Þjóðviljinn - 30.11.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 30.11.1963, Blaðsíða 12
BAZAR KVENFÉLAGS SÓ SÍALISTA ER í DAG iíííSS-: Álifs Ingólfs Jónssonar flugmálaráSherra: Ekki raunhæft að byggja nýjan flugvöil á Álftanesi □ Á fundi með blaðamönnum í gær lýsti flug- málastjóri þeirri skoðun Ingólfs Jónssonar, flug- málaráðherra, að ekki komi til greina að byggja nýjan flugvöll á Álftanesi. | | Er kostnaður talinn of mikill, en áætlað er, að heild- arkostnaður við byggingu slíks flugvallar yrði 320—420 milljónir. Ráðherrann telur. að Reykjavíkurflugvöllur hljóti áfram að þjóna erlendu og innlendu flugi. Endur- bæta þurfi flugvöllinn, en það muni kosta brot af kostn- aði við nýjan flugvöll. Þotuflug muni enn um sinn fara fram um Keflavíkurflugvöll. Að sögn flugmálastjóra hefur I Flugráð enn ekki tekið afstöðu í málinu. Agnar Koefod kvað flugmálaráðherra hafa haft að- gang að sömu gögnum og flug- málastjómin. er hann myndaði sér skoðun. Má því fullvíst telja, að nú sé endanleg ákvörðun tek- in í þessu máli. Ella ræddi flugmálastjóri gagn- rýni. sem fram hefur komið á flugmálastjórnina fyrir „algjört stefnuleysi". Ekki kvað flug- málastjóri þessa gagnrýni á rökum reista, stefnuna hefðu þeir, en vantaði afl þeirra hluta, er gera skai, nefnOega fjármagn. Nefndi flugmálastjóri máli sínu til sönnunar, að frá því ríkis- valdið hóf afskipti af flugmál- um árið 1936 og til ársloka 1963 hafi verið veittur til flug- mála tæpar 99 milljónir, eða nánar tiltekið 98.899.550 kr. — að viðbættum 88 aurum. Rakti síðan nokkuð, hvað gert hefði verið við þetta fé, og kvaðst efast um, að aðrir hefðu fengið meira út úr ekki meiri fjárframlögum. „Fátæktn var mín fylgikona" getur flug- málastjóri sagt með nokkrum rétti. Ýmislegt fleira kom fram á þessum blaðamannafundi. M.a. ræddi flugmálastjóri um nauð- syn varavallar, en slíkan völl kvað hann heppilegast að reisa í Aðaldal. Þá gaf flugmálastjóri bær athyglisverðu upplýsingar. að fyrir tæpum tíu árum hefði hann fengið vilyrði hjá flug- málaráðherra Bandaíkjanna fyrir 5 milljóna dollara framlagi — óafturkræfu — til þessa vallar, en frá því hefði verið horfið að taka því boði. Ekkl kvað hann þetta mundu standa til boða nú! í DAG heldur Kvenfélag sósíal- ista bazar í Tjarnargötu 20 og verða þar að venju á boð- stólum fjölmargir eigulegir munir, m.a. prjónavörur ým- iskonar, svo sem hosur, peys- ur af mörgum gerðum, og smáfatnaður, ennfremur svuntin: og dúkar og margt fleira er of langt er upp að telja. Er þarna ágætt tækifæri til að eignast góða muni til jólagjafa- MEÐ ÞVÍ að sækja bazarinn og kaupa muni styrklð þið Iíka starfsemi félagsins en bazarinn er ein helzta tekju- Iind þess. Heldur félagið uppi margvíslegri starfsemi sem vert er að Ieggja lið. MYNDIN HÉR að ofan er tck- in í gær er verið var að koma bazarmununum fyrir og sézt þar nokkur hluti þeirra. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). AÐALFUNDUR L.Í.