Þjóðviljinn - 06.12.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.12.1963, Blaðsíða 5
Föstudagur 6. desember 1963 HÚÐVILUNN SlÐA § Frá ársþingi KSÍ: Þrír landsleikir í knatt- spyrnu í Reykjavík 1964? Eins og frá var sagt fyrir stuttu, hélt Knatt- spyrnusambandið ársþing sitt um fyrri helgi. Lagði stjórnin fram skýrslu um störf sín og nefnda þeirra sem starfa á vegum sambandsins. Auk þess eru þar úrslit leikja í landsmótum og er því góð heimild um leiki. Þar eru og reikningsskil móta og leikja og í þeim felst fróðleikur um aðsókn að leikjum á hinum ýmsu stöðum. Af skýrslunni má ráða að stjórnin hefur i hyggju mikl- ar athafnir í sambandi við landsleiki á komandi sumri. Um það segir í skýrslunni: Landsleikur við Finna í Reykjavík er ákveðinn sunnu- daginn 23. ágúst 1964. Landsleikur við Skota verð- ur sennilega hér í lok júlí 1964. Þá stendur KSÍ í samn- ingum við Bermuda um lands- leik hér í byrjun ágúst n.á., en ekki er það endanlega á- kveðið enn sem komið er. — Ef þessar dagsetningar stand- ast verða þarna 3 landsleikir á taepum mánuði, og á það vafalaust eftir að trufla keppni félaganna, og utanfarir næsta ár. Vaknar þá sú spurning hvort þrír landsleikir hér heima sé ekki fullmikið og þá um leið hvort það sé ekki of mikil trufiun á starfsemi félaganna. Utanfarir þeirra félaga sem eiga að leggja til menn í lands- lið, eiu vart hugsanlegar vik- urnar rétt fyrir landsleik. I augnablikinu er ekki vitað um utanfarir félaganna í fyrstu deild, en þaðan munu flestir landsliðsmannanna korna, og má vera, að það komi ekki að sök. Það er því greinilegt að mikið verður að gerast er líða tekur á sumarið. og þá setti VALS-STtíLKURNAR sesn urðu Reykjavíkurmeistarar í 1. flokki. M. Sigurðardóltír, Ölöf Stefánsdóttir og Margrét Kristjánsdóttir. Miðröð: Ragnheiður Þostcinsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Elín Eyvindsdóttir og Sigrún Sighvatsdóttir. Efsta röð: Sígnin Sig- urðardóttir, Marin Samúelsdótíir og Kristín Jónsdóttir. -fri Kínverjar eiga menn í hópi beztu skautahlaupara heims, en kínverskir skauta- hlauparar mun þó ckki taka þátt í vetrar-olympíuleikun- um í Innsbruek í veíur, þar sem Alþjóða-olympíunefr.din viðurkennir ekki kínversku olympíunefndina, sem hefur aðsetur í Peking. Á heims- meistaramótinu í skautablaupi í Japan í fehrúar sl. sigraði Kínver’'’nn Líu Sin-jú í 1500 m. skautahlaupi, og landi hans Wang Shin-ju varð fimmti í samanlögðum hlaup- um. Ekki munu skauta'.laup- arar annarra þjóða verða úti- Iokaðir frá keppni í vetrar- Ieikunum af pólitískum á- stæðum. Austur. og Vestur- þjóðverjar hafa samciginlegt lið cn Norður- og Suðurkórea scnda hvor sinn flokk til keppi. ic Japanir mun senda fjóra karlmenn og fjórar konur til keppni í skautahlaupi á vetr- ar-olympíuleikunum. Þetta lið mun taka þátt í heimsmeist- aramóti karla í Helsinki og IIM kvenna í Kristienham fyrir olympíuleikana. Þá hafa Japanir áunnið sér rétt til keppni í íshokki á olymjíu- Ieikunum með því að sigra Ástralíumenn. ek-ki að vera sú afsökun fyrir hendi að menn verði ekki í fulilri þjálfun, Það ætti líka að geta orðið hvatning til knattspyrnumanna um að draga ekiki úr æfingum eins og títt hefur verið undanfar- in ár. Að vísu vaknar þá óttinn um það að aðeins þeir ,,útvöldu“ haldi áfram, en deyfðin meðal „almennings" sem æfir, verði eins og áður. Tillögur um þjálfun í skýrslunni koma fram til- lögur sem miða að því að því að auka þjálfun tiltekins hóps ungra knattspymumanna og ennfremur að létta undir með íétög'unum að senda þeim þjálf- arai til undirbúningsþjálfunar frá .