Þjóðviljinn - 05.12.1963, Side 1

Þjóðviljinn - 05.12.1963, Side 1
Fimmtudagur 5. desember 1963 — 28. árgangur — 259. tölublað. Sáttafundur í gærkvöld í gærkvöld kl. 9 boðaði sáttasemjari samstarfsnefnd verkalýðsfélaganna á sáttafund ásamt fulltrúum atvinnurekenda. Var fundurinn haldinn í húsi Dagsbrúnar og Sjómannafélagsins við Hverfisgötu og í húsi Hæstaréttar þar eð fundur stóð yfir í sameinuðu Alþingi fram eftir kvöldi. Þegar Þjóðviljinn leitaði frétta af sáttafundinum seint í gærkvöld stóð hann enn yfir. Alit sameiginlegs fundar al/ra samninganefnda verka/ýðsfélaganna: • • æ jr TILLOGUR RIKISSTJORNARINNAR ERU ALLSENDIS ÓFULLNÆGJANDI □ Síðdegis í gær var haldinn sameiginlegur fundur allra samfninganefnda þeirra félaga er að- ild eiga að samstarfsnefnd verkalýðsfélaganna. Voru þar ræddar tillögur ríkisstjórnarinnar er hún lagði fram i fyrrakvöld og var það einróma álit fundarins að þær væru allsendis ófullnægj- andi til lausnar yfirstandandi kjaradeilu. Sam- þykkti fundurinn í einu hljóði mótmælaályktun samstarfsnefndarinnar er hún samþykkti í fyrra- kvöld og birt var hér í blaðinu í gær. Siðdegis í gær boðaði sam- starfsnefnd verkalýðsfélaganna fund með samninganefndum frá öllum þeim félögum sem aðild eiga að nefndinni og var fund- urinn haldinn að Freyjugötu 27. Sóttu hann á annað hundrað samningsnefndarmenn. Forseti Alþýðusambands Is- lands, Hannibal Valdimarsson, setti fundinn og stýrði honum. Hafði hann framsögu um afstöðu þá sem samstarfsnefndin hafði markað til tillagna ríkisstjórnar- innar á fundi sínum í fyrradag og skýrði tillögumar. Miklar umræður urðu á fund- inum um málið og lýstu fundar- menn þeirri skoðun sinni að til- lögur ríkisstjórnarinnar væru alls ófullnægjandi til lausnar yfirstandandi kjaradeilu. Tillaga sú er samþykkt var á Flufningaskip fyrir Breiðafjörð í gær var undirritaður samn- ingur milli Flóabátsins Baldurs h.f. og Stálskipasmiðjunnar h.f. í Kópavogi um smíði á nýju far- þega- og flutningaskipi fyrir Breiðafjörð. Stærð skipsins verður um 160 brúttólestir; öll lengd 29.00 m, lengd milli lóðlína 25,60 m, breidd 6,60 m, dýpt 3,30 m. Farþegarými verður fyrir 55 alls, þar af 5 hvílufarþegar í Framhald á 2. síðu. fundi samstarfsnefndarinnar í fyrrakvöld og birt var hér í blaðinu í gær var samþykkt samhljóða af fundinum. Þá lýstu fulltrúar ákvæðis- vinnumanna því yfir á fundin- um að þeir myndu aldrei sætta sig við lægri hlutfallshækkun á kauptaxta en aðrir starfshópar kæmu til með að fá á sín laun. Frá upphafi fundar samninganefnd anna í gær. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Hvalfjarðarmálið í sameinuðu þingi í gær: TiMI ER KOMINN TIL AÐ MYRKRAVERKUNUM LJÚKI ■ í fyrsta lagi: Hefur ríkisstjórnin leyfi til að gera þennan samning, án þess að samþykki Alþingis liggi fyr- ir. Við þingmenn Alþýðubandalagsins segjum hiklaust nei. og vitnum til stjórnarskrárinnar. Hæstvirtur utan- ríkisráðherra segir já. ■ í öðu lagi: Að hverju er stefnt í Hvalfirði með fram- kvæmdum Atlanzhafsbandalagsins þar? Er aðeins verið að endurnýja nokkra olíugeyma, leggja legufærum og smíða litla bryggju, eins og hæstvirtur utanríkisráðherra vill vera láta? Eða er stefnt að því með markvissum vinnubrögðum að koma upp í Hvalfirði stórfelldum hern- aðarmannvirkjum, flotastöð fyrir Atlanzhafsbandalagið og jafnvel kafbátastöð? RAUNVERULEG RYRNUN Á KJÖRUM LAUNÞEGA ■ Fjölsóttur fundur var haldinn í fyrrakvöld í Sósí- alistafélagi Reykjavíkur. Þar hafði Guðmundur J. Guðmundsson framsögu um kjarasamninga og „til- boð“ ríkisstjórnarinnar sem komið