Þjóðviljinn - 04.12.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.12.1963, Blaðsíða 4
| SlÐA Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýöu — Sósíalistaflokk* urinn. — Ritstjörar: Jvar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.|, Siguröur Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Rítstjóra. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust 19. Sirm 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 80 á mánuði. SMÁNARBOD ■Y/msir voru að vona að ríkisstjórnin hefði lært af reynslunni þegar hún var kúskuð til þess 9. nóvember s.l. að falla frá ofbeldisfrumvarpi sínu og taka upp samninga við verklýðsfélögin. Það spáði að vísu ekki góðu að nóvembermánuður leið svo að ríkisstjórn og atvinnurekendur höfðu ekk- ert að bjóða sem orð var á gerandi, en engu að síður töldu ýmsir að valdhafarnir væru orðnir það raunsæir, að þeir tækju upp alvarlegar við- ræður um vandamálin áður en fresfinum lyki, andspænis einhuga samstöðu verklýðshreyfing- arinnar allrar. En í gær gerðust þau furðulegu tíðindi að ríkisstjórnin afhenti fulltrúum laun- þega og átvinnurekenda svokallaða lausn á vanda- málunum og lét um leið birta plaggið opinber- lega. Af hálfu ríkisstjórnarinnar hlýtur þetta að vera tilraun til þess að binda endi á viðræðurnar áður en þær hafa í raun og veru hafizt, því at- vinnurekendur munu að sjálfsögðu skjóta sér á bak við plaggið og neita að ræða meiri kauphækk- anir en hinir ofdrambsfullu ráðherrar skammta. rpillögur ríkisstjórnarinnar fjalla ekki aðeins um þau atriði sem hún býðst til að leggja fram til lausnar deilunum, loðjð fýyj-hejj; um mjög óverulega útsvarslækkun og enn loðnara loforð um takmarkaða kauptryggingu eftir að komnar séu til framkvæmda allar þær verðhækk- anir sem nú er vitað um!! Ríkisstjórnin skammt- ar einnig kaupið sjálft. Verkamenn og iðnaðar- menn eiga allra náðarsamlegas'f að fá 4—8% kauphækkun, en þó má eftirvinna, næturvinna, helgidagavinna og ákvæðisvinna ekki hækka um eyrisvirði. Þetta býður ríkisstjórnin eftir að opin- berir starfsmenn og ýmsir aðrir starfshópar hafa í sumar fengið kauphækkanir sem að meðaltali nema 45% og hafa tvöfaldað kaup sumra þeirra sem hæst höfðu launin fyrir. Þetta býður ríkisstjórn- in eftir að verðlag hefur hækkað um 11,4% frá því seinast var samið, í júní í vor, og bætir því við tilboð sitt að menn skuli þar.að auki þola bófalaust næstu verðhækkanaskriðu, sem vitað er að nema muni a.m.k. 6 vísitölustigum, en þá verður almenn verðhækkun komin upp í 16% að minnsta kosti. Ríkisstjórnin er þannig að bjóða verkafólki upp á stórfellda raunverulega kaup- lækkun; þótt allt dæmið væri reiknað samkvæmt hennar eigin áróðurstölum geta „kjarabætur“ ekki einu sinni vegið upp áhrif óðaverðbólgunnar síð- asta hálfa árið. Og út á þetta á verkafólk að binda samninga sína í tvö ár; hvað halda menn að raun- verulegt kaup væri þá orðið? Bæði þau vinnubrögð ríkisstjómarinnar að birta raunverulega úrslitakosfi og bjóða þvílíkar smánarbætur . eru móðgun við verklýðshrey'fing- una alla, við hvern einasta mann sem beðið hef- ur eftir því undanfarnar vikur hvort stjórnar- herrarnir hefðu ekki eitthvað vitkast. Svar verka- fólks verður að vera það sama sem hreif í byrj- un nóvembermánaðar, einhuga samstaða, sem færi stjórnarherrunum heim sanninn um það, að máttur verklýðssamtakanna verði notaður til bess að knýja fram kjarabætur sem ríkisstjórnin neitar enn um af heimskulegu sfærilæti. — m. MODVILJINN Miðvikudagur 4. desember 1963 RAFORKULÖGIN SÉU TEK IN TIL ENDURSKOÐUNAR ÞINCSIA ÞJÓÐVILIANS □ Tveir þingmenn Alþýðubandalagsins, þeir Björn Jónsson og Lúðvík Jósepsson, flytja í sam- einuðu þingi tillögu til þingsályktunar um end- urskoðun raforkulaganna. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að kjósa 7 manna nefnd til að cndurskoða lög nr. 12 2. apríl 1946 (raf- orkulögin). Endurskoðunin niiði sérstaklcga að cftirfar- andi: 1. Að vcrð raforku til sams konar nota verði hið sama cða scm jafnast um land allt. 2. Að athugað verði gaumgæfi- lega, hvort æskileg þróun á sviði rafvæðingar, bætt skil- yrði atvinnurekstrar og al- mannahagur verði ekki bezt tryggt með því, að ríkið eigi og reki öll raforkuver og orkuveitur í landinu. 3 Að dregið verði úr misræmi verðlags annars vegar á raforku til heimilisnota og<?> hins vegar á raforku til iðn aðar og annarra nota. Ríkisrekstur á öllum orku- verum og dreifiveitum Eignar- og rekstraraðild að orkuverum og dreifiveitum er mismunandi, eins og málum er nú háttað. Er þar bæði um að ræða ríkisrekstur og rekst- ur sveitarfélaga og blandaðan rekstur ríkis og sveitarfélaga. í>essi mismunandi eignar- og rekstraraðild leiðir svo m.a. af scr mismunandi verðlag raf- orkunnar, þar sem tekjuþarf- ir hinna mörgu fyrirtækja eru mjög misjafnar, og raunar fleiri annmarka. Virðast flest rök mæla með því, að komið verði á hreinum ríkisrekstri á öllum sviðum raforkufram- leiðslu og raforkudreifingar, enda hafa sífellt fleiri þjóðir farið inn á þá braut á síðari tímum, m.a. í Vestur-Evrópu. Lækkuu raforkuvcrðs tii heimilisnotkunar Nú er raforka til heimilis- notkunar seld á nær tvöföldu meðalverði raforku. Telja flutningsmenn, að hér mætti gera nokkra breytingu á, þann- ig að um leið og verði tii sömu nota yrði jafnað, yrði heimilis- notkun lækkuð hlutíallslega. þannig að verðjöfnunin leiddi a.m.k. ekki af sér hækkun á heimilistöxtum. Aukin upphitun liúsa með raforku Sérfræðingar á sviði orku- mála hafa leitt að því sterkar líkur, að upphitun húsa með raforku geti orðið hagkvæmust upphitunaraðferða, jafnvel ó- dýrari en varmaveitur. Skil- yrði þess, að hér geti orðið um þjóðhagslega hagkvæma lausn á mikilvægum þætti i orkuþörf þjóðarinnar að ræða, er þó vafalaust, að um stórar virkjanir verði að ræða, enda mundi sú stefna að spara gjaldeyri og tilkostnað með þessum hætti leggja nýjan grundvöll að stórvirkjunum til jnnlendra þarfa. Þjóðin ver árlega hundruðum milljóna er- lends gjaldeyris til kaupa á olíum til húsahitunar, og þessi kaup fara hraðvaxandi með hverju ári. Líklegt má telja, að oliuverð fari síhækkandi í framtíðinni og verði því ae ó- hagstæðara að flytja þennan hitagjafa um óravegu til lands- ins og halda auk þess uppi kostnaðarsömu dreifingarkerfi þess vegna. Þarf þvi ekki að efa, að í framtíðinni hljóti að reynast óhjákvæmilegt að leita hagkvæmari aðferða til þess að íullnægja orkuþörf til hit- unar hibýla. Kemur þá hvort tveggja til greina nýting jarð- hita, þar sem hann er fyrir hendi, og nýting þeirrar orku, sem við eigum í fallvötnum landsins, og bendir margt til þess, að þar sé um hagkvæm- ustu leiðina að ræða. Að allsher.iar rafvæðingu verði lokið á sem skemmstum tíma Um leið og sett eru ný raf- orkulög. þykir flutningsmönn- um sjálfsagt, að sú stefna sé greinilega mörkuð, að rafvæð- ingu landsins sé lokið á sem skemmstum tíma og að nýting virkjaðrar orku geti á hverj- um tíma orðið sem bezt“. Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík: Ályktanir um heilbrigðismál og verðlags og verzlunarmál 4. Að stefnt verði að því í sambandi við vatnsaflsvirkj- anir næstu áratugi, að upp- hitun húsa fari í vaxandi mæli fram með raforku. 5 Að rafvæðing allra byggða landsins verði lokið á sem skemmstum tima og tryggð sem fullkomnust nýting á framleiðslugctu orkuver- anna, m.a. með því að sam- tengingu þeirra verði hrað- að“. í greinargerð segir: „Þingmenn Alþvðubandalags- ins fluttu á siðasta Alþingi tvær þingsályktunartillögur um raforkumál, aðra um endur- skoðun raforkulaganna frá 1946 með sérstöku tilliti til þeirra efnisatriða, sem 1„ 2., 3. og 5. töluliður þessarar þingsályktunartillögu fela í sér, og í annan stað þings- ályktunartillaga um rannsókn á því, hvort hagkvæmt væri að stefna að því í sambandi við vatnsaflsvirk.ianir næstu áratuga að hita hús með raf- orku. Að meginefni felur sú þings- ályktunartillaga, sem hér er flutt. í sér þá stefnu 1 raf- orkumálum, sem fram kom í fyrrgreindum þingsályktunar- tillögum. Lagt er til, að Al- þingi k'jðsi 7 ■ manna milli- þinganefnd til að endurskoða raforkulögin, sem nú eru orð- in rúmlega 17 ára gömul og samsvara nú tæpast þeirri til- tölulega öru þrðun, sem orðið hefur í orkumálum þjóðarinn- ar. og. þeim nýju viðhorfum. gem þar hafa skapazt. Gert er ráð fyrir, að við endurskoðunina verði sérstak- lega höfð í huga eftirtalin at- r:ði: Verðjöfnun á raforku Verð á raforku til sömu nota er og hefur verið mjög mis- munandi, og gildir það jafnt um heildsölu- sem smásölu- verð og hvort heldur um er að ræða orku til heimilisþarfa eða atvinnurekstrar. Er al- gengt, að þessi mismunur nemi allt að 100% eða jafnvel meira. og skapar þetta verulegan að- stöðumun í atvinnurekstri og misræmi i framfærslukoctnaði heímila eftir þvi, hvar viðkom- andl er i sveit settur. Þetta telja flutningsmenn óeðlilegt og vilja leita tiltækra ráða til, að verðlagið verði jafnað. Til viðbótar þeim ályktunum aðalfundar Bandalags kvenna í Reykjavík, sem birtar voru í blaðinu f gær, fara hér á eft- ir samþykktír fundarins um heilbrigðismál og verðlags- og verzlunarmál. Hcilbrigðismál I. Fundurinn skorar á heil- brigðisyfirvöldin að hlutast til um, að sala á sígarettum i stykkjatali verði bönnuð, þar sem mikil hætta sé á því, að böm læri að reykja á þann hátt, ennfremur stafi mikil smit- unarhætta af óhreinum hönd- um afgreiðslufólks. Þess má geta, að sala á sígar- ettum í stykkjatali er bönnuð í Danmörku af þeim ástæðum. II. Fundurinn skorar e'ndregið á Alþmgi og ríkisstjóm að fullgera tafarlaust Hjúkrunar- skóla Islands. Mjög mikil að- sókn er að skólanum en vegna skorts á húsnæði bíða á ann- að hundrað stúlkur eftir skóla- vist. Eins og allir vita, er þegar farið að opna nýjar spit- aladeildir, sem ekki er fyrir- sjáanlegt. að hægt verði að starfrækja vegna skorts á hjúkrunarliði. ef ekki verður þegar hafizt handa um að fullgera skólann. III. Fundurinn gerði svohljóðandi ályktun: Sökum sívaxandi stjórnleys- is og óreglu, sem er orðið allri þjóðinni hið mesta áhyggju- efni, beinir fundurinn því til foreldra barna, forráðamanna