Þjóðviljinn - 06.12.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.12.1963, Blaðsíða 1
Föstudagur 6. desember 1963 — 28. árgangur — 260. tölublað. A 7. síðu blaðsins - greinar um nyjar skáldsögur Indriða G. Þorsteinssonar og Guðmundar Daníelssonar. Á 5. síðu - Hvalf jarðarmál rœdd á Alþingi Guðnwndurí. tulur uf hreinskilni—! •k 1 umræðum um Hval- fjarðarmálið á Alþingi í fyrradag, studdi Ragnar Arnalds grun sinn um að bér vieru samningar um undirbúning að flotastöð þcim rökum, að eftir því sem f ylgi Verkamanna- flokksins i Bretlandi ykist, minnkuðu líkur fyrir þvi að Bandarikjamenn fengju að auka vígbrölt sitt þar i landi og vonlaust væri nú að kalla, að þeir fái að koma sér upp kafbáta- stöðvum í Skotlandi; því ásælast þeir nú Island meira en nokkru sinni fyrr. * Þetta var eitt af þvi fáa úr ræðu Ragnars, sem Guðmundur 1. gerði tilraun til að svara og vakti at- hugasemd hans um þetta atriði athygli margra, Hann sagði, að hann vildi engu spá um stjórnmála- horfur í Bretlandi eða hvort Bandaríkjamenn fái flotastöðvar í Skotlandi eða ekki. Og síðan orðrétt: „Um þá hluti veit ég ekki nokkurn skapaðan hlut'.'.!! * Þess skal getið, að nefndur Guðmundur hef- ur verið utanríkisráðherra Islands í (allt of) mörg undanfarin ár og er auk þess nýkominn heim úr opinberri heimsókn til Bretlands. Þarf ekki að leiða neinum getum að því hver sómi Islands hefur verið af komu hans þar eftir þeim upplýsingum sem hann nú hefur gefið um þekkingu sína á utan- rikismálum. F]árhagsáœtlun Reykjavikurborgar fil fyrri umr. i gœr: Útgjaldahækkun 34% hækkun útsvara um 23% Atkvæðitufin MIKIL SPENNA riktl á stofu biskups i gærdag rfð talningu atkvæða frá pnests- kosningum hér f Kcykjarfk, en frá úrslitum þeirra er sasjt á 2. síou. Hér er verið að telja atkvæði frá Nessókn, en þar var talið síðast. TALID FRA VTNSTRI: IngóTtf- ur Astmarsson, bisknpsritart Baldur MöIIer, ráðuneytis- stjóri, Guðmundur Benedlkts- son, Iðgfræðingur, sr. Ölafirr Skúlason og herra biskupinn. (Ljósm. Þjóðviljinn: D Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavík- urborgar fyrir árið 1964 var til fyrri umræðu á fundi borgarstjórnar í gærkvöld. Heildar- tekjur borgarsjóðs eru áætlaðar 545,2 millj- ónir kr. hærri en í f járhagsáætlun yfirstand- andi árs. Áætluð heildarútgjöld eru einnig 545,2 millj. kr. en það er 137,7 millj. kr. aukning. D Miðað við síðustu fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar nemur hækkun heildarteknanna rúmlega 32 af hundraði, en útgjaldahækkun- in nær 34%. Rekstrargjöldin eru alls áætl- uð nú 447 milljónir eða 106.9 millj. kr. hærri en á síðustu fjárhagsáætlun. Það er 32% hækkun. Til eignabreytinga eru færð- ar 98.2 millj. króna. 1 fyrra nam þessi liður 67.4 milljónum hækkunin nú er þvi 30.8 millj. kr. eða rúmlega 45%. Útsvörin eru eins og jafn- an áður aðaltekjustofn borg- arsjóðs. títsvör á einstaklinga eru áætluð 351.1 millj. kr. A fjárhagsáætlun yfirstandandi árs voru útsvörin áætluð 255.6 milljónir, en síðar var 30 milljónum bætt við þá upphæð, þannig að bein Flokksstjórnarfundur inn hefst kl. 5 í dag Flokksstjórnarfundur Sam- einingarflokks alþýðu— Sósí- alistaflokksins verður settur í Tjarnargötu 20 í dag, föstu- dag, kl. 5 síðdegis. Gert er ráð fyrir að fundurinn standi yfir í þrjá daga, til sunnudagskvölda. I flokksstjórninni eiga sæti 63 menn, þar af 33 úr Reykjavík og nágrenni og 30 annarstaðar af landinu. Munu nær allir flokksstjórnarmenn mæta til fundarins. Pundurinn verður sem fyrr segir settur kl. 5 síðdegis í dag af Einari Olgeirssyni formanni Sósíalistaflokksins. Að lokinni setningarræðu verða kjörnir starfsmenn fundarins og nefndir, en síðan hefur Lúðvík Jóseps- son, varaformaður flokksins. framsöguræðu um eftirfarandi dsgskrárlið: — Stjórnmálaástand- ið, efnahagsmálin, aðstaða verkalýðshreyfingarinnar og næstu verkefni flokksins. Að fraimsöguræðu lokinni hefjast umræður um þennan dagskrár- lið. _.