Þjóðviljinn - 05.12.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.12.1963, Blaðsíða 5
X itudagur 5. desember 1963 H6ÐVILJINN SlÐA Floyd Patterson, fyrrv. ''msmeistari í hnefleikum ■ nú kominn til Svíþjöðar ir sém hann ætlar að æfa j reyna að endurvinna forna ægð. Sænski umboðsmaður- nn Edwin Ahlqvist hefur imið um keppni fyrir hann ið ítalann Amonti. Keppn- n fer fr&m í Stokkhólmi 1 anúar. Þegar Patterson kom il Stokkhólms tóku á móti ionum ekki minni karlar en Tage Erlander forsætisráð- ’iérra og Bertii prins. Þótti linefaleikaranum mikið til koma. Kvaðst hann staðráð- 'hn í að krækja aftur i heimsmeistaratitilinn, og tel- ur sig þurfa þrjá kappleiki áður en hann fær tækifæri til að berjast við Liston. Þessi tvö voru kosin „íþróttakona ársins” og „íþróttamaður ársins” í Englandi. Stúlkan er hin fótfráa frjálsíþróttakona Dorothy Hayman. TÍr Tilkynnt er i Tokíó að umsóknir um aðgöngumiða að olyrnpíuleikunum að sumri séu orðnar yfir 20 milljónir að tölu (20.628.130). Aðéins verða seldir 30.200 aðgöngu- miðar til almehhihgs i Japan, og verður dregið úr umsókn- unum um það hverjir skuli hljóta hnossið. ★i A morgun fcr fram keppni í hnefaleik, sem margir hafa beðið eftir með óþreyju. tJng- verjinn Lazslo Papp ver Evrópumeistaratitil sinn í millivigt gcgn spánska nauta- bananum Luis Folledo. Hvor- ugur hefur tapað keppni, óg báðir hafa oftast sigrað á rothöggi. Nú snwSa menn: Hvor rotar hvorn? utan úr heimi Úrslit í 1. fl. Reykjavíkurmótsins Fram sigraði í kariaflokki en Valur í kvennaflokki Á þriðjudagskvöld fóru fram 6 leikir í Reykja- víkurmótinu í handknattleik, og voru þrír þeirra úrslitaleikir, en þetta var næstsíðasta keppnis- kvöld mótsins. Á föstudagskvöld verða fjórir síð- ustu leikir mótsins. Lið þau sem hlutu Reykja- vikui-meistaratitil þetta kvöld voru: Valur í 1. fl. kvenna, sem lék við Fram og vann 6:3. Víkingur vann Fram í þriðja flokki með 7:5, og svo vann Fram í fyrsta flokki í léfk við Þrótt 6:4. 1. fl. kvenna Valur—Fram 6:3 Fyrsti leikur kvöldsins var rriilli Vals og Fram í fyrsta flókki kvenna. Var það eini léikurinn í þessum flokki, og béndir það til þess að þessi félög hafi mest kvennaval. Fram byrjaði að skora, en svo tók Valur við og stóðu léikar 3:1 í hléi, og rétt eftir hlé stóðu 4:1 fyrir Val. Þá náðu Framstúlkurnar góðum kafla og komust í 3:4, en þá hleyptu Valsstúlkurnar þeim ekki lengra. Sigriður Sigurðardóttir lék méð Val en hún meiddist í haust og hefur ekki keppt fyrr í vetur. Má telja nokk- umveginn víst að hún hafi bjargað þessum sigri Vals, því þótt hún sé ekki komin í fulla þjálfun, sýndi hún að hún var í sérflokki. Meistarafl. kvenna Ármann — Víkingur 8:7 Það verður að álita að Ár- mann hafi verið heppinn, vegna þess hvað Víkingsstúlk- urnar voru seinar af stað. Fyrri hálflei'kur var nærri búinn þegar leikar stóðu 5:1 fyrir Ármann, en hálfleikur- inn fyrri endaði 5:2 fyrir Áimann. Síðari hálfleikur virðist ætla að halda áfram með svipuðu sniði því Ármann skorar 6:2. Það er þó greini- legt að Víkingsstúlkurnar eru að verða ákveðnari og stöðva mun betur áhlaup Ármanns en í fyrri hálfleik. Um miðj- an hálfleikinn standa leikar þó 8:4, en þá er það sem Vík- ingsstúlkurnar fara verulega að láta að sér kveða og þær skora þrjú síðustu mörkin, svo að leikurinn endar 8:7. 