Þjóðviljinn - 05.12.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.12.1963, Blaðsíða 2
2 SfÐA RföÐVHIINN Fimmtudagur 5. desember 1963 Gætum arfleiföar okkar —Spjalíað við Áskel Snorrason tónskáld ~ \Jei, blessaður vertu, það *■ ' er svo sem ekki frá mörgu að segja, segir Áskell Snorrason, hálfáttræður í dag. — En sem betur fer var músik í kringum mig frá því ég fæddist. Faðir minn las nót- ur og keypti allt sem hægt var að ná í, þótt heimilið væri fá- tækt. Og hvenær sem því varð við komið var slegið upp marg- rödduðum söng heima. Og móð- ir mín hefur sagt mér að ég hafi getað raulað lög áður en ég lærði að tala. En hljóðfæri sá ég ekki fyrr en ég var á tíunda ári, en þá fluttum við að Þverá í Laxárdal, þar var kirkja og í henni lítið harmonium. Að vísu hafði ég handleikið flautu áður, sem fað- ir minn fékk lánaða, sömuleiðis hafði ég séð harmóníku, en hún þótti mér alltaf leiðinlegt hljóð- færi. En ég kenndi sjálfum mér að leika á þetta harmóníum, og naut reyndar ekki neinnar til- sagnar í hljóðfæraleik fyrr en ég var kominn á fertugsaldur. í>að var hjá Kurt Haeser, ágæt- um þýzkum tónlistarmanni sem kom til Akureyrar fyrir milli- göngu Jóns Leifs árið 1923, en þá hafði franskt setulið lagt undir sig tónlistarháskólann í Dortmund, sem hann hafði kennt við. Af fjárhagsástæðum naut ég lítillar skólagöngu. Þó var ég árið 1908 fenginn til kennslu í Reykdælahreppi og fór ári siðar til Reykjavíkur á fram- haldsnámskeið fyrir kennara. Þá notaði ég tækifærið til að fá kennslu i söng og tónfræði hjá Sigfúsi Einarssyni, og var svo aftur hjá honum 1911—1912. Þar með er upptalin mín tón- listarmenntun, annað hef ég orðið að læra sjálfur. Ég fékkst svo áfram við kennslu. Árið 1919 stóð svo á að það vantaði söngkennara bæði við gagnfræðaskólann og bamaskólann á Akureyri og skólastiórinn sneri sér til Sig- fúsar Einarssonar sem benti á mig til starfsins. Kjör kennara voru þá mjög kröpp, eins og Áskell Snorrason reyndar lengi siðan, og auðvitað hlaut ég að vinna á sumrin líka. Ég vann almenna verkamanna- vinnu og þannig komst ég í kynni við verkalýðshreyfinguna á Akureyri strax á fyrstu ár- um hennar. En af lesningu minni í Bókasafni Þingeyinga var ég þegar orðinn sannfærður komm- únisti — og það mótaði að sjálfsögðu viðhorf mítt í verka- lýðshreyfingunni. Því var ég auðvitað ekki vel séður í skóla af máttarvöldunum eins og gef- ur að skilja. Léleg knattspyrna I fyrradag birti Alþýðu- blaðið forustugrein um samningana við verklýðsfé- lögin. Kvað það þjóðina biða af eftirvæntingu eftir mála- lokum, en menn yrði að hafa taumhald á óþolinmæði sinni. „Það er góður siður,“ sagði blaðið „að skrifa ekki mik- ið eða tala opinberlega ran samninga. meðan þeir standa yfir. Liggur í eðli málsins, að samningamenn ræðast við í trúnaði og leggja síðan nið- urstöður sínar fyrir umbjóð- endur sína, þegar timi er kominn til. Sum blöð hafa að vísu tilhneigingu til að lýsa samningunum eins og útvarpsþulur knattspyrnu- leik en Alhýðublaðið vill hafa annan hátt á.“ Sama dag og Alþýðublað- ið lýsti þessum fróma vilja sínum gerðust þau tíðindi að líkiestjórnin bar fram svo- kaliaðar tillögur um heildar- lausn á deilumálunum. Hún fylgdi ekki þeim „góða sið“ að mæla fyrir hug- myndum sínum í kyrrþey og ræða þær í trúnaði við deilu- aðOa. Hún ætlaði auðsjáan- lega að skora mark i knatt- spyrnuleik sínum og lét út- varpsþul lýsa afrekinu fyrir fram. Það er rétt hjá Alþýðu- blaðinu að vinnubrögð af þessu tagi geta ekki stafað af löngun til þess að leysa vandann. 