Þjóðviljinn - 30.11.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.11.1963, Blaðsíða 2
2 SlÐA HðÐVILTINN Laugardagur 30. nóvember 1963 Halldóra Andrésdóttir MINNING 1 dag verður til moldar bor. in Halldóra Katrín Andrésdótt. ir. Langeyrarveg 13, Hafnar- firði, sem andaðist 27. nóv. sj. í St. Jósepsspítala í Hafn- arfirði. Halldóra fæddist 27. marz 1909 að Bakka í Hnífsdal. Ein- stæð móðir hennar Þórdís Þórðardóttir átti þess ekki kost að ala hana upp. en kom henni fárra vikna gamalli í fóstur til hjónanna Guðrúnu Valde- mansdóttur og Sigurgeirs Kat- arínussonar. er bjuggu í Fremri Amardal við Skutulsfjörð. Þau hjón höfðu ekki eignazt börn. en ólu upp hóp óskyldra barna og var Halldóra næstyngst þeirra uppeldissystkinanna. 1 þessum sínum föðurhúsum og systkinahópi ólst Halldóra upp fram að þrítugsaldri. en við fráíall húsmóðurinnar hætti Sigurgeir búskap og leysti upp heimilið. Nokkru siðar fluttist Halldóra til Akureyrar á heim- ili uppeldissystur sinnar og manns hennar Jóhanns Kristj- ánssonar byggingarmeistara. Á Akureyri stundaði Halldóra Kvikmyndasýning til minningar um John F. Kennedy verður í Gamla Bíói kl. 2 e.h. í dag. Sýndar verða eftirtaldar myndir úr lífi hins iallna forseta: 1. Bandaríkin kjósa Kenn- edy. 2. Valdataka Kennedys forseta. 3. Evrópuferð Kennedys í júní 1961. 4. Friðarræða Kennedys í American University 10. júlí síðastliðinn. 5. Ræða Kennedys um kynþáttavandamálið. 6. Heimsókn Kennedys til V-Berlínar í júni s.l. Sýningartími kvikmyndanna er IV2 klukkustund. Öllum heimill ókeypis aðgangur meðan húsrúm leyfir (Börnum þó aðeins i fylgd með fullorðnm). VARÐBERG. John F. Kennedy verzlunarstörf um tveggja ára skeið en hvarf hingað til Hafn- arfjarðar árið 1932 og bjó hér til æviloka. 1 októbermánuði 1939 giftist hún eftirlifandi manni sfnum Illuga Guðmunds- syni skipstjóra. Þau elgnuðust fjögur böm, það yngsta er nú á 15. ári. Tii undirbúnings lífsstarfi sínu stundaði Halldóra nám við Húsmæðraskóla Isafjarðar. Eðli viðreisnarinnar Afkoma manna er oft metin eftir því hvemig þeir verja tekjum sínum. Þeir sem verða að nota hátt hlutfall af tekj- um sínum í matvæli eru tald- ir búa við þurftartekjur ein- ar, en afkoman er þeim mun betri sem menn hafa meira umfram það sem þarf til hnifs og skeiðar. Því eru tak- mörk sett sem menn geta i sig látið. jafnvel þótt beitt sé hugviti til þess að finna upp á frumlegum fæðutegund" um, en menn eru þeim mun betur stæðir sem þeir geta varfð meiru fé i aðra neyzlu, og menning þeirra mælist aí því hvemig þeir hagnýta slíkar umframtekjur. Það er til marks um eðli viðreisnarinnar að hún hefur hækkað matvæli me'ra en nokkuð annað. og því leggst hún þyngst á þá sem búa við erfiðust kjör í þjóðfélag- inu og verða að nota mest- an hluta tekna sinna í mat- væll. Matvörur hafa hækkað um hvorki meira né minna en 78 af hundraði á tæpum fjórum árum. 1 byrjun við- reisnarinnar var vísitölu- fjölskyldan talln þurfa 23.000 kr. í matvæli; nú verður hún að nota 42.000 kr. í sömu þarfir — talsvert hærri upp- hæð en allar árstekjur elH- launahjóna að meðtalinni þeirri smávægilegu hækkun sem nú á að koma til íram- kvsemda! I byrjun viðreisnar- innar voru matvæli 47% af því sem vfsitölufjölskyldan notaði f vörur og þjónustu; nú 53%. Þannig er að því stefnt að koma æ fleiri íslending- um á það stig að