Þjóðviljinn - 03.12.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.12.1963, Blaðsíða 8
3 SlÐA HÓÐVILTINN FISKIMÁL - Eftir Jóhann J. E. Kúld ENN UM ORYGGIÐ Á SJÓNUM Skipaskoðunarstjóri, Hjálmar Bárdarson, kom að máli við mig nýlega, út af skrifum mínum hér í þættinum 19. nóv. sl. Taldi hann að ég hefði gert fulimikið úr gildi þess, að reyna skipslíkön á sjó- geymum rannsóknarstöðva. Skipaskoðunarstjóri. sem við- staddur hefur verið slíkar rannsóknir hjá Dansk Hydro og Aerodynamánsk Laboratori- um í Lundtofte við Kaup- mannahöfn, sagði: Sjógeymir- inn. þar sem rannsóknin er gerð er Jangur en breidd hans ekki mtkil. Bylgjuhreyfing er látin myndast eftir geyminum endi- löngum. en hliðarbárur er ekki hægt að mynda þar. Aðalgildi þessara prófana taldi skipa- skoðuharstjóri í því fólgnar, að í ljós kæmi ganghæfni skips- ins. og reyndar líka á hvern hátt það tæki sjó framan yfir sig. Hinsvegar taldi hann að brotsjó væri ekki hægt að mynda í slíkum geymi og eins væri erfitt að láta skipið taka sjó aftanyfir sig. Skipaskoð- unarstjóri sagði líka að þeg- ar síðar. á skipslikönunum væri reynd. þá yrði að leggja skipinu þvert í sjóganginn og láta það þannig ferðlaust taka á móti öldunni, og þetta yrði náttúrulega ekki fullkomin sjóhæfnisprófun. Að síðustu sagði skipaskoðunarstjóri, að hann legði höfuðáherzluna á gildi stöðugleikaútreikninga fyrir fiskiskip. Ég þakka Hjálmari Bárðar- syni fyrir upplýsingarnar. Af Kverju dró ég mínar ályktanir? Það má vel vera, að ég hafi gert of mikið úr gildi þess að reyna skipslíkön fiskiskipa á sjógeymum rannsóknarstöðva, en ef svo er,, þá hef ég ekki gert það viljandi. Því miður hef ég ekki haft tækifæri til þess að sjá slíka prófun í verki á fullkominni rannsókn- arstöð. Ég byggði því ummæli mín fyrst og fremst á sam- tali, sem ég átti fyrir nokkr- um árum við norskan skip- stjóra, sem hafði verið við- staddur þegar skipslíkan var reynt á sjógeymi í rannsókn- arstöðinni í Niðarósi. Hann taldi, að hafa mætti mikið gagn af slikri reynslu, þegar skip væiu byggð. Síðan hef ég séð þessu sama haldið fram í dag- blöðum sjómanna. annað slag- ið, þegar sagt hefur verið frá nýbyggingum skipa. Hinsvegar er ég skipaskoðunarstjóra sam- mála um, að sjóhæfnisprófun, eins og hann lýsti fyrir mér. og ég hef sagt frá hér að framan, hún hefur að sjálf- 'sögðu takmarkað gildi, og teldi ég hana til bóta þó, ef hún kæmi sem ráðstöfun við hlið- ina á stöðugleikaútreikningum fiskiskipa En er nokkuð tæknilega þvi til fyrirstöðu, að skapa megi skilyrði sem líkust því, er gerist á hafi úti inni á rann- sóknarstöð, þar sem skipslík- ön væru reynd á sjógeymum? Satt að segja fékk ég þá hugmynd um slíka rannsókn- arstöð í samtalinu við hinn norska skipstjóra, þegar hann sagði mér frá stöðinni í Nið- arósi, því að eftir hans frá- sögn, var hægt að framleiða þar bæði storm og margskon- ar sjólag, til að reyna sjóhæfni. HAPPDRÆTTI WÓDVIUANS -------—----- Þriðjudagur 3. desember 1963 Alþjóðaráðstefnan í Gdansk á vegum FAO Skipaskoðunarstjóri Hjálmar Bárðarson var einn af þeim fulltrúum er sat alþjóðaráð- stefnuna í Gdansk í Póllandi og hefur nýlega sent frá sér skýrslu um það er þar gerð- ist. Skýrslan ber með sér að nú er unnið skipulega á al- þjóðavettvangi að því að tryggja öryggi skipa á hafinu betur en verið hefur til þessa. og ber okkur Islendingum ekki sízt að fagna því. Skipaskoðun- arstjióri flutti erindi á ráðstefn- unni og fjallaði það um stöð- ugleikaútreikninga fiskiskipa og þá reynslu sem þegar er feng- in hér á landi í þeim efnum. Eftir ráðstefnuna í Póllandi sat svo