Þjóðviljinn - 05.12.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.12.1963, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 5. desember 1963 ÞI6ÐVIUINN síða q Skúli Guðjónsson á Ljótunnarstöðum skrifar um útvarpsdagskrána» Fréttirnar voru eftirminnilegasta út- varpsefnið síðustu vikurnar Fréttir hafa verið eftir- minnilegasta útvarpsefni und- anfarinna vikna. Atburðarásin hefur verið svo hröð, að þeg- ar aðeins var tekið að slakna á si>ennu eins atburðarins, tók annar við, og þannig koll af kolli. Þetta byrjaði eiginlega með stöðvunarfrumvarpi ríkis- stjórnarinnar, og í framhaldi af því mótmælaaldan er gegn því reis og varð svo sterk, að jafnvel fréttastofa ríkisút- varpsins, sem fram að þessu hefur ekki fengið orð á sig fyrir að horfa á slíka atburði gegnum stækkunargler, virtist geta borið öldunið þennan á- fram til hlustenda, án þess að draga úr honum að verulegu ráði. Sem menn biðu í ofvæni þess að ofviðrið skylli á, kom tilboð forsætisráðherra um vopnahlé, og næstum í sömu andrá tilkynningu sama manns að hann segði af sér ráðherradómi. Þar á eftir til- kynning um að nýr forsætis- ráðherra væri fundinn og stefna ríkisstjómarinnar yrði óbreytt. Eldgos Nú gátu menn andað ró- lega. Lífið var aftur komið í fastar skorður, að minnsta kosti í bili. En menn fengu ekki að anda rólega. Bjarni Benediktsson var ekki fyrr setztur í forsætis- ráðherrastól en jörðin opnað- ist suðvestur af Vestmanna- eyjum og spúði eldi upp í gegnum hafið. Þar með var allt aftur orð- ið á ffleygiferð. öll kaupbind- ing, þensla, kröfugerð og jafnvel forsætisráðherrann nýi, allt þetta gleymdist og fauk út í veður og vind. Það var komið eldgos. Eitthvert fínasta sport, sem um getur í þessu landi, er að horfa á eldgos. Það er jafn- vel fínna en að veiða lax, eða taka þátt í samnorrænni sund- keppni. ' Gosið var í nokkra daga að- alfrétt útvarpsins, í nálega öllum fréttatímum, ásamt fréttum af því, hversu al- menningur, hefði tekið þessu nátt.úrufyrii-bæri með miklum fögnuði. Því var líkast, sem gosið hefði verið af guði sent, þeim mönnum til augnayndis og dægradvalar, er hann hafði velþóknun á, eða ná'kvæmlega öfugt við það sem gerðist í gamla daga, þegar eldgos voru send forhertum og synd- um spilltum lýð til ströffun- ar. Svona geta tímamir breytzt. Er gosið hafði staðið nokkra daga sem fyrsta flokks frétt, varð það skyndi- lega og fyrirvarlaust gert að annarsflokksfrétt. Þetta var þó ekki gossins sök, það hafði ekkert minnkað, þvert á móti færzt í aukana, og eyjan varð stærri með hverjum degi. Forsetaferð Hvað kom til? Jú, forsetinn okkar flaug til Bretlands, á fund hennar hátignar og skyggði á gosið til hálfs, og vel það. Enda ekki að undra. Það varð mikill fögnuður í landi hennar hátignar, þegar forsetinn birtist þar með fríðu föruneyti. Allur sá miklu fögn- uður var túlkaður af mikilli frásagnargleði, af fréttamanni útvarpsins, er sendur var út með forseta, Emil Björnssyni. Þetta voru dýrlegir dagar, sem munu, ef að iíkum ræður, gefa forsefa okkar efni í snotra og hugþekka áramóta- ræðu. Okkur, sem hlustuðum við litvarpstækin, fannst næstum eins og öll tilveran væri orðin eins og hún ætti að vera. Stormahlé í kaup- gjaldsmálum, yndislegt ókeyp- is eldgos út í hafi, og forset- inn gladdist með góðum vin- um suður i Bretlandi. Forsetamorð Svo kom morðið á Kennedy Bandaríkjaforseta og skyggði á allar aðrar fréttir um sinn, svo sem vonlegt var. Jafnvel sjálf dagskráin gekk úr skorð- um, suma dagana. Nú, þegar hryðjan er af staðin og heimurinn er smátt og smátt að færast í sitt fyrra