Þjóðviljinn - 06.12.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.12.1963, Blaðsíða 12
þremur þingmönnum Al- þýðubandalagsins, þeim Ein- ari Olgeirssysi, Ragnari Arn- alds og Eðvarði Sigurðssyni, var til fyrstu umræðu í deildinni í gær. Efni þessa frumvarps hefur verið rak- ið hér í blaðinu en sam- kvæmt því fær ríkisstjórn- in heimild til að láta byggia 500 leiguíbúðir á árinu 1964 til að bæta eitthvað úr FIMM HÖFUNDAR SKRIFA UM AFLAMENN Basar MFÍK Bazar Menningar- og friðar- samtaka fslenzkra kvenna verð- ur i MÍR-salnum í Þingholts- stræti mánudaginn 9. desember. Eftirtaldar konur veita mun- um viðtöku: Guðrún Guðjóns- dótt'r, Háteigsvegi 30, sími 14172. Aldís Davíðsdóttir, Álf- heimum 13, sími 34567. Krist- rún Ágústsdóttir. Háteigsvegi 42. sími 16789. Sigríður Guðmunds- dóttir, Laugavegi 147. Hansína Sigurðardóttir, Stóragerði 30, sími 33829. Eygló Jónsdóttir. Víghólastíg 20, sími 41382. Mar- grét Ámadóttir, Hjarðarhagg 24, sími 16340. Sigríður Jóhannes- dóttir, Austurbrún 2. Kristín Jónasdóttir, Eskihlíð 8, sími 23525. Heiga Rafnsdóttir. Aust- urbrún 33, sími 36676. Marta Tryggvadóttir. Liósheimum 12. sími 37486. S'griður Einarsdótt- ir, Sólheimum 23, sími 37440. Sigríður Ámundarióttir, Baróns- stfg 27, sími 10676. skorti sem ríkir í ýmsum kaupstöðum og kauptúnum. Við fyrstu umræðu í gær hafði enginn stjórnarþing- maður né ráðherra neitt að segja um þetta mikilvæga mál og vitnar það enn um úrræðaleysi viðreisnarstjórn- arinnar í því öngþveiti sem hún hefur orsakað í húsnæð- ismálum. Einar Olgeirsson rakti í stuttu máli þróunina í húsbygginga- málum frá árinu 1951 þegar Bandaríkjamenn bönnuðu ís- lenzkum stjómarvöldum að leyfa fólki að byggja yfir höf- uðið á sér og fram á þennan dag. Sagði hann það nú vit- að, að byggja þyrfti að minnsta kosti 700 íbúðir á ári hér í Reykjavík til að fullnægja þörf- inni og minnti á að þessari tölu hefði aðeins tvisvar verið náð: 1956 og 1957 eða i valdatíð vinstri stjómarinnar og þó seinna vinstri stjórnar árið far- ið langt fram úr þessu lágmarki. Með falli vinstri stjómarinnar fór þegar að halla undan fæti aftur í þessum málum og keyrði um þverbak þegar viðreisnin hélt innreið sina í íslenzkt efna- hagslíf. Stiklaði Einar á stóru um á- standið í húsnæðismálum, sem allir þekkja, og ræddi þó eink- um um hið óheyrilega okur og brask með húsnæði sem þrífst S skjóli þess öngþveitis. Að lokum minnti hann á að hér væri ekki um tillögu til framtíðarlausnar að ræða. held- nr aðeins til úrbóta á vandræða- ástandi. Ragnar Amalds kvaðst litlu hafa við ræðu Einars að bæta en sagði, að hér væri um svo mikið stórmál að ræða að það væri ósæmandi af stjómarliðinu og ráðherrum að taka ekki þátt í umræðum um það. Slikt vand- ræðaástand og það sem nú rik- ir í húsnæðismálum hjá okk- ur gæti riðið hvaða ríkisstjóm í álfunni að fullu — nema við- reisnarstjórninni okkar. Hún hefur svo mörg önnur stórmál til að skvggja á þetta vand- Framhald á 2. síðu. Þar brosa aðstandendur Aflamannabókar framan í heiminn að loknu verki: ritstjórinn Jónas Árna- son, höfundamir Indriði G. Þorsteinsson, Bjöm Bjarman, Jökull Jakobsson, Asi i Bæ og Stefán Jónsson