Þjóðviljinn - 30.11.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.11.1963, Blaðsíða 10
10 S,ÐA MÓÐVILJINN Laugardagur 30. nóvember 1963 hún var með dökkrautt blóm í hárinu. Hann stóð þögull og horfði á hana stundarkom; hann hafði ekki vitað fyrr hve ákaft hafði þráð að sjá hana. Hann hreyfði sig og hún sneri sér við og kom auga á hann. Hún brosti og kom til hans 1 skyndi og tók um hönd hans. — Pabbi sagði að þú værirkom- inn. Og svo laut hún honum með eins konar hneigingu og kyssti hönd hans. Hann snart öxl hennar og hálfblindaðist sem snöggvast, því að honum vöknaði um augu. — Heyrðu, þetta máttu ekki gera, tautaði hann. Svo stóðu þau og horfðu hvort á annað, undrandi og hlæjandi. Hún sagði: — Voru þeir harð- ir við þig? Hann brosti til hennar. — Þeir héldu mér í fangelsinu þangað til núna. Það var ekki verra en það. Þeir voru ekki eins og þeir geta verstir verið, síður en svo. Hún sagði: — Þeir voru héma — þeir fóru ekki fyrr en í vik- unni sem leið. Þeir lifðu eins og svín. Hann sagði í flýti: — Gerðu þeir þér eitthvað? Hún hristi höfuðið. — I raun- inni voru þeir prúðir — við sá- um ekki mikið til þeirra. En í matsal liðsforingjanna. þegar þeir komu fyrst, var skortur á diskum og matarílátum. Þeir voru vanir að blanda öllu sam- an. tei og hveiti og sykri og kjöti og sultu og grænmeti og salti og kexi — þeir hrærðu þetta saman í eins konar kássu Hárgrefðslu og snyrtistofa STEINT7 og DÖDfð Laugavegi 18 III. h. (lvftai SlMI 24616. P E R M A Garðsenda 21. SlMI 33968. Hárgreiðslu- ng snyrtistofa. Dðmur! Hárgreiðsla við allra hæfl T.IARNARSTOFAN. Tjarnargötu 10. Vonarstrætis- megin. — SÍMl 14662. hArgreiðslustofa ACTSTURBÆ.IAR (Maria Guðmundsdóttirl Laugavegi 13 — SfMI 14656 — Nuddstofa á sama stað. — og báru það á borð í flatkoppi. Hann hló. — Nei? Hún tók undir hlátur hans. — Þetta er dagsatt, vikum sam- an átu þeir úr flatkoppum. Þeir sáu ekkert athugavert við það. En þetta voru hermennimir; ó- breyttir borgarar vom siðaðri. En við vorum fegin þegar þeir fóru. Hann sagði: — Þið hafið kom- izt heilu og höldnu frá Bassein? Hún sagði: — Já. og það var þér að þakka. Við gengum til baka tvö og þrjú saman, sem sveitafólk. Ég bar körfu með mangóum á höfðinu þar til við komum framhjá japönsku leit- arflokkunum og undir ávöxtun- um var skammbyssan og öll skotfærin. Hún var hræðilega þung. Við urðum að grafa riffl- ana, en við náðum þeim upp seinna. Hún leit á hann. — Get- urðu ekki stanzað hjá okkur nokkra daga? 32 — Ef það er ekki of mikil fyr- irhöfn, þá þætti mér vænt um það. svaraði hann. Ég er enn- þá dálítið ringlaður. Og ég bólgna svo á fótunum. Hún lét hann setjast í stól og kraup við fætur hans, þrýsti á þrútið hörundið með grönnum fingrunum. Snerting hennar var óendanlega svalandi. Hún sagði: — Þú hefur fengið lélegan mat 1 fangelsinu. Hún var aðeins að skýra frá staðreyndum og vissa hennar var uggandi. Hann kinkaði kolli. — Er það ekki bereberi? Hún sagði: — Þetta er á lágu stigi; það batnar fljótlega með betra mataræði og hvíld. Okkar fólk fær þetta stundum þegar uppskeran bregzt og það verð- ur að eta gömul hrísgrjón. En þú verður að vera hjá okkur þangað til þér batnar. Hann sagði: — Ég vil ekki vera ykkur til óþæginda. Hún sagði alvarlega: — Hvem- ig gætirðu verið það? Hún kaliaði eitthvað á burm- versku og þjónn kom inn; hann gaf frá sér hljóð þegar hann sá