Þjóðviljinn - 05.12.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.12.1963, Blaðsíða 4
4 StDA Oteefandi: Samemingarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.j, Sigurður Guðmundsson. Frettaritst.iórar: Jón Bjamason. . Sigurður V. Friðþjófsson. R:tstióm afgreiðsla. auglýsingar. orentsmiðja: Skólavörðust lfl. Sími 17-500 (5 llnuri, Áskriftarverð kr. 80 á mánuði. Fráleitar tillögur jþað er mikil hræsni þegar ríkisstjórnin segir í svokölluðum tillögum sínum um lausn kjara- málanna að meginforsenda hennar hafi verið sú, að nú „verði svo um hnúta búið, að hinir lægst- launuðu fái verulega kjarabót og stefnt verði að því að vinna upp það, sem þeir hafa dregizt aftur úr öðrum launþegum á undanförnum árum.“ Þótt ekki sé litið lengra aftur í tím- ann en til júnímánaðar í vor, þegar seinast var samið við verklýðsfélögin, fer því fjarri að tillögur ríkisstjórnarinnar séu nokkuð í námúnda við þau markmið sem hún þykist hafa sett sér. Þegar samið var í júní var vísitala framfærslu- kostnaðar 131 stig. Hún er nú 146 stig. Hækkun- ín nemur 15 stigum; þessi opinberi mælikvarði sýnir að dýrtíðin hefur aukizt um 11,4%'. Vitað er um verulegar verðhækkanir sem framundan eru, auk þess sem ríkisstjórnin boðar nýjár álög- ur í tillögum sínum. Telja kunnugustu menn að þessar fyrirsjáanlegu verðhækkanir muni ekki nema undir 6 stigum. Verður þá framfærsluvísi- talan komin upp í 152 stig, og dýrtíðin hefur auk- izt um 16% síðan samið var í júní. Til mótváegis þessari verðbólgu býður ríkisstjórnin upp á kaup- hækkanir sem nema 4—8% í dagvitmu einni sam- an, en það myndi yfirleitt jafngilda 3—5% hækk- un á útborguðu kaupi með þeim vinnutíma sem nú tíðkast. Um það ætti ekki að þurfa að deila að hér er ekki um „verulega kjarabót“ að ræða, eins og ríkisstjórnin vill vera láta, heldur mjög s'tór- fellda kjaraskerðingu. Jaín fráleitt er hitt atriðið, að með þessum tillög-1 um sé verkafólk að vinna upp misræmi í þró- un launamála að undanförnu. Með kjaradómnum í sumar voru laun opinberra starfsmanna, og síð- ar bæjarstarfsmanna og bankastarfsmanna, hækk- uð um 45% að jafnaði, og ýmsar aðrar stéttir hafa fylgt í kjölfarið. Aðstaða fjölmargra þeirra laun- þega sem nú eiga í samningum er algerlega hlið- stæð ýmsum forsendum kjaradóms, má þar nefna verzlunar- og skrifstofufólk og marga starfshópa í öðrum verklýðsfélögum. Það er ekki aðeins sið- laust ranglæti heldur og óframkvæmanleg endi- leysa að ætla að mismuna mönnum stórlega í kaupgreiðslum eftir því í hvaða stétfarsamtök- um þeir eru, þótt þeir vinni sömu störfin. Enda eru tillögur ríkisstjórnarinnar langt fyrir neðan það sem vitibornir og raunsæir atvinnurekendur greiða nú þegar. yinnubrögð ríkisstjórnarinnar og tillögur henn- ar eru til marks um þá hrokafullu afstöðu ráðamannanna, að unnt sé að skipa kjaramálum verkafólks með valdboði, án tillits til sanngirni og augljósustu raka. í þeim birtast þau alkunnu eðliseinkenni forsætisráðherrans, sem hann baðst þó sjálfur undan þegar hann tók við tignarstöðu sinni. Hann þarf