1 þessum lokakafla náðu Vík- ingsstúlkurnar oft góðum leik og skutu gegnum vörn Ár- manns, og skoruðu þrátt fyrir það að Rut varði oft ágæt- lega. Aftur á móti var leikur Ármanns til að byrja með ágætur, með góðum samleik og vörnin reyndist Vikingi of- urefli. Það má því telja nærri ugg- laust að ef Víkingsstúlkurnar hefðu byrjað fyrr hefðu þser sannarlega ógnað Islands. meisturunum. Beztar í liði Ármanns voru Rut, Svava, Liselott og enda Sigríður Kjartans., en í liði Víkings voru beztar Rannveig, Guðbjörg og Halldóra. Elín var einnig góð, en skothæfni hennar naut sin ekki i þessum leik. Þær sem skoruðu voru: Fyr- ir Ármann: Ása, Svana og Liselott 2 hver, Díana og Sig- ríður Kjartans 1 hvor. Fyrir Víking skoi-uðu: Hall- dóra 3, Guðbjörg 2 og Elín 1. M.fl. kvenna Valur — Þróttur 12:6 Valur náði þegar í upphafi góðum tökum á leiknum og hafði skorað 4 mörk áður en Þróttar-stúlkurnar skoruðu sitt fyrsta, en fyrri hálfleik- ur endaði 6:3 fyrir Val. I þessum háifleik skoraði Sig- rún 5 mörkin, en í siðari hálf- lei'k var hennar gætt betur, en þá tóku hinar til við að skora og var þar skæðust Vigdís Pálsdóttir, og bendir allt til þess að Valur sé að eignast nokkrar traustar skyttur, og þegar Sigríður Sigurðardóttir bætist við ætti liðið að geta skorað verulega. Þó Þrótti tækist ekki að skora nema 6 mörk, er greini- legt að liðið er í mjög mikilli framför í þessu móti, og með sama gangi i vetur má gera ráð fyrir að þær geti bitið frá sér í Islandsmótinu. Þær sem skoruðu fyrir Val voru: Sigrún 5, Vigdís 4, Ása 2 og Hrefna 1. Fyrir Þrótt skoruðu: Haf- dís 3, Erla 2 og Guðrún 1. 2. flokkur karla KR — Ármann 10:9 Fyrír nokkrum vikum hefði engan órað fyrir því að lið Ármanns gæti veitt KR slika mótstöðu sem liðið gerði í þessum leik. Leikurinn var frá upphafi jafn og tvísýnn eins og sjá má af markastöð- unni: 1:1, 2:2, 3:3, 4:4, en þá nær KR nokkru forskoti 7:4, en Ármann sækir hægt og bitandi og jafnar á 8:8! KR-drengimir virtuet sterkari og kraftmeiri, en Ármanns- piltamir börðust af krafti og vilja og oft með góðri mein ingu. Ætti þetta lið Ármenn- inga með góðri meðhöndlan að geta staðið fyrir sínu. 3. flokkur karla Víkingur — Fram 7:5 Þessi úrslitaleikur var mjög skemmtilegur, og leikur sá sem Vikingar sýndu oft sér- lega góður. miðað við aldur. Framhald á 8. síðu. Athugið! 25 ÁRA STARF SKÍÐARÁDSINS 25 ára afmælishátíð Skíðaráðs Reykjavíkur var haldin í Þjóðleik- húskjallaranum laug- ardaginn 30.11. Hóf þetta sátu yfir 50 manns. Meðal gesta voru heiðurs- forseti Í.S.Í. Benedikt G. Waage. Einar B. Pálsson for- maður Skíðasambands íslands, Andrés Bergmann varaformað- ur l.B.R. Þonsteinn Einarsson íþróttafulltrúi ríkisins. enn- fremur var í hófinu frú Auð- ur Jónasdóttir, ekkja Stein- þórs heit. Sigurðssonar fyrsta formanns Skíðaráðs Reykjavík- ur. Núverandi formaður Skiða- ráðs Reykjavíkur frú Ellen Sig- hvatsson bauð gesti velkomna og bað veizlugesti að rísa úr sætum í minningarskyni um látna fulltrúa í fyrstu stjórn Skíðaráðs Reykjavíkur. Margar ræður voru fluttar og vakti ræða Einars B. Páls- sonar mikla athygli, þar sem hann sagði frá stofnun Skíða- ráðs Reykjavíkur og Skíða- sambands fslands. Ennfremur fengu veizlugestir að sjá Ijósprentun af skrá yfir fyrsta Reykjavíkurmótið. Margar kveðjur og góðar gjafir bárust Skíðaráðinu. Veizlustjóm annaðist Láruu G. Jónsson, Skíðafélagi Reykja. víkur, með mikiHi snilld. Stofnun fyrir 25 árum 2. desember 1938 var Skíða- ráð Reykjavíkur stofnað i fþöku við Menntaskóla Reykja- víkur. Fyrstu fulltrúar í Skíðaráði Reykjavíkur voru: Stein.