far, er það einkum tvennt, sem lifir í minning- unni og vekur mann til um- hugsunar. Hið fyrra er, að allar frétt- ir af þessum hryggilega at- burði, sem og viðbrögð manna bæði hér heima og erlendis, minntu frekar á að verið væri að setja á svið og leika á- hrifamikinn dramatískan sjón- leik en segja fréttir af sorg- legum atburði. Ekki veit ég, hvað tíðkast með þeim i útlandinu. En hitt þykist ég vita, að með okkur Islendingum hefur sá háttur lengst af verið uppi hafður, að ræða sem fæst um þá at- burði, sem valdið hafa sárum vonbi-igðum eða sorg, að minnsta kosti meðan þeir eru enn ferskir í vitundinni. Hið siðara, sem okkur verð- ur minnisstætt, er sú mikla og óhugnanlega leynd, sem enn hvílir yfir þessum hryggilega atburði og þau eindæmi, að meintur morðingi forsetans, skuli hafa verið myrtur í höndum þeirrar lögreglu, er átti að upplýsa málið. Okkur hefur verið sagt, að forsetinn Kennedy hafi gert það að lífsköllun sinni, að verada hið frjálsa framtak einstaklingsins. Nú mætti spyrja: Var það hið frjálsa framtak einstaklingsins, sem varð honum að bana? Og er það kannski hið sama frjálsa framtak einstaklingsins, sem heldur hlifiskildi yfir ódæðis- mönnunum, sem glæpinn 'römdu. eða lögðu á banaráð- in. Og enn spyr maður: Hverj- k eru eiginlega óhultir um líf sit í þessu mikla riki einstakl- ingsframtaksins, þegar bæði forseti þess og meintur morð- ingi hans, fal'la fyrir morð- ingjahendi ? Nývirki En þrátt fyrir allt þetta, stendur heimurinn enn, nú þegar þetta er ritað hinn 28. nóv., hvað sem lengur kann að verða. Sjálfir Bandaríkjamenn hafa meira að segja brugðið á leik, mitt í sorginni, og senda eldflaugar og gerfihnetti út í geiminn. Forsetinn okkar kom í leil- irnar, rétt eftir jarðarför Bandaríkjaforseta, og var hann þá í góðramannahönd- um, í veizlu mikilli hjá Ham- bro bankastjóra, og forseti kvað meira að segja vera bú- inn að bjóða forsætisráðherr- anum brezka heim. Úr innstu fylgsnum sálar okkar, skýtur upp óviðurkvæmilegri spurn- ingu: Þolir fjárhagskerfi þjóðarinnar, sem kvað vera ærið bágborið, slíkt álag? Fréttir af væntanlegum kjarasamningum heyrast einn. ig endrum og eins, og gosið hjá Vestmannaeyjum er aftur komið á dagskrá. En nú er ekkert gaman að þvi lengur. Flugfélagið er hætt að aug- lýsa ferðir til gosstöðvanna og B.S.I. á Kambabrún. Gosið er blátt áfram orðið andstyggilegt. Vestmannaey- ingar verða krímóttir í fram- an, eða jafnvel svartir, ef þeir koma út fyrir hússins dyr, og eyjan, sem svo miklar vonir höfðu verið tengdar við og hagorðir menn leggja höfuð sín í bleyti til að finna nafn á, kvað vera í bráðri hættu, rjrj \ \ \ \ \ i n ! I , Víxlar með afíöllum'á Selfossi Sannarlega má það teljast til stórviðburða í menningarlífi hér austanfjalls, að einn þekkt- asti og vinsælasti leikritahöf- undur þjóðarinnar tekur sig til og labbar sig austur yfir fjall með leikrit eftir sjálfan sig og leiðbeinir heimamönn- um í Flóanum með það koma því á svið með þeim árangri, að öllum aðstandendum er til mikils sóma 0;g héraðsbúum til menningarlegrar gleði mikinn hluta vetrar, ef svo heldur fram sem horfir. Það er Agnar Þórðarson, sem kemur með sína gömlu Víxla með afföllum, sem urðu þjóðkunnir fyrir nokkrum ár- um, er þeir voru fluttir í út- varpi. Með víxlum þessum er mjúkum höndum og gaman- sömum tóni tekið á ýmsum höfuðeinkennum vorrar ný- riku þjóðar og hvarvetna ó- sónur leiksins eru nýrík hjón, skeikulum tökum. Aðalper- upprunnin úr jarðvegi ís- ienzkrar fátæktar og alda- gamalla og ódauðlegra drauma um allsnægtir, og maðurinn hefur unnið sig