hafa ein- vörðungu til hnífs og skeið- ar. Á sama tíma hafaýmsar mun aðarvörur hreinlega lækkað í verði. módelkjólar og pelsar og skartgripir, fyrir þá sem hafa ærna peninga afgangs þegar þeir eru búnir að borga matvælin. — Austri. Hún talaöi með hlýju um dvöl sina þar. en taldl sig þó aðeins hafa menntazt á einum stað. á heimili fósturforeldra sinna. Sá ríkjandi andi er alla tíð lifðl á heimili Guðrúnar og Sigurgeirs í Fremri Amardal. væri sú eina raunverulega menntun er hún heföi hlotið á lífsleiðinni. Afstaða þeirra til fordóma þess tíma, þolgæði þeirra að sigrast á aðsteðjandi erfiðleikum, hjálpfýsi þeirra við alla sem voru minnimáttar, traust þeirra og skilningur á mannsbamið og rétt þess tíl að lifa. Þetta var þeirra sið- gæði. Gáfuð ung stúlka með skap- festu Halldóru, er hlotíð hafði slíka menntun gekk ótrauð í fótspor meistara sinna. Þegar í upphafi gerðist hún virkur félagi í Kommúnistaflokki Is- lands og síðar í Sósíalistaflokkn- um en til dauðadags skipaði hún sér við htíð þeirra rót- tækustu i verkalýðsbaráttunni. Jafnframt starfi sínu í flokkn- um helgaði hún kvennadeild Slysavamarfélagsins Hraun- prýði mjög krafta sýna og vann þar miikið og heilladrjúgt starf. Heimilisstarf Halldóru var, sem og annarra sjómanna- kvenna, tvíþætt. þar sem hún bæði gengdi húsmóður- og hús- bónda skyldum. íslenzkar sjó- mannakonur þekkja það þrek 6em þarf til. að eiga menn sína langtímum saman fjarri heimilunum, en þeim fækkar nú óðum sem reyndu hvað það var. að eiga menn sóna á litlum taekjalausum bátum. sigl- andi landa á milli um hávetur á stríðsárunum, svo sem mað- ur Halldóru gerði 511 þau ár. Þá kom sér vel að hafa tamið sér þolgæði í æsku. En eins og Halldóra kynntist áhyggj- um sjómannskonunnar svo kynnt'st hún og í ríkum mæli þeirri hamingju er heimkoma mannsins veitir ætíð hverju sjómannsheimili. Þau hjónin bjuggu sér mynd- arlegt og gott heimili, þar sem við vinir þeirra áttum ó- teljandi gleðistundlr. Um heim- ili þeirra leyfi ég mér að til- færa orð er sögð voru um ann- að heimili: ,3á segir sannast um heimili þeirra hjóna er bezt ber því söguna“. Halldóra var mjög fríð kona, gáfuð, skapföst og trygglynd þeim er náðu vináttu hennar. Hún var einörð í framgöngu og gat sagt fóílki nákvæmlega það sem hún meinti. I rök- ræðum beitti hún óspart kímni- gáfu sinni og var sérlega fund- vís á veikleika andstæðings- ins í rökfærslunni. Minnist ég margra slíkra atvika. Persónu- lega hef ég fáum manneskjum kynnzt, er ég hef haft meiri á- nægju af að ræða við. I mörg ár gekk Halldóra ekki heil tíl skógar og lá hvað eftir annað þungar legur á sjúkrahúsum. Sjálfri var henni fullljóst hvert stefndi, en hélt fram tíl hins síðasta óbilandi sálarþreki og ró. Ég votta manni Halldóru. bömum hennar, aldraðri móður og öðrum ættingjum mína inni- Xegustu samúð. K. A. Pollack leikur Daníel Pollack bandaríski píanóleikarinn endurtekur tón- leika sína fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélagsins í dag kl. 3 í Austurbæjarbíói. Efnisskráin er breytt frá því á tónleikunum í fyrrakvöld. A tónleikunum í dag leikur Poll- ack þessi verk: Wanderer-fantasía eftir Schu- bert, fjórar prelúdíur eftir De- bussy Rondo eftir Kabelevsky, Ballötu nr. 2 I F-dúr, Noktúrnu i cissmoll og Scherzo nr. 3 í ciss-moll eftir Chopin, Etýðu í b-moll eftir Szymanowski og Noktúrnu fyrir vinstri hönd og Etýðu í diss-moll eftir Skrja- bin. Uppboð sem auglýst var í 113., 114. og 116 tölublaðl Lögbirtínga- blaðsins 1963 á hluta í Miklubraut 72, talin eign dánar- bús Sigurðar Bemdsen, fer fram eftir ákvörðun skipta- réttar Reykjavíkur á eigninni sjálfri miðvikudaginn 4. desember kL 2 s.d. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ I REYKJAVÍK. Bústaðaprestakafí Stuðningsmenn séra Ólafs Skúlasonar hafa opnað skrifstofú í Víkingsheimilinu við Réttar- holtsveg í dag (laugardag) og á morgunn. sunnudaginn 1. desember. Allir sem vilja veita aðstoð sína á kjördag, hafi sam- band við skrifstofuna. Sími 3 84 88. Uppboð sem auglýst var í 113., 114. og 116 tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1963 á verzlunarbúð og 2 herbergja íbúð á Hörpugötu 13, eign dánarbús Sigurðar Bemdsen, fer fram eftir ókvörðun skiptaréttar Reykjavíkur, á eign- innl sjálfri þriðjudaginn 3. des. 1963 kl. 2 s.d. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ I REYKJAVlK. solu mm PlOlUSTAl LAUGAVEGI 18 SfMI 19113 ÍBÚÐIR ÖSKAST Höfum kaupendur að öll- um stærðum íbúða með miklar útborganir. TIL SÖLU Akranes 5 herberrgja góð íbúð við Skagabraut, tækifærisverð ef samið er strax. Garður í Gerðum Timburhús í Garði, 3ja herbergja íbúð á góðum kjörum. skipti á íbúð í Reykjavík koma til greina. Mismunur greiddur út. Selfoss Steinhús við Engjaveg, — 100 ferm. 3ja herbergja íbúð i kjallara. 4ra herb. íbúð á hæð, sér inngang- ur, sér hitaveita. Kópavogur Sex herb. glæsileg efri hæð 140 ferm. við Nýbýlaveg, allt sér. Sex herb. hæðir í smíðum við Hlíðaveg, allt sér. Sex herb. glæsileg hæð við Lyngbrekku. allt sér, full- búin undlr tréverk. Parhús við Digranesveg á þrem hæðum. stórt og vandað. Múrhúðað timburhús, 3ja herbergja íbúð. Selst til flutnlngs. Góð lóð getur fylgt. Verð kr. 120 þús. Utborgun eftlr samkomu- lagi. Tfíkynning frá yfirmatsmanni garðávaxta Samkvæmt 33. gr. laga nr. 59/1960 um framleiðsluráð landbúnaðarfns o.fl. og reglugerðar nr. 162/1962, skulu allar karöflur, gulrófur og gulrætur, sem seldar eru til manneldis, vera metnar. flokkaðar og auðkenndar á umbúðum eins og matsreglur ákveða. Vörumar skulu sendar á markað í gisnum og hreinum umbúðum. E. B. MALMQUIST. t Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Nýp. Guðmunda Guðmundsdóttir Stefán Guðmundsson Valtýr Guðmnndsson Sigtúni 33 Rvík. Ársæll Kr. Einarsson Þórdís Eiðsdóttir. Ingunn Sveinsdóttir Þjóðviljann vaní- ar fólk til að bera blaðið út í eftiríalin hverfi: Hjarðarhaga Fálkagötu Framnesveg Tjamargötu Vinsamlegast hring- ið í síma 17500. BERLÍN 28/11 — Willy Brandt, borgarstjóri Vestur- Berlínar, skýrðl svo frá í dag, er hann kom úr ferð sinni til Washington. að Lyndon B. Johnson, h*nn nýi forseti Bandaríkjanna, muni koma i heimsókn til Vestur-Berlínar. uruoiaugur Guomunasson Gestur Guðmundsson Jón Guðmundsson jona aieiansaottir Kristin Katrínnsdóttir Guðný Guðmundsdóttir barnabörn og barna-barna-börn. Nesprestakall Orðsending frá stuðningsmönnum séra Hjalta Guðmundssonar. Kosningaskrifstofa verður opin á kjördegi í K.R. heimilinu við Kaplaskj ólsveg. Símar skrifstofunnar eru: Almennar upplýsingar 21547 Bílasími 2155P Kjörfundur hefst kl. 10,00 og lýkur kl. 22,00. — Kjósið tímanlega. Stuðningsmenn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.