þór Sigurðsson formaður, tilnefndur af l.S.I. Kristján Ö. Skagfjörð varaform., tilnefndur af l.S.I. Einar B Pálsson fulltrúi, Knatt- spyrnufél Rvk. Eiríkur Bech fulltrúi, Skíðafélags Rvk. Sig- urður Magnússon fuBtrúi, Glimufélaginu Ármanni. Þór- arinn Arnórsson, íþróttafé- lagi Rvk. íærgerður Þorvarð- NÝ SENDING AF HINUM AFAR VINSÆLU KLEÓPÖDRU-HJÓNARÚMUM KR-HÚSGÖGN. VESTURGÖTU 27 SÍMI 16680 OSTAKYNNING I DAG FRÁ KL. 13-18 OSTA OG SMJÖRBÚÐIN SNORRABRAUT 54 ardóttir fulltrúi, Iþróttafél. kvenna. Síðan hafa verið haldnir um 460 bókaðir fundir og hefur Skíðaráð Reykjavíkur síðustu árin haft þá venju að hittast einu sinni í viku. Fyrsti for- maður Skíðaráðs Reykjavíkur var Steinþór heitinn Sigurðs- son, menntaskólakennari og var hann formaður ráðsins frá 1938—1947 eða þar til hann varð formaður Skíðasambands Islands 1947. Georg Dúðvíks- son K.R. annaðist formanns- störfin um tíma eftir brott- för Ste'nþórs. Aðrir formenn hafa verið: Ólafur Þorsteinsson Armann frá 1947 til 1949, Ragnar Þor- steinsson ÍR frá 1949 til 1950, Haraldur Bjömsson KR frá 1950 til 1951, Hörður Björnsson ÍR frá 1951 til 1952, Ragnar Ingólfsson frá 1952 til 1954, Óskar Guðmundsson frá 1954 til 1956, Úlfar Skærings- son IR frá 1956 til 1958. Núverandi form. ráðsins frú Ellen Sighvatsson I.K. frá 1958. Eins og stendur eru 7 félög með fúlltrúa í Skíðaráði Reykjavíkur. Sigurður R. Guðjónsson, (Ar- mann), Þorbergur Eysteinsson, (IR), Hinrik Hermannsson. (KR), Guðmundur Magnússon (Valur), Bjöm Ólafsson (Vfk- ingur), Ellen Sighvatsson (ÍK), Skíðafélag Reykjavíkur: Lárus Jónsson. Hjá Skíðaráðinu hafa mörg og erfið mál verið á dagskrá, en alltaf hafa fúli- trúar innan Skíðaráðsins ver- ir færir um að leysa sín mál sjálfir. Afmælisósk fulltrúa Skíðaráðs Reykjavíkur er „vel- heppnuð firmakeppni á hverju ári“. Skíðamenn eiga ekki því láni fagna að geta selt aðgöngu- miða inn á mót sfn, eins og t.d. knattspymumenn o.fl. Skíðaútþúnaður, eins og hann er f dag, skiptir mörgum þús- undum króna á ári og verða skíðamenn að standa straum að þeim kostnaði sjálfir. Skiða- lönd til æfinga eru yfir 30 km. frá Reykjavík og kosfa fargjöld á æfingastað nú orð- ið talsvert fé. Skíðamót i tilefni 25 ára af- mælis Skíðaráðs Reykjavíkur mun verða haldið seinna á þessum vetri. & KIPAUrC.tRÐ RlhlSINS HEKLA M"/s Hekla fer vestur um land 10. þ.m. Vörumóttaka á föstu- dag til Patreksfjarðar, Sveins- eyrar, Bíldudals. . Þingeyrar, Flateyrar, Suðureyrar, Isafjarð- ar, Siglufjarðar, og Akureyrar. Farseðla seldi á mánudag. ESJA fer frá Reykjavík 14. þ.m. aust- ur um land til Akureyrar. Tek- ið á móti farpöntunum frá og með 6. þ.m. Farseðlar seldir fimmtudaginn 12. desember. HEKLA fer frá Reykjavík 17. þ.m, vest- ur um land til Akureyrar. Tekið á móti farpöntunum frá og með 10. þ.m. Farseðlar seldir mánu- daginn 16. desember. Vinsamlegast athugið að þetta eru síðustu ferðir ofangreindra skipa frá Reykjavík fyrir jól.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.