Þjóðviljinn - 01.12.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 01.12.1963, Blaðsíða 8
3 SÍÐA ÞJÓÐVIUINN Sunnudagur 1. desember 1963 Farsæl lausn fyrir 10. des. Framhald af 5. síðu. laust að ræða hinar svo- nefndu sérkröfur félaganna. Þegar útséð er um, hverjar þeirra fáist samkomulag um, kemur að kollhríð hinna stóru samningsátaka um kaupið sjálft, vinnutímann og verð- tryggingu þess kaups, sem um verður samið. Og undir þessum kringum- stæðum eru þau venjulegu vinnubrögð atvinnurekenda að draga allt fram á elleftu stund, algerlega forkastan- leg. 1 þetta sinn verður að nota allan tímann, vinna á daginn ekki síður en á nóttunni, ganga á verkefnin eitt af öðru, fyrst hin smærri og sýna við lausn þeirra með hvaða hugarfari er að samn- ingum staðið. Síðan ber að leggja til glímunnar við stærri vandamálin. Atvinnurekendur verða að hafa í huga, að nú hefur tug- um forustumanna verkalýðs- félaganna verið stefnt til Reykjavíkur til að taka þátt í samningunum. Þeim var tjáð, að nú mundi sleifarlaust unnið að samningagjörð, dag hvem, þar til útséð væri um, hvort samningar gætu tekizt. •Þessir menn hafa þegar orðið fyrir miklum vonbrigð- um. Samningaskipulag verka. lýðssamtakanna var starfhæft^ fyrir meira en viku. — Samningafundir hafa verið strjálir og aðeins á kvöldin. Enginn dagur hefur verið notaður. Ennþá hafa atvinnu- rekéndur ekki tekið afstöðu til einnar einustu kröfu verka- lýðsfélaganna, smárrar eða stórrar. Slík afstaða verður ekki fullskýrð með viðreisnar- getuleysi einu saman. Sumir eamningahópar hafa ekki enn, þegar þetta er ritað, verið kallaðir til fyrsta fundar, hvað þá meira. — Á þessu verður að fást skjót og gagn- ger breyting, ef ekki á illa að fara. Þessi Ieið, að fá nálega alla samninga veikalýðshreyfing. arinnar á borðið samtímis, verður aldrei farin oftar, ef ekki verða tekin upp myndar- legri og skynsamlegri vinnu- brögð, en þau, sem þegar hef- ur verið beitt. Því mun enginn neita, að mikill vandi er þeim á hönd- um, eem glíma skulu að þessu sinni við lausn kaupgjaldsmál. anna. En því meiri þörf er á, að allir, sem um þau fjalla, leggi sig fram um að finna rétta lausn vandans. 1 raun réttri er fyllsta þörf á að leysa launamál þjóðar- innar á þveröfugan hátt við það, sem gert hefur verið. Ef þjóðinni á að vegna vel. verður atvinnulíf hennar að blómgast. Þvi til tryggingar er það grundvallaratriði, að það fólk, sem atvinnulífinu þjónar, fái lífvænleg laun fyrir vinnu sína. Síðan verður það að ráð- ast, hversu kröpp eða rífleg laun þjóðin hefur efni á að veita öðrum, allt upp i ráð- herra. Nú hefur verið farið öðru- vísi að. Búið er að ákveða laun ráðherra, bankastjóra, allskonar forstjÓra og yfirleitt allra starfsmanna rikis og rík. isstofnana, bæjarfélaga og banka o. s. frv. frá toppi ■'jóðfélagsins niður að grunni. En síðan átti að lögbinda breytt laun þess fólks, sem imleiðslustörfin vinnur. — tta munu aldrei verða talin •ggileg vinnubrögð. Og gegn tssu reis líka réttlætiskennd ■óðarinnar. — Þvingunarlög- En nú á að leysa sjálfan vandann við samningaborðið. Meginrökin fyrir mikilli kauphækkun nú eru m. a. þessi: 1. Dýrtíðin hefur vaxið meir á seinasta missiri, en nokkru sinni fyrr á jafn skömmum tíma. 2. Mikil aukning dýrtíðar er enn fyrirsjáanleg alveg á næsta leiti. 3. Launabylting hefur átt sér stað í landinu, og getur því enginn varið það ranglæti fyrir samvizku sinni, að skilja fólkið, sem fram- leiðslustörfin vinnur, eitt eftir. — Fólkið sem vinnur nákvæmlega sömu störf og skrifstofufólk ríkis og bæja — verzlunarfólkið — getur heldur engu öðru unað en sömu launum og því fyrrnefnda hefur verið ákveðið af hlutlausum dómi. Sé svo litið á þörf fram- leiðsluatvinnuveganna fyrir vinnuafl, er augljóst, að þeirra mesta vandamál sem stendur er vinnuaflsskorturinn. Augljóst er, að úr honum verður aðeins bætt með einu móti: Hækkuðu kaupi. Sé því hins vegar svarað til, að ástand atvinnuveganna sé nú slíkt, að þeir risi ekki undir neinum kauphækkunum, þá er það harður og miskunn- arlaus dómur um ríkjandi stjórnarstefnu. Slíka stjórnarstefnu verður