Þjóðviljinn - 30.11.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.11.1963, Blaðsíða 8
V g SÍÐA MÓÐVILIINN TUNDIN Ritstjóri: UNNUR EIRÍKSDÓTTIR Alí Abou og gömlu skórnir huns nýja skó, sagði hdnn, og hélt leiðar sinnar. Þegar AIí var búinn að baða sig og þurrka, klæddi hann sig, og fór svo að svip- ast um eftir skónum sínum. En hann fann þá hvergi. Hann leitaði að skónum, en gat hvergi komið auga á þá. í staðinn fyrir gömlu skóna stóðu þarna alveg nýir. Þetta voru ljómandi fallegir skór, af nákvæmlega sömu stærð og gömlu skórnir. — Nú skil ég, sagði Alí Abou við sjálfan sig — Om- ar ben Adin hefur viljað gleðja mig, og keypt þessa skó handa mér. Þeir eru ljómandi fallegir, miklu fal- legri en gömlu skórnir mín- ir. — Hann var vini sínum hjartanlega þakklátur og fór heim i góðu skapi. En því miður voru nýju skórnir ekki vinargjöf frá Omari ben Adi. Þeir voru eign dómara nokkurs í Bagdad. Dómarinn hafði ver- 'ið í baði eins og Alí, og skil- ið skóna eftir fyrir framan bekkinn. •— Hvað er orðið að skón- um mínum? sagðl dómarinn, þegar hann kom úr baðinu og ætlaði að fara að klæða sig. Baðverðimir leituðu alls- staðar, en fundu ekkert nema gömlu skóna hans Alí Abou. Þeir þekktu þá undir eins. — Þetta eru skórnir hans Alí Abou, hrópaði dómarinn. — Hann hefur stolið nýju skónum mínum og skilið gömlu druslumar sinar eft- ir handa mér. Að svona auð- ugur maður skuli geta hag- að sér svona auvirðilega. Hann skal sannarlega fá þá HRÓI En páfuglinum var alveg sama um Hróa. Hann var svo hrifinn af sjálfum sér að honum datt ekki í hug að virða skrautlausan kráku- unga viðlits. En það voru fleiri en dýr- in, sem höfðu hom í síðu Hróa. Nágrannarnir, sem í fyrstu sögðu: Ó, hvað hann er indæll, litla krílið, komust á aðra skoðun, þegar hann lék sér að því að rífa þvott- inn af snúrunum hjá þeim. Mér þótti alltaf jafnvænt um Hróa, þrátt fyrir prakk- arastrikin. Það var gaman að honum þegar einhver var að leika tennis. Þá sat hann grafkyrr og sneri höfðinu í sífellu, til að fylgjast með leiknum. Honum var alveg sama þó boltarnir hittu hann öðru hvoru. Þegar kom að því að ég færi í sumarfrí, ákvað ég að taka Hróa með mér. Ég þurfti að leggja af stað eld- snemma morguns, og hugs- aði ekki útí að hafa Hróa lUuslrattom hy KOI.AM) RODECASI refsingu, sem honum ber. Dómarinn sendi þjóna sína heim til Alí Abou með gömlu skóna og þar fundu þeir Alí á nýju skónum. Þeir tóku hann þegar höndum og fóru með hann til hins reiða dómara. Flengið þjófinn tíu vand- arhögg og setjið hann síðan í fangelsi. Sleppið homum ekki út fyrr en hann hefur borgað þúsund krónur í sekt. Það er réttlát hegning. Þannig hljóðaði dómurinn. Alí Abou reyndi að skýra fyrir dómaranum að þetta væri allt á misskilningi byggt. En dómarinn vildi ekki hlusta á hann. Og þó hann hefði hlustað á hann hefði hann sjálfsagt ekki trú- að homum. Svo Alí Abou borgaði sekt sína og var sleppt úr fangelsinu. Það fyrsta sem hann gerði þegar hann var laus, var að reyna að losna við skóna, sem höfðu bakað honum svo mikil óþægindi. — Ég fleygi þeim í ána, sagði hann við sjálfan sig. Hann brosti ánægjulega þeg- ar hann heyrði skvampið í vatninu, þegar hann kastaði skónum. Sama kvöldið veiddi sjó- maður nokkur skóna i net sitt. Hann vissi eins og all- ir aðrir, að þessir skór til- heyrðu hinum ruðuga Alí Abou. — Kannski gefur hann mér svo sem tíu krónur, ef ég færi honum þessa dýrmætu skó, sagði sjómaðurinn við konu sína. Þegar sjómaður- inn kom til húss AIí Abou, vildi svo óheppilega til að enginn var heima og allar dyr læstar. Maðurinn var þreyttur eftir dagsverk sitt og sagði við sjálfan sig: — Ég nenni ekki að fara hing- að aðra ferð, ég kasta bara Framhald. HVAÐ KEMUR ÞAÐ MÉR VIÐ? Hann fékk tannpinu af geðvonzkunni og fór inn til tannlæknis og lagði seðlahrúgu á borðið. „Taktu úr mér tönn“, sagði hann. „Ég hef tannpínu". „Hvað kemur það mér við?