upp í virðuleg efni með sölumennsku og ein- beittum ásetningi frá barn- æsku að hefja sig upp úr baslinu. En þá er eftir að sigra afleiðíngar þessa löngu þráða sigurs, og í þeirri baráttu horf- 'r vissulega alvarlega. Til sög- unnar koma höfuðplágurnar, sem plagað hafa þjóð vora á hinum síðustu uppgangstimum: Hinn voldugi draumur um stórhýsi í Snobbhill með brezk- um aml og útsýnistumi er að sliga smáhorgaralega getu næl- onsokkasalans og selur hann ósjálfbjarga í hendur annarr- ar tegundar nýríkinga, manns- ins, sem gengur með 100 þús- undir í öðrum vasanum og ó- talið í hinum, er vinur bank- Júlíus kaupfélagsstjóri í Skötufirði (Karl Guðmundsson), Berg- þóf Björnsson heildsali (Axel Magnússon) og ræstingakona (Ágústa Sigurðardóttir). anna og selur vixla með af- föllum. Hin elskulegu hjón leiksins, sem hafa hérumbil allt, sem hugurinn gimist, riða á barmi andlegrar og efna- hagslearar tortímingar. Þess- um áferðarsnotru hjónum hafa veitzt óskabömin, piltur og stúlka. En stúlkan, sem birtist reyndar ekki á sviðinu, fer að dingla við kommúnista, og strákurinn er ósvikinn táning- ur vorra tíma, veður uppi á heimilinu, brýzt inn í áfeng- isskáp föður síns, eyðileggur bílinn hans, gefur frat í alla viðurkennda mannasiði. Efni [eiksins er fyllilega þess vert, að það hefði endað með sjálfs- morði, svo yfirþyrmandi eru erfiðleikar húsráðandans, sem úr öllu á að greiða, en ræður ekki við neitt, er ekki einu sinni maður til að taka stelpu á löpp sér til afreyingar. En frá upphafi er það greini- legt, að hér kemur ekkert sjálfsmorð við sögu. Yfir verkinu leikur húmönsk kýmni, sem er öllu öðru máttugri til að uppljúka fyrir okkur leynd- ardómum mannlegra örlaga þann veg, að við komum glöð frá náminu og sýnu sælli en áður. Mitt í hinu hyldjúpa um- komuleysi hiónanna við brezka arininn í Snobbhill verður maður vitni að ósvikinni mann- legri reisn, þegar Beggi til- kynnir konu sinni, að hann sé ruddur maður, verði að selja húsið með útsýnistuminum, sem er reyndar ekki kominn, og hefja baráttuna á nýjan leik. Og svo endar allt með ævintýrinu um karlssoninn, sjálfan Hans klaufa, sem með frábærum óvitaskan reddar heila draslinu á síðustu stundu. Þetta sá maður lióslifandi á leiksviðinu í Seifossbíói á föstudaginn var. Og sem áð- ur er sagt, það er höfundur- inn sjálfur, sem stjórnaði sýn- ingu með hárnákvæmum skiln- ingi á sínu eigin verki. Og leikfélasið á Selfossi lét ekki á sér standa með að skila sín- um hluta. Axel Magnússon og Erla Jakobsdóttir sýndu þau hjónin Begga og Jónu Jódísi af mikilli nákvæmni, enda höfðu þau bæði áður getið sér orð fyrir leik á vegum leikfé- lagsins. Það fór ekki á milli mála, að hjarta húsráðanda var að bresta og hver taug að slitna, hann var ein taugahrúga frá upphafi leiksins og þar til sonurinn kom með eyðilagðan bíl og merarævintýrið á Þing- völlum. Og hver andlitsdráttur húsfreyju og hver hreyfing var persónugervingur hins unaðs- sæla hégómleika, þar sem sök- um grynninga andlegheitanna verður aldrei hætta á holskefl- um, þótt stinnan blási. Danni var kostulegur, hver setning, hver hreyfing, hver tuska utan á honum, málhreim- urinn og tungutakið, allt full- komin uppreist gegn háttum siðaðra manna og beitingu mannlegrar raddar. Leikarinn heitir Þorbjörn Sigurðsson og ætti að geta átt framtið fyriy sér á sviðinu. Það er ekki ástæða til að þylja frekar nöfn leikenda, þótt ekki saki að geta þess, að meðal þeirra er Karl Guð- mundsson, hinn þjóðkunni leikari og hermikráka, og leik- ur kaupfélagsstjórann frá Skötufirði og trúlofast kennslu- konunni