þá auðvitað að gefa upp á bátinn. — Henni á að linna hið bráðasta, því að þá hefur hún misheppnazt og leitt út í ógöngur, þrátt fyrir mesta góðæri frá náttúrunnar hendi, sem nokkurntíma hefur yfir þjóðina komið. En víst er um það, að mik- ill vandi er óleystur. Til stefnu eru aðeins 10 dagar. Nauðsyn heimtar meiri kjara- bætur láglaunafólks, en nokkru sinni áður hefur ver- ið fjallað um í stéttarfélaga- samningum. Árferði hefur verið gott og þjóðartekjur meiri en nokkru sinni. Nokkr- um hluta launastéttanna hafa þegar verið ákveðnar miklar kjarabætur. Óhugsandi er að skilja hinn hluta þeirra — hina lægst launuðu, eftir. Sú lausn ein, sem tekur fullt tillit til þeirrar launa- byltingar, sem orðin er og til þeirrar verðbólgu- og dýrtíð- arskriðu, sem þegar er fallin, er þess megnug að Ieysa vandann. Megi nú allir góðir menn og hollar vættir hjálpa til þess, að réttlát lausn finnist meðan tími er til. Hannibal Valdimarsson. íbúar Bústaðasoknar Skrifstofa stuðningsmanna séra ÓLAFS SKÚLA- SONAR er í Víkingsheimilinu við Réttarholtsveg. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofuna. Upplýsingasími 38488. Bílasími 38499 Kjósendur Langholtssóknar Skrifstofa til aðstoðar kjósendum séra MAGNÚS- AR RUNÓLFSSONAR, umsækjanda Langholts- sóknar, er í Skipholti 9, sími 10278. Bílaaðstoð er veitt. Stuðningsmenn. heldur kvenfélagið EDDA mánudaginn 2. desem- ber kl. 3, í félagsheimili prentara, Hverfisgötu 21. Bazarnefndin. Húsgagnaverksmiðja Reykjavíkurvegi 74 Hafnarfirði — Sími 50982 Jólabazar og kaffisala í Lídó Að þessu sinni verður jóla- bazar og kaffisala kvenna í Styrktarfélagi vangefinna í Lídó í dag 1. desember kl. 2 e.h. Eins og áður verður þarna margt góðra og skemmti- legra muna, sem hentugir eru til jólagjafa. >á verður einnig á boðstólum ljúffengt sælgæti o.fl. gefið af eiginkonum er- lendra sendiherra og starfs- manna í sendiráðynum. Þá verð- ur á boðstólum í Lídó kaffi og heimabakaðar kökur. Auk þess verður þarna skyndihapp- drætti. Fyrir fé það, sem safnast í Lídó 1. des. kaupa konumar svo leik- og kennslutæki eða nauðsynlega húsmuni fyrir vist- heimili vangefinna. Á hverjum tíma reyna þær að styrkja þau heimili, þar sem þörfin er mest fyrir hendi. Góðir Reykvíking- ar komið með í Lídó í dag og styrkið með því máiefni, sem er þess virði að eiga hug allra góðra manna. Nefndin. Jíl (SKIPAUTGCRB RIKISINSJ ESJA fer austur um land til Vopna- fjarðar 7. des. Vörumóttaka mánudag og þriðjudag til Djúpa- vogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvar- arfjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarð- ar, Seýðisfjarðar Borgarfjarðar og Vopnafjarðar. Vopnfjaðar. SKJALDBREIÐ fer vestur um land til Akur- eyrar 4. des. Vörumóttaka ár- degis í dag og mánudag til Húna- flóa- og Skagafjarðarhafna, Ól- afsfjarðar og Dalvíkur. Farseðl- ar seldir á mánudag. Háteigsprestakall Stuðningsmenn séra Lárusar Halldórssonar eru beðnir að hafa samband við kosningaskrifstofuna Stórholti 20. Bílasímar 23785, 15000. STUÐNINGSMENN. Sýklarannsóknir — Ritarastarf Stúlka óska&t til aðstoðar við sýklarannsóknir og önnur til ritarastarfa í Rannsóknastofu Háskól- ans við Barónsstíg. Stúdentsmenntun æskileg. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfs- manna. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Rannsóknastofu Háskólans fyrir 9. næsta mánaðar. Háteigsprestakall Kosningasímar stuðningsmanna séra Arngríms Jónssonar í Odda eru: 12056, 20456, 12191 og 36388. Kjósið snemma og veitið aðstoð við kosn- ingastarfið. SKRIFSTOF U STOLKUR Viljum ráða nokkrar ungar stúlkur tijl skrifsto'fuBtarfa strax. Nokkur vélritunarkunnátta er nauðsynleg. Nánari upplýsingar gefur Starfsmannahald S.Í.S., Sambandshúsinu. STARFSMAN NAHALD Orösending frá stuðningsmönnum séra Ásgeirs Ingibergssonar: Höfum opnað kosningaskrifstofu að Rauðarárstíg 2. Sími 1-14-74 Kosið verður í Sjómannaskólanum frá kl. 10 f.h. til kl. 10 e.h. KJÓSIÐ TÍMANLEGA Stuðningsmenn. s F Ath. 10% afsláttur gegn staðgreiðslu SVEFNBEKKIR i voru stöðvuð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.