Ú. HÉLT ÁFRAM í GÆRDAG Eins og frá var skýrt hér í blaðinu í gær hófst fundur Landssambands íslenzkra út- vegsmanna í fyrradag. Lýstu fulltrúar hinna ýmsu sambands- félaga tillögum félaga sinna á fundinum í fyrradag og reifuðu þær en síðan var þeim vísað til nefnda. Stóð fundurinn til kl. að verða 1 eftir miðnætti. 1 gærmorgun sátu nefndir að störfum en fundur hófst að nýju kl. 2 e.h. SWluðu nefndir þá áliti og nokkrar tillögur voru samþykktar. Kl. 5 síðdegis hélt Emil Jóns- son sjávarútvegsmálaráðherra ræðu en að henni lokinni var haldið áfram umræðum um nefndarálit. f gærkvöld áttu nefndir að starfa en fundarstörf heíjast að nýju í dag. Aðalfundur Sósíalistafélags Kópa- vogs verður haldinn mið- vikudaginn 4. des 1963 að Þinghól. Dagskrá: Yenjuleg að- ilfundarstörf. EINN TÍMIAÐ MORGNI DAGS Nokkur útburðarhverfi losna nú um mánaða- mótin. Afgreiðsla Þjóðviljans, sími 17 - 500. TVÆR ÍSLENZKAR SKÁLDSÖSUR Á FORLAGIIÐUNNAR Bókauppskeran hjá Iðunni er mikil að vöxtum í ár. Forlagið gefur út nýja skáldsögu eftir Indriða G. Þor- steinsson, en nú eru sex ár síðan hann lét síðast bók frá sér fara — það var smásagnasafnið Þeir sem guðimir elska. Skáldsagan heitir Land og synir. Sagan gerist í sveit á kreppuárunum og segir frá líf- striði föður og sonar — fað- irinn fellur frá í miðri sögu og síðan greinir frá þeirri baráttu sem sonurinn á í við sjálfan sig og umhverfið um það hvort Indriði G. Þorsteinsson. hann á að yfirgefa starf og land feðra sinna og fara á möl- ina. Og þar að auki koma við sögu dóttir nágrannans, hrepp- stjórinn, kaupfélagsstjórinn og annað það fólk sem nauðsynlegt er í eymd þess tíma. Höfundur segist hafa haft söguna í smíðum síðan 1959 og hafi hún ekki fajðzt harmkvæla- laust vegna sjálfsgagnrýni. Hann segir einnig að ýmisleg tengsl megi finna milli þessarar sögu og 79 af stöðinni — hin síðari gæti verið nokkurskonar for- spjaU að hinni fyrri, sonurinn í Land og synir gæti sem bezt verið Ragnar bílstjóri. Iðunn apfur einnig út nýja skáldsögu eftir Óskar Aðalstein og nefnist hún Vonglaðir veiði- menn. Þetta er gamansaga um fjóra garpa sem freista veiði- gæfunnar í nyrztu héruðum landsins. Halldór Pétursson myndskreytti bókina, sem er hin ellefta frá hendi þessa höf- undar. Þá gefur forlagið út bók eft ir Jóhann Hjaltason sem nefn- ist Frá djúpi og ströndum. I henni segir frá vermönnum og verstöðvum við Isafjarðardjúp, frá hákarlaveiðum frá Gjögri á Ströndum og fleiri þættir eru í bókinni þjóðfræðalegs og hér- aðssögulegs eðlis, nokkur hluti þessa efnis hefur áður birzt í samnefndri bók höfundar, en hér er mjög bætt við og víða breytt. I bókinni eru allmarg- ar teikningar af seglabúnaði, á- höldum og veiðafærum. Einnig er komin út hjá Ið- unni skemmtisaga eftir Alistair MacLean, Til móts við gull- skipið, en þessi höfundur hefur verið tölvert þýddur á íslenzku síðustu ár. I bókaflokknum Sí- gildar sögur Iðunnar koma út þrjár vel þekktar sögur: Kofi Tómasar frænda eftir Harriet Beecher Stove í þýðingu Am- heiðar Sigurðardóttur, Ivar HIú- jám eftir Walter Scott í þýð- ingu Andrésar Kristjánssonar. AUar eru þessar bækur mynd- skreyttar. Laugardagsleikrít Útvarpsins kynnt Tónlistardcild