auðsjáanlega að læra miklu bet- ur af reynslunni, og allt það verkafólk sem nú bíður heiðarlegra samninga þarf að taka að sér kennsluna. — m. MOÐVILJINN Ktnmtadagur 6. desember 1S63 Undirbúin verði byggingarsjóð fyrir ríkið um ÞINCSIÁ ÞIÓÐVILJANS Einn af þingmönnum Alþýðubandalagsins, Gils Guðm.undsson, hefúr lagt fram tiilögu til þings- ályktunar um byggingarsjóð fyrír ríkið og rík- isstofnanir. TiIIagan er svohljóðandi: Alþingri ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta undirbúa lög- gjöf um byggingasjóð fyrir rík- ið og ríkisstofnanir. Skal til- gangur sjóðsins vera sá að standa undir kostnaði við bygg- ingar þær, sem ríkið sjálft og ríkisstofnanir þurfa að koma upp vegna starfsemi sinnar. Sé undirbúningi hraðað svo, að frv. til laga um þetta efhi verði Iagt fyrir næsta reglu- legt Alþingi. f greinargerð segir flutnings- maður: Þótt mikið hafi verið byggt á Islandi undanfarin ár og ára- tagi. verður ekki sagt, að rík- ið sjálft og ríkisstofnanir séu vel á vegi staddar í þéim efn- um. Ástæðumar 'éru margar. Fram á þessa öld máttl heita, að landið væri snautt af var- anlegum byggingum, og þess er ekki að vænta, að eta til tvær kynslóðir hafi getað kom- ið því í verk að reisa allt frá grunni og færa húsakost hvers konar í það horft, sem hæfa þykir og kröfur eru gerðar til í nútímaþjóðfélagi. Bygginga- þörfin hefur verið mikil óg vaxið stöðugt samfara fjölgun þjóðarinTían-íÐS sókn-hennar- tif betra lífs, fjölbreyttari at- vinnuhátta og aukinna menn- .ÍRgsr^iJyr^, Við þessar aðstæður hefur þróunin orðið sú, að bygginga- mál rí'kisins sjálfs og margra ríkisstofnana hafa setið svo mjög á hakanum, að naumast má vansalaust telja. Hið opin- bera greiðir árlega stórfé í húsaleigu. Eru þess ófá dæmi, að leiguliðastefna ríkisins og ríkisstofnana hafi gert einstakl- ingum kleift að byggja og eign- ast stórhýsi fyrir milljónir og milljónatugi á þann elnfalda hátt, að þeir hafa leigt opin- berum aðilum húsin eða hluta þeirra tíl langs tima, stundum gegn álitlegri fyrirframgreiðslu. Virðist ólíkt búmannslegra, að ríkisvaldið stefni fremur að hinu, að auðvelda ríkisstofn- unum byggingu eða : kaup á nauðsynlegum húsakosti til eig- in þarfa. Áratuga tómlæti og aðgerða- leysi um byggingamál ríkisins sjálfs og ríkisstofnana hefur leitt til þess, að margar þess- ara stofnana búa við allsend- is ófullnægjandi starfsskilyrði. Sumar hafast við Í gömlu, þröngu og lítt nothæfu hús- næði, aðrar greiða miklar fúlgur í húsaleigu og geta jafn'- framt átt yfir höfði sér að vera vísað „út á götuna“ með næsta litlum fyrirvara. Svo rík hefur verið sú stefna hins opinbera í byggingflmál- um, að nær allir skyldu hafa forgangsrétt í þeim efnum gagnvart rfkinu, að jafnvel þær opinberar stofnanir, sem gátu komið sér upp nauðsynleg- um húsakosti fyrir eigið fé, hafa þráfaldlega feng:ð synj- un um heimild til að bæta úr húsnæðísbörf sinni. Slíkt bann er ^kiljanlegt, þegar ■ Tjárfesting íi! bvggingafram- kvæmda er rhjög takniörku'ð með opinberum afskiptum sak'r gjaldeyrisskorts, en sé