fréttamaður. Sektir hækki—veiðafæri gerð upptæk Fyrsta umræða um frum- varp Lúðvíks Jósepssonar til breytinga á lögum um bann við botnvörpuveiðum fór fram í neðri deild í gær. Flutningsmaður gerði grein fýrir þeim breytingum, sem stefnt er að, og eru þær einkum þrjár: í fyrsta lagi hækkun sekta fyrir land- helgisbrot, í öðru lagi, að veiðarfæri, sem gerð eru upptæk, megi ekki selja né láta af hendi fyrr en að minnsta kosti mánuður er liðinn frá því að úrskurður er upp kveðinn, og í þriðja lagi, að setja um það skýr ákvæði í löggjöfinni, að sleppi skipstjóri skips, sem staðið hefur verið að ólög- legum veiðum í landhelgi, undan löggæzlumönnum, þá sé útgerðarfélag hans ábyrgt fyrir dómi og greiðslu sekt- ar. Lúðvík benti meðal annars á, að á undanförnum tólf árum hafa engar breytingar orðið á þeim reglum, sem farið er eft- lf við ákvörðun sektarupphæða, en á sarna tírna hafa skip, sem sækja á lslandsmið og í ís- lenzka landhelgi stækkað mik- ið, aukist að verðmæti og afla- möguleikar þeirra vaxið til Framhald á 2. síðu. Fjórir höfundar voru til svars um þessa bók svo og ritstjóri hennar, Jónas Árnason. Fyrsti þátturinn er um Binna í Gröf eftir Ása í Bæ — sem reyndar er sjálfur aflakóngur á handfæri; þar er samofin per- sónusaga Benónýs Friðriksson- ar og vestmanneysk útgerðar- saga. Indriði G. Þorsteinsson skrifar þátt sem nefnist Á stund skyttunnar og fiallar um .Tónas Sigurðsson, núverandi skóla- stjóra Stýrimannaskólans. Jónas hefur lengi kennt við skólann en stjórnað Hval 5. á sumrin. Fór Indriði með Jónasi í veiðiferð og lýsir henni, en segir þar að auki margt frá sögu hvalveiða hér við land. Stefán Jónsson fréttamaður skriíar um álaveið- ar Péturs Hoffmanns Salómons- sonar, en Pétur er sagður braut- ryðjandi í þessari atvinnugrein sem svo seint hefur hafizt til virðingar á fslandi fyrir sakir fordóma og hjátrúar í mann- fólkinu. Auk lýsingar á veiði- ferð með Pétri er í þættinum margt spjallað um ála yfirleitt og vitsmunalif þeirra. Björn Bjarman skrifar um Garðar Finnsson síldarkaftein á Höfrungi II frá Akranesi — fer með honum á veiðar og bregður upp myndum frá ýms- um tímabilum síldveiðanna. Og JökuII Jakobsson skrifar um Guðjón IUugason sem hefur um nokkurt skeið starfað á veg- um Matvælastofnunar Samein- uðu þjóðanna með Indverjum, Ceylonbúum og Pakistönum, kennt þeim fiskveiðar og fund- ið fyrir þá ný mið. Og þar að auki verið svo heppinn að draga á land þann stærsta fisk sem veiddur hefur verið í Asíu. Jónas talaði um að það væri mikið þolinmæðisverk að taka saman slika bók, einkum gæti það verið erfitt að fá aflamenn til að leysa frá skjððunni. En þó væri ekki útilokað að fram- hald gæti orðið á slíkri útgáfu. í bókinni eru 49 myndasíður. Aðrar bækur Auk Aflamanna er komin út hjá forlaginu bókin Borin frjáls, fræg frásögn af einkennilegum örlögum ljónynju. ■ Heimskringla er þessa dagana að gefa út 6 bækur. Og var einni þeirra hleypt af stokkunum í fyrradag — það er bók um þekkta aflamenn, skrifuð af fimm þekktum rithöfundum, og sá Jónas Árnason um útgáfuna. Þá kemur út einhvem næstu daga smásagnasafn eftir Guð- berg Bergsson sem nefnist Leik- föng Iciðans; þetta