útvarpsins hef- ur tekið upp þá nýbreytni að senda dagblöðunum til birtingar stutta kynningu á laugardagsleikritum þeim er flutt verða í útvarpinu. Fer fyrsta kynningin hér á eftir en hún er á leikriti því er flutt verður í kvöld: Rætur eftir Arnold Wesker. „Leikritið „Rætur“ er samið af Amold Wesker, en hann er einn þeirra þriggja ungu höf- unda í Englandi sem á síðustu árum hafa getið sér mest frægðarorð sem skáld leik- hússins. Hinir tveir eru John Osbome og Harold Pinter. Fyrir nokkrum árum flutti Þjóðleikhúsið eitt af leikrit- um Osbomes, ,,Horfðu reið- ur um öxl“ og eftir Pinter flutti útvarpið leikritið ,,Mömmudrengur“ 1962 og var það endurflutt á þessu ári. Með leikritinu „Rætur“ verður i fyrsta sinn fkitt hér verk eftir Amold Wesker. Þessi ungi höfundur, er fæddur 1932 og því aðetns rúmlega þrítugur að aldri, hefur á síðustu fimm árum samið 5 leikrit. ▼ Wesker er fæddur í Gyð- ingahverfinu í Austur-Lon- don. Þar byrjaði hann sex- tán ára gamall að vinna fyr- ir sér við hin ólíklegustu störf, hann var trésmiður, bóksali, blýsmiður, landbún- aðarverkamaður, starfsmaður í eldhúsi á veitingastað og bakari, síðan í breska flug- hemum í tvö ár til 1958 er hann gerðist rithöfundur. Reynsla hans við þessi marg- breyttu störf og kynni hans af margskonar fólki hafa orðið efnið og uppistaðan í leikritum hans. 1 íormála fyrir þrfleik sín- um kemst hann svo orði: ,,Ég er eitt með þessu fólki. Það versta er að ég er óá- nægður með það og með sjálf- an mig“. Með þessari athuga- semd orðar hann sfcilmerki- lega innsta kjama sjálfs sín sem leikritaskálds. Sú vitund og vissa að hann er að lýsa því sem hann gjörla þekkir gefur leikritum hans það sér- stæða gildi og þá mannlegu dýpt sem einkennir þau öðru fremur og sú grundvallarhug- sjón er inntak allra leikrita hans að gefa þessum fáfróðu hversdagsmanneskjum tæki- færi til skilnings og þroska, ekki sízt með því að þær fái að njóta listanna, og fyrir því hefur hann barist einn'g í verki með stofnun samtaka sem að því miða. Þýðinguna gerði Geir Krist- jánssom. Leikstjóri er Baldvin Hall- dórsson. Aðalhlutverkiin leika: Briet Héðinsdóttir (Beatie Bryant), og er þetta fyrsta stóra hlut- verkið sem þessi unga leik- kona leikur í útvarp. Helga Valtýsdóttir, móður hennar Mrs. Bryant, Valur Gíslason, föður hennar, Mr. Bryant, Herdís Þorvaldsdóttir systur hennar, Jenny Beales, Róbert Arnfinnsson, mág hennar, Jimmy Beales o.fl.“ Fullveldis- fagnaðeir ÆFR er í kvöld Æskulýðsfylkingin í Reykjæ vík heldur fullveldisfagnað í Fé- lagsheimili Kópavogs i kvöid kl. 9. Meðal skemmtiatriða verður upplestur Ástu Sigurðardóttur, ávarp og fleira. Félagar eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega og taka með sér gesti. Allir vel- komnir. Miðar verða seldir við inn- eanginn og í skrifstofu ÆFR frá kl 2—7 i dag. Bifreið stolið í fyrrinótt var blfreiðinni R-13235 stolið af bílastæði við Laugaveg 90. Bifreiðin er sex manna fólksb'freið árgerð 1950, Chevrolet. Hún er svört að ofan «n grá að neðan.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.