áramótum og fram í mai. Tillögurnar eiu komnar frá Karlil Guðmundssyni, lands- liðsþjtáifara, í samráðí við stjórn og tækninefnd KSl og eru svohljóðandi: Þjálfunarmiðstöð K.S.I. 1. Knattspyrnusamband Is- lands bjóði félögunum í 1. deild, að senda 16—18 manna hóp á eina þrekæfingu í viku. Tímabil, janúar — maí. 2. Til greina kæmi enn- fremiur, að KSÍ sendi þjálfara til félaganna einu sinni í vikrj, er annaðist eina æfingu, ef þess yrði óskað. Myndi KSl þannig tryggja félögunum í 1. deild tvær æfingar vikulega á þessu tímabili. 3. Valdir verði, þegar í haust, 25 piltar á aldrinum 16—18 ára, unglingalandslið, sem yrði þjálfað 1—2svar í viku á sama tímabili. Þetta ætti að geta orðið kjarni framtíðar lands- liðs. Teljum við rétt að halda þessum hóp sér, til þess að reyna að skapa rétt andrúms- loft, aga og viðhorf. Af eðli- legum ástæðum mundi kennsla í ýmsum atriðum knattspyrn- unnar fylgja með þrekþjálfun- inni fyrir þennan hóp. Til þess að koma þessum áætlunum í framkvæmd, þarf m.a. eftirfanrandi: a) Ráða 2 þjálfara. b) Tryggja 6—7 æfingatíma, í einhverjum góðum leik- fimisal í bænum. Stað- setning hans er áríðandi vegna mætinga — stærðin er ekki aðalatriði. c) Crtvega nauðsynleg tæki, vegna bjálfunarinnar. Takmark 1. Félögunum tryggð forsvar- anleg æfing, ef þau vilja ■irl Erlendar sjónvarpsstöðv- ar hafa keypt sjónvarpsrétt- inn frá vetrar-olymjíuleikun- um fyrir 18 milljónir króna. Austurríska sjónvarpið sjálft mun auk þess senda daglega frá Ieikjunum. og verður að- alfréttaritari þess hinn gam- alkunni Toni Sailer, sem á sínum tíma vann þrenn gull- verðlaun í f jallagreÍEum skíðaíþróttarinnar á OL. -Arl Olympíulið Sovétríkjanna í ishokkí kemur til New York 19. des. og mun keppa all- marga Ieiki í Bandaríkjunum til að mýkja sig upp fyrir ol- ympíuleikana í Insbruck. Síð- notfæra sér aðstoðina. Æfing, sem ætti að leggja drjúgan skerf til stöðugs forms á kennslutímabil- inu. 2. KSl hefur treyst á þjálf- un félaganna í sambandi við landslið, með misjöfn- um árangri. Með þessu fæst nánara samband við félögin og betra yfirlit yf- ir það starf, sem þar fer fram. 3. Leikmenn njóta í mörg- um tilfeltum betri æfinga- skilyrða og hafa aðgang að góðum tækjum, sem verða á einum stað. 4. Þetta getur leyst þjálfara- skort og önnur vandamál félaganna í sambandi við þjálfun meistaraflokkslið- anna. 5. Það skal sérstaklega tek- ið fra.m að hér er ekki um neitt samkrull félaganna að ræða — þau æfa al- gjörlega út af fyrir sig eins og áður. Stjórnin skrifaði öllum sam- bandsaðilum, sem eiga lið í 1. deild um tillögurnar og ósk- aði eftir samstarfi við þá um framkvæmdir. Þvf miður hafa orðið tafir á framkvæmdum vegna skorts á húsnæði, en væntanlega mun rætast úr því fljótlega. Um störf Karls að öðru leyti vísast til skýrslna hinna ýmsu nefnda. Um tillögur þessar er margt gott að segja, en varðandi það atriði að velja 25 manna hóp úr félögunum, er nauðsynlegt að á það sé lögð áherzla að þeir sem valdir verða stundi allar þær refingar sem félögin efna til; að þetta verði að skoðast sem auka- framlag til knattspyrnunnar. þar sem svo kunni að fara að þessum ungmennum verði í náinni framtíð falin st.