fætuma á Morgan. Stúlkan ræddi við hann nokkra stund og hann fór út aftur; eftir nokkra stund kom hann til baka með rjúkandi vökva í könnu á bakka og bolla og setti hjá Morgan. — Þú verður að drekka mikið af þessu, sagði stúlkan. Það er hollt fyrir þig. Hann komst seinna að því að þetta var seyði af nýjum lima-ávöxtum og hrísgrjónahýði. Þetta var æva- gamallt læknislyf við beriberi, sem fólk notaði löngu áður en nokkur vissi um bætiefni. Um kvöldið átti hann langt tal við stúlkuna og föður henn- ar; öðru hverju k-omu og fóru ættingjar og vinir. Hann komst að því að enn voru hópar Jap- ana á flækingi um landið. allt upp í þrjú hundruð saman; þeir forðuðust borgir og vegi sem þjóðfrelsisherinn hafði umsjón með. Þessir hópar voru matar- litlir og komust ekki til baka í austurátt vegna komu fjórtánda hersins; nokkrir þeirra komust niður ána á næturnar og gerðu þannig tilraunir til að komast til sjávar ef ske kynni að þeir næðu þaðan sambandi við Ta- voy. Aðrir reyndu að komast á land á nætumar og freista þess að komast framhjá útvörðum fjórtánda hersins. Kvöldverðurinn kom og þau settust sjö að snæðingi, máltíð sem samanstóð að stórri skál með hrísgrjónum og smáskálum með karrý og kryddi á miðju borðinu. Nay Htohn útbjó sér- staka rétti handa Morgan. Þessi matur var borðaður með skeið nema hvað ein gömul kona not- aði prjóna. Að lokinni máltíð- inni settist Morgan með smá- vindling út á veröndina í rökkr- inu, sæll og ánægður í legustól. Nay Htohn kom og kraup á gólfinu við fætur hans; henni var eðlilegra að sitja á gólfinu en á stól. Hún hélt á einhverju í hend- inni. Hún sagði: — Ég er héma með blað sem þú átt. Ég hélt kannski að þú vildir fá það aft- ur. Hann sagði: — Blað sem ég á? Hún fékk honum lúið blað með asnaeyrum. Hann hélt því upp að ljósinu sem barst frá stof- unni fyrir innan. Á því stóð með hans eigin rithendi: May Nay Htohn. Vatn — YE soðin hrísgrjón — HTAMIN. maður — Hann brosti, sneri blaðinu til og las það sem var skrifað þversum L síðuna: Ég fer til Bassein að gefa mig fram við Japanina; reynið ekki að elta mig. Ég ætla að reyna að fela mig í tvo daga fyrst, svo að þið getið komizt undan. Englendingar munu senda axman liðsforingja í stað Williams majórs, segið honum frá mér. Ég ætla að reyna að ná sambandi við ykkur eftir stríðið ef ég get. Dæmið okkur vitlausir en við gerum okkar bezta. Hann brosti, hugsaði til þessa erfiða tíma þar sem hann nú lá áhyggjulaus á veröndinni. Hann var snortinn yfir því, að henni hefði fundizt taka því að geyma svona ómerkilegan blað- snepil til minja. Hann sagði: — Þú verður að kenna mér fleiri orð meðan ég er hér. Hún hikaði og sagði síðan: — Hefurðu litið hinum megin á blaðið? Hann sneri blaðinu við og sá að það var gamalt flugpóstbréf, með nafni hans og heimilisfangi; honum varð hverft við þegar hann sá óreglulega, stórgerða rithöndina. Hann tók upp bréfið og las: Phillip elskan, Það verður agalega erfitt að skrifa þetta bréf og ég veit ekki hvemig ég á að byrja, en eigin- lega er eins og við höfum aldr- ei verið gift. átt heimili og svo- leiðis. Ég veit að þegar Jack féll, var afskaplega fallegt af þér að líta til með mér og auð- vitað vildi hann það og við máttum bókstaflega til, og þetta hefur verið indælt og ég iðrast einskis. Hann las áfram þegjandi, nið- urdreginn og dapur. — og það er svo agalegt að vita ekki hvar maður