Þjóðviljinn - 30.11.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.11.1963, Blaðsíða 7
Laugardagur 30. nóvember 1963 ÞlðÐVILIINN SlÐA TAMORÐ Nellie Connally, fylkisstjóra- frú í Texas, sneri sér við í sætinu til hálfs og sagði við forsetann sem sat bakvið hana í bílnum: ,,Þér getið ekki sagt að Dallas sýni yður ekki vináttu i dag.“ John Kennedy opnaði munninn til að svara, en svarið kom aldrei því í sömu andránni fór byssukúla í gegnum höfuð hans. Áður en Kennedy lagði af stað til Tex- as lét Stevenson, fulltrúi Bandarikjanna hjá SÞ, einn af ráðunautum forsetans vita að Dallasbúar hefðu látið í ljós við sig ,ugg um að lífi þjóð- höfðingjans væri hætta búin kæmi hann til borgarinnar. Sjálfur var Stevenson barinn og hrækt í andlit honum þegar hann flutti ræðu í Dallas á degi SÞ fyrir mánuði. Þetta vígi bandarísks afturhalds hafði illt orð á sér, og eftir ó- dæðisverk síöustu daga er borgin tvímælalaust illræmd- asti staður á hnettinum. For- setamorðið gat verið verk eins brjálæðings, en síðan lögreglan í Dallas lét drepa sakboming- inn í höndum sér efast fáir um að þar hafi sterk og ófyrirleit- in myrkraöfl verið að verki. Morð Jacks Ruby á Lee Os- wald ber öll einkenni „rub- out“, en svo er það kallað á bandarísku bófamáli þegar glæpaforingi lætur ryðja úr vegi handbendi sínu til að koma í veg fyrir uppljóstranir. Enginn getur um það sagt á þessu stigi málsins hvort ódæðisverkin í Dallas verða nokkru sinni upplýst til hlítr; ■, ar, en afleiðingamar af morði Kennedys má þegar sjá í stór- um dráttum. Erindi hans og Johnsons varaforseta til Texas var að jafna deilur milli í- haldsmanna og frjálslyndra í Demókrataflokknum í fylkinu og búa með því í haginn fyrir sig i forsetakosningunum sem fara fram í nóvember að ári. Texas og Flórída voru þau tvö suðurfylkjanna sem Kennedy gerði sér vonir um að vinna þrátt fyrir afstöðu sína í kyn- þáttaátökunum. Fyrirsjáanlegt þótti að Kennedy yrði endur- kjörin forseti, og sú skoðun varð æ útbreiddari meðal repúbhkana að Goldwater öld- ungadeildarmaður væri þeirra sterkasta frambjóðandaefni sökum þess hversu mikla möguleika hann hafði til að fylkja um sig afturhaldssöm- um demókrötum í suðurfylkj- unum. Nú eru öll viðhorf ger- breytt. Sterkur orðrómur var uppi í Washington slðustu vik- umar sem Kennedy lifði á þá lund að hann hefði ákveðið að fá sér annan meðframbjóðanda en Johnson sökum þess að þorri suðurfylkjanna væri hvort eð er tapaður. Valdaað- staðan sem Johnson fékk með forsetaembættinu veitir honum nú sjálfdæmi um hvort hann verður merkisberi demókrata í kosningunum að ári. og enginn sem manninn þekkir efast um að hann sækist eftir endur- kjö’”- greiða mannréttindalöggjöf sem samtök svertingja telja sig geta við unað. Ekki er ólíklegt að þingið verði honum auð- sveipara en það var Kennedy. Johnson gerþekkir þingvenjur og þingmenn síðan á unglings- árum þegar hann varð þing- sveinn. Á stjómarárum Eisen- howers mótaði hann lengst af löggjafarstarfið sem foringi meirihlutans í öldungadeild- inni. Á síðasta þingi sem John- son sat mátti heita að hann- hefði