Þjóðviljinn - 07.12.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.12.1963, Blaðsíða 12
Dregið eftir 18 daga um íbúðina Eftir 18 daga fer fram dráttur í Happdrætti Þjöð- viljans 1963 og faest þá úr því skorið hver verður svo heppinn að hreppa fjögurra herbergja íbúðina sem er aðalvinningurinn að þessu sinni, en einnig eru á boð- stólum 10 aukavinningar, ferðalög innanlands og til útlanda, húsgögn, málverk, tjald, skellinaðra og ljós- myndavél. Er verðmæti aukavinninganna frá kr. 2000 til 17000 en fbúðin er metin á hálfa milljón kr. Hér á eftir fara nöfn umboðsmanna happdrættis- ins i Norðurlandskjördæmi eystra: Akureyri: Þorsteinn Jón- atansson. Fnjóskadalur: Páll Gunn- laugsson. Ólafsfjörður: Sæmundur Ólafsson. Húsavík: Freyr Bjarna- son. Hrísey: Jón Asgeirsson. Raufarhafn: Lárus Guð- mundsson. Umboðsmenn happdrætt- isins úti á landi taka við skilum fyrir selda happ>- drættismiða en einnig geta menn sent beint til skrif- stofu happdrættisins að Týsgötu 3 í Reykjavík. 1 dag verður skrifstofa happdrættisins opin kl. 9— 12 og kl. 1—5 e.h. og á morgun verður hún opin kl. 2—4 e.h. Notið helgina til þess að gera skil. fyrir seldum miðum. Timinn styttist óðum svo að ekki veitir af að herða sóknina ef við eigum að ná tak- markinu sem við höfum sett okkur: Að selja alla miða upp fyrir Þorláks- messu. Til þes að svo megi verða má enginn liggja á liði sínu. Enn vantar skrifstofnna númerin átta sem hún hef- ur veríð beðin að útvega: 1075, 1825, 4232. 8034, 9995, 22654, 23355 og 34345. Haf- ið samband við skrifstof- una, ef þið hafið þessi númer óseld í fórum ykk- ar. Sími skrifstofunnar er 17514. Miðar í happdrættinu eru seldir daglega úr bifreið er stendur á homi Aðalstræt- is og Austurstrætis. Notið tækifærið og kaupið miða ef þið eigið Ieið þar hjá. UMFERÐINNIBÆGT FRÁ KÓPAVOGSBÆ í neðri deild Alþingis í( gær var frumvarp ríkis- stjómarinnar til vegalaga til fyrri umræðu. Samgöngu- málaráðherra fylgdi frum- varpinu úr hlaði og lét þá ósk í ljós, að afgreiðslu þess mætti hraða þótt hann segð- ist gera sér ljóst, að það væri undir afstöðu stjórnarand- stöðunnar komið. Að fram- sögu ráðherrans lokinni tal- aði Eysteinn Jónsson af hálfu Framsóknarflokksins en Geir Gunnarsson af hálfu Alþýðubandalagsins. Geir lagði höfuðáberzlu á, að eins og frumvarpið gerir ráð fyrir, verði aftur horfið að þeirri stefnu að allar tekjur af hækkunum á benzíni, gúmmíi og þungaskatti renni til vega- gerðar í landinu og benti á þá öfugþróun er orðið hefði að und- anfömu er tekjur af slíkum hækkunum hefðu í vaxandi mæli runnið í rikissjóð til al- mennrar eyðslu. Sagðist Geir fyrir sitt leyti geta fallist á ráðgerðar hækkanir ef tryggt væri að þessar tekjur rynnu óskiptar til endurbóta á vegakerfi landsins og bifreiða- eigendur endurheimti þannig þessi auknu útgjöld með betri endingu bifreiða og minni við- haldskostnaði. Hann benti þó á þá augljósu staðreynd, að þessi auknu útgjöld hljóta að verða þungbær í byrjun eða þar til afleiðingamar af auknum fjár- veitingum til vegabóta fara að koma í ljós. Tvennt verðnr að tryggja Það er þvi tvennt. sagði Geir, sem tryggja verður þeim sem nú er ætlað að taka á sig þessi stórauknu útgjöld. 