þar, sem tekur stúd- entspróf í áföngum og en jafn- víg á Hóraz og Hávamál og Ijómar af ást, þegar kærastinn heldur á loft hugsjónum sín- um um hraðfrystihús og sild- arbræðslu. Oll meðferð leiksins er til mikils sóma öllum þeim, sem eiga þar hlut að máli: höfundi og leikstjóra, leikendum og leikfélaginu, sem að baki stendur. Ég vona, að aðsókn eigi eftir að verða öllu hér- aðinu til sóma og vitni þess, að héraðsbúar kunni að meta góða og hreinræktaða íslenzka framleiðslu úr innlendu hrá- efni. Hveragerði, 1. des. 1963 G. Bcn. svo nafngiftin má ekki drag- ast lengi, eigi hún ekki að deyja óskírð. Hér er svo til- laga um nafn á áðurnefndri eyju: Nývirki. Þetta er góð og gömul íslenzka. samanber orðtakið, að horfa á eitthvað, eins og naut á nývirki. Betri nú Eg held, að dagskrá vetrar- ins, það sem af er, hafi verið snöggt um betri, en um sama leyti í fyrra. Mörg kvöld hafa verið hin ánægjulegustu, og verður ef til vill vikið nánar að því síðar. Þó verður að undanskilja skemmtiþáttinn hans Flosa Ólafssonar. Hann hefur, það sem af er, verið hálfgerður hallærismatur, en með einni undantekningu þó. Brunavarnaþátturinn, síðast- liðið sunnudagskvöld, var prýðilega sniðugur og væri vel, ætti maður von á fleirum slíkum. Þáttur þessi var sizt verri fyrir það, þótt hug- myndin hafi kannski verið sótt í Parkinsons-lögmálið. Skriffinnskan og skýrslugerð- in er að vaxa okkur yfir höf- uð, og verður þess sennilega ekki langt að bíða, ef svo heldur fram sem horfir, að leggja verði inn skriflega um- sókn og gefa nákvæma skýrslu, áður en hægt verður að hefjast handa um að slökkva eld. Þátturinn hans Flosa var gaman, sett fram svona til að sýna, hvert vitleysan stefnir. En séra Jakob hafði hliðstæða hugmynd í kollinum, þegar hann rabbaði um daginn og veginn nú fyrir skömmu. En honum var ekkert grin í hug, heldur römm alvara. Séra Jakob kemur manni allt af í gott skap. Um hvað sem hann talar. Það skiptir ekki máli, hvort hann ræðir um andlega hluti, eða verald- lega, hvort maður er honum sammála eða ósammála, hvort honum liggur nokkuð á hjarta eða ekki neitt. Hann kemur manni ævinlega i gott skap. rjáTA J Feimnismál I lok erindis þess, er áður var getið, tók hann að ræða þetta feimnismál, sem helzt " aldrei má ræða í útvarpi, dvöl k erlends herliðs í landinu. Kom hann þar fram mefy'þá hugmynd, að fá upfean og duglegan féla^sfraeðing til þess að nannsaka, á vísinda- legan háyt, hver áhrif herlið þetta mýndi hafa á þjóðlífið. Ekki lég hann uppi neina skoðun K þvi, hvað til bragðs skyldi táka, ef upp kæmi við hina vísindalegu rannsókn, að áhrifin reyndust neikvæð. Samkvæmt Parkinsonslög- málinu myndi einn félagsfræð- ingur hrökkva ærið skammt til slikrar rannsóknar. Hann þyrfti að fá aðstoðarmann, skrifstofu og enn fleiri skrif- stofur. Von bráðar yrði þetta heilt ráðuneyti. Árin myndu liða eitt af öðru, jafnvel ára- tugir, áður en niðurstöður lægju fyrir. Allan þann tima myndu stjórnarvöldin segja þjóðinni, að það væri ekki hægt að taka neinar ákvarð- anir gagnvart herliðinu, fyrr en rannsókninni væri lokið. Sum viðfangsefni eru þann- ig vaxin, að þau verða ekki leyst nema að undangenginni nákvæmri athugun. önnur eru hinsvegar þannig, að menn telja sig ekki þurfa að láta slíka athugun fram fara. Menn telja sig vita hvað gera skuli og allt velti á því, að það sem gert er verði gert strax. Svo er það t.d. ef eldur verður laus, menn telja það þurfi engrar athugunar við, hvort slökkva eigi eldinn eða ekki. Engum dettur heldur í Framhald á 8. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.