alla öldungadeildina í vasanum svo einsdæmi er i þingsögunni. Valdaaðstaða Johnsons á þingi byggðist á nákvæmri vitneskju um hagi Myndin var tekin andartaki eftir að kúian hitti Kennedy. Lífvörður stendur i bílnum og Iýtur yfir forsetahjónin. Höfuð Kennedys hneig niður í kjöltu konu hans, en hægri fóturinn kastaðist upp á bílhurðina (örin á myndinni). ■■111 utanríkismálum nema helzt að þv£ leyti sem hermál varðar. Menn um heim allan eru orðn- ir því vánir að utanríkispóli- tísk lömun ríki í Bandaríkjun- um nokkra mánuði á fjögurra ára fresti meðan forsetakosn- ingamar eru undirbúnar. Nú veldur fráfall Kennedy því að þetta dauða tímabil stendur á annað ár, eða þangað til nýtt kjörtímabil hefst í janúar 1965. Síðan borgarastyrjöldinni lauk hefur enginn suður- ríkjamaður verið kjörinn for- seti Bandaríkjanna, og uppruni Johnsons einn er talinn tryggja honum sigur í suðurfylkjunum. Af sömu ástæðum stendur hann langtum lakar að vígi í norðurfylkjunum en Kennedy. Helzta keppikefli hans misser- ið fram að upphafi sjálfrar kosningabaráttunnar verður því að sanna frjálslyndara armi Demókrataflokksins að hann sé verðugur arftakf fyrir->i rennara síns. Til þess hefur hann einstakt tækifæri. Þegar Kennedy féll frá voru helztu stefnumál hans komin í strand á þingi. Hverfandi litlar likur þóttu á að fmmvörpin um ráð- stafanir til að draga úr kyn- þáttamisrétti, um lækkun skatta og önnur umbótamál fengjust afgreidd á yfirstand- andi þingi. Það væri mikill sigur fyrir Johnson ef honum tækist að fá þingið til að af- og afstöðu hvers einasta öld- ungadeildarmanns og einstæð- um hæfileika til að lokka þá eða knýja með góðu eða illu til að lúta vilja formanns þing- flokksins. Eitt af því sem efst er á dagskrá í Washington þessa dagana er að hve miklu leyti Johnson geti leikið sama leikinn sem forseti. Sigurhorfur nýja forsetans í kosningunum að ári velta á þvf öilu öðru fremur hvem- ig honum tekst að koma ár sinni fyrir borð í skiptum við þingið. Að því verkefni hlýtur hann því að beita athygli sinni og kröftum. Af þessum sökum hafa forsetaskiptin valdið ó- vissu og ugg í alþjóðamálum. Þar var Kennedy búinn að móta stefnu sem í heild var hans verk. Hann bjó yfir mik- illi þekkingu og reynslu um þróun alþjóðamála. öðru máli gegnir um Johnson. Hann hef- ur aldrei haft náin afskipti af M eðan millibilsástandið ríkir neinskonar frumkvæði af hálfu Bandarikjanna í utanríkismál- um. Bæði verður nýi forset- inn önnum kafinn að sinna inn- anlandsmálum. og það hlýtur óhjákvaemilega að taka tölu- verðan tíma fyrir hann að ná tökum á flóknu stjómarkerfi sem annar maður mótaði eftir sínu höfði. Fréttamenn í Wash- ington komast svo að orði um stjórnaraðíerð Kennedy. að hann hafi komið sér upp hirð í Hvíta húsinu og stjórnað skriffinnskubáikni rikisstofn- ananna með aðstoð hennar. Hirðmennimir voru vinir og kunningjar Kennedy, einkum menntamenn frá Harvard og öðrum háskólum austurfylkj- anna. Harla ólíklegt er að Johnson kunni vel við sig í þessrom félagsskap. Fyrst um sinn eru ráðunautar Kennedy honum ómissandi vegna kunn- ugleika