1 samningaviðræð- urnar um kjaramálin hafði verið s'kipuð sáttanefnd og hún var loks tekin til við eðlilegar starfsaðferðir. En þá er það ríkisstjómin sjálf sem gengur fram hjá sátta- nefnd sinni, og hún ræðir ekki einu sinni við deiluaðila heldur tilkynnir þeim aðeins hin einu réttu málalok. En það er mikill misskiln- ingur að rikisstjómin hafi skorað mark. Bæði reyndist hún rangstæð og hitti þar að au'ki alls ekki knöttinn. Það er samróma dómur allra, Sverris Hermannsson- ar og Óskars Hallgrimsson- ar ekki síður en annarra. — Austri. Hvenær ég byrjaði að semja lög? Ja, ég hef líklega ver- ið á ellefta árinu. Sumt af því er nú týnt og gleymt, en það elzta sem ég hef séð ástæðu til að halda upp á er frá þvi ég var ellefu ára. Auðvitað vant- aði mig þá alla hluti til að gera eitthvað úr þessu. En þegar ég lærði hjá Sigfúsi Einarssyni sýndi ég honum eitthvað af rælni og hann bauðst þá strax tíl að kenna mér hljómfræði, þótt það hefði svo ekki staðið til að ég lærði hjá honum annað en söng. Síðan hef ég samið töluvert af lögum og út.sett önnur, en vitanlega hefur takmörkuð kunnátta staðið mér fyrir þrif- um, svo og það að ég hafði ekki möguleika á að starfa með neinni hljómsveit. Þessvegna hefur líka allt sem ég gerði verið miðað við kórsöng — og þá orgel. Jú, það mætti sjálfsagt rifja margt skemmtilegt upp í sambandi við störf mín með ýmsum kórum á Akureyri. Ég man að ég hlaut skammir fyrir að ég leyfði þeim ekki að hafa nógu hátt, menn höfðu þá mik- ið gaman af hávaða. Og á'hugi fyrir tónlist var alltaf mjög sæmilegur á Akureyri. Að visu finnst manni alltaf, hvar sem maður kemur, að áhuginn sé ekki nógu mikill, en þegar á allt er litið finnst mér ekki að Akureyringar hafi þurft að skammast sín fyrir neitt. Tón- listarskóli þeirra, kórarnir, og svo það að þeir eiga líklega bezt.a orgel og bezta konsertflygil landsins — allt þetta sýnir góð- an og vaxandi áhuga. — Já, það er erfitt að svara því hvað mér hefur orðið einna minnisstæðast, úr hljómleikasal. Mér urðu ákaflega minnisstæð- ir tónleikar Haraldar Sigurðs- sonar, Pál* ísólfssonar og kenn- ara míns Kurts Haesers. Eða söngur sovézku listakvennanna Maksímovu,’ Kazantsévu og Heine-Wagner. Ég hef ekki heyrt betri Ijóðsöngkonu en Kazantsévu. Og seint gleymi ég fgor fursta í Bolsjojleikhúsinu í Moskvu og ballettunum Rómeo og Júlíu og Gosbrunnurinn í Bakhtsjísaræ — niðurlagskafl- inn í þeim siðastnefnda er með því fallegasta sem ég hef heyrt. En því miður stóð svo á þegar ég var í Sovétríkjunum að ég gat ekki heyrt óperur uppá- haldstónskálds mins, Glinka. Eftir því sem ég hef lifað leng- ur hef ég sarmfærzt betur um það að framtíð íslands sem músíklands er háð því hvað við gerum við þá arfleifð sem við eigum frá eldri tímum. Ég tel að við eigum tónlistararfleifð sem ekki stendur að baki auði okkar í bókmenntum. Og ef við fleygjum henni frá okkur, bá mun að mínum dómi aldrei fæðast mikil íslenzk tónlist. Það er einmitt frá þessu sjónarmiði sem Míkhaíl Glínka er mér allra tónskálda hjartfólgnastur — einmitt vegna hans mikla af- reks í þágu þjóðlegrar tónlist- ar. Á.B. Ný bók eftir Hugrúnu Ot er komin ný bók eftir skáldkonuna Mugrúnu og nefn- ist hún Dætur Fjallkonunnar. Eru í bókinni æviminningar 2ja kvenna, þeirra Sigríðar Sveins- dóttur, klæðskerameistara og önnu Margrétar. Þetta er fyrsta minningabókin sem Hugrún ritar, en áður hefur hún sent frá sér fimmtán bækur. Útgef- andi er Ægisútgáfan. Bókin er