1 fyrsta lagi: að allt það fé, sem þeim er nú ætlað að greiða gangi til vega- gerðar og komi örugglega fram í auknum framkvæmdum. Og í öðru lagi: það fé sem þannig er varið til vegagerðar verði ekki sízt notað til úrbóta þar sem umferð er mest, þannig að aukin skattheimta geti sem allra fyrst borið þann árangur fyrir gjaldendur að reksturskostnaður bifreiða minki vegna endur- bættra vega og að sem allra flestir njóti þeirra hagsbóta. Auk þess verði stefnt að stór- átökum bar sem samgöngukerfið er nú að bresta. Hærra framlag til bæjar- og sveitafélaga Geir ræddi síðan allýtarlega um ýms ákvæði frumvarpsins og sagði meðal annars að hann væri þeirrar skoðunar að fram- Framhald á 2. siðu. Laugardagur 7. desember 1963 — 28. árgangur — 261. tölublað. ViBbætir orðabókar Biöndais kominn út ■ Út er kominn viðbætir við íslenzk-danska orðabók Sigfúsar Blöndal og eru í honum um fjörutíu þúsund orð úr íslenzku nútímamáli, tekin úr íslenzkum nútímabók- menntum, fræðiritum, dagblöðum, st'jómmálaritlingum og nýyrðasöfnum. Stúlka — svartlistarmynd eftir Einar Hákonarson, einn ungu listamannanna fjögurra, sem viðtöl eru við í Jólablaði Þjóð- viljans 1963. 80 SÍÐNA JÓLA- BLAÐ K0MIÐ ÚT JÓLABLAÐ Þjóðviljans 1963 er nú komið út, 80 blað- síður, litprentað. Jólablaðið er til sölu á öllum blaðaútsölustöðum og kostar 15 kr. eintakið, en næstu daga verður blaðið borið til fastra kaupenda Þjóðviljans. Efni blaðsins er fjölbreytt og prýtt fjölda mynda. ljósmyndum og teikningum. Birt er löng grein eftir Guðgeir Magnússon sem hann kallar „Ljóti andar- unginn" og fjallar um Reyni Oddsson kvikmyndaleikstjóra — og myndaopna er úr nýrri Is- landskvikmynd sem Reynir hef- ur unnið að og væntanlega verð- ur frumsýnd bráðlega. Þá eru viðtöl eftir Olf Hjörvar við fjóra unga myndlistarmenn: Al- freð Flóka, Einar Hákonarson, Gunnlaug Gíslason og Völund Bjömsson. og birtar allmargar myndir listamannanna. „Quidam á fjóram stigum“ nefnist ljóð eftir Elías Mar og „Helgimyndir h.f.“ gamankvæði eftir Böðvar Guðlaugsson. Ný smásaga er eftir Dag Sigurðarson og þýdd saga eftir Charles L. Hamess. Jón Thór Haraldsson ritar Þátt af einkennilegum manni og Orri Uggason segir minningar frá vetrinum 1917 f Núpsskóla f Framhald á 2. síðu Eftir að orðabók Blöndals var gefin út ljósprentuð ákvað stjóm íslenzk-danska orðabókarsjóðs- ins haustið 1954 að hefja undir- búning að útgáfu viðbætis við hana. Var Árni Böðvarsson cand. mag. ráðinn til að annast orð- töku f viðbæti þennan. Orðtek- in vora margvísleg fræðirit, nokkurt úrval bókmennta í bundnu máli og óbundnu og ým- isleg rit almenns efnis — sýnis- hom úr dagblöðum, tímaritum o.fl. Þessi orðtaka fór fram í samvinnu við orðabók Háskólans. og lagði hún til orðasöfn úr nokkram ritum, sem út höfðu komið frá því Blöndalsorðabók var lokið, og orðtekin höfðu verið á hennar vegum. Þeir Halldór Halldórsson og Jakob Benediktsson vora ráðn- ir ritstjórar bókarinnar og tóku þeir við því efini sem Ámi hafði safnað árið 1958. Þeir bættrj við talsverðum orðaforða, einkum úr nýyrðasöfnum og sérfræðiritum og völdu úr þau orð sem tekin vora í bókina. Dönsku þýðing- amar gerði Erik Sönderholm sendikennari að verulegu leyti. 1 viðbæti þessum era um 40 þúsund orð, sem fyrr segir. Þar af era um 6000 nýyrði. Töluvert er af orðum sem standa í orða- bók Blöndals, en eru tilfærð i nýjum merkingum. Þess var og getið að af rithöfundum hefðu þeir orðið þessari bók drýgstir þeir Halldór Laxness, Þórbergur Þórðarson og Guðmundur Haga- lín. Halldór Halldórsson lét þess getið. að hér með væri ekki sett- ur punktur aftan við Orðabók Blöndals, það hefði verið gert ráð fyrir þvi að hún endumýj- aðí sig sjálf — og yrði að sínum dómi næsta skrefið að gefa út nýjan stækkaðan Blöndal. því Framhald á 2. síðu. LA UGA RDA GSL EIKRITIÐ í KVÖLD ER ANDORRA ■ Laugardagsleikrit Ríkisútvarpsins í kvöld verður leik- ritið Andorra sem Þjóðleikhúsið hefur sýnt í vetur og sl. vetur. Hér á eftir fer kynning Leiklistardeildar Rík- isútvarpsins á höfundi og verkinu: ttunnar Eyjólfsso* „Meðal þeirra höfunda sem mesta frægð hafa getið sér í heimi leiklistarinnar á síðustu áram era tvö svissnesk skáld: Friedrich Durrenmatt og Max Frisch. Báðum þessum höfund- um hafa íslenzkir leikhúsgestir og útvarpshlustendur fengið að kynnast. Tilraunaleikhúsið „Gríma" flutti