ærri verkefni. Reynslan er hinsveg- ar sú að þessir „útvöldu" láta sér nægja að miklu leyti þær æfingar sem þeir fá á ,,úr- valsæfingum". Ef vel tekst til um fram- kvæmd tillagna þessara ætti að vera stigið hér mjög jákvætt skref fram á við. Unnið að þiálfunar- málum knattspyrn- unnar Tækninefnd Sambandsins, en skýrsla hennar fylgdi skýrslu stjórnarinnar, skýrir frá at- höfnum sínum í því að koma á námskeiðum fyrir þjálfara. Gekks.t nefndin fyrir 5 nám- skeiðum, ^ þrem samkvæmt araskóla fslands, og tveim fyr- ir starfandi þjálfara. 1 skýrslunni segir nefndin asti leikurinn verður í Col- orado Springs 28. desember. ★, Landslið Ungverjalands í knattspyrnu, sem tryggt hefur sér þátttökurétt í olympiuleik- unum keppir æfingaleiki við landslið Ghana í Accra í þess- um mánuði. Ghana-menn keppa við Liberíumenn 14. janúar í forkeppni olympu- leikanna. ★I Ghana-menn tryggðu sér um síðustu helgi Afríku-gull- bikarinn í knattspyrnu með því að sigra Sudanmcnn—3:0. Súdanir urðu í öðru sæti en Egyptar í þriðja sæti í Afríku- keppninni. Það er Kwamc lítmn áhuga fyrir námskeið- um enn sem komið er. Orð- rétt segir: „Aðilum KSl voru send bréf varðandi möguleika á því að fá námskeiðin „send heim“, þeim að kostnaðarlausu, ef þau aðeins vildu gangast fyrir téðum námskeiðum hve:-t í sínu umdæmi. Þó harla und- arlegt sé kom engin beiðni um námskeið á 1. stigi. Nefndin harmar enn sem fyrr hinar dræmu undirtektir aðilanna við þetta málefni, sem þó er tví- mælalaust eitt þýðingarmesta undirstöðuatriði knattspyrnuí- þróttarinnar í landinu. Er þess að vænta að hér verði jákvæð hreyfing á og treystum við knattspyjnuleið- togum urn allt land til þess að ljá málefninu lið“. — Þá hyggst nefndin leggja fram sérstaikar tillögur um aðstoð við 2. deildarfélögin, sem Að lokum segir nefndin: „Nefndin er á þeirri skoð- un, að íslenzkir knattspymu- menn leggi ekki nærri nóga rækt við. æfingar, hvað sem því kann að valda. Reynsla síðastliðins árs sýnir, að bil- ið milli okkar og annarra knattspyrnuþjóða er stöðugt að breikka. Undirbúningur okkar svarar ekki lengur þeim kröfum um úthald, snerpu, hagkvæma knattmeðferð og leikaðferðir, sem nútíma knatt- spyrna gerir. Ef við svörum ekki þessum kröfum í þjálfun knattpymumanna okkar og tökum ekki í notkun allar nýj- ustu viðurkenndu þjálfunarað- ferðir, þá er að okkar dómi tilgangslaust að halda áfram landsleikjum við aðrar þjóðir, eða a.m.k. að gera ráð fyrir góðum árangri í slíkum leikj- um“. Þetta eru þung orð af munni Tækninefndarinnar, og þarfn- ast fullrar athygli, og vafalaust hefur þingið tekið þessi al- varlegu orð til rækilegrar með- ferðar. Aðeins tveir þjálfar- ar Iétu sjá sig 1 skýrslu landsliðsnefndar getur að líta nokkur atriði, sem telja verður alvarlegs eðlis, og sýnir ef til vill betur en margt annað þá erfiðleika sem