Þjóðviljinn - 06.12.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.12.1963, Blaðsíða 10
10 BlÐA ÞlðÐVIUINN Föstudagur 6. desember 1963 NEVIL SHUTE SKAK- BORÐIÐ giftast Nay Htohn ef hún vill mig. Moung Shway Than sagði: — Mér væri það mikil ánægja ef þú gerðir það. Hvenær heldurðu að þú getir verið kominn til okkar aftur? — Ég veit ekki — kannski eftir þrjá mánuði. Vonandi þarf ég ekki að vera lengur en ár. En ég skal skrifa á nokkurra daga fresti og láta ykkur vita hvað ég er að gera. Hann þagn- aði. — Áður en ég fer þarf ég að minnast á enn eitt mikilvægt mál við ykkur. Það er hægt að gera við þessa japönsku land- göngupramma. Sá sem er neðar við ána er betur á sig kominn, en það þarf að draga þá alla á land áður en regntíminn byrj- ar. Ef þið getið gert þá nothæfa, þá geta þeir komið í stað allra smábátanna sem sokkið hafa. Moung Shway Than sagði: — Ég skal sjá um að þeim verði bjargað á land og gert við þá. Við getum látið bátasmiðina annast viðgerðina. Flugmaðurinn sagði: — Send- ið líka flokka upp og niður með ánni til að athuga hvort fleiri bátar liggja i reiðileysi. Takið vélamar út og geymið þær á þurrum stað og smyrjið þær; það er nóg smumingsolía í jám- brautarskýlinu. Fáið bátasmið ina til að gera við götin. ef hægt er. Ég vona að ég komi fljótt aftur og þá get ég tekið til hendinni. Ég er viss um að við getum gert suma báta sjó- færa aftur, ef við förum rétt að. Við getum notað beztu vélamar í beztu skrokkana. En ef ykkur vantar einhver verkfæri, þá skrifið mér til Englands og seg- ið mér hvað okkur vantar og ég skal taka það með mér. Gamli maðurinn sagði: — Það væri mjög hagstætt ef við gætum notað einhverja af þess- um bátum. Það eru engar sam- göngur lengur á Irrawaddy. öll- um gufubátunum hefur verið sökkt. Nay Htohn sagði: — Ég skal sjá til þess að þetta verði gert. Ég skal láta Moung Bah Too fara niður með ánni og athuga hvem einasta bát. Ég skal sjálf fara og sjá um að það sé gert. Við látum draga hvem einasta bát á land og þurrka og smyrja vélamar, og þegar þú kemur til baka, þá getur þú sagt fyrir um hverja er hægt að nota. 37 Hárgreiðslan Rárgreiðsla og snyrtistofa STEINU og DÓDÚ Langavegi 18 III. h. flyfta) SÍMI 24616. P E R M A Garðsenda 21. SlMI 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dðmnr! Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN. Tjarnargötn 10. Vonarstrætis- tnegin. — SlMI 14662. HARGREIÐSLDSTOFA AUSTORBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SfMI 14656 — Nuddstofa á sama stað. — Morgan hugsaði sig um and- artak. — Ef þið finnið einhverja vélamenn eða menn sem ein- hvem tíma hafa unnið við vél- ar. þá fáið þá til hjálpar. Utt Nee sagði: — Þeir eru ekki margir í Burma. En flestir okkar eru lagnir við vélar; það þarf aðeins að sýna okkur hvað gera skal. Moung Shway Than sagði: — Ég skal greiða allan þann kostn- að sem með þarf. Ég býst við að þetta gefi mikið í aðra hönd með tímanum. Tveim stundum síðar stóð Morgaíi með Nay Htohn á ár- bakkanum. — Þetta er engin kveðja, sagði hann og hélt um hönd hennar. — Þú þarft ekkert að óttast; ég kem aftur. Þetta er góður staður og ég kem hing- að aftur strax og ég mögulega get. Hún sagði og augu hennar voru tárvot: — Ég óttast ekki, en flýttu þér samt. Hann fór út að stærsta fall- byssubátnum á fleka, sem lítill drengur reri og klifraði um borð. Yfirmaður úr flotanum kom til móts við hann á þilfarinu. — Ég var í fangelsinu í Rang- oon, sagði flugmaðurinn. — Við