leikritið „Bieder- mann og brennuvargarnir" eftir Max Frisch sem seinna var flutt í útvarp. Leikfélag Reykjavíkur lék í fyrravetur „Eðlisfræðing- ana“ eftir Durrenmatt en áður hafdi útvarpið flutt eftir hann útvarpsleikritið „Haustmánaðar- kvöld“ (1959) og „Vegaleiðang- urinn" (1962). Og á síðasta leik- ári sýndi Þjóðleikhúsið leikritið ..Andorra" eftir Frisch. sem nú verður flutt í útvarpið í kvöld. Max Frisch er fæddur í Zúr- ich árið 1911. Hann hóf ungur að skrifa leikrit. sem þó vora ekki tekin til sýningar. Eftir að hafa lokið prófi sem arkítekt stundaði hann það starf um skeið en hélt jafnframt áfram að semja skáldverk, bæði skáld- sögur og leikrit. og á áranum 1946—1949 samdi hann hina kunnu ,.Dagbók“ sfna. en þar er að finna framdrög allra skáldverka hans sem síðan hafa birzt og hafa aflað honum frægðar, svo sern „Biedermann Framhald á 2. síðu. Sís erlendis sýnir nú eftirprentanir 1 dag verður opnuð merkileg sýning í Listamannaskálanum. Er hér um að ræða eftirprentan- ir heimsfrægra málverka, en sýningin er haldin til að styrkja það sem nefnt er SÍS erlendis, en það mun þýða eitthvað til móts við Samband íslenzkra stúdenta erlendis Sýning þessi mun verða opin fram að næstu helgi. öll mál- verkin eru til sölu, en hér gefur að líta eftirprentanir af ýmsum frægustu málverkum heims. Fréttamenn áttu í gær stutt samtal við þá, er að sýningunni standa. Þórir Bergsson, trygg- ingafræðingur, er einn helzti framkvöðull þessarar sýningar. Er fréttamaður blaðsins spurði hann hvert væri verð þessara mynda, svaraði Þórir stutt og laggott: Hlægilegt! Um 130 eft- irprentanir era á sýningunni, og er meðalverð þeirra 270 kr. Flestar era eftirprentanirnar eftir van Gogh, en fjölmarga aðra heimsþekkta listamenn get- ur að líta, svo sem Picasso. Sýningin verður opin næstu viku. Allar myndimar era til sölu. Dr. Páll leikur í Njsrðvíkum Tónleikar verða haldnir í Innri Njarðvíkur-kirkju á morg- un, sunnudag kl. 4.30 e.h. Dr. Páll Isólfsson leikur á nýja kirkjuorgelið sígild tónverk eft- ir fræga höfunda og einnig mun hann útskýra verkin fyrir á- heyrendum. Bílferð verður frá BSl kl. 3.15. // JÓLA- GJÖFIN" LÖG „Jólagjöfin’’ þ. e. frum- varp ríkisstjómarinnar um hækkun á bótum til Al- mannatrygginga (þó ekki fjölskyldubóta að sinni), var afgreitt sem lög frá Al- þingi í gær, að iofcnum þremur umræðum í efri deild. Alfreð Gíslason túlkaði- afstöðu Alþýðubandalagsins í deildinni og bar fram tvær breytingartíllögur samhljóða beim er Hanni- bal Valdimarsson flutti víð umræðumar í neðri deild og áður hefur verið skýrt frá: að í stað 15% eins og frumvarpið gerir ráð fyrir nemi hækkunin 40% og að við 1. gr. framvarps- ins bætist svohljóðandi málsgrein: Allar bótafjár- hæðir samkvæmt 2. máls- grein skulu teljast grunn- upphæðir og breytast I samræmi við vísitölu fram- færslukostnaðar. Þessar breytíngatillögur feldi viðreisnarliðið i efri deild eins og í neðri deild og auk þess breytingatil- lögu Framsóknarmanna að í stað 15% skyldi upphæð bótahækkana nema 25%. Var framvarpið samþykkt óbreitt. eins og stjómin lagði það fyrir þingið. Eins og áður hefur ver- ið skýrt frá félst stjómar- andstaðan á að tefja ekld afgreiðslu þessa máls, á þeim forsendum, að þótt hækkunin sé eins og vænta máttí skorin við nögl var talið sjálfsagt að lífeyris- þegar fengju þó þessa aura á tilskyldum tíma. t efri deild má segja. að af- greiðslan hafi aðeins tafist lítillega af þeim sökum, að frú Auður Auðuns (Ihald) gat ekki stillt sig um að endurtaka sjálfsánægjufjas stjórnarinnar f neðri deild um afrek viðreisnarstjóm- arinnar í tyggingamálum og var þó mál frúarinnar öllu mærðarlegra en hjá öðrum er gumað hafa af þessum ..afrekum”. >

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.