þeirra á málum, en þegar frá líður hlýtur hann að skipta um og safna saman^ £ Hvíta húsinu fólki af sínu sauðahúsi, framgjörnum stjóm- málamönnum og dugnaðar- þjörkum. Ölíklegt er að marg- ir í þeim hópi hafi til að bera hámenntun og fágun sem var einkenni hirðmanna Kennedy. Ferill Johnsons sýnir að hann er í ríkum mæli gæddur þeim hygg'ndum sem í hag koma, en enginn heldur því fram að hann sé mikill pólitískur hugs- uður. Spumingin sem flestir í vest- rænum höfuðborgum spurðu við hin óvæntu forsetaskipti í Bandaríkjunum var: Hvað ger- ir de Gaulie? A rúmum mán- uði hafa orðið foreætisráðherra- skipti í Vestur-Þýzkalandi og Bretlandi og nýr maður tekin við forsetaembættinu í Wash- ington. Af forustumönnum Vest- urveldanna er" franski foreet- inn einn gamalgróinn í emb- ætti. Þeir Kennedy voru höfuð- andstæðingar. og margir gizka á að de Gaulle grípi tækifærið meðan Johnson á í fullu fangi að fást við bandarísk innan- landsmál til að leitast við að koma í framkvæmd hugmynd- um sfnum um vesturevrópskt kjamorkuveldi óháð Banda- ríkjunum. Bandarískum ráða- mönnum stendur mun meiri stuggur af bandamanni sinum í París en andstæðingum í Moskvu og víðar., M. T. Ó. bókmenntir ÞERÁÐSEGJA ÞÉR AÐ SEGJA. Ver- aldarsaga Péturs Hoff- manns Salómonssonar. Stefán Jónsson, frétta- maður skráði. 275 bls. Ægisútgáfan. Það er hljómur yfir nafninu Pétur Hoffmann Salómonsson. Og víst er um það, að öllu svipmeiri persónuleika verður lengi að bíða. Hvorki óttast hann guð né fjandann, foreet- ann eða dómsmálaráðherrann, enda ókrýndur konungur ösku- hauganna sjálfur. Stórorustur hefur hann háð fleiri en fie&t- ir menn hérlendir, og þó verið svikinn um þá síðustu: Óhlut- vandir menn boluðu honum úr framboði til forsetatignar ekki einu sinni helctur tvisvar. Eng- um getum skal hér að því leitt hvernig fara myndi viðureign- in milli þeirra Ásgeirs Ásgeirs- sonar og Péturs Hoffmanns, •'nda fæst vart úr því skorið héðan af. Þó örvæntir Pétur hvergi. hann segir (á bls. 273): ,.Og þó mínir fætur verði kaldir, þá mun renna sú tíð, að íslendingar velji sér sjó- mann, verkamann eða bónda til æðstu tignar, enda ber slík- um einum heiðurinn. Hvað ála- veiðamar áhrærir. þá get ég staðhæft með miklu stoltl, að árið 1962 veiddi ég einn sam- an næstum helming alls þess áls, sem reyktur var til út- flutnings á Islandi, en til slíkra afreka held ég að þurfa muni tvöfalt það vit, sem brúk er fyrir til þess að gegna forseta- embætti”. Og nú er komin út verald- arsaga þessa hugumstóra manns, skráð af Stefáni Jóns- syni, fréttamanni. Flestir myndu búast við góðri skemmt- an þegar svo ágætir menn leggja saman. og þó varð und- irritaður fyrír vonbrigðum. Bókin er í stuttu máli sagt aldrei verulega skemmtileg, oft á tíðum er Pétur beinskeittur, illvígur og harður. og þó er jafnan eins og einhvem herzlu- mun vanti. Engum getum skal að því leitt. hvort hér er við Stefán eða Pétur að sakast — eða báða. Hitt stendur óhaggað. að enn er samtalsþáttur Sig- urðar Magnússonar, sem forð- um birtist í ,,Fólkið í landinu’’ það bezta sem um Pébur hef- ur