erum búnir að koma jámbraut- inni hálfa leið til Bassein, ef það kemur ykkur að einhverju gagni. SJÖUNDI KAFLI Fyrstu regndropamir slettustá stíginn fyrir neðan veröndina; köld gola lék um herra Tumer þar sem hann sat á tali við Morgan í myrkrinu. Morgan hreyfði sig í stólnum. — Það er komið að kvöldverði. sagði hann. — Ég bað Nay Htohn að hafa enska máltíð. Herra Turner sagði: — Þú hefur þá komið fljótlega til baka hingað? — Já, ég held nú það. Ég þaut til Englands og aftur hingað í hvínandi hvelli. Hann brosti. — Ég stóð auðvitað vel að vígi, vegna þess að ég þekkti alla í Loftflutningadeildinni. Ég tal- aði við yfirmanninn í Calcutta og sagði honum að ég vildi láta leysa mig frá herþjónustu í Burma og frá landgönguprömm- unum og öllu saman. Mér var flogið til Englands í Liberator vél og til Calcutta aftur í York- vél sem einum af áhöfninni. Ég var ekki nema sautján daga í Englandi. — Þú hefur þá gengið frá skilnaðinum? — Já. Það var engum vand- kvæðum bundið. Ég fékk lög- fræðing til þess áður en ég fór frá Englandi. Hann gekk ekki í gildi fyrr en eftir tvö ár, en við biðum ekki eftir því. Ég var kominn til Henzada eftir sjö vikur, réttar sjö vikur síðan ég fór þaðan. og við vorum gefin saman undir eins. Fyrsta bamið okkar var næstum árs- gamalt áður en við gátum látið gifta okkur löglega, en þá gerð- um við það. Herra Tumer brosti; annað eins hafði hann nú heyrt um í Englandi. — Hvað um bátana? spurði hann. Morgan sagði: — Það gekk allt mjög vel. Nay Htohn hafði séð um það. Hann sneri sér að Tumer. — Sjáðu til, Burma- stúlkumar eru slyngar í við- skiptum, miklu slyngari en karl- mennimir. Þær fara sína beinu braut. Nay Htohn hafði látið draga alla bátana á land, sjö að tölu. suma mjög illa á sig komna. Moung Shway Than gaf okkur þá í brúðargjöf. Einn sem fannst hjá Zalum var næstum óskemmdur og hann var kominn á flot innan viku. Annar komst í gang mánuði seinna og hinn þriðji nokkru eftir það. Þeir urðu aldrei fleiri sem hægt var að nota. — Hvað varð um þá? — Ég gerði þá út í tvö ár, sagði flugmaðurinn. — Við héldum uppi reglubundnum ferðum frá Rangoon og alveg upp til Prome og græddum á tá og fingri. Sjáðu til. Irrawaddy skipafélagið var í vandræðum með farkost, og það leið langur tími áður en um nokkra sam- keppni var að ræða; við komum alveg undir okkur fótunum. Hann þagði andartak. — Já, þeir hafa svei mér komið við það, þessir bátar. — Rekurðu þá ennþá? — Nei, ég seldi þá í fyrra. Þeir eru ennþá í notkun — Þú getur séð einn þeirra fara hér framhjá um miðjan dag á morg- un. En ég seldi þá. Hann sneri sér að Tumer. — Nú er ég starfsmaður ríkisins. Ég skipti mér ekki af neinu fyrst í stað, því að ég þóttist vita að Eng- lendingur yrði ekki vel séður. Burma fyrir Burmabúa on allt það, skilurðu. En þó fór ég að flækjast inn í ýmislegt hérna heima við. Og í fyrra kom bróð- ir Shway Thans, Moung Nga Myah að máli við mig og taldi mig á að taka að mér þetta starf — hann er ráðherra — menntamálaráðherra. Hann sagði. að það væri þörf fyrir mig svo að ég féllst á að reyna. Ég held það ætli að blessast. Turner hrukkaði ennið. — Ég skil það ekki almennilega. Ég hélt þeir kærðu sig ekkert um Englendinga lengur. — Þetta var eiginlega mikill heiður, sagði flugmaðurinn. — Síðastliðin tvö ár hafa þeir reynt að losa sig við alla Breta. og svo koma þeir og vilja fá mig til starfa. Ég held þeir líti hálf- partinn á mig eins og Burma- búa núna. — Já, þetta er undarlegt, sagði herra