hin sama regla látin gilda á tím- um frjálsrar fjárfest'ngar, vaknar óneitanlega sú spurn- ing, hvonær - hinu opinhera sé þá ætlað að koma sér upp ■»aranle3um húsakosti. Mörg verkefni biða óleyst Afleiðing þessarar íhalds- sömu stefnu um byggingamál ríkis og ríkisstofnana er sú, að fjölmörg verkefni bíða nú óleyst á þessu sviði, og krefj- ast sum þeirra skjótra aðgerða. — Viðhlítandi stjórnarráðs- bygging, er ekki risin af grunni. Alþingi býr við alls- endis ófullnægjandi starfsskil- yrði sakir þrengsla. Lands- bókasafn og Þjóðskjalasafn starfa í húsaikynnum, sem orð- in eru allt of lítil og torvelda notkun safnanna um skör fram. Listasafnið er að verulegu leyti falinn fjórsjóður, hefur fengið inni til bráðabirgða £ allsendis ófullnægjandi leiguhúsn., sem eigandi byggingarinnar, Þjóð- minjasafnið, þarf mjög á að halda til eigin nota. Náttúru- gripasafnið hefur verið lokað árum saman sakir húnæðis- skorts, og nú er verið að koma því fyrir í þröngum húsakynn-^ um um stundareakir. Margar aðrar opinberar stofnanir búa ýmist við lélegt eigið húsnasði eða leiguhúsnæði, sem í mörg- um tilfellum er óhentugt og naumast til framibúðar. Má í þvi sambandi nefna Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins, Skípaútgferð r ríkisins, Férða- skrifstofu rikisins, Ríkisprent- smiðjuna Gutenberg, Bókaút- gáfu = Menningarejóðs, Fræðslu- myndasafn ríkisins, Handrita- stofnun íslands o.fl. I leigu- húsnæði eru einnig saksóknara- embættið, sakadómaraembættið, borgarfógetaembættið borgar- dómaraembættið, tollgæzlan og tollstjóraembættið að nokkru leyti. Greiða hinar sex síð- astnefndu stofnanir um 4 milljónir króna i húsaleigu á ári. Hagkvæmari leið Þegar Alþingi og ríkisstjóm hafa talið með öllu óhjákvæmi- legt að hefja undirbúning að byggingu fyrir opinberar skrif- stofur eða ríkisstofnanir, hefur sá háttur verið hafður á að veita á 20. gr. fjórlaga nokkra upphæð til byggingar viðkom- andi stofnana, hverrar um sig. Er þar í fæstum tilfellum um að ræða nema lítið brot af byggingarkostnaði ár hvert. Síðan er til þess ætlazt, að eftir að lagt hefur verið fé í slíka byggingasjóði um nokk- urra ára skeið, verði upphæð- irnar orðnar það háar, að hægt sé að hefjast handa. En með þeirri verðlagsþróun, sem hér hefur verið um langt skeið, hafa hin tiltölulega l!tlu, dreifðu framlög til ýmissa byggingasjóða seint og illa komið að notum. Virðist í alla staði hagkvæmara, að stofnað- ur verði einn bygg'ngasjóður fyrir ríki og ríkisstofnanir og til hans veitt á fjárlögum hvere árs þeirri fjáhæð óskiptri, sem fjárveitingavaldið ætlar til þessara framkvæmda. Með þvi eiga fjárveitingarnar að nýt- ast betur og auðveldara ætti að verða að tryggja, að árlega væri byggt svo mikið sem brýna nauðsyn bæri til og fjár- hagur sjóðsins leyfði. Við samningu löggjafar um sKkan sjóð þarf m.a. að taka ákvarðanir ttm eftÍTfarandi at- riði: 1) Hve víðtækt verksvið hans eigi að vera, þ.e. hvaða stofn- anir éigi að njóta fjárveitinga úr sjóðnum. Virðist liggja við, að það séu stjórnarskrif- stofur hvers konar og þær opinberar stofnanir, sem ekki fá fé til byggingar samkvæmt sérstakri löggjöf (ekki t.d. skólar, sjúkrahús o.s.frv.). 