stendur, sérstaklega þar sem þetta var allt saman misskilningur frá upphafi, finnst þér ekki? Ég vona að við verðum alltaf af- skaplega góðir vinir vegna elsku Jacks sáluga. Þín eiskandi BOBBY — Drottinn minn, sagði hann hljóðlega. — Ég hélt að Japan- imir hefðu tekið þetta. Hann leit á stúlkuna sem sat hjá honum; hún starði upp til hans og augu hennar voru tár- vot. — Þetta er gamalt bréf frá konunni minni, sagði hann. — Lastu það? Hún sagði: — Ég las það, en ég lét engan annan lesa það. Þetta var svo mikið einkamál. Ég hélt þú vildir ekki að aðrir læsu það. Hann sagði: — Það var fallega hugsað. Ég myndi ekki kæra mig um að aðrir læsu þetta. Ég athugaði ekkert á hvað ég skrif- aði skilaboðin. Hún horfði á hann: — Var það þér ekki meira virði en svo? — Nei. Hann hugsaði sig um andartak og sagði svo: — Við áttum ekki mjög vel saman, konan mín og ég. Og svo gerð- ist ýmislegt. sem var einhvem veginn raunverulegra, nauðlend- ingin, handtakan og það allt saman. Ég hugsaði ekki meira um þetta. Japanimir tóku öll mín skjöl þegar þeir leituðu á mér í Bassein og ég hélt að þeir hefðu h'ka tekið þetta. Hún tók bréfið handlék það með fingurgómunum.— Skrifaði hún þér þetta í raun og vem þegar þú varst að berjast í Ind- landi — langt að heiman og í lífshættu? — Ég fékk það féeinum dög- um áður en ég nauðlenti vél- inni. sagði hann. — Henni hefði aldrei dottið í hug að líta þann- ig á málið. Hún leit á hann, horfði beint i augu hans. — Þetta er ljótt bréf, sagði hún. — Ég vildi að það væri brennt — Brenndu það, ef þú vilt, Nay Htohn, sagði hann alvar- lega. — Þetta er allt löngu lið- ið. Konan mín og ég — Það er allt saman búið. ekki týna. Þau hlógu saman og Hún brosti allt í einu. — Ég tók afrit af skilaboðunum sem þú skrifaðir mér. Þeim vil ég ekki týna. Þau hlógu saman, og hún sótti lukt inní setustofuna og þau horfðu á bréfið brenna upp til agna, svo að ekkert var lengur eftir af því. Hún kraup aftur hjá honum og þau töluðu um Henzada og Irrawaddy og líf hennar í Rang- oon og vinnu hennar hjá Stev- ens á skrifstofunni. Og áður en langt leið fór hann að strjúka á henni öxlina; hún leit snöggt á hann og brosti. Síðan fór hann f rúmið og í fyrsta skipti í hálft ár svaf hann á öðru en tréfjölum; honum þótti hengirúmið hámark mun- S K OTTA „Þetta mundi nú vera ennþá rómantískara., cf þú kynnir að spiia, þó ekki væri nema eitt Iag á gítarinn JóL“ Asprestakafí Stuðningsmenn SÉRA JÓNASAR GÍSLASONAR, umsækjanda um Ásprestakall, hafa á kjördegi skrifstofu í GAMLA KOMPANÍINU H/F, SÍÐU- MIJLA 23, sími 36500 (3 línur). Þeir sem vilja stuðla að kosningu hans, eru beðn- ir að hafa samband við skrifstofuna, sem veitir nánari upplýsingar og fyrirgreiðslu við kosning- una. — BÍLASÍMI 36500. Stuðningsmenn. Grensásprestakafí Stuðningsmenn FELIX ÓLAFSSONAR hafa skrif- stofu á kjördag að Hvassaleiti 151. Beiðnum um upplýsingar eða bíla svarað í síma 38010 og 38011. Vinsamlegast látið skrifstofunni í té allar þær upplýsingar, sem að gagni mega koma. Stuðningsmennimir. Sími 17-500 Nokkur útburðarhveríi losna um mánaðar- mótin. — Afgreiðsla Þjóðviljans. Ég ætla að biðja þig að gera við þetta útvarpstæki fyrir mig. en farðn varlega, ég hef á tilfinningunni að þú getir fengið rafmagnsstraum í þig af því. SVEFNSÓFAR - SÓFASETT HN0TAN, bHsgapaverzlun Þórsgötu 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.