hrifningu sinni á íslenzkri. bændastétt og nefndi furðu margar tölur máli sinu til stuðnings. Höfuðáherzlu lagði 'mnn á að margfalda mætti út-; lutningsverðmæti landbúnaðar- afurða og væri það gleðiefni fyrir unga þjóð. Að máli ráð- herra loknu var umræðum frest- að önnur mál tekin útaf dag- skrá og fundi slitið. Vegakerfi myndi órofa hringleið um land allt Lúðvík Jósepsson flytur í sameinuðu þingi tillögu til þingsályktunar um opnun vegasam- bands milli Fljótshverfis og Suðursveitar, þann- ig að vegakerfið myndi órofa hringleið um landið. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta fara fram athugun á þvi, hvort unnt sé og hvað kosta muni að opna á tveimur næstu ár- um akvegasamband milli Fljótshverfis Vestur-Skafta- fellssýslu og Suðursvedtar í Austur-Skaftafellssýslu, þann- ig að vegakerfið myndi órofa hringleið um landið. Athugun þessi skal vera við það miðuð, að gerðar verði varanlegar brýr á þau fall- vötn þessarar leiðar, sem enn cru óbrúuð, en ef slíkar brýr á Núpsvötn, Skeiðará og aðr- ar vatnakvíslar á Skeiðarár- sandi teljast bundnar miklum tæknilegum annmörkum eða vera sérlega kostnaðarsamar, má við það miða, að á þær ár verði byggðar tréhrýr af tiltölulega ódýrri gerð, sem þá gæti þurft að endurbyggja eftir meiri háttar jökulhlaup. Niðurstöður athugunar þess- arar skulu lagðar fyrir Alþingi svo fljótt sem kostur er á“. í greinargerð segir flutnings- maður: „Samhljóða tillaga þessari var flutt á síðasta þingi. Flm. þeirrar tillögu voru Karl Guð- jónsson og Lúðvík Jósepsson. Svo hljóðandi greinargerð fylgdi tillögunni þá: í vegalögum er gert ráð fyr- ir því, að Suðurlandsvegur nái frá Reykjavík til Lóns- heiðar í Austur-Skaftafells- sýslu. En svo sem kunnugt er, hefur þessi vegur ekki enn verið fullgerður. Eins og mál- um 120 km kafli þessarar leið- um er nú komið, má segja að þar sé ýmist í ófullnægjandi eða engum tengslum við það heildarþjóðvegakerfi landsins. sem Suðurlandsvegur ýmist. er eða á að verða hluti af, Þetta er kaflinn frá Núpsvötnum við Lómagnúp t.ii Steinavatna ’ Suðursveit Með þvi að ákveðið er, að Steinavötnin verði brúuð á þessu ári, má þó telja, að eft- ir næsta sumar styttist hinn sambandslausi kafli nefndrar ieiðar f tæpa 100 km, því að þá mundi samfelldur akvegm austan frá ná að Jökulsá á Breiðamerkursandi. Ekki er heldur talið neinum verulegum vandkvæðum bundið að brúa það vatnsfall, og mun nú á- kveðið, að Jökulsárbrú á Breiðamerkursandi verði byggð fyrir fé úr brúasjóði rétt á næstunni. í Öræfum og Suð- ursveit eru enn nokkrar minni ár óbrúaðar, en sem óleyst vandamál má setla að ekki standi annað eftir af ieið þess- ari að tveimur árum liðnum en spölurinn milli Lómagnúps og Öræfa, eða svo sem 30 km vegalengd, þó ekki yrðu gerðar neinar sérstakar ráðstafanir til að flýta samgöngufram- kvæmdum ó þessum slóðum umfram það, sem venjulegt er. En þótt spölurinn úr Fljóts- hverfinu i Öræfum sé ekki langur, er hann þó ærið erfið- ur til vegagerðar. Þar er um að ræða Skeiðarárvatnasvæðið, með Núpsvötnum, Skeiðará og ýmsum fleiri vatnakvíslum. Þótt jafnaðarlega séu þetta engin ógnar vatnsföll. er hitt þó alkunna, að einmitt þama verða öðru hverju mikil jökul- hlaup. Það hefur því til þessa verið talið óvinnandi verk að brúa þetta vatnasvæði. svo að von væri til, að sú mann- virkjagerð gæti staðið af sér jökulhlaupin. Nú hafa jöklar landsins minnkað á hinum síðustu ár- um, svo að nokkur ástæða er til að ætia, að jökulhiaup á þessum slóðum séu ekki orðirt eins tröllaukin og þau voru áður, og eins mun nú orðið líða lengri tími milii þeirra Það er því af þessum sökum*'- eðlilegt, að sérfræðileg athue- un sé látin fram fara á því, hvort nú muni ekki kleift að brúa vatnsföll bessa svaíðis. bannig að varanlegt sé. En jafnvel þótt til þess teld- ust ekki möguleikar með við- ráðanlegum kostnaði, þá er hér um að ræða svo mikilvaeffan bátt ; samgöngukerfi landsins. sem sé onn::n hringleiðar um landið, að vel hlýtur að koma ttl mála ^ð hrún Nnnsvöt.n, Skeiðará og aðrar vatnakvfsi- *r bessa svæðis með tilt«hi- lega ódýrum staurabrúm, sem, þá yrði máske að endurbyggja , eftir meiri háttar jökulhlaup að einhverju eða öllu leyti. , Ávinningurinn við það að gera Suðurlandsveg allan ak-. færan er svo mikill og marg- víslegur, að engin ástæða er til að skera fjárveitingar til hans við nögl. Má þar fyrst nefna, að með opnun Suðurlandsleiðarinnar mundi heill landsfjórðungur, Austurland, komast í stöðugt vegasamband við Suðurlar.ds- byggðirnar og Reykjavík, en núverandi vegasamband Aust- urlands við aðrar byggðir get- ur vart talizt nothæft nema , helming ársins. Akvegasam- band allra syðri byggða Aust- firðingafjórðungs við Reykja- vfk mundi og styttast til mik- illa muna. Frá Höfn í Horna- firði mundi leiðin til Reykja-. víkur t.d. stvttast nærfellt um helming, eða úr 980 km f 500 km Næst mætti nefna það til, að ýmsar þær sveitir og byggðir... sem að þessari leið liggja og nú eru næsta afskekktar, mundu komast í þjóðbraut, en það sannar öll reynsla, að fátt er jafniíklegt til a færa Ííf og blóma ; byggðarlag ns slík umskipti. Þá er bað ekki að efa, að sú leið, sem þarna opnaðist bæði af innlendum og erlend- yrði einkar vinsæi og fjölfarin af ferðamönnum. Með tilliti til alls þess, sem hér hefur nefnt verið, og raun- ar af enn fleiri ástæðum verð- ur að teljast fullkomlega tíma- bært, að sú athugun, sem tií- laga bessi ráðgerir. verði látin fara fram á sumri komanda og í framhaldi af bvi verði serðar réðstafanir til þess að opna hringleiðina um fsland á næst.u tveimur árum, ef rannsókn'r leiða í ijós, að möguleikar séu til þess. Gerið við bílana ykkar sjálfir Bílaþjónustan Kópavogi Anðbrekkn 53.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.