tæpar 200 blaðsíður að stærð. Kveija til Áskels Snorrasonar Það hefur longum verið auðna islenzkrar menningar að alþýðan hefur átt lista. og menntamenn, sem vaxnir voru upp i röðum hennar og deildu með henni kjörum og kosti ævilangt. Samstarfið við al- þýðuna og þátttakan í mann- réttindabarátfcu hennar, hefur verið þessum mönnum skóli og aflgjafi og þeir hafa gold- ið henni með beztu verkum sínum. Einn þessara lista- og menntamanna þjóðarinnar og alþýðunnar sérstaklega er As- kell Snorrason tónskáld. Á afmæli hans vil ég færa honum þakkir fyrir framlag hans til íslenzkra tónmennta og óska honum til hamingju með unnin verk. Megi þér, Áskell, enn gef- ast tóm til að auka þau drjúg- um, Sigursveinn D. Kristinsson. Hvalfjörður Framhald af 1. síðu. Og ennfremur: „Samningurinn við Bandaríkjamenn. sem gerð- ur var af ríkisstjóminni vorið 1961 og staðfestur af Alþingi um haustið, veitti heimild til þeirra framkvæmda, sem þá voru fyr- irhugaðar og á þeim landsvæð- um, sem Bandaríkjamenn fengu þá að nota. En samþykkt Al- þingis þarf aftur að koma til, ef gerður er samningur um nýj- ar framkvæmdir. — Hvað sem hæstvirtur utan- ríkisráðherra lætur sig dreyma um. liggur það Ijóst fyrir, að i því máli, sem hér um ræðir. er allt bundið á einn þráð: Nýr samningur, nýr yfirráðaréttur, nýjar kvaðir á land og nýtt samþykki Alþingis. Seinni hluti ræðu Ragnars verður rakinn í blaðinu á morg- un en í honum gerir hann grein fyrir síðara meginatriðinu í upphafi máls síns. Að framsögu Ragnars lokinni var umræðum frestað til kvölds og verður einnig gerð grein fyr- ir gangi þeirra á morgun. Ekki grundvöllur Framhald af 12. síðu. armanna til tveggja ára felur í sér kauplækkun með tilliti til verðhækkana og skýtur skökku við kauphækkanir hjá öðrum starfshópum í þjóðfélaginu á þessu ári. Annars stend ég fylli- lega á bak við framkomna yfir- lýsingu verkalýðsfélaganna, sem þegar hefur verið birt í blöðum.” GUÐMUNDUR Guðmundur H. Garðarson for- maðar VR sagði: „Ég álít, að vegna sérstöðu verzlunarfólks í núverandi kjara- deilu hafi tillögur ríkisstjóm- arinnar takmarkað gildi fyrir þennan hóp launþega. Samningaviðræður standa nú yfir við viðsemjendur. Er þvi óæskilegt að fjölyrða of mikið um þessi mál á opinberum vett- vangi að svo stöddu." SNORRI Snorri Jónsson formaður Fél. ísl. jámiðnaðarmanna lét svo um mælt: ,,Ég álít tillögur ríkisstjómar- innar allsendis ófullnægjandi til lausnar þeirri deilu sem nú stendur yfir og er ég undrandi yfir því að tillögurnar skyldu hafa borið að á þennan hátt sem þær gerðu og tel að það og þessi afstaða ríkisstjómarinnar geti oröið til þess að spilla fyrir lausn deilumálanna. Að öðru leyti vísa ég til samþykktar samstarfsnefndarinnar í fyrra- kvöld sem ég stóð að að sam- þykkja". Guðmundur á Rei’fnkels< stöðum tapaði málinu Verkalýðs- og sjómannafclag Miðneshrepps hefur unnið mál sitt við Guðmund Jónsson út- gerðarmann á Rafnkelsstöðum um síldveiðikjör. Málavextir voru ýtarlega raktir hér í blaðinu á sínum tíma, en málsatvik voru þau að Guð- mundur neitaði að gera upp sam- kvæmt samningutn sínum og vildi komast undir gerðardóms- kjörin frá 1962, þótt hann hefði ekki sagt upp fyrri samningum sem voru mun hagkvæmari sjó- mönnum. Var málið rekið fyrir Félagsdómi, og komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að Guð- mundi bæri að gera upp sam- kvæmt fyrri samningum fyrir sildveiðarnar í fyrrasumar. fyrra- haust og fyrravetur. Fiutningaskipið Framhald af 1. síðu. sérstökum