Þjóðviljinn - 01.12.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.12.1963, Blaðsíða 4
MÓÐVILJINN Sunnudagur 1. desember 1963 Tollalækknn á ávöxtum o. fl. Pjóðviljanum barst í gær svo. felld fréttatilkynning frá ríkis- stjóminni: Ríkisstjómin hefur ákveðið, samkvæmt heimild í 6. lið 3. gr. í tollskrárlögunum, að lækka tolla á eftirgreindum vörum, eins og sér greinir: . rúsinum úr 50% í 25% - sveskjum úr 50— í 25— - eplum úr 30— í 15— - perum úr 30— í 15— - sojabaun. úr 30— í 10— - baðmullarfræs- olíu úr 30— í 10— - „rornflakes" og þess háttar vöru úr 80— í 50— - ávaxtasafa úr 100— í 60— Tollalækkanirnar ganga í gildi 2. desember, en áhrifa þeirra á vöruverð mun ekki gæta alveg strax, þar eð í verzlunum eru til birgðir, sem hærri tollur hefur verið greidd- ur á. TECTYL er ryðvöm FRAMTÍÐARSTARF EINKARITARI — FRAMTÍÐARSTARF Vér viljum ráða skrifstofustúlku, sem gæti tekið að sér einkaritarastarf hjá oss. Málakunnátta er nauðsynleg ásamt góðri æfingu í vélrit- un. Æfing í að vélrita eftir segulbandi er æskileg. Nánari upplýsingar gefur starfsmannastjóri S. í. S., Jón Arnþórsson, Sambandshúsinu. STARFSM AN NAH ALD Nesprestakall Orðsending frá stuðningsmönnum séra Hjalta Guðmundssonar. Kosningaskrifstofa verður opin á kjördegi í K.R. heimilinu við Kaplaskjólsveg. Símar skrifstofunnar eru: Almennar upplýsingar 21547 Bílasími 21559 Kjörfundur hefst kl. 10,00 og lýkur kl. 22,00. — Kjósið tímanlega. Stuðningsmenn. 4 SÍÐA Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.|, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. orentsmiðja: Skólavörðust 19. Simi 17-500 (5 h'nur). Askriftarverð kr. 80 á mánuði. Fullveldi Tnn tala menn um fullveldisfagnað, og hefur þó verið lítið um fagnað þennan dag síðusfu ár- in, þegar undan er skilin kátína sú sem keypt verður með glasaglaumi á öldurhúsum. Sú gamla gleði bjartsýninnar sem áður einkenndi þennan dag, barnsleg og tær, er horfin með öllu úr hin- um opinberu hátíðahöldum. í staðinn hafa vald- hafarnir gert það að umræðuefni sínu 1. desem- ber, hvers vegna við yrðum að hafna hinum fornu sjálfstæðishugsjónum þjóðarinnar, hvers vegna við yrðum að una erlendum herstöðvum í landi okkar, hvers vegna við yrðum að semja um land- helgina, hvers vegna við yrðum að leysa e'fnahags- vandamál okkar með samruna við stærri heild. Degi sóknar og heitstrenginga hefur verið breytt í dag undanhalds og uppgjafar. Ojálfstæði þjóðar er slungið úr mörgum þáttum, ^ og um þessar mundir eru þjóðinni e'fnahags- málin efsf í huga. Ríkisstjóm í sjálfstæðu landi hlýtur að líta á það sem eitt meginverke’fni sitt að 'tryggja skynsamlega þróun efnahagsmála og peningamála og tryggja verðgildi gjaldmiðilsins sem 'telja má einskonar tákn um hið efnahagslega fullveldi. Nú er svo komið að hrakfarimar í her- námsmálum og landhelgismálum speglast á engu frýnilegri hátt á sviði efnahagsmála. Sú ríkisstjórn sem nú er við völd hefur þegar tvíveg- is framkvæmt það óyndisúrræði að skerða gengi krónunnar, og hin ofsalega verðbólguþróun að undanfömu býður heim enn einni gengislækkun í nánustu framtíð, ef ekki verður tekið því harka- legar í taumana. Stjórnarvöld sem þannig hegða sér hafa í rauninni gefizf upp við verkefni sín; þau gera okkur að viðundri út á við og valda sí- vaxandi vonleysi innanlands. Fólk spyr hvort þessi stöðugu gjaldþrot í efnahagsmálum séu ekki sönnun þess að við séum ekki menn til að halda uppi sjálfstæðu þjóðríki, og munu sumir valdhafanna sízt af öllu harma þvílíkar spurn- ingar. Qmáþjóð eins og íslendingar eru mjög sérstætt ^ fyrirbæri í heiminum, og viljum við halda tryggð við forna sjálfstæðisdrauma verðum við ævinlega að hafa þessa sérstöðu í huga. Ekkert er fávíslegra en að reyna að apa eftir hagkerfi háþróaðra stórvelda eins og örlög viðreisnarinn- ar sanna bezt. Smæð okkar veldur því að sam- vinna og samhjálp verða að vera fyrsta boðorð okkar á öllum sviðum, einnig í efnahagsmálum. Við höfum ekki efni á því að sóa kröftum okkar í stjórnlausu gróðakapphlaupi eða gera styrjöld við alþýðusamtökin að meginverkefni atvinnu- rekenda og - stjórnarvalda. Áætlunarbúskapur og samvinna við verklýðssamtökin verða að vera hornsteinar sjálfstæðrar efnahagsstefnu á íslandi, hvaða skoðanir sem menn annars kunna að hafa á hagfræðikerfum. Vonandi eru ennþá til ein- hverjir forustumenn í borgaraflokkunum sem kunna að draga íslenzkar ályktanir af reynslu síðustu ára. — m. Starfsstúlkur óskast Starfsstúlkur vantar nú þegar í Vífilsstaðahæli. Upplýsingar gefur forstöðukonan í síma 15611 og 51855. Reykjavík, 29. nóvember 1963. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA. Asprestakal/ Ég leyfi mér að vekja athygli kjósenda minna í Ásprestakalli á því, að kosningaskrifstofa mín er á HJALLAVEG 35. Símar: 3-21-95 og 3-41-35. Hlutaðeigendur eru vinsamlega beðnir að hafa þetta í huga. Grímur Grímsson. f S T O R G — Hallveigarstíg 10 Grensásprestakall Stuðningsmenn $r Ragnars Fjalars Lárussonar í Grensássókn minna safnaðarfólk á skrifstofuna í Hvassaleiti 1. Símar 38126 og 38127. kosið verður í Breiðagerðisskóla, kl. 10 til 22, Kjósið tímanlega, Stuðningsmenn, íbúð óskast í Reykjavík, Kópavogj eða Hafnarfirði, sem fyrst. Upplýsingar í síma 37312 frá klukkan 1—6 í dag. Langholtsprestakall Stuðningsmenn séra Sigurðar Hauks Guðjónsson- ar hafa skrifstofu á Langholtsvegi 113. (næsta hús við Bæjarleiðir) Þeir sem óska eftir upplýsingum varðandi kosn- inguna eða bíl á k’jörstað hafi samband við skrif- stofuna. Símar: 34664 og 35245. Stuðningsmenn. -----------------------------------i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.