skipskoðunarstjóri að- alfund siglingamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna I.M.C.O. sem haldinn var í Lundúnum. Á þessum fundi flutti skipa- skoðunarstjóri fyrir Islands hönd tillögu, þar sem ákveð- ið er að hraða skuli athugun- um og rannsóknum að því er varðar stöðugleika fiskisikipa. Þessi tillaga var samþykkt og mun nú sérstök vinnunefnd sérfræðinga verða sett í það mál, svo að því verði hraðað eins og föng eru á. Við getum verið stoltir af því þegar fulltrúar okkar á alþjóðaráðstefnum fá sam- þykktar tillögur sem miða að auknu öryggi eins og gerðist á aðalfundi I.M.C.O. í Lund- únum, og ber að þakka skipa- skoðunarstjóra fyrir framrni- stöðu hans í þessu máli. Sjómennska, of- hleðsla og varnir A meðan við Islendingar stunduðum fiskveiðar á opn- um skipum, sem knúin voru áfram með árum og seglum, og treysta varð eingöngu á dómgreind og glögga eftirtekt formanns og skipshafnar, þá fékk orðið sjómennska sér- staka merkingu í málinu. Ef menn ofhlóðu skip í þá daga, þá var það talið bera vott um lélega sjómennsku, eða enga sjómennsku. Góður sjómaður var sá tal- inn sem lét dómgreindina ráða, jafnt í því sem öðru. Skjót viðbrögð og rétt tök í hverj- um vanda, voru talin einkenni góðs sjómanns. Á hinni miklu vélaöld nútímans, þegar hjálp- artæki eru orðin algeng um borð í flestum skipum til sigl- inga og fiskveiða. þá er farið að treysta minna á sjó- mennskuna en áður var gert. Þetta kemur berlega í ljós við ýms tækifæri. Eitt af því, sem á öllum tímum heyrir undir sjómennsku. það er að þekkja eiginleika skipsins vita hvað má bjóða þvi. án þess að tefla á tvær hsettur, og kunna rétt viðbrögð gegn aðsteðjandi vanda. Ýmsir fróðir menn halda þvi fram, að sjómennskunni hafi yf- leitt hrakað hjá fiski- mönnum Vesturlanda á síðustu tímum, þó einstakar undantekningar einstaklinga séu að sjálfsögðu fyrir hendi. Á sama tíma er verið að gera sjómennskuna að fræðigrein hjá hinum upprennandi fisk- veiðiþjóðum Austur-Evrópu. Þar er nú verðandi sjómönn- um kennd í skólum sú reynsla sem beztu sjómenn tileinkuðu sér á langri starfsævi. Það er verið að reyna þar, að inn- leiða fræðilega góða sjó- mennsku og styðja hana með nútímaöryggi á hafinu. Og óefað er mikið öryggi í því fólgið, sé hægt að sameina vel þetta tvennt: sjómennsku og tækni. Ofhleðsla er glæpur Þegar menn ofhlaða skip sin, ber það vott um litla fyrir- byggju og enga sjómennsku. Græðgin er þá látin ráða í stað dómgreindarinnar. Það kemur greinlega fram í frásögn Hjálmars Bárðarsonar skipaskoðunarstjóra frá ráð- stefnunum um öryggismál, þar sem hann mætti sem fulltrúi Is- lands, að fuiltrúar annarra þjóða iita á síldarhleðslu ís- lenzkra skipa þannig, að hún ætti að heyra undir ákvæði hegningarlaga, og hvergi að vera liðin. Islenzkir fiskimenn sem áður höfðu á sér orð á alþjóðavettvangi sem góðir sjó- menn, þeir eru nú að tapa þessu áliti, sökum ofhleðslu á síldveiðum. Að sjáifsögðu verður ríkisvaldið að grípa í taumana og setja skynsamleg- ar reglur um leyfilega hleðslu fiskiskipa. En jafnhliða þyrfti að kenna verðandi skipstjór- um fræðilega sjómennsku, þar sem afleiðingar ofhleðsiu væru skýrðar. Við eigum áreiðanJega stóran hóp eldri skipstjóra, sem hafa tileinkað sér dýrmæta reynslu á langri starfsævi, og búa yfir mikilii fræðiiegri sjómennsku. Við eigum ekki að kasta þessari þekkingu frá okkur, heldur nota hana i þágu framtíðarinnar. SVEFNSÓFAR - SÚFASETT HNOTAN búsgðgnaverzlun Þórsgötu 1 Sími 17-500 Nokkur útburðarhveríi losna um mánaðar- mótin. — Afgreiðsla Þjóðviljans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.