klefa. í skipinu verða 2 Kelvin diesel vélar, hvor 320 hestöfl, og tvær skrúfur. Skipið verður smíðað að mestu eftir fyrir- komulagsteikningu Hjálmars R. Bárðarsonar af Djúpbátnum Fagranesinu, en þetta skip verð- ur um 3 metrum lengra. Samninginn undirrituðu f.h. Flóabátsins Baldurs h.f. þeir Lárus Guðmundsson, forstjóri og Ásgeir P. Ágústsson formað- ur stjómarinnar og af hálfu Stálskipasmiðiunnar h.f. í Kópa- vogi þeir Ólafur H. Jónsson, frkv.stj. og Þórir B. Guðjónsson form. stjórnarinnar og Jón Sig- urðsson meðstjórnandi. Umsamið er að skipið verði afhent eftir eitt ár. Áhrif gossins Framhald af 12. siðu. og hitastig virtist alveg óbreytt á öllum stöðvum, sem teknar voru, en þær næstu voru 1 sjó- mílu frá gosinu. Svif- og botndýralíf virðist vera með eðlilegum hætti, a. m. k. eftir að koroið var 1 sjómíiu út frá gosstöðvunum. Togtilraunir sýndu, að fiskur var við beztu heilsu í 5,3 s.jó- mílna fjarlægð, en þar fengust 8 tegundir af fiski og dálítið af leturhumar. I 7,5 sjómflu fjar- lægð frá gosinu fengust 11 fisk- tegundir, að vísu ekki margir fiskar af hverri tegund. Skammt þaðan og í svipaðri fjarlægð frá gosinu hafa Vestmannaeyingar fengið allt upp í 6Vz tonn í róðri á iínu, eftir að gosið hófst. Að svo komnu virðist því ekki ástæða til að óttast al- varleg áhrif frá gosinu á fisk- veiðarnar við suðurströndina. Dómsorð eru svohljóðandi: „Framangreindir kjarasamningar milli Landsambands íslenzkra útvegsmanna og sjómannasam- takanna innan A. S. 1., dags, 13. júní 1958 og 15 maí 1959, giltu í samskiptum Guðmundar Jónssonar og Verkalýðs- og sjó- mannafélags Miðneshrepps til 1. júní 1963, og er Gu'ðmundi Jóns- syni skylt að miða reikningsskil við félagsmenn nefnds verka- lýðsfélags er verið hafa há- setar á þeim skipum hans, sem stundað hafa síldveiðar til nefnds tíma, við ákvæði þeirra kjara- samninga. Málskostnaður fellur niður.” Málflytjandi Verkalýðs- og sjómarmafélags Miðneshrepps fyrir Félagsdómi var Þorvaldur Þórarinsson hæstaréttarlögm. LAUGAVBGI 18 STMIIWB IBÚÐIR ÓSKAST Höfum kaupendur að ðll- um stærðum íbúða með miklar útborganir. TXL SÖLU Akranes 5 herberrgja góð ibúð við Skagabraut, tækifærisverð ef samið er strax. Garður í Gerðum T'mburhús í Garði, 3ja herbergja íbúð á góðum kjörum. skipti á íbúð i Reykjavik koma til greina. Mismunur greiddur út. Selfoss Steinhús við Engjaveg, — 100 ferm. 3ja herbergja íbúð í kjallara. 4ra herb. íbúð á hæð. sér inngang- ur, sér hitaveita. Kópavogur Sex herb. glæsileg efri hæð 140 ferm. við Nýbýlaveg, allt sér. Sex herb. hæðir í smíðum við Hlíðaveg, allt sér. Sex herb. glæsileg hæð við Lyngbrekku, allt sér, full- búin undir tréverk. Parhús við Digranesveg á brem hæðum, stórt og vandað. Múrhúðað timburhús, 3ja herbergja íbúð. Selst til flutnlngs. Góð lóð getur fylgt. Verð kr. 120 þús. Útborgur. eftir samkomu- lagi. Nauðungaruppboð Eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs í Kópavogi og tollstjórans í Reykjavik að undangengnum lögtökum verða bifreiðamar Y-60, Y185, Y-223, Y-502, Y-653, Y-658, Y-675, Y-931, Y-946, R-11839 seldar á opinberu uppboði, sem haldið verður við skrifstofu mína að Álfhólsvegi 32, föstudaginn 13. desember 1963, kl. 15. Greiðsla fari fram við haanarshögg. BÆJARFÓGETINN f KÓPAVOGI Kaupmenn ■ Kaupfélög Flugeldar, blys, stjörnuljós o.m.fl. af áramótavorum Gerið pantanir tímanlega. Heildsölubirgðir: EVEREST TRADING COMPANY Grófin 1. — Símar 1 0090 og 10219,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.