Þjóðviljinn - 04.12.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.12.1963, Blaðsíða 3
Miðvikudagnr 4. desember 1963 MðÐVIUINN SÍÐA 3 Nýjar bækur koma fram daglega BÓKABÚÐ MÁLS OG MENNINGAR - LAUGAVEG 18. SÍMI 15055 Samstarfsnefnd verkalýðsfélaganna mótmælir vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar: Nýtt bindi Merkra fslendinga Nýlegra er komið út 2. bindi 2. flokks af ritsafninu Merkir íslendingar er Bókfellsútgáfan ffefur út. Hefur Jón Guðnason skjalaviirður annast útgáfuna: kápu og titilsíðu tciknaði Atli Már. Bókin er prentuð í Odda cn bundin af Sveinabókbandinu. í þessu nýja hefti eru 12 ævi- sögur merkra manna írá ýms- um öldum. Hafa basr allar birzt áður á prenti, flestar í Skími. Ritgerðirnar eru bessar: Tryggvi Þórhallsson ritar um Brand Jónsson Hólabiskup. dr. Jón Þorkelsson um I.oft ríka Guttormsson, Hannes Þorsteins- son um Benedikt Gröndal eldra. Jón Aðils prófessor um Daða Níelsson fróða. þá er sjálfsævi- saga Jakobs Guðmundssonar prests. dr. Jón Þorkelsson ritar um Magnús Stephenson Iands- höfðingja. Jakob Jóhannesson Smári um Finn Jónsson prófess- or, Guðmundur Magnússon '(Jón Trausti) um Þorstein Erlings- son, Jón Jacobsson landsbóka- vörður um Hermann Jónasson á Þingeyrum, Páll V. G. Kolka um Guðmund Björnsson land- lækni, Páll Eggert Ólafsson um Jón Aðils prófessor og Guð- mundur G. Hagalín um Bene- dikt Sveinsson alþingisforseta. Forseiahjonin komu heim í gær I gær komu forsetahjónin á- samt föruneyti heim úr för sinni til Bretlands. Komu þau með Gullfaxa, Viscount-vél Flugfé- lags Islands. Handhafar forseta- valds tóku á móti forsetahjón- unum á flugveliinum og buðu þau velkomin. AÐRAR VINNUVÉLAR: Vélskóflur, dælur og þjöppunarvélar. — Rafsuðutæki, rafhreyflar og aðrar rafvélar. Allar vélarnar eru framúrskarandi afkastamiklar, hentugar, örugg- ar í notkun og endingargóðar. V/O MACHINOEXPORT. - Moscow G-200 - Telex 170 Allar upplýsingar veitir verzlunarfulltrúi Sovétríkianna, Bjarkar- götuó. Sími 12914. Sízt til þess fallin að greiða fyrir eðlilegum samningum Hér fer á eftir ályktun sú sem samþykkt var með atkvæðum allra við- staddra á fundi þeim sem samstarfanefnd verklýðs- félaganna hélt í gærkvöld um „tilboð“ ríkisstjórnar- innar: „Vegna framkominna tillagna ríkisstjómarinn- ar um samningsgrund- völl milli launþéga og at- vinnurekenda, og aðgerð- ir ríkisvaldsins í því sam- bandi, vill samstarfsnefnd verkalýðsfélaganna taka fram eftirfarandi: . Nefndin lýsir furðu sinni og undrun yfir þeim vinnubrögðum sem ríkisstjórnin viðhefur í þessu máli. Undanfarið hafa átt sér stað viðræð- ur milli fulltrúa verka- lýðsfélaganna og ríkis- stjómarinnar, og að sjálf- sögðu í fullum trúnaði. Nú rýfur ríkisstjórnin þann trúnað með því að afhenda til birtingar frumtillögur sinar, áður en fulltrúum verkalýðsfé- laganna gefst kostur á að kynna sér tillögurnar, og raunar áður en ríkis- 'stjómin er s’jálf tilbúin að skýra hvað felst í ýms- um liðum tillagnanna. Slík vinnubrögð eru sízt til bess fallin að greiða fyr- ir eðlilegum samningum til lausnar yfirstandandi deilu. 2 Hugmyndir ríkisstjórn- arinnar um kaup- bækkanir til handa þeim launþegum sem nú eiga í samningum, eru mjög fjarri því að vera í nokkru samræmi við það sem hugsanlega gæti orðið undirstaða væntanlegra samninga og gæti að nokkru talist sambærilegt við kauphækkanir betur- launaðra stétta fyrr á þessu ári. Þá virðist auð- sætt að t.d. hjá þeim, sem ætluð eru aðeins 4% hækkun á dagvinnu eina, yrði um hreina kauplækk- un að ræða, þegar verð- hækkanir samkvæmt 5. lið í tillögum ríkisstjórn- arinnar væru framkomn- ar, og ósannað að aðrir bæru bættan hlut frá borði, a.m.k. sem nokkru næmi. Þá vill nefndin ítreka það, sem áður hef- ur verið yfirlýst við rík- isstjórn og atvinnurekend- ur, að launahlutfalli milli verkamanna og tíma- og vikukaupsiðnaðarmanna, verður ekki breytt nú með samþykki verkalýðs- hreyfingarinnar. O Tillögur ríkisstjórnar- ** innar um breytingu á útsvarsstigum eru enn svo óljósar, að ekki verð- ur um þær dæmt til hlýt- ar, enda hefur ríkisstjórn- in ekki verið tilbúin til að skýra þær í einstökum atriðum. Að því leyti sem um verður dæmt að svo komnu, virðist nefndinni þó að fremur sé hér um nokkurt kauptryggingar- atriði fyrir suma launþega að ræða, fremur en beina kjarabót frá því sem nú er, en beinlínis um kjara- skerðingu hjá einhleypu fólki. 4 Ríkisstjómin hefur ekki lagt fram neina útreikninga um það hve mikil kjaraskerðing felstí 5. lið tillagna hennar, en allar verðhækkanir sem þar eru taldar eiga laun- þegar að taka á sig ó- bættar. Samkvæmt framansögðu mótmælir nefndin tillög- unum, sem hæfum samn- ingsgrundvelli, og varar við, að þær séu látnar tefja eðlilega samninga'*. Bygginga- og jarðvinnuvélar Vsesojuznoje obiedinenije ,MACHINOEXPORT' F 1 y t u r ú t : Borturna, hverfibora. Allan borunarútbúnað, Hrærivélar fyrir stein- steypu og sandsteypu, Vibratora.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.