2) Hvort rétt sé og hag- kvæmt, að til sjóðsins renni það fé, sem þegar hefur ver- ið veitt á fjárlögum í bygginga- sjóði ríkisstofnana, en eigi er farið að nota (fé til stjómar- ráðshúss, listasafns o.s.frv.). 3) Hvort rétt sé, að þær rík- isstofnanir. er starfa í húsnæði, sem er ríkiseign, verði látnar greiða hóflega húsaleigu, og rynni hún til byggingasjóðs- ins. — Virðist það ekki ó- eðlilegt og mætti verða sjóðn- um til verulegrar eflingar. 4) Hvort opinberar stofnan- ir, sem hafa sjálfstæða tekju- stofna og þá e.t.v. nokkurt bol- magn til að standa straum af byggingu eigin húsnæðis, skuli eiga þess kost að fá annað ■ tveggja hluta bygginarkostnað- að sem beinan styrk úr sjóðn- um eða þær gætu fengið þar hagkvæm lán til hóflega langs tíma. 5) Þá þyrftu og að vera i lögunum ákvæði um það, hvaða aðili ókveður röð bygginga- framkvæmda. Virðist einsætt, að Alþingi taki ákvarðanir um slíkt, td. á svlpáðan áhtt og é sér stað um vegalög. Væri þá framkvæmdavaldinu ekki heimilt að verja fé úr sjóðn- um til annarra byggmga en þeirra, sem Alþingi hefði tek- ið á slíka skrá. Stórmál Hér er trm stórt mól að ræða, Því verður naumast á mófl mælt, að byiggingamál ríkisint og ríkisstofnana hafa lengl setið svo mjög á hakanum, að hvorki má vansa- né vand- ræðalaust telja. Þar verður óhjákvæmilega að breyta trm stefnu og vinna markvisst að lausn óhjákvæmilegra verkefna. Að sjálfsögðu mun uppbygg- ing þessi kosta verulegt fjár- magn. Um þá hlið málsins fjallar þessi tillaga þó ekki. Það verður eftir sem áður háð ákvörðun Alþingis hverju sinni, hversu miklu fé skal varið ár hvert til bygginga- framkvæmdanna. Hér er fyrst og fremst bent á leið, sem á að geta stuðlað að bættu skipu- lagi byggingamála ríkisins og rikisstofnana og aukið hag- kværnni í vinnubrögðum. Er þess að vænta, að Alþingi sjái sér fært að taka jákvæða af- stöðu til hugmyndar þeirrar, sem hér er reifuð, og geti fall- izt á tillöguna. Uppboð annað og síðasta. á 2 skúrum, verzlunarbúð og 2ja herbergja íbúð á Hörpugötu 13, hér í borg, taiin eign dónarbús Sigurðar Bemdsen, fer fram á eigninni sjálfri .miðvikudaginn 11. desemþer 1963, kl. 2% siðdegis. BORGARFÖGETAEMBÆTTIÐ 1 REYKJAVÍK. Nauðungaruppboð Húseignir Bárunnar h.f. við Hvaleyrarbraut i Hafnarfírði. verða eftir kröfu bæjarsjóðs Hafnarfjarðar, seldar á opinberu uppboði, sem fram fer á eigninni sjálfri föstudaginn 6. desember n.k. kl. 2 s.d. Uppboð þetta var auglýst i 100., 102., og 104 tbl. Lög- birtingablaðsins. BÆJARFÓGETINN 1 IIAFNARFIRÐI. Sófasett á aðeins kr. 7.750,00 KR-hÚsgÖgn Vesturgötu 27, sími 16680. Hvíldarstólar með skemli J KR-húsgÖgn Vesturgötu 27, sími 16680. Mjög vandaðir símabekkir KR-húsgogn Vesturgötu 27, sími 16680. Svefnbekkir og svefnsófar KR-húsgögn Vesturgötu 27. sími 16680. Skrifborð, Kommóður, Snyrti- kommóður. KR-húsgögn Vesturgötu 27. síruj 15680

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.