Tumer. Flugmaðurinn stóð á fætur og tíndi saman glösin. — Ég er orðinn rótfastur í þessu landi, sagði hann. — Hér á ég konu og böm, vini og ánægjulegt starf. Ég gæti aldrei farið aftur til Englands og setzt þar að eftir þetta. Þegar Burma verður samveldisríki. þá býst ég við að ég sæki hér um borgararéttindi. Þeir fóru inn í húsið til kvöldverðar. Máltíðin var borin fram við kertaljós og silfurborð- búnaður á borðum, súpa og kjúklingur og ábætir. Morgan og Ma Nay Htohn voru innilega glöð yfir því að hafa fengið gest frá Englandi; og Turner leið vel í návist þeirra og fór að segja þeim í gamansömum tón frá ástandinu í London. Hann talaði svo mikið að hann varð þreyttur og varð feginn að hvíla sig eftir matinn í legustól með góðan vindil. Hvíti kötturinn, Moung Payah, kom inn um leið og hann settist niður og stökk upp í fang honum, hagræddi sér og fór að mala. Nay Htohn horfði undrandi á þetta og sagði eitthvað lágt við Morgan á burmversku. Hann hló. — Konan mín botn- ar ekkert i þessu með köttinn, sagði hann. — Hann er aldrei vanur að gera þetta. Hann vill aldrei sitja hjá henni eða mér. Herra Turner var ánægður og strauk kettinum hausinn; hann neri hausnum að hendi hans á móti. — Hann hefur sannarlega tekið ástfóstri við mig, sagði hann. — Hvað sögðuð þið að hann héti? — Moung Payah, sagði Nay Htohn. — Á okkar máli þýðir það Hans heilagleiki. — Af hverju kallið þið hann það? Hann spurði í einlægni. Stúlkan hikaði og hló síðan feimnislega. — Þjóð mín er hjá- trúarfull, sagði hún. — Rétt eins og þín þjóð, þegar fólk fleygir salti yfir öxlina til að komast hjá ógæfu. Þið trúið ekki á það í raun og veru. en þið gerið það samt. Jæja — hjá okkur segir fólk að hvitt dýr, hvaða dýr sem er, sé falleg sál á leið sinni upp tilverustigann. svo góð og falleg sál, að hún verði eitt sinn Búddha. Hún brosti. — Það er ekki þáttur f trúarbrögð- um okkar — það finnst ekkert um það í helgum bókum. En þetta segir fólkið í sveitinni. Bamfóstran mín sagði mér þetta, þegar ég var lítil telpa. Tumer brosti: — Og þess vegna kallarðu hann Hans heilagleika? Hún hló lágt. — Það er eigin- lega i gamni. Hann strauk eyrað á kettinum. — Við lítum á svarta ketti sem heillamerki í Englandi. sagði hann. — Einmitt það gagnstæða. Hann var skelfilega þreyttur. Hið framandi umhverfi og hin- ar löngu samræður höfðu dreg- ið úr honum allan mátt; hann SKOTTA Dlstributed by King TVatores Syndicate. Hefur þú nokkra reynslu í meðferð svona báta góði minn? Neiiii. En ég er sjó- maður af Guðs náð herra minn. Já einmitt það. Þá er lík- Iega bczt að þú takir bát númer þrjú. (Það var nefnilega eini bát- urinn sem hafði neyðarbjöllu festa í kjölinn). Mamma greiddi atkvæði móti tillögunni um, að ég fari út með Jóa í kvöld, og nú greiðir þú atkvæði með tillögunni. Er það þá mitt atkvæði, sem ræður úrslitum? NÝTT - NÝTT Svissneskar blússur ítalskar peysur Hálsklútar — Skinnhanzkar Clugginn Laugavegi 30 STJÓRNUNARFÉLAG ISLANDS Fundur verður haldinn í Stjórnunarfélagi íslands laugardaginn 7. des. kl. 14.00, í fundarsal Hótel Sögu. Fundarefni: Glúmur Björnsson skrifsto'fustjóri flytur erindi: Fjármunaútreikningar (vextir og afborganir, þarfsemi stofn- fjár, afskriftir o.fl.). Félagsmönnum er heimilt að taka með sér ges'ti. STJÓRNIN. Yetrartízkan 1963-1964 Stór sending af vönduðum hollenzkum kápum, tekin upp í gær. □ Allar stærðir. — Lækkað verð. □ Bernhard Laxdal Kjörgarði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.