“ sagði tannlæknirinn og leit á hann. Augun stóðu í hr. Jobba. Hann var fokreiður. Hann þaut út og beint til bæjar- stjórans. „Ég er ríki Jobbi ofan frá höllinni", sagði hann. „Hvað kemur það mér við?“ sagði bæjarstjórinn. „Fólkið er ókurteist við mig“. „Já, en hvað kemur það mér við?“ sagði bæjarstjðr- inn brosandi. Ríki Jobbi setti upp hatt- inn, fór út, skellti hurðinni á eftir sér og flýtti sér upp í höllina, og huggaði sig við að nú fengi hann eitthvað gott að borða og gæti verið i friði fyrir skrílnum í bæn- um. En uppi í höllinni var á- standið ekki skemmtilegt. Allt vinnufólkið er gengið úr vistinni. ,,Ég banna ykkur að fara”, hafði frúin kallað á eftir þeim. „Hvað kemur það okkur við?“ höfðu þau öll svar- að. Frúin varð sjálf að fara í bæinn með sonum sínum til að kaupa í matinn. En það var ekki ánægju- leg ferð. f loðfeldi og silki, með fullar hendur fjár fóru þau i búðina: „Við viljum kaupa egg. Við viljum fá fisk, kjöt, smjör, brauð, ost, sykur, rabarbara, grænar baunir. . . “ Alls staðar fengu þau sama svarið, sem þau kunnu nú orðið mæta vel: „Hvað kem- ur það mér við?“ — Þau fengu ekki nokkurn matar- bita þótt þau færu úr einni búð í aðra. „Já, en við erum svöng. Við verðum að fá eitthvað, viljum fá eitthvað. Við svelt- um til .baija!" „Já, en hvað kemur það okkur við?” svaraði fólkið Og þau urðu að fara niður í matjurtagarð- inn, þótt hún ætti erfitt með það vegna fitu og legið þar og rótað í moldinni með fingrunum þéttsettum dem- antshringjum, og leitað eftir svolitlu af kartöflum og gul- rótum, svo að þau gætu feng- ið eitthvað að borða. Hún var svo reið, að hún grét söltum tárum niður í skaft- pottinn, og það kom sér vel bví að hún hafði gleymt að salta kartöflurnar. Æ, það var hryllileg mál- tíð! (Framhald). Myndir fró lesendum irmi, svo hann væri á visum stað þegar lagt yrði af stað. En krákur fara snemma að sofa og þegar ég fór að leita að Hróa, var hann steinsofn- aður hátt uppi í tré. Ég gat með engu móti náð honum niður, svo mér hugkvæmd- ist að látast fara að leika tennis. Þá lét Hrói ekki á sér standa, en kom niður til að horfa á, og þá náði ég hqnum og lét hann rnn í bíl- inn. FraitíhaSd. Laugardagur 30. nóvember 1963 „Skólaflautan” ný Nýlega kom út hjá Ríkisútgáfu námsbóka ný kennslubók fyrir sópran-blokk- flautu, Skólaflautan, eftir Hannes Flosason tónlistarkénn- ara. Bókin er 32 bls. að stærð, og í henni eru 85 lög og æfing- ar fyrir blokkflautu. Auk þess er vísað til laga í söngvinnu- bókunum Hljóðfalli og tónum og Við syngjum og leikum, sem áður hafa komið út hjá Ríkisútgáfunni. Með útgáfu á bókinni Skóla- flautan er reynt að bæta úr brýnni þörf á íslenzkri kennslubók fyrir þetta merka hljóðfæri, sem á miklu og sí- fellt vaxandi fylgi að fagna meðal nemenda og tónlistar- kennara í barnaskólum. f bókinni eru söngtextar við lögin, sem einnig eru vel fall- in til notkunar við kennslu i söng og nótnalestri. Prentun annaðist Litbrá hf. Framleiddur med einkaleyfl- frá ARNESTAD 'BROK, Osla. er bezti lxvildla,r~ stollinn. á lieims- markaðnum; þaö má stillahanniþá stööu,sem Ixverjuxn, hentarbezt,en auk þess nota sem venjulegan , mggustól laugavegi 26 simi 20970 M» Myndir eftir Elinu Haraldsdóttur, 7 ára, Nesveg 10. Skip vor ferma vörur til íslands, sem hér segir: IAMBORG: M/S „LAXÁ" 7/12. M/S „SELÁ“ 21/12. M/S „LAXÁ“ 2/i 1964 ROTTERDAM: M/S „LAXÁ“ 9/12. M/S „SELÁ“ 23/12. M/S „LAXÁ“ 6/1 1964 HULL- M/S „LAXÁ“ 11/12. M/S ,,SELÁ” 27/12. M/S „LAXÁ“ 8/1 1964 GDYNLA: M/S „RANGÁ“ 28/12. GAUTABORG: M/S „RANGÁ“ 2/1 1964 Vér höldum uppí reglobundn- um ferðum á 14 daga fresti frá Hamborg, Rotterdam og Hull og mánaðarlega írá Gdynia og Gautaborg. HAFSKiP H.F. -^OROAÍtfuNI 25 - RtlKJAVÍK SÍMI 16/ío/- SÍMNtFNI: ffAFSKIP t I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.