er þriðja bók höfundar en gagnrýnend- um kom mjög saman um það að skáldsaga Guðbergs, Músin sem læðist hafi verið einhver merk- asti viðburður í islenzkri sagna- gerð síðustu ára Einnig kemur út leikrit eftir Erling Halldórs- son og heitir það Reikningsvél- in. Þetta er fyrsta bók höfund- ar, en hann hefur áður birt leikrit í Tímariti Máls og menningar. Aðrar bækur forlagsins eru: Ritgerðir eftir Maó Tse-Tung^ annað bindi; Blómin í ánni, skáldsaga eftir sænsk-ameriska konu, Edith Morris, í þýðingu Þórarins Guðnasonar — sagan fjallar um líf í Hírosíma og hefur verið þýdd á 23 tungu- mál. Og ný útgáfa á þekktri bamabók eftir Ólaf .Tóhann Sig- urðsson, Um sumarkvöld. Góð síldveiði Síldaraflinn í fyrrinótt nam um 8000 tunnum og var nær aJl- ur flotinn að veiðum. Var gott veður á miðunum og veiddist að- allega í KoIIuál. Þessir bátar fengu eftirfarandi afla: Helga 650, Skarðsvík 400. Áskell 400, Gnýfari 350, Loftur 500, Sigurpáll 200, Guðmundur Þórðarson 250, Eldey 250, Gísli lóðs 200, Faxaborg 300, Hafrún 350, Hrafn Sveinbjamarson 2 150, Rifsnes 200, Lómur 300, Engey 350, Þorgeir 60, Blíðfaxi 100, Ámi Geir 150. Hólmanes 350, Sigrún 200, Ingiber Ólafs- son 250, Snæfell 700, Sæfari AK 170, Ársæll Sigurðsson 2 150, Bjöm Jónsson 100, Ámi 200, Auðunn 100, Hannes lóðs 200, Guðmundur Pétursson 40, Húni 2 25. Stapafell 70, Halkion 100 og Sigurður SI 200. Aflamenn ALMENNUR SKILADAGUR ER I DAG Nú eru aðeins 18 dagar eft- ir þar til dregið verður í Happdrætti Þjóðviljans 1963. Þeir sem enn eru ekki bún- ir að fá sér miða ættu því ekki að draga það öllu leng- ur. I boði eru fjögurra hcr- bergja fokheld íbúð í par- húsi að Holtsgötu 41 og auk þess 10 aðrir ágætir vinning- ar: það er því til nokkurs að vinna, eða hver vili ekki fá hálfrar milljón króna íbúð fyrir aðeins 100 krónur? í dag birtum við nöfn um- boðsmanna happdættisins f Norðurlandskjördæmi vestra en þeir eru: Blönduós: Bjami Pálsson, Hofsós: Valdimar Bjöms- son, Hvammstangi: Skúli Magnússon, Sauðárkrókur: Hulda Sigurbjörnsdóttir, Sigluf jörður: Kolbeinn Friðbjarnarson, Skaga- strönd: Friðjón Guðmunds- son. í dag er almennur skiladag- ur og verður skrifstofa happ- drættisins að Týsgöbu 3 op- in í dag kl. 9—12 og 1—10 e.h. af því tilefni. Eru menn hvattir til að nota tækifærið og gera skil fyrir seldum miðum. Tíminn er óð'um að styttast og því áríðandi að menn hraði bæði sölu og skilum sem allra mest: Tak- markið er að selja álla mið- ana upp. Enn viljum við minna á að miðar í happdrættinu eru seldir úr bifreið á homi Austurstrætis og Aðalstrætis en þar eiga margir leið um og því hæg heimatökin að ná sér þar í miða. Að Iokum viljum við enn minna á að skrifstofu happ- drættisins vantar eftirtalin númer, ef einhverjir hefðu þau óseld í fórum sinum og aðra miða: 1075, 1825, 4232. 8034, 9995, 22654, 23355, 34345. Snúið ykkur til skrifstofunn- ar ef þið hafið þessi númer undir höndum, siminn er 17514. Þögðu um húsnæðismálin |1 9------------------p Frumvarp til laga um byggingu leiguhúsnæðis, borið fram í neðri deild af Föstudagur 6. desember 1963 — 28. árgangur — 260. tölublað. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.