slík- ar nefndii- eiga við að búa og deyfð þjálfaranna fyrir hinu al- menna samstarfi. Fer hér á eftir kaflinn úr skýrslunni; sem um þetta fjallar, og einn- ig frásögn um æfingaleiki, með tilliti til utanferða félaganna.: ,,26. febrúar boðaði lands- liðsnefnd þjálfara I. deildar- liðanna til fundar við sig að Café Höll. Var fundur þessi verr sóttur en skyldi, aðeins tveir þjálfaranna sáu sér fært að mæta. Á fundinum voru einnig mættir foi’maður KSl og þjálfari. Rætt var um hvemig mætti auka samstarfið milli félaganna og landsliðsnefndar. Karl Guðmundsson lýsti þol- prófunarkerfi, er hann var með, og er mjög handhægt í framkvæmd. Með kerfi þessu er auðvelt að fylgjast með þoli manna og er það jafnframt liður í æfingum. Tóiku hinir tveir þjálfarar, er mættir voru, því vel að landsliðsnefnd og landsþjálfari mættu á æfingum félaganna til þess að fylgjast með þeim og gera þolprófanir á mönnum eftir því sem á- stæða þætti til. Var Karli Guð- mundssyni falið að hafa sam- band við þá þjálfara, er ekki gátu mætt og leita eftir sam- starfi við þá. Eins og fyrr segir var þjálf- ari landsliðsins Karl Guð- mundsson, vann hann mikið og gott starf fyrir nefndina. Á vegum nefndarinnar fór hann til Keflavíkur, AJkureyrar, Akraness og víðar og leiðbeindi um þjálfun. Einnig fór hann til nefndi’a staða með þolpróf- unarkerfið, sem hann útskýrði fyrir þjálfurunum. Með þessu kerfi má, eins og fyrr segir auðveldlega fylgjast með þoli manna og getur það jafnframt verið liður í æfingunum. Ef athuganir þessar eru gerðar reglulega og þær samviskusam- lega framkvæmdar, geta þær veitt mikilvægar upplýsingar um þjálfunarástand leikmanna. Landsliðsnefnd kom á tveim Framhald á 2. síðu. Körfuknattleiksmót Reykjavíkur ÍR LÍKLEGUR SIGURVEGARI Körfuknattleiksmót Reykja- vikur stendur yfir um þessar mundir, en vegna þrengsla í blaðinu, hefur ekki verið hægt að gera því skil sem skyldi. iR-ingar eru sigurstranglegasf- ir í meistaraflokki karla, en Nkrumah, forseti Ghana, sem gefið hefur þennan gullbikar til að keppa um, en hann mun vera 250 sterlingspunda virði. ★I Belgíumenn unnu Spán- verja í vináttulandsleik í knattspyrnu um síðustu helgi. Urslitin urðu 2:1 (1:1). Leikur- inn var háður í Valencia. ★ Sovétmenn og Marokkó- menn kepptu í knattspyrnu í Casablanca um síðustu helgi. Jafntefli varð í þessum lands- leik — 1:1. utail úr heimi þeir urðu meistarar í fyrra, eins og kunnugt er. IR er eina félagið sem ekki hefur tapað leik í fyrstu tveim umferðum mótsins. KFR hefur tapað báðum slnum leikjum (við IR og KR), KR tapaði fyr- ir Ármanni og Ármann tapaði fyrir ÍR. Aðeins þessi fjögur félög taka þátt í mótinu, en 1- þróttafélag stúdenta sendir ekki lið til keppni fremur en í fyrra. Staðan í mótinu er nú þessi: IR 2 2 0 0 176: 79 4 st. KR 2 1 0 1 156:126 2 — Ármann 2 1 0 1 110:125 2 — KFR 2 0 0 2 95:209 0 — Næstu leikir mótsins verða annað kvöld, laugardag, að Há- logalandi. Þá verða þessir leik- ir: M.fl. Ármann — KR 2. fj. KR — ÍR. 4.fl. Áimann — IR. Á sunnudag verða svo þessir leikir: M.fl. ÍR — KR. 3.fl. iRa — Ármann a. Það með verður lokið úrslit- um í öllum flokkum nema 3. flokki.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.