Þjóðviljinn - 30.11.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.11.1963, Blaðsíða 6
g SÍÐA ÞlðÐVILIINN Laugardagur 30. nóvember 1963 RUBY FÖÐURLANDSVINUR? SKOPIZT EKKI AÐ MÉR!' JRuby föðurlandsvinur? Verið ekki að skopast að mér! Á stríðsárunum komst hann undan því að gegna herþjónustu með því að leggja fram falsað lækn- isvottorð. Ég get ekki í- myndað mér að hann hafi framið þvílíkan verknað af föðurlandsást. En hann væri líklegur til slíks verks ef peningar væru í boði“. Þetta er haft eftir einum kunningja Ruby þess sem myrti Oswald, sem ókærður hafði verið fyrir morðið á Kennedy forseta. Kunningi þessi nefnist Jack Kellye oig hefur þekkt Ruby lengi. Hann rekur nú veitingastofu í Pekin í Illinois. feí’/.- 'U íií ililli p- ■ r. - ÉÉÍIl m [” ásamt tveimur af sýningarstúlkunum. Ruby fyrir framan nektarsýnlngarstað sinn ,,Carousel: FUTURAMA frá Selmer BASSAMAGNARI fyrir GÍTARBASSA í mörg ár hafa vísindamenn víðsvegar um heiminn reynt að framleiða magnara og há- talara, sem þyldu drynjanda bassans. Nú hefur tekizt að framleiða magnara og hátal- ara; sem eru sérstaklega gerð- ir fyrir gitarbassa. harmon- íkur svo og önnur hljóðfseri. Verðið er ótrúlega lágt. Póstsendum um allt land. Góðfúslega komið og skoðið þessa vönduðu bassamagnara og kynnið yður hina hagkvæmu greiðsluskilmála. — Hljóðfœraverzlun POUL BERNBURG h/f Vitastíg 10. — Sími 20 111. Það er margt tortryggilegt við Ruby þennan, sem nefnd- ur hefur verið „sannur Banda- ríkjamaður" og „eldheitur föðurlandsvinur" (svo segir Eva systir hans) og segist sjálfur hafa ráðið Oswald af dögum til að „hlífa Jacqueline Kennedy við rétarhöldunum yfir morðingja manns hennar“. Menn vita ekki einu sinni nafn hans með vissu. Hann heitir alls ekki Ruby, heldur er eftimafn hans Rub- instein. Um það ber öllum saman. Hins vegar mun for- nafn hans einnig vera annað en það sem hann kailar sig nú, ekki Jack, heldur Ueon. Hann fæddist fyrir 52 ár- um í illræmdu hverfi í Chic- ago og þegar á unga aldri komst hann í kast við lög- regluna, sem handtók hann hvað eftir annað fvrir ofbeld- isárásir og önnur afbrot. Hann gekk þá undir nafninu .,Sparky“ og var vel kunnur í hópi glæpamanna sem þá réðu lögum og lofum í stór- borginni, svo sem frægt er orðið. Lögmaður einn í Chicago, Kutner að nafni, minnist þess. að Ruby gortaði mjög af nán- um kunningskap sínum við ýmsa glæpaforingja í borginni, eins og t.d. Paul Labriola (sem myrtur var árið 1954) og Paul .Tones, sem nú situr í fangelsi fyrir eiturlyfjasölu. Hann komst jafnvel til nokkurra virðinga hjá glæpalýðnum, var um tíma settur yfir félag sorp- hreinsara f borginni, en þvi var sem fleirum verklýðsfélös- um stjómað af glæpahringn- um. En af einhverjum ástæð- um taldi hann sér hollast að hverfa frá Chicago árið 1948. Hann skipti um nafn þeear hann kom til Dallas, en ekki um líferni. Enginn veit með vissu hvað hann hafðist að f.yrst eftir að hann kom þang- að suður, en sterkur grunur leikur á að hann hafi ekki unnið fyrir sér á heiðarlegan hátt, og von bráðar hafði hon- um safnazt svo mikið fé að hann gat keypt vínkrá, „Silv- er Spur“ sem ekki hafði á sér gott orð. Hann eignaðist síðan nekt- Hntuðu að myrða De fiaulle og Kabell WASHINGTON 27/11 — Tals- menn bandarísbn ríkislögregl- unnar sögðu frá því í dag, að Iögreglunni hefðu borizt aðvar- anir þess efnis, að reynt yrði að myrða De GauIIe Frakk- landsforseta og borgarst.iórann i Dallas, Kabell. við jarðarför