Þjóðviljinn - 01.12.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.12.1963, Blaðsíða 5
nnudagur 1. desember 1963 ÞlðÐVIUIMN SlÐA 5 HANNIBAL VALDIMARSSON: Farsæl lausn fyrir 10. des. Mikil kjarabóf láglaunafólki til handa er augljós rétf- lœtiskrafa, hvort sem i huga er höfÓ sú launabylting, sem oróin er, eSa sú dýrtiSarskriSa sem fallin er. □ Öfugum aðferðum hefur verið beitt í Iaunamálum: — Nú hefur Iaunaskipting verið ákveðin ofan frá og furðulegt að ekkert sé eftir handa þjónum framleiðslunnar. □ í góðæri til lands og sjávar á réttlát skipting þjóðartekna þrátt fyrir allt að leysa vand- ann: — Fyrst á að ákveða því fólki, sem framleiðsluatvinnuvegunum þjónar, lífvænleg kjör. Síðan verður það að ráðast í samræmi við launaþol þjóðfélagsins, hvað aðrir geti fengið. Það vakti mikinn fögnuð — almennan fögnuð — langt út yfir raðir verkalýðshreyfing- arinnar — þegar það spurðist út um landið, að ríkisstjórnin hefði á síðustu stundu horfið frá að lögfesta frumvarp sitt „um launamál og fleira“ a. m. k. til 10. desember, og að verkaiýðshreyfingin hefði á- kveðið að fresta boðuðum verkföllum til sama tíma að þvi tilskildu, að samningar yrðu þegar upp teknir um launamálin og allra ráða leit- að til að leysa þau við frjálst samningaborð, eins og for- ráðamenn verkalýðssamtak- anna höfðu frá öndverðu boð- ið. Eg tel það rétt vera, sem haldið hefur verið fram af mörgum, að með þessari lausn mála hafi verkalýðs- hreyfingin unnið einn sinn stærsta sigur. En ég hika heldur ekki við að játa, að með þessari lausn valdi rík- isstjórnin þann kostinn, sem viturlegastur var og vann þannig eigi ómerkan móralsk- an sigur á sjálfri sér. Mun ríkisstjómin og aldrei hljóta ámæli af þeirri ráða- breytni, að hætta við að gera þvingunarlagafiumvarpið að lögum. En það skyldu menn hafa hugfast, að með þeirri sáttar- gjörð, sem í málinu varð, var ------------------------------<$> Skyrta Or 100% cotton Ejkur vellíðan yðar M þess fer straujuð skyrta betnr j og er þvi hæfari, sem spariskyrta. Hanníbal Valdimarsson því sjáifu samt ekki til lykta ráðið, vandinn ekki leystur, heldur aðeins ákveðið að tak- ast á við hann að réttum lög- um og leikreglum. Menn urðu á það sáttir, að reyna til þrautar lieiðarlega samninga um vandamálin og settu sér það takmark að hafa náð samkomulagi um launa- og kjaramál verkalýðsstéttarinn- ar, áður mánuður væri liðinn. Eg vil fullyrða, að verka- lýðshreyfingin hefur tekið á því heilum höndum og unnið að því af alefli, að þetta megi takast. Það má ekki verða hennar sök, ef samningar hafa ekki tekizt þann 10. desember. Verkalýðshreyfingin hefur þokað innri deilumálum til hliðar. Hún hefur að beztu manna yfirsýn búið sig þann- ig til samninganna, að sem auðveldast sé að ljúka hinu mikla og margslungna verki á skömmum tíma: Hin almennu stéttarfélög hafa þokað sér saman að einu samningaborði og samræmt kröfur sínar. Félög iðnverkafólks bera fram sínar kröfur sameigin- lega. Samtök verzlunarfólks ganga nú fram undir einu merki. Öll félög málmiðnaðarmanna og skipasmiða fara sameigin- lega með samninga. Félög byggingariðnaðarins mynda eina fylkingu við sameiginlegt samningaborð. Fjögur félög bókagerðar- manna, þ. e. Hið íslenzka prentarafélag, Bókbindarafé- lag Islands, Félag prent- myndasmiða og Offsetprent- arafélag íslands, ganga sam- an að samningaborði. Og loks bera svo landsfélög rafvirkja og mjólkurfræðinga fram kröfur sínar hvort í sínu lagi. Allir hafa þessir félagahóp- ar svo myndað samstarfs- nefnd, er fylgjast skal með öllum þátttakendum samn- inga, jafnt við atvinnurek- endur sem ríkisstjórn, og stuðla að samræmingu i samningagjörðinni. En þrátt fyrir þessar skipu- lagsaðgerðir, sem ótvírætt hljóta að auðvelda hina um- fangsmiklu og margþættu samninga, munu þeir, sem á undanförnum árum hafa tal- að um sameiginlega samninga allrar verkalýðshreyfingarinn- ar eða heihlarsamninga sem sjálfsagðan hlut, komast að raun um, að hér er ekkert smáfyrirtæki á ferðinni. Hafa menn þegar gert sér ljóst, að eigi slíkir samningar að gerast á skömmum tíma, er óhugsandi að sáttasemjari ríkisins geti einn annað því að stjórna þeim, enda hafa honum nú verið skipaðir þrír valdir menn til samstarfs og aðstoðar. Það er hollast báðum aðil- um að gera sér þegar ljóst, að tíminn fram til 10. desem- ber er fljótur að líða. Verka- lýðshreyfingin veitti frest í vor fram til 15. október. Hún gaf enn mánaðarfrest til 10. desember í trausti þess að svikalaust yrði að samning- um staðið. Með sanngirni g\it- ur því enginn vænzt þess, á5» enn verði frestur gefinn þeg- ar dagurinn 10. desember rennur upp. Enda er það von- laust með öllu, að þá verði um nokkurn frest að ræða, livemig sem á stendur. Það er tíminn fram til þessa dags, sem nota verður. Eftir það er of seint að iðr- ast eyddra stunda. Það voru röng vinnubrögð hjá atvinnurekendum að eyða samningafundi eftir samn- ingafund, án þess að fást til að taka nokkra afstöðu til framlagðra krafna, en skjóta sér á bak við það, að þeir yrðu fyrst að fá vitneskju um, hvað ríkisstjórnin hyggðist gera. Þeir mega ekki gleyma þvi, að um kaupgjaldssamninga er að ræða. Þeir eiga að að gera það sem fyrst upp við sig, hversu langt þeir geti ýtrast teygt sig i kauphækk- unarátt. Jafnframt ber að þrautkanna, hverjar séu al- gerar lágmarkskröfur verka- lýðsfélaganna, Þá, og þá fyrst, er réttmætt að krefjast þess, að ríkisstjórn leggi sitt lóð á vogarskálina, freisti þess með , löggjafaraðgerðum að ná endum saman, til þess að afstýra þjóðai-voða víð- tækra atvinnu- og fram- leiðslustöðvana. Slík mál sem þessi eiga um frani allt að leysast við frjálst samningaborð aðilanna á vinnumarkaðnum. með sem allra minnstum -'f'skiptum rikisvaldsins. Það eru tvímælalaust rétt vinnubrögð að byrja f'if'ir- Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.