hafði fram rétt fyrir fundinn. Síðan urðu ýtarlegar umræður og að þeim loknum var eftirfarandi ályktun samþykkt einroma: Almennur fundur í Sósía- Iistafélagi Reykjavíkur, ha'd- inn þriðjudaginn 3. desember 1963, ályktar, að tillögur þær, sem rikisstjórnin hefur í dag Iagt fram sem samningsgrund- völl í yfirstndandi vinnudeilu. séu svo fráleitar, að þeim beri að hafna skilyrðislaust. Fundurinn lítur svo á, að í tillögunum felist raunveru- lega rýrnun á kjörum launþ. Jafnframt heitir fundurinn á forustumenn verkalýðs- hreyfingarinnar, flokksmenn sína og alla alþýðu manna, að standa fast um þær rétt- Iætiskröfur sem launastétt- irnar berjast nú fyrir.” Þannig hóf Ragnar Amalds mál sitt í umræðum um Hval- fjarðarsamninginn í sameinuðu Alþingi i gær en umræðum varð ekki lokið á venjulegum fundar- tíma og áttu að hefjast á ný kl. hálf níu í gærkvöld. Lagahliðin Ragnar tók fyrst fyrir laga- hlið þessa máls og sýndi fram á með tilvitnunum í rit dr. Bjarna Benediktssonar fyrrver- andi lagaprófessors, en núver- andi forsætisráðherra. að samn- | ingur af þessu tagi væri ský- ! laust brot á stjórnarskránni þ.e. ! 21. grein hennar, sem kveður á I á, að enga samninga, er hafi i sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi, megi gera án samþykkis Alþingis. Nato — ekki her- námsliðið Sýndi Ragnar fram á að hér væri ekki um vanalega samn- inga við hernámsliðið að ræða eins og Guðmundur I. Guð- mundsson hefur reynt að koma inn hjá þingmönnum heldur ný- ir samningar við önnur ríki þ.e. Nato, enda hefði það komið fram í umræðum Alþýðubanda- lagsfulltrúa við ráðherrann, að hann teldi Hvalfjarðarsamning- inn ekki úr gildi fallinn þó svo færi að hernámssamningnum yrði sagt upp. Hrakti Ragnar þau „rök“ ut- anríkisráðherra að um væntan- legar framkvæmdir í Hvalfirði verði samið sem „hluta varn- arliðsframkvæmda samkvæmt vamarsamningnum“ og að ráð- herra geti þannig sniðgengið stjómarskrárákvæði með þvi að vísa til samningsgerðar við Bandaríkjamenn, sem hlaut lagagildi fyrir tólf árum. Um þetta sagði Ragnar: „Fram að þessu hafa Islendingar verið sammála um. að ákvæði stjórnarskrárinnar skuli sett of- ar venjulegum lagaákvæðum. Engum nema hæstvirtum utan- ríkisráðherra hefur áður dottið í hug, að íslenzk ríkisstjóm geti samið um það við erlent ríki, að framvegis verði skýlaust ákvæði stjómarskrárinnar sniðgengið í ákveðnu máli. Framhald á 2. síðu. Yfirlýsing Guðmundar í. um Hvalfjörð: Stjórnin þarf ekki samþykki Alþingis 1 umræðuruum um Hvalfjarð- armálið á kvöldfundi á Alþingi í gær lýsti Guðmundur 1. Guð- mundsson utanríkisráðherra því yfir að ríkisstjómin hefði heim- ild til að semja við Bandaríkja- menn og NATÖ um afhendin,gu hvaða landsvæðis sem væri án þess að leita samþykkis Alþingis þar að lútandi. Sagði ráðherr- ann að í varnarsamningi Is:lands og Bandaríkjanna væru engin á- kvæði um að ríkisstjórnin þyrfti að leita samþykkis Alþingis til slíkra ráðstafana, enda hefði ríkisstjómin samið við Banda- ríkjaher um afhendingu Kefla- víkurflugvallar, og bækistöðva í Hvalfirði. á Langanesi, í Aðal- vík og víðar án samþykkis Al- þingis. Þá talaði ráðherrann um að koma upp 8 olíutönkum í Hval- firði en nefndi hvorki bryggjur né legufæri. Ræða ráðherrans verður rakin nánar hér í blað- inu á morgun. Að lokinni ræðu Guðmundar I. tók Eysteinn Jónsson til máls og lýsti hann þvi yfir að Fram- sóknarflokkurinn myndi greiða atkvæði með tillögu þingmanna Alþýðubandalagsins. Hvað segja forustumenn verkalýðssamtaka? sjái2. i,

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.