Kennedys forseta. Menn. sem ekki létu nafns síns getið hringdu til lögregl- unnar og sögðu, að De Gaulle og Kabell yrðu háðir skotnir við jarðarförina. Öryggisverðir gsettu borgarstjórans vandlega bæði við jarðarförina og eftir að hann kom aftur til Dallas Frú Kettnedy flvtur aftir helg! WASHINGTí)N 27 /11 — Frú Jacqueline Kennedy og börn hennar fara í dag á sveita- setur Kennedys í Cape Cod. Þar munu þau dvelja um helg- ina ásamt fjölskyldunni. Ruby í handjárnum eftir morðið á Oswald. arsýningahús það sem hann er enn eigandi að, „Carousel" i miðbiki borgarinnar, ekki steinsnar frá lögreglustöðinni, 'og annan álíka skemmtistað í einu úthverfanna, „Vegas Chil“. „Hann átti enga nána vini, aðeins vinkonur", segir David Byron, sem þekkir hann síð- an í Chicago. Hann hitti hann eitt sinn í Dallas og Ruby sagði þá: „Ég vil ekki láta kalla mig Sparky eins og í Chicago. Segðu engumi hér í Dallas að ég sé frá Chicago né heldur neinum í Chicago að ég sé nú í Dallas". Þetta gefur til kynna að hann hafi hlaupið frá einhverium óupp- gerðum hlutum í Chicago. Einn af skemmtikröftum i næturklúbbi hans fullyrðir að tíu dögum áður en Kennedy forseti var myrtur hafi Oswald verið í klúbbnum og þeir Ru- by hafi þá ræðzt við. Strax og Oswald var handtekinn lokaði Ruby næturklúbbnum og var síðan í hópi frétta- og sjónvarpsmanna stöðugt á hæl- um sakborningsins og þar kom skjóta hann. Athyglisvert er að komið hefur í ljós að Ruby hefur enga fjarvistarsönnun fyrir þann tíma sem Kennedy var myrtur á. Enginn veit hvar hann var niður kominn frá kl. 12,20 til 12.45 morðdaginn, en Kennedy var myrtur kl. 12,31. Eram til 12.20 og eftir 12,45 var hann að sögn margra vitna á ritstjómarskrifstofu blaðs eins skammt frá morð- staðnum. „MyrkviBurinn ” Þetta var fyrirsögnin á forystugrein í danska blaðinu „Information“ um morðið á Oswald. Höf- undur greinarinnar er ritstjórinn Seidenfaden sem hefur orð á sér fyrir mikinn vinarhug í garð Bandaríkjamanna. Því athyglisverðari er hinn þungi áfellisdómur sem hann kveður upp í grein- inni yfir bandarísku réttarfari. Greinin hefst á þessum orðum: Hinn mikli forseti Bandaríkjanna féll fyrir kúlu laun- sátursmanns. En eftir þá kúlu sem í gær batt enda á líf þess manns sem talinn var öðrum fremur líklegri til að upplýsa sannleikann um glæpinn vofir sú hætta yfir Bandaríkjamönnum, að þeir glati trausti heimsins til þeirra að þeir geti stjórnað samfélagi laga og réttar. Þær grun- semdir sem nú hljóta að gerspilla áliti Bandaríkjanna eru hyldjúpar. Það er þvi heimspólitísk nauðsyn, að sambandsstjómin i Washington leggi sig alla fram til að lýsa upp þann myrkvið sem John Kennedy féll i og fái gengið milli bols og höfuðs á því illþýði sem þar hefst við. Lee Harvey Oswald hafði fram til síðustu stundu neit- að að vera forsetamorðinginn, en lögreglan og ákæru- valdið í Dallas, Texas, höfðu haldið fram sekt hans á svo sannfærandi hátt. að ekki gat leikið vafi á henni. En eftir að þessi sama lögregla hefur nú gert glæpamanni sem hún kunni deili á kleift að skjóta í hennar höndum þann fanga, sem öllu máli skipti fyrir ráðninría málsins að haldið væri á lífi. þá skyldi enginn furða sig á því, að almenningsálitið i heiminum leyfi sér að efast um. að fullyrðingar stjómarvaldanna um að þau hefðu í hönd- um sannanir fyrir sekt Lee Oswalds séu í samræmi við sannleikann eða iafnvei aðeins settar fram i góðri trú

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.