verið skrifað. Eins og ráða má af framan- sfcráðu, gefur þessi bók enga raunverulega mynd af svip- mifclum og séretæðum persónu- leika Péturs — honum verða menn að kynnast af eigin raun. Helzt er Pétur að hitta á lög- reglustöðinni að eigin sögn — hann er nú sáttur að kalla við þá verði laganna og leggur til þeirra gott orð. öðru máli gegnir um stangarveiðimenn. sem að hans dómi „eru ó- þverralýður. Þér að segja“. Þá er og þess að geta, sem lítt eða ekki kemur fram í bók Stefáns. að Pétur er dágóður . rithöfundur sjálfur. Hann hef- ■ ur efið út þrjá bækUnga og J fjalla tveir þeirra um stjóm- B málaóvini Péturs. smádjöflana, ^ er hann nefnir svo. Gegnir ^ furðu. að þeir skuli enn ganga k uppréttir eftir þá útreið. Þá 1$ hefur Pétur gefið út rít um £ atgeirinn Gunnars á Hlíðarenda — gagnmerkt rit, sem enn hef- ur ekki hlotið þá viðurkenningu vísindamanna, er skyldi. Sem sagt: Þessi bók er ekki eins skemmtileg og ætla mætti. Að öðru leyti er flest vel um hana, þó mætti prófarkalest- ur að ósekju vera betri. Vænf- anlega fáum við meira að heyra af Pétri Hoffmann. áður en langt um líður. ! * Pétur Hoffmann Jón Thór Haraldsson. Ekkja Oswalds fiutt frá Dallas DALLAS 27/11 — Bandaríska öryggisþjónustan hefur tekið að sér að vernda líf ekkju Oswalds í stað lögreglunnar í Dallas, samkvæmt hennar eig- in ósk. Secret Service tók strax að sér að vemda líf frú Oswald. er hún tjáði þeim, að hún væri kviðafull vegna fjand- samlegrar afstöðu íbúanna í Dallas. Fannst henni öryggis sins ekki gætt sem skyldi af lögreglu staðarins. Öryggis- þjónustan flutti frú Oswald, börn hennar tvö Qg tengda- móður í hús í nágrenni Dall- as, og hefur ekki gefið upp hvar það sé. Námsstyrkur til guðíræði- náms Lútherska heimssambandið mun veita guðfræðingum nokkra námsstyrki til fram- haldsnáms við guðfræðideild- ir háskóla, sem kenna lút- herska guðfræði, hvort heldur er í Evrópu eða í Bandaríkj- unum. Námstíminn er eitt háskóla- ár, en guðfræðingar, sem halda til Bandaríkjanna til náms, munu einnig verða að kynna sér almennt safnaðar- starf. Námsstyrkir eru að fjár- hæð frá 800,00 til 1.700,00 dollarar og fer upphæðin eft- ir dvalarkostnaði i viðkom- andi landi. Námsstyrkimir eiga að nægja fyrir ferðakostn- aði, skólagjöldum, húsnæði, fæði og nokkrum öðmm út- gjöldum. Þeir kandidatar, sem mundu vilja taka maka sína með, fá 300,00 dollara viðbót- arstyrk. Umsækjendur verða að hafa lokið prófi í guðfræði, áður en framhaldsnámið erlendis hefst, og verða að greina frá því, hvaða grein trúarvísinda þeir ætla að leggja stund á. Umsókninni vérða að fylgja meðmæli biskups og umsögn guðfræðideildar Háskóla fs- lands. Umsóknareyðublöð fást hjá formanni eða ritara sambands- nefndar þjóðkirkjunnar, þeim séra Ingólfi Ástmarssyni og séra Ólafi Skúlasyni, velta þeir einnig nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur rennur út 29 desember n.k„ en náms- styrkjum verður úthlutað í febrúar eftir fund nefndar þeirrar, sem Lútherska heims- sambandið hefur falið að ann- ast úfhlutunina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.