þeirra og skóla, að þeir taki siðferðilegt uppeldi ungling- anna fastari tölcum en verið hefur. Lotning fyrir Guði og helg- um dómum, virðing fyrir ætt- jörð og landslögum og elska og tillitsemi til foreldra og eigin heimilis eru eiginleikar, sem enginn æskiunaður má verá’ án, og ekkért þjóðfélag getur staðið til lengdar, ef þeir eru ekki framkallaðir með upp- eldinu. Af þessum ástæðum leggur fundurinn til. að kenn- urum sé ætlaður tími til að vinna að uppeldisáhrifum á nemenduma jafnframt kennsl- unni. Þá vill fundurinn brýna það fyrir foreldrum að gefa sér tíma til að sinna börnum sínum og tala við þau um þau efni, sem mótað geta uppeldi bamsins og vakið ábyrgðartil- finningu þess. IV. Fundurinn bendlr á, að æski- legt sé. að tekin verði upp kennsla í siðfræði og háttvísi í skólum landsins. Jafnframt telur fundurinn nauðsynlegt. að samin sé handbók fyrir kennara í þessu skyni. Verðlags- og verzlunarmál I. Fundurinn skorar á skókaup- mannasamtökin, að hlutast til um, að fluttur sé inn vándaður og hentugur skófatnaður fyrir konur; vinnuskór og gönguskór í mismunandi breiddum. II. Fundurinn ályktar eftirfar- andi; 1. Hreinlæti afgrelðslufólks á meðferð matvæla í matvöru- búðum virðist ennþá vera mjög ábótavant. Fundurinn skorar því á Mjólkursamsöluna og eigendur matvörubúða að herða á eft- liti með þvi, að framfylgt sé settum reglum um hreinlæti á meðferð matvæla i matvöru- brauða- og mjólkurbúðum. Ennfremur skorar fundurinn á borgarlækni að herða á eft- irliti með framleiðslu og með- ferð matvæla í brauðgerðar- húsum, eldhúsum verzlana og annars staðar, þar sem unnið er að framleiðslu og dreifingu tilbúins matar. Bannað sé að handfjalla um- búðalausan mat jöfnum hönd- um og peningagreiðslur fólks og skylt sé afgreiðslufólki matvörubúða að hafa kappa á höfði. sem hylji hárið. 2. Fundurinn skorar á verð- lagsstjóra að hlutast til um, að verzlanir framfylgi reglu- gerð um verðmerkingar og verðmerki allar vörur, sem þæir hafa til sölu og sýnis í glugg- um. 3. Fundurinn skorar á verð- lagsstjóra að herða á eftirlitl með verðlagi á vörum og þjón- ustu, þar sem vöruverð virðist vera mjög misjafnt í verzlun- um. 4. Fundurinn skorar á verzl- unareigendur að koma á nám- skeiðum fyrir verzlunarfólk í vöruþekkingu á fatnaðarvörum, þar sem þekking þess á þvi sviði virð>st mjög ábótavant. Jafnframt skorar fundurinn á verzlunareigendur. að þeir gerir ráðstafanir til þess, að neyt-’ endur fái í hendur allar upp-' lýsingar, sem fylgja vörunni; frá framleiðanda. 5. Fundurinn vítir harðlega, að fyrir geti komið, að seldar vömr stand:st ekki þá vigt, sem upp er gefin og skorar á verðlagsstjóra að herða á eft- irliti, svo að slíkt geti ekki átt sér stað. 6. Fundurinn tekur undir margendurteknar kröfur Neyt- endasamtakanna um að sett verði reglugerð um vörumerk- ingu og skorar á viðskipta- málaráðherra, að hann hraði framkvæmd þessa máls. 7. Fundurinn tekur uhdir framkomnar tillögur Neytenda- samtakanna um. að pökkun kartaflna eigi að fara fram á vegum Grænmetisverzlunar landbúnaðarins. Jafnframt skorar fundurinn á Grænmet- isverzlunina að láta vanda meir en verið hefur gæðamat á þess- ari nauðsynjavöru. 8. Fundurinn tekur undir framkomnar álvktanir Neyt- endasamtakanna um afgreiðslu- tfma sölubúða oe skorar á Framhald á 7 síSu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.