Þjóðviljinn - 03.12.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.12.1963, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 3. desember 1963 — 28. árgangur — 257. tölublað. ¦vjytyijjfrgjiyjjpiijwyiwytS; TXI. HÆGRI: Hólmar GK 546 við verbúðar- bryggjnna i Reykjavíknrhöfii. Myndin er tek- In í ofanverðum iúlímánuði og var bátarinn þá á mrmarveiðum. TH. VDíSTRI: Skipstjórinn og vélstjórinn í prlufxiim stýrishússins á Hólmari. Myndin var tekin 1 sumar. TH hæcrri: Helsri Kristófersson, skipstjóri og til vinstri Guðmundur Stefans- son, vélstjóri. — (Ljósm. Þjóðv. AJL) HOLMARSANDGERÐIHEFUR FARIZT MEÐ 5 MANNA ÁHÖFN Málflutningi Olíumálsins huldið áfrum Málflutningi í Olíumál- inu var haldið áfram í gær. Hélt Benedikt Sigurjónsson þá áfram varnarraeðu sinni en hann er verjandi Hauks Hvannbergs. Mun ræðu hans nú vera langt komið. Tekur Guðmundur As- mundsson verjandrt s.tjórn- ar Oliufélagsins næstur til máils að lokinni ræðu Bene- dikts. Málflutningi verður haldið áfram kl. 2 e.h. í d&fi. P Vélbáturinn Hólmar frá Sandgerði, GK 546 er nú talinn af en eins og skýrt var frá hér í blaðinu á sunnudag hefur hans verið saknað síðan sl. föstudag. Á Hólmari var fimm manna áhöfn. ? Víðtæk leit hefur verið gerð á sjó og úr lofti en hún hefur engan árangur borið. Þá hafa leitarflokkar gengið fjörur og fundust lesta.rfja.lir og olíubrúsar skamt frá Alviðruhömrum og er talið líklegí að það sé úr Hólmari. Hefur leit nú verið hætt. Þessir menn voru á Hólmari GK 346: Helgi Kristófersson, skipstjóri frá Sandgerði. Hann var 27 ára gamall, kvsentur og átti 3 börn. Sigfús Agnarsson, stýrimaður frá Heiði Göngusfcörðum í Skaga- firði. Hann var 21 árs gamalL Ökvæntur. Guðmundur Stefánsson, vél- stjóri frá Gilhaga Lýtingsstaða- hreppl í Skagafirði. Hann vstr 27 ára gamall og ókvæntur. Gunnlaugur Sigurðsson, mat- sveiim út Njarðvíkum. Hann var 46 ára gamall. ekkjumaður með 5 börn á framfæri. Ingvar Gunnarsson, háseti. Hann var 21 árs gamall og 6- Ingvar Gunnarssonu Gunnlaugur Sigurðsson. kvæntur. Heimili að Laufási 4 í Garðahreppi. Báturinn var smíðaður í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og hljóp af stokkunum síðastliðið vor. Hann var á humarveiðum í sumar og síðan á togveiðum til þess tíma er hann fórst. Báturinn var 48 tonn að stærð með 235 h.a. Rolls Roys vél og var ganghraði hans 9.5 sjómflur. Hann var búinn öllum nýtizku siglingatæk j um. Frá fundi fullskipaðrar sambandsstjórnar Alþýðusambands íslands: Hefpst verkföll 10. des. má ekki veikja samstöðuna er færir sigur Pundur fullskipaðrar sambandsstjórnar Alþýðusambands fs- Iands, þar sem mættir voru allir sambandsstjórnarmenn utan af Iandi, var haldinn á laugardag og lauk á sunnudagsnótt. Aðalmál fundarins var yfirstandandi kjarabarátta og gerði fundurinn eftirfarandi ályktnn um kjaramálin: ¦ „Fundur íullskipaðrar sambandsstjórnar lýsir fyllsta síuðningi við kröfur þær í kaupgjaldsmál- um, sem samstaða varð um á ráðstefnu Alþýðu- sambands íslands í liðnum mánuði og verkalýðs- félögin nú ha'fa sameinazt um. ¦ Þá þakkar sambandsstjórn miðs'tjórn þá öruggu forustu, er hún hafði í baráttunni gegn þvingun- arlagafrumvarpi ríkiss'tjórnarinnar. og telur, að í því máli ha'fi verkalýðshreyfingin sýnt styrk sinn og unnið mikilsverðan sigur. ¦ Sambandsstjórn fagnar þeirri víðtæku -sam- stöðu, sem nú hefur náðst um nýja kjarasamninga og heitir á sambandsfélögin að láía ekkert veikja þá samstöðu, sem ein getur fært fullan sigur. ¦ Fari svo, mót vonum, að samningar takist ekki fyrjr 10. des. og til verkfalla verði að koma, treystir sambandsstjórnin því, að óro'fa samstaða allra þeirra stéttarfélaga, sem í baráttunni standa, færi verkalýðsstétíinni heim skjótan og réttlátan sigur: Hækkað kaup, styttan vinnutíma og verð- tryggingu launa ásamt öðrum þeim lagfæringum á kjarasamningum, sem.nú er lögð áherzla á að knýja fram". (Nánari frétt af fundinum á 2. siðu.). 3ja ARA DRENG- URDRUKKNAR Sl. laugardagskvöld auglýsti rannsóknarlögreglan eftir þriggja ára gömlum dreng er horfið hafði að heiman frá sér um daginn. Fannst drengurinn kl. 11,30 um kvðldið örendur í fjörunni neðan við Skúlagötu rétt vestam Frakkastígs. Litli drengurinn sem hét Þór Isleifsson og átti heima að Hverf- isgötu 61, fæddur 12 júlí 1960, hvarf að heiman frá sér um kl. 5 á laugardaginn. Hófu foreldr- ar hans þegar leit að honum er þau urðu vör við hvarf hans og snéru sér síðan til lögreglunnar laust fyrir kl. 8 um kvöldið er drengurinn fannst ekki. Var aug- lýst eftir honum í útvarpinu kl. 10 og kom þá fjöldi fólks til að leita. Pannst drengurinn eins og áður segir um kl. 11.30 örendur í fjörunni. skammt fjrrir ofan flæðarmálið en útifyrir var. Er talið að drengurinn hafi fallið í sjóinn á flóðinu. Iðja í Reykgavík, LÍV og VR boða verkfall 10. desember ¦ Trúnaðarráð Iðju, félags verzlunarfólks í Reykjfavík, hefur samþykkt að boða verkfall 10. desember, hafi sanm- ingar ekki tekizt fyrir þann tíma. ¦ Trúnaðarráð Landssambands íslenzkra verzlunarmanná hefur einnig ákveðið að boða verkfall 10. desember eí samningar takast ekki. ¦ Verzlunarmannafélag Reykjavíkur hefur einnig ákveð- ið að boða verkfall 10. des. ¦ Miklir samningafundir voru á sunnudag, en þá ræddu fulltrúar hinna einstöku félagahópa, sem samflot hafa, um sérkröfur hvers hóps við fulltrúa atvinnurekenda. ¦ Gert er ráð fyrir að sáttafundir haldi áfram í dag. Nýtt skip: „MælifeH" t dag verður sjósett nýtt flutningaskip sem Samband ísl. samvinnufélaga ú í smið- um hjá skipasmíðasti>ðinni Aukra Bruk A7S í Noregi. Gaf frú Borghildur Jónsdótt- ir skipinu nafn og var það skírt Mælifell. Heimahöfn þess verður Sauðárkrókur. — Sjá frétt á 12. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.