-..:. Lúðvík. bækkun nú miðað vlð síð ustu f járhagsáætlun er ( millj. kr. eða 23% Auk útsvara á einstakinga eru aðstöðugjöld áætluð 78 milljónir, þannig aO útsvör og aðstöðugjöld nema alls á fjárhagsáætlun ársins 1964 429.1 millj. króna. 1 áætlun ársins 1963 voru þessi gjöld alls 346.6 milljónir, þ.e. hækkunin nú nemur 82.5 milljónum króna eða nær 24%. Framhald á 2. síðu. 12% HÆKKUN HITAVEITUGJALDA 9.3% HÆKKUN RAFMAGNSGJ. ¦ Á fundi borgarstjórnar í gær voru til fyrri um- ræðu breytingar á gjaldskrám Hitaveitu Reykja- víkur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Felur breyt- ingin á gjaldskrá Hitaveiíunnar í sér 12% hækkun á hitaveitugjaldi en breytingin á gjaldskrá Raf- magnsveitunnar 9,33% meðalhækkun á rafmagns- gjöldum. Saimfcvæmt hinni nýju gjald- skrá Hitaveitunnar á verð heitavatnsins að hækka úr kr. 4.77 fyrir rúmmetra í kr. 5.34 fyrir rúmmetra án söluskatts en að meðreiknuðum söluskatti verður verðið kr. 5.50 fyrir rúm- meira í stað kr. 4.91 áður. A þessi hækkun að gefa 6.8 millj- ónir króna í aðra hönd fyrir Hitaveituna. Eins og að framan segir á meðalhækkunin á rafmagnstöxt- unum að verða 9.33% en hækk- unin er talsvert misjöfn á ein- staka taxta. Minnst verður hækkunin á rafmagni til heimilisnotkunar eða 5.83% að meðaltali. Rafmagn til Iýsingar hækk- ar að meðaltali um 12.18%. Rafmagn til vélanotkunar hækkar um 14.4% að mcð- altali. Rafmagn til hitunar um 8.91% að meðaltali. Og rafmagn til ýmis kon- ar notkunar hækkar um 9.47% að meðaltali. Samtals á rafmagnshækkunin að gefa Rafmagnsveitunni um 11 milljón króna tekjuaukningu. Fróðlegt er að bera þessa fyr- Framhald á 2. síðu. Verzlunarhalli—þrátt fyrír hækkandi •k Hinn stórfelldi verzlun- arhalli fyrstu níu mánuði þessa árs stafar ekki að neinu leyti af versnandi við- skiptakjörum; þvert á móti hafa þau verið okkur mjög hagstæð. Verðhækkanir einar saman hafa fært okkur um 150 miljónir króna aukalega í samanburði við verðlagið fyrstu níu mánuði ársins í fyrra. •k Verð hefur hækkað á þessu ári á ýmsum mikilvæg- aíurðaverð ustu útflutningsvörur, óverk- uðum saltfiski, skreið, ísfiski, frystum fiskflökum, saltsíld, síldarlýsi og frystu kinda- kjöti. Hins vegar lækkaði verðið nokkuð á heilfrystum fiski öðrum en síld, fiski- mjöli og síldarmjöli. En í heild var verðþróunin okkur verulega í hag, eins og áður segir. * Verðhækkanirnar hefOu orðið hagfeldari ef betra samræmi hefði verið milli framleiðslu og sölu. Óverkað- ur saltfiskur hækkaði i verði en útflutningsmagnið minnk- aði um 27.5%. Skreið hækk- aði í verði en útflutnings- magn hennar minnkaði um 20.6%. Síldariýsi hækkaði f verði en útflutningsmagnið minnkaði um 10%. Ef flutt hefði verið út sama magn af þessum þremur vörutegund- um og gert var fyrstu níu mánuði ársins í fyrra, hefðu verðhækkanirnar einar á því magni fært okkur 137 miljón- ir króna aukalega. En hér er sem kunnugt er engin heildarstjórn á atvinnulífinu, og utanríkisviðskiptum er hagað eftir hagsmunum og geðþótta heildsala. en hvorki þjóðarheildarinnar né út- flutningsframleiðslunnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.