Þjóðviljinn - 01.12.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.12.1963, Blaðsíða 3
SlÐA 3 Sunnudagur 1. desember 1963 MðÐVILJINN Á HVÍLDAR- DACINN Frá minnstu til stærstu húsgagna HÍBÝLAPRÝÐI HALLARMÚLA Sími 38177 hemáminu og Gunnar Thor- oddsen fjallaði um fyrir 18 ár- um. Mildar hendur Málflutningi í olíumálinu er ekki lengra komið en svo, að menn eru í miðri afrekaskrá Hauks Hvannbergs, en nú í vikunni kemur röðin að öðrum stjómarmönnum Olíufélagsins h.f., þar á meðal Vilhjálmi Þór seðlabankastjóra. Þó hefur saksóknari þegar tekið það fram að Vilhjálmur segist ekki vita neitt um áfengissmyglið frá Bretlandi og hafi því hvorki veitt né þegið hags- munafé í því sambandi. Er þess raunar að vænta að sak- sóknarinn fari mildum hönd- um um seðlabankastjórann, ekki sízt þegar þess er gætt að þeir em báðir í sömu frímúr- arastúkunni og þar er seðla- bankastjórinn hærri í gráðun- um en saksóknarinn. Ber að gæta þess vandlega að ekki falli neinn blettur á þau ágætu leynisamtök, eftir að heimsókn forseta Islands til Bretlands náði hámarki með því að hann var heiðursgestur þarlendra frímúrara. Gegnir það í sjálfu sér furðu að Vilhjálmur Þór skuli vera sakborningur fyrir Hæstarétti. Hann hefur það eitt til saka unnið að leiða samvinnuhreyfinguna inn á sömu brautir og Gunnar Thor- oddsen landsmálin. Hvaða rétt- læti er í því að annar haldi heiðursræðu á fullveldisdag- inn en hinn bíði dóms? Miljón á dag Ýmsum finnast þær níu milj- ónir sem horfið hafa fyrir til- stilli Hauks Hvannbergs býsna mikið fé. En það er margfalt meira hagsmunafé í umferð á Islandi. Undanfarin ár hafa tekjur fslenzkra aðila af her- námsliðinu og verktökum þess numið einni miljón hróna dag hvem samkvæmt opinberum gögnum, og kunna þó ýmsar upphæðir að dyljast 1 leyni- reikningum bæði austan hafs og vestan. Þetta hagsmunafé notar Gunnar Thoroddsen fjár- málaráðherra m.a. til þess að jafna ríkisreikninga sína og yfirlit um gjaldeyrisstöðu. Verulegar upphæðir af þessu hagsmunafé renna til auð- mangara í hemámsflokkunum öllum, og þótt f jármunimir séu æmir er bitizt um þá eins og dæmin sanna. Það er hags- munafé af þessu tagi sem veld- ur því að verið er í kyrrþey að semja um afsal Hvalfjarð- ar á þessum fullveldisdegi og að ýmsir mæna ílöngunaraug- um til erlendrar alúminíum- verksmiðju. En slíkt hags- munafé kemur ekki til umræðu í Hæstarétti jafnvel þótt fyrir það kunni einnig að vera keypt símtól úr fílabeini og gulli, kjöt og veizluréttir, á- fengi og lúxusferðir á flugsýn- ingar í Bretlandi. Missmíði Enda þótt fullveldismála- ferlin í Hæstarétti séu aðeins nýhafin, dylst ekki lengur hvemig málatilbúningi verður háttað af hálfu yfirvaldanna. Hauki Hvannberg verður fóm- að sem hinum svarta syndara og sérstök áherzla lögð á það hvernig honum hafi tekizt að gabba alla hina virðulegu stjómarmenn Olíufélagsins h.f., ekki sízt Vilhjálm Þór. Aðrir sakborningar munu aðeins reynast sekir um vanrækslu- syndir og í hæsta lagi breyzk- leikasyndir en engar ásetnings- syndir, svo að fylgt sé hinni nákvæmu skilgreiningu Helga- kvers. Það er ekki kerfið sjálft sem er fyrir rétti. heldur að- eins einn maður sem gætti þess ekki nægilega vel að fylgja settum leikreglum. Þeg- ar þessi missmíði hafa verið sniðin af. mun kerfið halda á- fram samkvæmt þeim þróun- arreglum sem Gunnar Thor- oddsen lýsti 1. desember 1945. Og hagsmunaféð mun halda á- fram að streyma úr upp- sprettulindum sínum. — Austri. Frágangssök — Mér virðist að ekki þurfi að velta vöngum yfir því, að herstöð erlends ríkis í landi annarrar þjóðar höggvi stórt skarð í umráðarétt hennar yfir landi sínu . . . Þótt það veldi sem vemdina tekst á hendur sé vinveitt oss og heiti því að forðast íhlutun um stjóm landsins, liggja í leyni marg- víslegar hættur fyrir sjálfsfor- ræði. þjóðemi, tungu, siðferðis- þrek. hugsunarhátt, álit þjóðar- innar út á við . . . Þegar hags- munir vemdarans og vilji ís- lands rækjust á, eru allar lík- ur til að herveldið ráði en vilji íslands yrði að víkja. Þjóðemi farga, landsréttindum viljum vér ekki afsala. Píslarvætti Þetta em ekki hugleiðingar mínar í tilefni þess að i dag eru liðin rétt 45 ár síðan ís- lendingar hlutu fullveldi. Þetta em nokkrar setningar úr ræðu sem Gunnar Thoroddsen, nú- verandi fjármálaráðherra, flutti af svölum Alþingishússins 1. desember 1945 og birti hér í Þjóðviljanum daginn eftir. Og því eru þessi ummæli Gunn- ars Thoroddsens rifjuð upp að í gærkvöld var hann á nýjan leik ræðumaður á full- veldisfagnaði Stúdentafélags mjög sem menn hafa lagt sig í framkróka að undanförnu til þess að sýna hið rétta eðli frjálsrar verzlunar, jafnt í frí- höfnum sem veitingahúsum, andabúum sem tékkaviðskipt- um, lánastarfsemi einstaklinga jafnt sem bankastofnana. Hagsmunafé Valdimar Stefánsson sak- sóknari hefur undanfama daga flutt langa ákæmræðu gegn Olíufélaginu h.f. en talið er að málflutningur muni standa að minnsta kosti vikutíma enn. 1 þessari löngu ræðu hefur m.a. komið fram nýyrði eitt allmerkilegt: hagsmunafé. Að Frá fullveldismálafer lum í Hæstarétti. vort yrði f hættu, tungan fyrir erlendum áhrifum frekar en hollt mætti teljast siðferðið í valtara lagi, eins og jafnan þar sem erlendir stríðsmenn eiga stundardvöl. Öfyrirsjáan- leg em þau áhrif, sem sjálfs- vitund, sjálfstæðiskennd þjóð- arinnar yrði fyrir. Vitund þjóðarinnar um, að hún ráði sjálf og ein landi sínu blæs henni í brjóst sjálfsvirðingu, framfarahug, örvar hana til stórra átaka. Meðvitund þjóðar um að hún ráði ekki sjálf mál- um sfnum, sé háð að einhverju leyti valdboði annarra, verkar sem deyfilyf á þessar fomu og nýju dyggðir. Áhrifin út á við yrðu ekki eftirsóknarverð. Er- lend riki mundu tæplega telja það land fullvalda nema að nafni til, sem lyti á friðartím- um herst.jóm erlends ríkis . . . Utanríkisstefna vor hlyti að verða háð vilja vemdarans. Mörg ríki, smá og stór, verða að visu að sætta sig við allt þetta um skamma stund i styrjöld. En hitt er frágangs- sök að semja sig undir slíkar varanlegar búsifjar á friðar- timum . . . Við Bandaríkin viljum við að sjálfsögðu eiga friðsamlega sambúð . . . En frélsi voru viljuln vér ekki 16250 VINNINGARl rði hver miði vinnur aíl meðaHali! estu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dtegið 5> hvers mánaðar. Reykjavikur, en hann mun allt framundir þetta hafa kyn- okað sér við að látá á sér bera kringum fullveldisafmælið. Þó er sízt að efa að fullt og óslitið samhengi hafi verið milli ræðunnar sem ráðherr- ann flutti í gær og hinnar sem hljómaði fyrir 18 árum. Gunn- ar Thoroddsen hefur semsé tekið sér fyrir hendur að sanna í verki þá kenningu sína að siðferðið verði í valtara lagi þar sem erlendir hermenn eiga stundardvöl, að erlend herseta verki sem deyfilyf á fomar og nýjar dyggðir, sjálfsvitund, sjálfstæðiskennd, sjálfsvirð- ingu, framfarahug og átaka- vilja. að ráðherrar sem svo er ástatt um verði naumast taldir fullvalda nema að nafni til og utanríkisstefna þeirra háð vilja verndarans. Þeir sem kynnu að vilja ámæla Gunnari fyrir svik við fomar hugsjónir ættu fremur að hugsa um hann sem píslarvott; hann hefur gert sjálfan sig og athafnir sinar að gleggsta sönnunargagninu um postullega spámennsku sína forðum tíð. Ofrausn Þótt vegir píslarvættisins séu stráðir þymum gerast nú býsna margir tii að troða þá slóð. Á þessu fullveldisafmæli er Hæstiréttur Islands að fjalla um stórfelldasta svikamál sem upp hefur komizt hér á landi, og sakbomingurinn er eitt af dótturfyrirtækjum Sambands islenzkra samvinnufélaga. Sam- vinnuhreyfingin var sem kunn- ugt er stofnuð til þess að efla heiðarlega verzlunarhætti á Is- landi, vinna bug á arðráni, okri og spillingu, setja sam- hjálp og samvinnu ofar pen- ingasjónarmiðum. Öfáar voru hugsjónaræður leiðtoganna um það hvemig gróðahyggjan leiddi til sdðferðilegrar upp- lausnar, lögbrota og svika, og með starfsemi Olíufélagsins h.f. hefur fjármagn samvinnu- manna einmitt verið notað til þess að sanna þá kenningu á hinn eftirminnilegasta hátt. Mátti þessi sönnun þó teljast næsta óþörf ofrausn af hálfu samvinnuhreyfingarinnar, svo sögn saksóknara hefur fyrrver- andi framkvæmdastjóri félags- ins gefið þessa skýringu á há- um gjaldeyrisfúlgum sem stol- ið var á vegum þess: „Segist hann hafa þurft að bera fé á menn í þeim tilgangi að auka viðskipti félagsins, en ekki vill hann þó nefna þetta mútur, heldur hagsmunafé." Fjármunir af þessu tagi voru m.a. notaðir til að flytja inn skattsvikinn vaming í hús framkvæmdastjórans. símtól úr fílabeini og gulli, kæliskáp, efni til hitalagna og hrein- lætistæki, en allt var þetta flutt inn á nafni hemámsliðs- ins og barst síðan boðleið í byggingu framkvæmdastjórans við Ægissíðu. Alþýðublaðið segir að öðru leyti þannig frá notkun hagsmunafjárins: .,Þá var fjallað um kjöt og veizlu- rétti, sem fluttir vom inn og sagðir notaðir í veizlum sem haldnar voru fyrir háttsetta vamarliðsmenn . . . Mikil á- fengiskaup vom gerð i Eng- landi og vínið flutt hingað í nafni vamarliðsins eða ein- stakra vamarliðsmanna. Var þetta að sögn til að halda uppi risnu fyrir vamarliðsmenn, en vínföng þessi vom greidd af reikningi Olíufélagsins í Lon- don . . . 1.284.288,53 króna upp- hæð var að sögn varið til þess að auka sölu á benzíni á Keflavíkurflugvelli. I því skyni bauð hann með sér á Fam- borough-flugsýninguna í Eng- landi nokkram hópi vamar- liðsmanna.“ Alls mun hafa horfið hagsmunafé að upphæð rúmar níu miljónir króna en allverulegur hluti þeirrar upp- hæðar mun að visu vera nið- urkominn i banka í Sviss. Fjarstaddir Svo er að sjá sem saksóknari hafi ekki viljað festa trúnað á frásögnina um hagsmunafé; Alþýðublaðið hefur eftir hon- um: „Var það álit saksóknar- ans að hann hefði ekki notað hagsmunafé eða mútur, heldur væm þetta afsakanir þegar i óefni væri komið.“ Hinum stranga embættismanni hefur þannig ekki tekizt að finna neina mútuþega, enda hefur enginn úr hernámsliðinu verið ákærður i sambandi við þetta mál. Er sú staðreynd býsna kynleg þegar þess er gætt að svikin öll voru framkvæmd með aðstoð hemámsliðsins og þau vora svo víðtæk að þau hafa naumast verið fram- kvæmanleg nema með stöðugri samvinnu æðstu stjómendanna á Keflavíkurflugvelli. Allt það góss sem smyglað var jafnt í þágu framkvæmdastjórans og annarra ráðamanna sem félags- ins sjálfs var flutt inn í nafni hemámsliðsins sem falsaði faktúmr og önnur skjöl, laug og sveik, og hliðstæð lögbrot vom framin af háttsettum em- bættismönnum í Bandaríkjun- um sjálfum og ráðamönnum hringsins Standard Oil. Jafn- vel þótt saksóknari telji að hemámsstjóramir hafi ekki þegið hagsmunafé fyrir viðvik- ið, heldur einvörðungu falsað og stolið og logið í þágu vest- ræns frelsis og menningar, er iðja þeirra engu að síður ský- laust lagabrot. Fjarvera þeirra í Hæstarétti er til marks um það valta siðferði sem leiðir af

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.